Dagur - 15.05.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 15.05.1934, Blaðsíða 2
148 DAGUB 53. tbl. fiokks, Hallgrímur bóndi Þor- bergsson á Halldórsstöðum í Lax- árdal. Fyrir íhaldið mætti þar enginn. Þá vaf þriðji fundurinn haldifln í Húsavík. Mun hann hafa verið fjölmennastur. Áttu allir flokkar þar formælendur og munu átökin þar hafa verið stærst. — Húsa- vík er talið stærsta íhaldshreiðrið hér í sýslunni, enda tefldi það fram tveimur sínum beztu ræðu- mönnum: Bimi lækni Jósefssyni og Einari kaupmanni Guðjohn- sen. Þar var og mættur Sigurjón Friðjónsson og sömuleiðis Jón bóndi á Laxamýri, bróðir Hall- gríms, sem fyrr er nefndur. Var Jón bóndi málsvari Jóns í Stóra- dal. Annars var Jón á Laxamýri þjóðernissinni fyrir ári síðan og bauð sig fram fyrir þann flokk við síðustu þingkosningar hér í sýslu, en hafði, nánast sagt, lítið fylgi. — Fjórir kommúnistar tóku til máls á fundi þessum og höguðu sér, eftir vonum, skikk- anlega. En annars munu þeir eigi hafa verið teknir mjög alvarlega. Enginn dómur skal á það lagð- ur hér, hversu framkoma hinna ýmsu ræðumanna hefir þótt á fundunum eða hversu mikið gull þeir hafi sótt í greipar Jónasi. En það eitt er víst, að engir munu hafa búizt við því, að andstæð- ingar J. J. gengu með sigurbrosi frá slíkri hólmgöngu, enda ekki sanngjarnt að búast við slíku, þar sem þeir áttu við hinn frækn- asta ræðumann, og rökfiman í bezta lagi. Er og orðasveimur um það, að eigi hafi birt fyrir aug- um andstæðinga Framsóknar- flokksins, eftir komu J. J. hingað, en að þeir þó hinsvegar beri sig þolanlega. — Er það gleðiefni og gott hverjum fullþroska manni, að geta tekið mótgangi lífsins með sannri stillingu. En jafn- framt ber þó að hafa það hug- fast, að oss ber í hvívetna að læra af reynslunni. Á eftir hinum almennu fund- um, sem þegar hafa veriö- nefnd- ir, hélt J. J. fundi með framsókn- armönum í hreppunum, eins og fyrr er getið. Voru þeir allflestir , mjög vel sóttir, og betur en venja er til um innansveitarfundi. Sum- staðar mætti allt að Vá allra kjós- enda í hreppnum. Voru fundir þessir hinir ánægjulegustu og eru bændur yfirleitt mjög þakklátir frambjóðanda fyrir þá. Gleðiefni var það og, að eigi fáir hinna yngri manna mættu á fundum þessum. Ber það ótvíi*æðan vott um það, að hugur æskunnar skil- ur hlutverk Framsóknarflokksins og virðir starfsemi hans og bar- áttu fyrir velferðarmálum þjóð- arinnar. — Geta má þess, að á þessum hreppsfundum gengu ýmsir í framsóknarfélög, sem ekki höfðu verið skráðir þar fyrr. Á einum fundi t. d. 8. Alls eru fundir þessir búnir að standa yfir í rúma viku. Er enn eftir að halda fundi á Svalbarðs- strönd og í Höfðahverfi. Er búizt við að fundurinn í Höfðahverfi verði fyrir kjósendur almennt. Yfirleitt eru bandur hér mjög 4 ••• • • •-•• • • •■• •■••>• •'■• ánægðir yfir komu Jónasar Jóns- sonar og hafa vonir þeirra eigi brugðizt á neinn hátt. Fagna þeii* því að geta átt kost á að greiða honum atkvæði við næstu þing- kosningar. Talið er að hér í sýslu sé eigi nema sárfáir menn er fylgi stefnu Jóns í Stóradal og samherja hans. Eiginlega er mönnum eigi kunn- ugt um aðra en þá bræður tvo, Þorbergssyni, sem fyrr eru nefndir. Þannig líta þingeyskir kjósendur á sprengitilraunir guð- fræðinganna í Reykjavík, sem nú nota nöfn bændanna á flokki sín- imi — í heimildarleysi og van- þökk — til að spilla fyrir þeirra eigin velferðarmálum — svo fall- egt sem það er. Fjósann kneifa karlarnir komnir á grafarbakkann. Fjósastaupum strákarnir steypa í hvoftinn ramvilltir. Fjósann umber yfirvald okkar hér í bænum, læzt ei sjá hans syndagjald, setur met við undanhald. Eitrið mönnum bana bjó, breitt er yfir þetta. Hvenær þykir komið nóg af kulda, þögn og dumbungsró? Nær mun gæfan, góð og sterk, glæpabælum farga, aumra manna myrkraverk morgunn klæða úr hræsnisserk? Nær rnunu þorna tregatár tryggrar konu og móður, sem að bruggsins fjandafár falla lætur dag og ár? Æska kom með eldmóð þinn, okkar þorpi bjarga! Grýttu fjósann, fjandmanninn, farðu ljósi um heimilin. Söngui’, frelsi og fjallgöng'ur fjósans taki sæti. Glímur, sund og garðvöxtur græði bruggsins leirkeldur. B. V. Önnur blöð eru vinsamlega. beðin að birta þessar vísur. Höf. Nokkur orð um hraðfrystistöð (skyrfrystistöð) Ingólfs O. S. Espholins. HRAÐFRYSTIVÉL hér á landi, enda voru fyrir því jafnframt aðrar ástæður. Þessi vél mín er í fjölmörgu frábrugðin cllum öðrum vélum á þessu sviði, sem enn þekkjast. Erlendis hefi eg sótt um einkaleyfisvernd og er- því ekki unnt, enn sem komið er, og unz rannsókn (Nyhedsunder- sögelse) er lokið, að lýsa henni tekniskt. Af því að álit margra er, að vélar af þessari gerð geti Hentugustu fermingargjafirnar: Reiðhjól, kven- og karla. Lindar- pennar og blýantar í fallegum kössum. — Myndavélar, — Leður veski og vasabækur. — Kventöskur. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. Kynbótanaut til sölu. haft framtíðarþýðingu fyrir t. d. fiskframleiðslu okkar íslendinga, þykir hlýða að minnast á, að sá íslendingur,* sem séð hefir hinar ýmsu hraðfrystivélar í Ameríku, telur vél mína skila vöru jafn- góðri þeirri, sem bezt er talin vestra. Og einkaleyfaskrifstofur (Patent Ageneie’s) erlendis telja gerð vélar minnar í ýmsurn atrið- um fremri, og í engu síðri hinum bcztu vélum, sem nú seljast til hraðfrystingar matvöru. Eitt sérkenni vélarinnar er það, að fylgt er svonefndri »standard- iseringar«-reglu, sem nú ryð- ’ur sér mikið til rúms við iðnað. Vélin er smíðuð í pörtum, og hver þeirra afkastar ákveðnu magni á dag. óskist aukning á afkastinu, er einum nýjum parti. skeytt við hinn fyrri og svo áfram, og tvö- faldast þá afkastið, þrefaldast, fjórfaldast o. s. frv. Og sé hús- rúm það, sem maður hefir yfir að ráða fyrir vélina óhentugt í vanalegum skilningi, má skeyta partana saman eftir því, sem bezt hentar. Þá mun þetta ennþá vera sú eina hraðfrystivél, sem unnið get- ur í skipum, þótt vont sé í sjó. Aíkast hvers einstaks parts er * Þórður Þorbjarnarson, sem stund- að hefir nám í Bandaríkjum, og sem verður ráðunautur Fiskifélags fslands um næstu áramót. Naut þetta er 1 i/4 árs, kollótt, rauðhuppótt að lit og af úrvalskyni í báðar ættir. Móðir þess hefir mjólkað að meðaltali 5 síðustu ár 4163 kgr. (fitu- magn allt að 3.65o/0. Kr. E. Krist/ansson, Hellu. Sími Krossar. um 20 kíló á klst. Vélina má því setja upp í litlum sem stórum frystihúsum og skipum, alveg eft- ir því, hve mikið afkast þarf að vera á sólarhring. Til samanburðar við hliðstæð- ar vélar erlendis, sem þá helzt munu vera hinar amerísku Birds- eye’s vélar, skal þess getið, að vél mín útheimtir talsvert minna afl, miðað við sama afkast. Til varn- ar því, að frystingarpækillinn snerti hina frystandi matvöru, nota ég alúminium, en aðrar vél- ar þurfa að nota stál eða aðrar málmtegundir, sem leiða hita og kulda- 5 sinnum ver en alumini- um. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnom. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonax.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.