Dagur - 19.05.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 19.05.1934, Blaðsíða 2
154 DAGUR 55. tbl. yrði fyrir bændur en áður. Þetta kalla klofningsmenn Framsóknar- flokksins svik við bændur. Að þessu athuguðu er það bersýni- legt, að ef þau ósköp eiga fyrir »einkafyrirtækinu« að liggja, að slysa mönnum inn á þing, þá hljóta þeir að gera einhvern verzlunarsamning við íhalds- flokkinn; við aðra flokka geta þeir ekki samið. Þetta vita íhaldsmenn og þess vegna hyggja þeir gott til stuðn- ings frá Bændaflokknum. Þess vegna segir blað bankaeftirlits- mannsins með 160 þús. krónurn- ar, Jakobs Möllers, fyrir nokkru síðan: »Það er skoðun mín, að gagnlegt gæti verið að hafa mann eins og Jón í Stóradal á þingi«. Auðvitað á Vísir við það, að það sé gagnlegt fyrir íhaldsflokkinn. Það er og auðheyrt á Vísi, að honum þykir flokksmenn sínir linir í sókninni. Um þá segir blaðið: »Hugsa þeir yfirleitt nokkurn skapaðan hlut um kosn- ingarnar? Er kannske meiningin sú, að láta Jónas og liðsmenn hans darka út um allar sveitir og fylla allt af lygum og blekk- ingum án þess að hreyfð sé hönd né fótur til varnar?« — Af því að blaði 1 bankaeftirlitsmannsins lízt ekki betur á framgöngu flokksmanna sinna en þetta og af því að Magnús Jónsson hefir frétt, að flokkurinn væri að sundrast, þá er ekki að undra, þó íhaldsmenn mæni skelkaðir vonaraugum til Jóns í Stóradal og félaga hans og telji þá geta orðið málstað sínum og valda- fíkn gagnlega. Vakning ærlegra tilfinninga. »Verkamaðurinn« skýrir meðal annars svo frá stimpingunum við Lagarfoss á Torfunefsbryggj- unni: »Framkoma ýmsra manna úr Jivítliðasveitinni var fram úr hófi hrottaleg«. En svo bætir blaðið því við, að þessi hóflausi hrottaskapur hafi vakið . hjá verkamönnum »meira og minna ærlegar tilfinningar«. Samkvæint þessari frásögn málgagns kommúnista, hafa »ær- legar tilfinningar« verkamanna sofið áður en hóflausum hrotta- skap var beitt, en hann orðið til þess að rumska við þeim, og var það auðvitað mikil bót í máli. Því meiri hottaskapur frá hvít- liðahendi, því ærlegri tilfinningar hjá verkamönnum, segir »Verka- maðurinn«. Garðyrkjustörf. Svo nefnist ný- lega útkominn bæklingur, eftir Ingimar Sigurðson. Það eru leið- Beiningar um matjurtarækt. .Und- anfarið höfum við árlega keypt frá útlöndum garðávexti fyrir um og yfir i/2 millj. kr. Það er örugg vissa fyrir því, að þessa upphæð getujn við haft kyrra í landinu, ef við hefðum manndóm til að efla garðræktina til eigin nota. Mikill meirihluti heimilanna hefir að- stöðu til áð rækta það af garð- ávöxtum, sem hver fjölskylda þarfnast. Hér er bæði um hagn- En svo bætast þær raunir of- an á fyrir Vísi, að honum finnst Tryggvi Þórhallsson og þeir, sem honum fylgja, ekki ganga með nægilegri herkju að því hlutverki sínu að sundra Framsóknarmönn- um. Um þaö kemst þetta íhalds- málgagn svo að orði: »Og hvað hugsar Tryggvi Þór-- hallsson og þeir, sem honum fylgja? Ætla þeir að sitja að- gerðalausir meðan Jónas er að hræra í bændunum og villa þeim sýn? Þeir halda kannske að það sé nóg að skrifa meinleysislegt greinarabb í einhver blöð og senda bændunum«. Á þenna hátt snuprar Vísir Tr. Þ. og aðra klofningsmenn fyrir ónytjungshátt í því hlutverki, sem þeim hefir verið falið á hendur og þeir tekíð að sér, að sundra Framsóknarflokknum. Hrærðu fastar í bændunum, Tryggvi Þór- hallsson, segir málgagn íhaldsins. Þið eru ónýtir að hræra í þess- um grautarpotti, segir Vísir við klofningsmenn. Hrærið og hrær- ið upp á líf og dauða og bregðist ekki hlutverki ykkar, Bænda- flokksmenn, verður heróp íhalds- ins fram að kosningum. Broslegt er að sjá Tr. Þ. og félaga hans í »einkafyrirtæki« Jóns í Stóradal stritast við að hlýða þessari/fyr- irskipun íhaldsklíkunnar í Reykjavík, sjá þá tútna út af erf- iði við þessar hræringstilraunir, og þó hi’ærist lítið, því sleifin er ónýt, og að lokum brotnar hún í höndum þeirra, og þeir horfa súrum augum í brotsárin. aðar- og menningarmál að ræða. Bæklingurinn er skrifaður fyrir 'þá, sem vilja rækta' matjurtir til eigin þarfa, en eru byrjendur í garðrækt. Ættu þeir að færa sér hann í nyt. ÚTVARPIÐ. Hvítaaunnudag 20. maí: Kl. 11 séra Fiiðrik Hallgrímsson messar i Dóm- kirkjunni. Kl. 14 séra Árni Sigurðs- son messar í Fríkirkjunni. Kl. 19.25 Grammofónhljómleikar. Kl. 20.00 Hljómtlikar: dr. Mixa. Kl. 20.80 Karlakór Reykjavíkur. Kl. 21.00 Gr ammof ónhl j ómleikar. Annar í hvítasunnu, 21. maí: Kl. 11 Séra Bjarni Jónsson messar í Dóm- kirkjunni Kl. 15 Hljómleikar á Hó- tel ísland. Kl. 18.45 Barnatími. Kl. 19.25 Grammofónhljómleikar. Kl. 20.30 Jóhs. Áskelsson: Eldgosið í Vatnajökli. Kl. 21.00 Útvarpshljóm- leikar. Pétur Jónsson syngur. Síðan danzlög til kl. 24. • Kantötukór Alcureyrar. Förum ekki neitt á annan. Haíið gát á blöðunum næstu viku. Messað verður í Akureyrarkirkju báða hvítasunnudag^ kl. 12 á hádegi og verður fermt báða dagana. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Haildórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odds Björnssonar. UPPBOÐ. Laugardaginn 2. júní n. k., verður selt á Neðri-Vindheimum, við uppboð, allskonar búshlutir, og 1 ársgömul kvíga. — Upp- boðið hefst á hádegi. Neðri-Vindheimum 14. maí 1934. Sigurst. Steinþórsson. x (andspænis Lyfjabúðinni) ÞORST. THORLACIUS Bóka- og ritfangaverzlun. Sími 325. Fjós og hlaða til niðurrifs verður selt i uppboði við sjúkrahúsið 23. þ. ra. kl. U/2 e. h. Á uppboðinu verður einnig selt ýmislegt annað, svo sem rúm- stæði, legubekkur og tleira. Lárn§ J. Risf. HÚSAVÍ K T KÓPASKER 777 Húsavíkur eins og undanfarin sumur, hvern þriðjudag og föstudag og auk þess hvern mánudag og laugardag. Að Skútustöðum við Mývatn frá miðjum júní til miðs ágúst hvern mánudag og laugardag. 777 Kópaskers hvern miðvikudag og þaðan hvern fimtudag. ATH. Fyrsta ferð til Húsavíkur n. k. þriðjudag, ef færi og veður leyfir, annars fyrsta sinn, fært þykir. Bifreiðastöð Akureyrar sími 9. ALPA LAVAL A. B. Separator í Stokkhólmi er eitt af þeim fyrirtækjum Svfa, er mest og best hefir stutt að því að gera sænskan iðnað heimsfrægan. í meira en hálfa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vðnduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN Reynslan, sem fengist hefir við að smiða meira en 4.000.000 jAlfa Laval skilvindur, er notuð út i æsar til þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skiivindum á boðstóium: Alfa Lava! Nr. 20 skilur 60 Htrk á klukkustund — > — - 21 - 100 - - — > — — - 22 - 150 — t — » — — > — - 23 - 525 - - — | - Varist að kaupa lélegar skiivindur. — Biðjið um ALFA LAVAL. Samband ísl samvinnufélaga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.