Dagur - 22.05.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 22.05.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár. í Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞOR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns f yrir 1. des. AkureyrL22. maí 1934. Innlendar fréttir. Erl. fróttir. Framboð. Um þessi f ramboð hefir, enn heyrzt: Af hálfu Framsóknarf lokksins: í Borgarfjarðarsýslu Jón Hannes- son bóndi í Deildartungu. Af' hálfu Alþýðuflokksins: i Suður-Múlasýslu Jónas Guð- mundsson og ólafur Þ. Kristjáns- son. i Eyjafjarðarsýslu Halldór Friðjónsson, ritstjóri, og Barði Guðmundsson, sagnfræðingur. í * Norður-Þingeyjarsýslu Benjamín Sigvaldason. vinna að því, að engir fái að hafa kehnarastoðu á hendi, er eigi sé bindindismenn. Ennfremur i skuli bindindisfræðsla lögboðin í skól- um og bindindisprédikanir skuli fluttar í hverri kirkju landsins eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Þá var og samþykkt, að krefj- ast þess, að blóðrannsókn skyldi lögboðin, ef slys yrðu á þann veg, að slysvaldur hefði bragðað vín, svo að tvímælalaust mætti ákveða hvort slysið mætti að einhverju leyti kenna áhrifum víns eður eigi. Stórstúkuþingi íslands lauk á laugardaginn í Reykjavík. Meðal anhars hefir það sam- þykkt að skora á Alþingi, að ef svo færi, að bannlögin yrðu num- in úr gildi, þá skyldi þó í engu slakað á þeim hömlum, sem með- ferð og sölu áfengis hefðu verið settar 1908, bæði á sjó og landi. Ennfremur vildi stórstúkuþing- ið krefjast þess, að í engu yrði haggað gildandi ákvæðum um bruggun og framleiðslu áfengra drykkja innanlands. Þá var og samþykkt að krefj- ast þess, að ríkið legði stórstúk- unni 25% af öllum ágóða áfeng- isverzlunarinnar, til bindindis- starfsemi hennar, en 10% af öll- um ágóðanum skuli ríkið verja til þess að koma á fót drykkju- mannahælum, enda skuli þau byggð hið fyrsta, að unnt er. Ennfremur var samþykkt að Á sýslufundi Norður-Múlasýslu var samþykkt að leggja 126.000 krónur á þessu ári til vegagerða um sýsluna. Skyldi Austurlands- og Fjarðarheiðarvegur fullgerður í sumar. — Eignir N.-Múlasýslu nema nær hálfu sjötta hundraði þúsunda króna, en skuldir eru eigi teljandi, eða jafnvel" engar, að undanteknum nokkrum á- byrgðum. Afli hefir verið mjög tregur austanlands undanfarið, enda bagað gæftaleysi. Sama er að segja héðan að norðan. Er tíð nú um land allt óvenju köld, og einna verst norðan og austan. Verður víðast að gefa lambám inni, og er á stöku stað tekið að kvisast um heyþröng auk þess sem sumstað- ar hefir orðið vart lambasýki og jafnvel dauða, er stafa mun af innikúldun. 11 Stefnir fer á kreik »Lífsskoðanír og stjórnmáU íí Rit Magnúsar Jónssonar, fyrr- um dósents, er hann nefnir Stefni, og alræmt er orðið fyrir ósannsögli og blekkingar i lands- málum, kom ekki út síðastliðið ár. - útgefandinn segist ekki hafa lát- ið ritið koma út vegna vorkunn- semi við bændur, því kreppan hafi gert þeim óhægt fyrir um allar greiðslur, »og Stefnir vildi þá ekki vera að auka á þær byrð- ar«, segir M. J. En nú eru kosn- ingar framundan, og »Stefnir fer á kreik« þeirra vegna, segir M. J. ennfremur. Bændurnir verða nú að þola »byrðarnar«, af því svona stendur á. Og upplag rits- ins er margfaldað og sent út um allar byggðir landsins. ' Hvaða íhaldsfæða er það þá, sem nú er á boðstólum? Hvaða kosningaboðskap hefir Stefnir að flytja, sem er svo mikilsverður, að hans vegna þurfi að leggja byrðar á menn, sem M. J. þykist þó kenna í brjosti um vegna greiðslugetuleysis ? Tilgangurinn með útgáfu rits- ins að þessu sinni birtist fyrst og fremst í ritgerð, er nefnist »Lífs- skoðanir og stjórnmák og er eft- ir. Knút Arngrímsson uppgjafa- prest fra Húsavfk, Stórbruni i Chicago. Á laugardaginn kom upp eldur við gripakvíarnar miklu í Chica- go svo ægilegur, að innan klukku- stundar hafði • hann geisað um fermílu svæði (enskrar = 2,6 fer- kílómetrar). Læsti eldurinn sig fljótt í borgarhluta, er lykja um kvíarnar, og hafa farizt 3 slökkvi- liðsmenn, en um 1000 manna hafa meiðzt og um 2000 eru heimilislausir. Nú mun þó hafa tekizt að stemma stigu fyrir eld- inum, en að það tókst eigi fyrri, var að kenna vatnsskorti, sökum hinna áköfu, langvarandi þurrka. 56. tbl. •-•-•-•-•-• Nefnd sú, er skipað hefir Roose- velt f orseti,- til að rannsaka áhrif viðreisnarlöggjafarinnar (NRA), og kennd er við formanninn, hinn aldna, heimskunna málafærslu-< mann Clarence Darrow, hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að hún hafi að ýmsu leyti haft ó- heppileg áhrif sökum þess,* að hún hafi óbeinlínis hlynnt að ó- vandlátum auðvaldsjötnum, með því að hindra þá frjálsu sam- keppni, er að nokkru hafi þó haldið niðri verðlaginu, án þess að nægilega víðtæk og öflug á- kvæði um framleiðsluverð komi þá í staðinn. — Um tillögur Dar- row-nefndarinnar hefir enn lítið frétzt, annað en það, að hún álít- ur heppilegt að viðreisnarlöggjöf- in stefni langtum ákveðnara að samvinnu- eða sameignarkerfi/ Hver er svo mergurinn í þess- ari, ritgerð K. A.? Á einum stað segir höf.: »Við Sjálfstæðismenn þykjumst oft verða þess varir, að í raun og veru eigist hér aðeins tveir flokk- ar við í þessu landi, við annars- vegar, en hinir svo nefndu »rauðu« flokkar hinsvegar«. —• Til »rauðu« flokkanna telur höf. . kommúnista, sósíaldemókrata og Framsóknarmenn. Þessa þrjá flokka dregur höf. í einn og sama dilk að því er til lífs?skoðana kem- ur, og grundvöllurinn undir lífs- skoðunum þeirra allra sé efnis- hyggjú, sem telur manninn ekki annað en efnisfyrirbrigði á -jörð- i'xmi. Mannssálin eigi enga sér- staka tilveru óháða líkamanum. Með likamsdauðanum sé hún bú- in að vera. Af því að þessir sljórumálaflokkar trúa ekki á annað líf, þá leggi þeir, sem þf.itn tilheyra, ekki stund á að vanda breytni sína. Annar þátt- urinn í lífsskoðunum andstæðinga Sjálfstæðisflokksins segir höf. að sé rannhyggja í grófustu mynd. Tiifinningar eins og trúarbrögð, ástir, þjóðernistilfinningar, feg- urðarþrá í líferni eða list, sýnast andstæðingum Sjálfstæðisflokks- ins lítilmótlegar og ókrjálegar. »Allt það í fari manna, sem ekki verður rakið að þorfum munns og maga, dæma þeir barnalega flónsku eða geðveiki«. Þessi er nú hin sameiginlega lýsing höf. á lífsskoðunum komm- únista, krata og Framsóknar- manna, þegar efninu er þjappað saman. Þessir flokkar eru allir hafðir í saTOa númerinu. Kjarn- inh er þessi: Andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins eiga engar æðri hugsjónir, trúa ekki á annað líf, en hafa magann fyrir sinn guð. Þegar hér er komið sögu, snýr höf. sér að Sjálfstæðisflokknum og hefur mál sitt á þessa leið: »En þá má telja mál komið að fletta við blaðinu og' spyrja: — Hverjar eru lífsskoðanir okkar, Sjálfstæðismanna? Er ekki hægt að tala um neitt ákveðið kerfi lífsskoðana, sem okkur sé yfir- leitt sameiginlegt, og afstaða okkar til félagsmálanna, stjórn- málanna, eigi rót sína að rekja til?« Höf. svarar þessum spurning- um raunar nokkuð á víð og dreif og með hálu, afsleppu orðalagi. Það er eins og hann sé hálfvegis feiminn við að kveða upþ úr með það fullum hálsi, að flokksmenn hans séu einu mennirnir, sem lifi í æðri hugsjónum, trúi á annað líf og hugsi minna en aðrir um munn og maga. Það er heldur ekkert undarlegt, þó hann veigri sér við því. En hann reynir þó að læða þeirri "hugsun inn, að sjálf- stæðismenn séu í þessum efnum betri en stjórnmálaandstæðingar þeirra. Um þetta farast honum svo orð: »Eg get þannig fyrir mitt leyti gert grein fyrir því, hvers vegna ég er Sjálfstæðismaður og játað það hrein- skilnislega, að það eru lífsskoðanir mínar, sem ráða þvf. Og ég get þá einnig játað það, að það er eihkum trú mín á eilíft gildi einstaiklings, sem ég v byggi þær lífsskoðanir á. Því ef svov væri, að sál manns væri éngin til, — ef svo væri, að vonir manna og þrár,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.