Dagur - 24.05.1934, Page 1

Dagur - 24.05.1934, Page 1
kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár. | Akureyri 24. maí 1934. Afgreiðslán er hjá JONI Þ. ÞÖK. Norðurgötu3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við &ra- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.dea. 57. tbl. Hveitær oplð n. Dálítil gamansaga úr Búnaðarfélaginu. Jónas Jónsson skýrir frá því, á hvern hátt hann varði bankaráðslaunum sínum til að koma upp kennslubúi fyrir bændaefni og hvern- ig formaður Búnaðarfél. lætur fara með sann- leikann í »Framsókn« og íhaldsdagblöðunum. ^ höfðu seð dylgjur »bændavm- anna« í minn garð, sendi oddviti hreppsins Tímanum eftirfarandi skeyti: Opinberar stolnanir, bankar o. s. frv. Pósthúsið virka daga kl. 10—6, helgi- daga kl. 10—11. Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur- eyrar og Hafnarfjarðar opinn aila daga, allan sólarhringinn, einnig bæjarsímar þessara bæja. Bókasafnið : kl.-4—7 alla virka daga, nema á mánudag. Útlán miðv- og' laugardaga. Skrifstofa bæjarfógeta kl. 10—12 og 1 —5 alla virka daga. Skrifstofa héraðslæknis Brekkugötu 11, kl. 1—2 alla virka daga. Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og 1%—5 alla virka daga. Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla virka daga nema á mánud. kl. 1—7. Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%—3, alla virka daga. Útvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1— 2%, alla virka daga. Búnaðarbankinn kl. 2—4 frá 1/10-—1/a, 1—3 frá x/0—Y10 aha virka daga. Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga. Afgreiðsla »Eimskips« kl. 9—12 og 1— 5 alla virka daga. Afgreiðsla »Sameinaða« kl. 9—12 og 1—7 alla virka daga.. Afgreiðsla »Bergenske« kl. 9—12 og 1 —6 alla virka daga. Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og 1—6 alla virka daga. Heimsóknartími sjúhrahúsa. Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—4 alla virka daga og kl. 2—4 á helgidögum. Kristneshæli kl. 12%—2 virka daga, 3%—5 á helgidögum. Á þessum tim- um eru fastar bílferðir milli Akur- eyrar og Kristneshælis. Hjálp Rauða Krossins, Brekkugötu 11. Ókeypis. Fyrir mæður og börn: alla þriðjudaga kl. 2—3. Fyrir berkla- veika: alla föstudaga kl. 3—4. Viðtalstími lækna. Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4— 6 virka daga og 10—12 helgidaga. Pétur Jónsson kl. 11—12 og 5—6 virka daga og kl. 1—2 helgidaga. Árni Guðmundsson, kl. 2—4 alla virka daga, l%-2% helgid. á 2. lofti K. E. A. Helgi Skúlason augnlæknir kl. 10—12 og 6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi- daga á 2. lofti K. E. A. Friðjón Jensson tannlæknír' kl. 10—12 1-3 og 4-6 virka daga, kl. 1,0-12 helgid. Engilbert Guðmundsson tann læknir, kl. 10—11 og 5—6 virka daga á 2. lofti K. E. A. Nýja-Bíó föstudagskvöld kl. "9. Póstar korna og fara vikuma 24.—31. maí: Koma: 25. Goðafoss frá "Ryík, hraft- Blað eitt, sem er svo að segja gefið út í húsi Búnaðarfélags ís- lands, hefir undanfarnar vikur verið að dylgja um að ég muni hafa dregið mér dálitla fjárupp- hæð, sem annars hafi átt að renna til Búnaðarfélags íslands. Vísir og Morgunblaðið hafa rætt þetta allítarlega, og eftir því, sem ég bezt get séð, ekki fundið á- stæðu til að frumljúga neitt veru- lega mér viðvíkjandi, meðan þau gátu prentað upp dylgjur »bændavinanna«. íhaldið er vel að sér í einni I- þrótt, bitlingaveiðum. Enginn jafnast á við það — nema vinir og bandamenn þess. Þeir læra fljótt af samherjum sínum, og leiðtogar klofningsmanna eru nú þegar orðnir jafnir meisturum sínum. Ég hefi jafnan verið lítill í- þróttamaður og afkastalítill í bitlingaveiðum. En það hefir orð- ið til að kveikja mikla gremju I brjóstum hinna slingu veiði- manna gegn mér. í þeirra augum er það dauðasynd að gefa bitling til almannaþarfa, og enn meiri synd að gefa 100% með bitlingn- um. Þannig stendur á því, að blöð íhaldsins og litla íhaldsins eru sammála um, að áfella mig með sterkum orðum fyrir fjárdrátt, af því að ég vildi ekki fylgja -braut hinna kænu veiðimanna í þessu efni. Ég var í bankaráði Landsbank- ans með fjórum öðrum mönnum haustið 1927. Ég átti að fá laun frá ríkinu sem bankaráðsmaður og ráðherra. Ritaði ég þá Búnað- arfélaginu bréf það, sem hér fer á eftir, 23. sept. 1927. ferð. 27. Drangey frá Sauðárkróki. 30. Esja að austan. Gullfoss frá 'Rvík, hraðferð. 31. Nova frá Rvík. Fara: 27. Goðafoss til Rvíkur, hraðf. 29. Drangey til Raufarhafnar. 31. Nova austur ura til Noregs. Esja vestur ura. »Með því að ég' verð um stund bæði í stjórn landsins og stjórn Landsbank- ans, bankaráðinu, en æski ekki að fá tvíborguð laun frá landinu til þarfa minna persónulega, hefi ég ákveðið, að meðan svo háttar, gangi bankaráðslaun mín í sérstakan ^’óð, er síðar verði háður fyrirmælum stjórnar Búnaðar- félags Islands, þegar ég hefi afhent féð með skipulagsskrá. Tilgangur minn með þessari sjóð- stofnun er að vinna að því að koma upp tilraunastöð í sveit, þar sem ungir menn geti með verklegu námi búið sig undir einyrkjabúskap á íslandi«. Missiri síðar gekk ég úr banka- ráðinu. Höfðu þá safnazt um 1700 krónur til hins verklega náms í sveit. Ég lét þá tvo menn í stjórn Búnaðarfélagsins, sem ég þekkti bezt persónulega, vita um, að ég ætlaði að bæta nokkru við þessa upphæð, og kaupa jörð til hinnar verklegu kennslu. Annar þeirra, Bjarni Ásgeirsson, kom síðan inn í breytingu á lögum um Byggingar- og landnámssjóð sum- arið 1931, éftir ósk minni og í samráði við mig, eftirfarandi lagagrein: / »Stjórn sjóðsins 'er heimilt að lána til nauðsynlegra bygginga á fjórum fyrirmyndarhúsum, einu í hverjum landsfjórðungi með sömu lánskjörum og til nýbýla gegn afgjaldskvöð, að því tilskyldu, að stjórn Búnaðarfélags ís- iands mæli með stofnun þeirra og hafi yfirumsjón með rekstri þeirra. Til húss má ekki lána yfir 20 þús. kr.«. Ég keypti síðan jörðina Hriflu í miðri Suður-Þingeyjarsýslu. Var hún 33 hundruð að fasteignamati. Ég lagði eigninni hin umtöluðu bankaráðslaun og töluvert meira fé, eins og eðlilegt var eftir jarðamatinu. Síðan samdi ég við hreppsnefndina í Ljósavatns- hreppi, að sveitin tæki að sér að reka þar hina ákveðnu verklegu starfsemi undir eftirliti og yfir- umsjón Búnaðarfélags íslands. Eftir að bændur norður þar »Þóroddstað 6./5. 1934. Gjafabréf Jónasar Jónssonar fyrir Hriflu, dagsett 10. júní 1933, tekur fram að Ljósavatns- hreppur skuli reka kennslubú Hriflu, undir leiðbeinandi eftir- liti Búnaðarfélags fslands, sam- kvæmt lögum nr. 32 frá 1931. Jón á Laxamýri hefir framkvæmt eft- irlit samkvæmt samþykkt búnað- arþings. Ársskýrslur búsins verða sendar Búnaðarfélagi íslands samkvæmt lögum. Baldvin Baldvinsson, oddviti Ljósavatnshrepps«. Skeyti oddvitans sýnir, að Bún- aðarfélagi íslands ætti ekki að vera jafn ókunnugt um tilraun þess með vinnukennslu, eins og ætla mætti af blaði því, sem sent er úr húsi þess. Vil eg færa fleiri sönnur á það, að Búnaðarfélag islands hefir haft ríkulega að- stöðu að fylgjast með um þessa tilraun. Má þar fyrst telja vitund meiri hlutans í félagsstjóminni um áð- urnefnda lagagrein frá 1931, og samband hennar við bréf mitt frá 23. sept. 1927. Þá hafði Bjarni Ásgeirsson flutt mér munnlega vorið 1932, skilaboð frá stjórn Búnaðarbankans, að Ljósavatnshreppi væri óhætt að byrja að reisa í Hriflu byggingar fyrir kennslubúið, og skyldi ekki standa á fé, samkvæmt lögum nr. 32 frá 1931. Bankinn borgaði út lán til byggingarinnar það sumar og veturinn eftir. Á búnaðarþingi 1933 mætti einn úr hreppsnefndLjósvetninga, Kristján Sigurðsson, bóndi á Halldórsstöðum, og fékk viður- kenningu búnaðarþings fyrir því, að Búnaðarfélag íslands mælti með kennslubúi hreppsins, veitti því bæði stofnstyrk og rekstrar- styrk með vissum skilyrðum, sem hafa verið uppfyllt. Búnaðarþing- ið gerði þessa samþykkt með yf- irgnæfandi atkvæðamagni gegn þrem íhaldsmönnum: Magnúsi á Blikastöðum, Jóni á Reynistað og ólafi í Gróðrarstöðinni á Akur- eyri. Það sem hinir miklu veiðimenn geta áfellt mig fyrir í sambandi við þetta mál, er auðvitað það, að hafa ekki stungið á mig um- ræddum bitling, í stað þess að gefa veiðimönnum þingsins vonda samvizku. Það hefði munað um,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.