Dagur - 24.05.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 24.05.1934, Blaðsíða 3
57. tbl. DÁGUR 159 SEIÐMAGN HENNAR HEILLAR YOUR! >Eg nota alltaf Lux Hörundssápu — hún heldur hörundinu aðdáan- lega mjúku«, segir hin töfrandi Leila Hyains — hin vin- sæla Paramount stjarna. Uppáhaldsstjarnan yðar ;. er hún Ijóshærð leifturdís eða dökkhærð og dulseiðandi ? E n hvot sem er, þá tekurðu eltir þessu — hörund hennar er lýtalaust. Filmstjörnur skilja þá mikilvægu staðreynd — og engin kona má vera þess óafvitandi — að upphaf fegurðarinn- ar er fallegt hörund. Án þess er engin kona aðlaðandi, og engin kona sem hefir það getur óásjáleg talizt. Filmstjörnur nota Lux Hörundssápu til þjálfunar fögru hörundi, Pað er staðreynd að 705 af 713 vinsælustu leikstjörnunum nota þessa ilmandi, hvítu sápu. — ' Farið að nota LUX Hörundssápu — þér fáið hana þar sem þér verzlið. LUX TOILET SOAP X-LTS 292-50 LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND inn til athugunar og sjá, hvað þá kemur upp. Um síðustu áramót voru hrein- ar eignir þessara fyrirtækja allra 824 þús. kr. Þenna höfuðstól vilja nú íhaldsmenn losa, til þess að geta ráðstafað honum til skulda- lúkningar. Á síðastliðnu ári var hagnaður af rekstri þessara fyrii'tækja 786 þús. kr. Sá hagnaður svarar til fullra 95% vaxta af því fé,'sem í fyrirfækjunum stóð um áramót. Fullríflega er í lagt, að gera ráð fyrir, að þær skuldir, sem í- haklsmenn segjast ætla að greiða með þessum höfuðstól, væri með 6U 7< vöxtum. Vaxtabyrði ríkis- sjóðs lækkaði þá samkvæmt þessu um 54 þús. kr., en jafnframt lækkuðu tekjur ríkissjóðs um hagnaðinn af fyrirtækjunum, eða 786 þús. kr., eins og þær voru síöastliöið ár. Af-. þessu er öllum ljóst, að »viðreisnartillaga« í- haldsins skapaði ríkissjóði hreint árlefjt twp, að wpphæS 732 þúsund lcr., miöað við árið 1933. íhalds- menn ætla að rétta við fjárhag- inn, með því að taka fé, seni gef- ur ríkissjóði 95% í vexti, og greiða með því skuldir með 6 l/ó % vöxtum! Er ekki þessi »viðreisnar«-hug- mynd íhaldsmanna dásamleg'?! Engum dettur í hug að íhalds- menn séu svo mikil flón, að þeir sjái ekki sjálfir hvílíkt fjárhags- legt glapræði viðreisnartillaga þeirra er fyrir ríkissjóðinn. Á bak við tillöguna felst auðvitað allt annað en þeir láta í veðri vaka. Það er ekki af umhyggju fyrir ríkissjóði, sem hún er fram komin. Hún er fram komin af sárrr löngun ráðandi manna í- haldsflokksins til þess að auka gróðamöguleika kaupmanna á kostnað almennra umbóta. Ihalds- menn vilja láta nálega % úr milljón af tekjum ríkissjóðs renna árlega i vasa kaupmanna. Með þessu ætla þeir að spara, og það gera þeir á vissan hátt, ef þeir koma þessari ráðstöfun sinni í framkvæmd. Þeir spara verk- legar framkvæmdir um þessa upphæð. Á kostnað verklegxa um- bóta í landinu ætla forráðamenn ihaldsflokksins að gefa kaup- mönnum árlega hátt upp í milljón króna. Þeir, sem vilja gefa kaupmönn- um þessa upphæð árlega, kjósa auðvitað íhaldsmenn á þing. En hinir, sem verja vilja fénu til verklegra umbóta og almenn- ingi til heilla, kjósa Framsóknar- menn 24. júní í sumar. Erlendar fréttir. Samkvæmt fregnum frá Dan- mörku virðist augljóst að nazista- stjórnin þýzka hafi skipulagt njósnarstarfsemi í Danmörku og jafnvel víðar á Norðurlöndum. Hefir sannast á danskan mann, er Geruter heitir, og tekinn hefir verið fastur, að hann hafi verið í þjónustu Þjóðverja og þegið þaðan allmikið fé, og ennfremur að hann hafi haft með höndum njósnir í' Svíþjóð. Þá hefir og Hinn svokallaði »Bændaflokk- ur« hefir vinnubrögð, sem ekkí eru samboðin góðum málstað. Af Suðurlandi berast þær fréttir, að Tryggvi Þórhallsson og Þorsteinn Briem hafi beitt meira ofbeldi um íundahöld en þekkzt hefir áður. Þeir drógu saman liö sitt, það lít- ið senj til er í Reykjavík og ná- grenni, tóku sjálfir mestallan íundatímann, réðust á Framsókn- arflokkinn með dylgjum og stór- yrðum, en leyfðu Framsóknar- mönnum ekki að komast að nema með smáræður í fáeinar mínútur. Hér í Eyjafirði þorðu frambjóö- endur Bergsteins Kolbeinssonar ekki aö mæta á fundi í Glæsibæj- arhreppi, þar sem mættir voru þrír af frambjóðendum Fram- sóknarflokksins. Þó voru þeir, frambjóðendurnir, umboðssa.linn og málafærslumaðurinn, á næstu grösum. En þó að þessir menn beiti ofbeldi á fundum, eða þori ekki að mæta sjálfir, þar sem réttlátlega er skipt fundartíma, þá kunna þeir að læðast. Pétur E. Stefánsson laiimast til íunda- halda, án þess _að láta meðfram- bjóðendur sína vita, og Stefán frá Fgraskógi læðist bæ frá bæ; undir fjögur augu leitar hann sér liðs á þann hátt að biðja kunn- ingja sína að kjósa sig á móti einhverjum. En opinberlega treystir hann sér ekki að ræða málin við Frfimsóknarmenn. Eyfirðingar ættu að minnast þess, að þeir eru kunnir um land allt fyrir afrek sín í samvinnu- málum. Þeir sigrar hafa verið unnir með drengskap og frelsi. Þar hefir ekki verið starfað af flóttamönnum, sem vissu að þeim hentaði það eitt að fara huldu höfði. í Eyjafirði þarf að sýna þeim, sem læðast bæ frá bæ, en þora ekki að ræða mál sín opin- berlega, að þeir geta ekki unnið sér traust og álit í opinberum málum, þótt gegnir menn kunni að vera þar fyrir utan. Þetta mun og koma í ljós 24. júní næstkom- andi. Kjósandi. * maður úr danska hernum verið tekinn fastur í sambandi við þetta mál og er talið víst að mál- ið sé mikið viðfangs, margir í það flæktir og muni njósnararn- ir hafa aðalbækistöð sína í Kaup- mannahöfn. , fnnlendar frétlir. Nefnd sú, sem stjórnin skip- aði til að rannsaka hvar hentug- astur staður yrði fenginn hinni nýju síldarverksmiðju ríkisins hefir nú lagt til, eða meiri hluti hennar að minnsta kosti, að verk- smiðjan skuli reist á Siglufirði. Hjúskápur. Laugardaginn 19. maí s. 1. voru gefin saman í hjónaband af séra Benjamín Kristjánssyni, þau Egg- ert ólafsson vélstjóri og Halldóra Sig- urðardóttir, bæði til heimilis á Akur- eyri. —« Glöggt er það enn hvað þeir vilja. Magn'ús Jónsson fyrrum dósent og núverandi guðfræðipröfessor var einn af ræðumönnum íslenzku vikunnar og var ræðu hans út- varpað. Hann tók sér fyrir hend- ur að *ræða um verzlun, og er þó ekki kunni^gt um, að hann beri nokkurt skynbragð á þau mál, fram yfir það, sem almennt ger- ist, í ræðu sinni komst M. J. að þeirri niðurstöðu, að kaupfélags- verzlun ætti aðeins rétt á sér á afskekktum stöðum og útkjálkum þar sem kaupmenn gætu ekki þrifist. Magnús Jónsson er í miðstjórn íhaldsflokksins og hefir sjálfsagt flutt þessa kenningu fyrir hennar hönd og auðvitað einnig fyrir hönd allrar kaupmannastéttarinn- ar. Af þessu verður það ráðið, sem áður var aö vísu vitanleg-t, að í- haldsflokkui-inn, eða forystu- broddar hans eru ráðnir í að nota fyrsta tækifæri, sem þeim gefst, til þess að útrýma kaupfé- lögunum, nema á þeim stöðum, þar sem kaupmenn geta ekki þrif- izt. Þrif kaupmannanna, sem marg- ir hverjir eru máttarstólpar i- haldsins, er Magnúsi Jónssyni og öðrum íhaldsforkólfum fyrir mestu; um þrif almennings, sem eigi að litlu leyti eru undir því komin, að njóta gæða af kaupfé- lagsstarfsemi, hugsa þeir allt minna. En undarlegt er, að M. J. skyldi fara aö blaðra um þenna vilja í- haldsmanna fyr en eftir kosning- ar. Hann hefir ef til vill vitað að engu væri að tapa, þyí enginn samvinnumaður væri svo einfald- ur að gefa íhaldinu atkvæði. Eða máske hefir venjuleg framhleypni hans verið ein að verki. Nær og fjær. Frá Amtsbókasafninu: Þeir, sem hafa bækur að láni úr" Amtsbókasafninu, eru beðnir að skila þeim sem allra fyrst. Safnið er opið frá kl. 4—7 daglega, á öðrum tímum dagsins má skila bókun- um í íbúðinni niðri í bókasafnshúsinu. — Áríðandi að allir skili, áður en safn- inu verður lokað. Guðsþjónustur *í Grundarþingapresta- kalli: Hólum, trinitatis, kl. 12. Möðru- völlum sunnudaginn 3. júní, kl. 12. Framboð. Á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík eru 6 efstu^sætin skipuð í þessari röð: Magnús Jónsson, pró- fessor, Jakob Möller, Pétur Halldórs- son, Sigurður Kristjánsson, ritstjóri, Guðrún JLárusdóttir og Guðm. Ás- björnsson, kaupm. Alþýðuflokkurinn . hefir í framboði hér á Akureyri Erling Priðjónsson kaupf élagsst j óra. í Skagafirði verða í kjöri af hendi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.