Dagur - 26.05.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 26.05.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr.9.00árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár. Akureyri 26. maí 1934. 58. tbl. Ilili fí ferilí Tíðrætt hefir orðið um drátt á dómi í máli Hermanns Jónasson- ar lögreglustjóra. En allir dagar eiga kvöld og daginn eftir að Hermann fer frá Reykjavík til fundarhalda í Strandasýslu fyrir kosningarnar, er dómurinn kveð- inn upp í undirrétti. Hljóðar hann á þá leið, að lögreglustjóri er dæmdur í 400 kr. sekt. Skulu af þeirri upphæð kr. 387.33 renna til bæjarsjóðs Reykjavíkur, en kr. 12.67 til uppljóstrarmannsins, Odtigeirs Bárðarsonar. Ennfrem- ur er riffill Hermanns Jónasson- ar gerður upptækur og skal and- virði hans ganga í bæjarsjóð Reykjavíkur. Sektarféð skal greitt innan 30 daga (þ. e. a. s. daginn fyrir kosningadag) að viðlögðu 25 daga fangelsi. Verjanda lögreglustjóra, Ste- fáni Jóhanni Stefánssyni, hrm., hafði verið neitað um að verja hann skriflega. Ekki þurfti Oddgeir Bárðar- son að staðfesta framburð sinn með eiði, meður þvi að hann kvaðst eigi trúa á þríeinan guð. Slíkt kemur vitanlega oft fyrir í réttarhöldum. En ef til vill er það sjaldgæfara að uppljóstrarmaður segi sig úr söfnuði, er hann á heima í, um þær mundir, er hann þarf að staðfesta framburð sinn. En að því er símfregn frá Reykjavík.hermir, hafði Oddgeir um þessar mundir losað sig við söfnuð þann, er hann að þeim tíma hafði haft sálufélag við. Gagnfrœðaskólinn á Siglufirði. Þegar Framsóknarflokkurinn hafði komið fram lögum um hér- laðsskóla, til að tryggja skólamál sveitanna, beitti hann sér fyrir og fékk samþykkt á Alþingi 1930 lög um gagnfræðaskóla í kaup- stöðum. Skyldu allir kaupstaðirn- ir fá unglingaskóla þegar í stað, nema Siglufjörður. Honum var ekki skipað að koma sér upp skóla strax, heldur gefin heimild til þess. Það var álitið, að fyrst í stað myndu Siglfirðingar ef til vill láta sér nægja að' nota skól- ana á Akureyri. En það varð ekki til lengdar. Siglfirðingar komu sér upp myndarlegum unglingaskóla og fengu valinn mann, stúdent úr Akureyrarskóla, til að vera for- stöðumann. Dafnaði sá skóli vel. En í vetur gerðist atvik í sögu skólans, sem mjög er fallið til frásagna og eftirbreytni. Frú Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá er formaður í skólanefnd barnaskólans á Siglufirði og einn- ig unglingaskólans. Hún er ein af þeim mörgu konum, sem afsann- ar kenningu Hitlers og nazista, að bezt sé að svifta konur öllum mannréttindum og valdi utan við búr og eldhús. Frú Guðrún sá, að ungmenna- skólinn þurfti, að stækka. En hann vantaði húsrúm og það var erfitt að byggja í dýrtíðinni. Þá datt henni í hug það snjallræði, að gera mætti tvær góðar kennslustofur á ónotuðu lofti yf- ir hinni nýbyggðu, myndarlegu kirkju á Siglufirði. Frú Guðrún fékk málið borið upp í bæjarstjórn Siglufjarðar og þar var tillaga hennar samþykkt. Eg kom til Siglufjarðar fyrir skömmu. Þá var viðgerðin Iangt komin. Tvær þrýðilegar kennslu- stofur með gluggum móti suðri eru nú að verða fullgerðar á steinloftinu yfir kirkjunni. í næstu 20 ár geta Siglfirðingar, ef á liggur, haft prýðilegan skóla í þessum húsakynnum. Eftir það langan tíma verður bærinn vænt- anlega orðinn það stór og efnað- ur, að hann reisi fyrir æskumenn sína glæsilegt hús, sem verði prýði fyrir bæinn, og með allri þeirri fjölbreytni, sem krafizt er af slíkri stofnun nú á tímum. Þessi lausn frú Guðrúnar Björnsdóttur á skólamáli Sigl- firðinga er áreiðanlega ein hin hugvitssamasta framkvæmd, sem sögur fara af í þessu efni. Við- gerðin kostar ekki nema nokkur þúsund krónur, en skólinn rúmar 40—50 nemendur. Og kirkjuloftið var gersamlega ónotað, og engum nema foimanni skólanefndar datt i hug að það yrði notað til nokk- urs skapaðs hlutar. Það var og átti að vera i eyði og tómt, Margir menn undrast það, að í hinum mikla útgerðarbæ, Siglu- firði, skuli Framsóknarflokkurinn hafa svo mikið og öruggt fylgi, sem raun ber vitni um. En það er ákaflega skiljanlegt. Siglufjörður er framfarabær. Þar er mikfð af áhuga- og flugnaðarfólki, sem læt- ur sér ekki nægja, að bærinn sé aðeins mikill útgerðarbær, heldur vilja líka að hann sé menningar- bær. Áhugamenn Siglufjarðar hafa veitt því eftirtekt, hvaða f lokkur studdi þá í 'baráttunni við áfengið,kom upp síldarverksmiðj- unni, hjálpaði.Siglfirðingum með bæjarbryggjuna og brimbrjótinn, til þess að verja kaupstaðarlóðina og bryggjurnar. Ein framkvæmdin býður ann- ari heim. Framsóknarflokkurinn hefir stutt Siglfirðinga í umbóta- baráttu þeirra. En Siglfirðingar liggja ekki á liði sínu. Þar eru mikil samtök um að hrinda í framkvæmd vegagerðinni yfir Siglufjarðarskarð, sundlaugar- byggingu skammt frá bænum og aukinni ræktun í bæjarlandinu og í grennd við kaupstaðinn. Það er vorhugur í Framsóknar- mönnum á Siglufirði. Þeir sjá hin ríkulegu þróunarskilyrði, sem bær þeirra hefir að bjóða. Þeir sjá hve mikið má gera með at- orku og dugnaði. Þeir hafa tekið sér stöðu á Siglufirði hliðstætt við flokksbræður þeirra á Akur- eyri. Framsóknarfélögin í þessum tveim stærstu kaupstöðum norð- 'anlands eru með starfi sínu að hafa megináhrif á þroskun þess- ara bæja. Dæmið um úrræðið um gagnfræðaskólann á Siglufirði sýnir hversu stefnt er. Þingflokk- ur Framsóknarmanna gefur bæn- um heimild 1930 til að koma upp slíkri menntastofnun. Fjórum ár- um síðar tekst ráðsnjallri Fram- sóknarkonu á Siglufirði að bjarga fjárhags- og framkvæmdahliðinni á rekstri þessa skóla. Framsöknarflokkurinn vinnur að því að lyfta . þjóðinni allri með andlegum og verklegum framförum. Þar koma hlið við hlið framkvæmdir eins og síldar- bræðsla, hafskipabryggjur, hafn- argarðar, vegir yfir fjöll og firn- indi, sundlaugar, skólar og aukin ræktun. f stuttu máli: Bætt lífs- kjör fyrir alla, sem í landinu búa. J. J. Öllum þcim, sem sýndu okkur sam- úð og hluttekningu við' fráfall ogjarð- arför móður og tengdamóður okkar, Sigurbjargar Jónsdóttur, Laugalandi, Þelamörk, sendum við af alhuga hjartans þakkir. ' Bðrn og lengdabörn. Misheppnað herbragð. Ein hin lúalegasta bardagaað- ferð, sem »bændavinirnir« hafa fundið upp gagnvart Jónasi Jóns- syni, er meðferð þeirra á sann- leikanum um það, hvernig hann hafi varið bankaráðslaunum sín- um. Blað »bændavinanna«, »Framsókn«, byrjar á því að koma á ,loft þeim ósannindum, að J. J. hafi svikið loforð sitt um það að verja bankaráðslaunum sínum í þágu landbúnaðarins, en hafi í þess stað hirt þau sjálfur og gert sér persónulega gott af. Og það er sjálfur formaður Bún- aðarfélags íslands, er hlýtur að vera máli þessu kunnugur, sem stendur að lyginni. Síðan t'aka blöð íhaldsflokksins við og japla ósannindin upp eftir blaði Tryggva Þórhallssonar, brigzla J. J. viku eftir viku um svik og þjófnað úr sjálfs síns hendi, en hann lætur sér ekki ótt og lofar þeim samherjunum, »vinum bænd- ann'a« úr Bændaflokknum til annarar handar og »vinum bænd- anna« úr íhaldsflokknum til hinn- ar, að óskapast og rótast um eins og nautum í flagi út af sínum eigin uppspuna, lofar þeim að »skandalisera« sem mest. Loks nú nýskeð andar Ji J. á þessa ósann- indaspilaborg »vinanna«, eins og sjá má í síðasta tölublaði þessa blaðs, og hún hrynur jafnskjótt til grunna. Herbragðið hefir misheppnazt, eins og öll ósannindi misheppn- ast að lokum. Lygin er fallin til jarðar eins og dauðskotið illfygli, og »vinirnir« standa með ólund- arsvip yfir hræinu. En hvernig myndi málstaður þeirra manna vera, sem beita öðr- um eins vopnum og þetta? Þessa ódrengilega vopnaburðar »bændavinanna« skyldu bændur minnast á viðeigandi hátt 24. júní. Hver þeirra treystir sér til að gera sér þá vansæmd að hallast á sveif með klofningsmönnum, eftir að þeir hafa haft í frammi jafn lúalega aðferð og nú er bert orðið?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.