Dagur - 29.05.1934, Síða 2

Dagur - 29.05.1934, Síða 2
164 DAGUR 59. tbl. »»««»««»«•••••••••••• peninga í veltu en hinir flokkarn- ir. — Sannfæring þessa flokks manna er sú, að það sé hamingja fyrir hverja þjóð, að einstakir meðlimir hennar geti safnað mikhi fé, því auðurinn sé það afl, sem skapi framfarir til þjóðþrif- anna. Þetta er að sumu leyti satt, það er satt, aö til framkvæmda þarf handbært fé, en það er betra að þjóðin öll safni því, heldur en fáir einstaklingar hennar. í til- efni af því ber að gæta þess, að við fjársöfnun einstaklinga fer oft meira af fénu forgörðum — hverfur út í veður og vind, án þess að hafa gert nokkrum manni gagn, heldur máske ógagn, og- svo hins, að þjóðin í heild á ekki fé einstaklinganna, þeir geta því í fullri heimild, samkvæmt eign- arréttinum, farið með það til ann- ara landa og eytt því þar, þótt hver eyrir af því sé tekinn af þeirra eigin landsmönnum, svo sem með kaupmannaálagningu -og stórútgerðarfjárdrætti. íhaldsflokkinn fylla líka brask- arar og fjárglæframenn, sem hverju þjóðfélagi eru skaðlegir. Þessi flokkur á því ekkert skylt við bændur eöa verkamenn, hvorki að athöfnum né innræti. — Allur þorri hans framleiðir ekki neitt, en reynir á allan hátt að draga fé úr höndum framleið- endanna og safna því í sjóð handa sjálfum sér. Gangi nú þetta vel, svo sjóðir þessara manna verði gildir, fyllast þeir drambi of ofstæki, þykjast langt hafnir yfir framleiðendurna svo sjálfsagt sé að þeir ráði yfir fólldnu og stjórni því í smáu og stóru. Samt þurfa þessir menn að tryggja sér atkvæði úr hópi framleiðandanna, svo þtir^ geti á löglegan hátt komizt til valda. En völd eru þeim nauðsynleg, svo þeir geti náð tökum á bönkunum, sér til hjálpar og nota við kaup- mennsku og brask á ýmsum svið- um. Dómstólana þurfa þeir líka að gera sér háða með einhverjum hætti, svo ekki sé hætta á að þeir verði dæmdir eftir virkilegum málavöxtum, eða hlífðarlaus rétt- lætisdómur verði látinn ganga yf- ir þá, svo þeir tapi völdum og virðingu. Þessum flokki er líka mjög nauðsynlegt að geta notað tál og blekkingar, til þess að afla sér atkvæða hjá lítilsigldum og trúgjörnum mönnum í hópi fram- leiðandanna. Er næstum ijndra- vert hve honum hefir heppnast þetta hingað til, enda hefir í- haldsflokkurinn alltaf haft mörg blöð í sínum höndum, sem ósleiti- lega hafa unnið að þessu. Er nú sannarlega mál komið að fram- leiðendurnir sjái að sér og láti ekki blekkjast af fagurgala og táldrægni íhaldsflokksins og blaða hans, fyrir og um kosning- arnar næstu. Þessi flokkur getur aldrei orðið öðruvísi en hann er nú, getur al- drei borið hag allra einstaklinga þjóðfélagsins fyrir brjósti, það er á móti eðli hans og ákvörðun, því ef hann gerði það, hyrfi hann úr sögunni og yrði ekki framar til. Samt verður hann alltaf að hugsa um hag sinna samherja, svo hann geti haft stuðning af þeim, í bar- áttu sinhi til valda og peninga, þótt liver einstaklingur hans vildi auðvitað helzt sitja einn að öllu saman; hafa líka eðlisbræður hans, í öðrum löndum, gert til- raun til þess, bæði fyrr og síðar. En slíkt hefir æfinlega kostað hryllilegustu blóðsúthellingar og níðingsverk, á alsaklausum mönn- um. Andi og stefna allra auð- valdsflokka í heiminum er það, sem skapar og viðheldur öllu stór- kostlegasta böli þessa heims, or- sakar allar styrjaldir, kemur í veg fyrir að allsherjar friður komist á og öll vopn til árása á aöra. séu lögð niður. Og á meðan þessi stefna er í meirihluta, lag- ast aldrei neitt til fullnustu. Við íslendingar stöndum betur að vígi en nokkur önnur þjóð í heiminum með að halda þessari stefnu í skefjum, svo hún ekki nái að skaða okkur eins og nú standa sakir. Það þarf ekkert annað en að Framsóknarflokkur- inn og jafnaöarmannaflokkurinn standi óskiptir saman til mót- spyrnu, því báðir þessir flokkar hafa svo margt sameiginlegt um- bótastarf í raun og veru, að það ætti að takast, ef menn aðeins gera sér nógu ljóst hver eru aðal- stefnumið þessara flokka, hvors um sig. Stefna jafnaðarmanna er að jafna kjör manna yfirleitt. Þeir vilja, að enginn þurfi að verða útundan eða fyrir borð borinn, enginn þurfi að líða skort, and- lega né líkamlega. En til þess að ná þessu takmarki, hugsa þeir sér að það sé nægilegt að daglauna- menn fái nógu hátt kaup, en gæta þess ekki, að það er oftast skammgóður vermir, sem ekki hjálpar nema í bili og oft hefnir sín að lokum. Til þess að knýja háa kaupið fram beita þeir stund- um verkföllum, sem oft óg tíðum skaða þá meira en háa kaupinu nemur, þegar öllu er á botninn hvolft, og þar að auki gerir stór- tjón, bæði tækifærunum, sem hlut eiga að máli og ýnisurn óviðkom- andi elnstaklingum, sem enga sök eiga á fátækt verkalýðsins. Verkamenn þurfa að athuga það og skilja til hlýtar, að þeir eiga fyrst og fremst sjálfir að bera ábyrgð á sínu lífi og sinni afkomu. Ef‘ að daglaun þeirra ekki geta hrokkið fyrir daglegum þörfum, eða ef daglaunavinnan bregst með öllu, eins og oft getur komið fyrir, þá þurfa þeir að hafa tryggt sér aukaatvinnu, sem hjálpað geti, svo sem grasnyt, eða afla úr sjó á smáþátum, sem þeir gætu átt í félagi. Það ætti að vera sæmilega auðvelt fyrir verkalýðs- félögin, ef þau eru rétt skipulögð, að tryggja sér þessar atvinnubæt- ur, og frjósemi lands og sjávar er hér svo mikil að engan þarf að skorta e'f rétt er að farið. Framh. H^, _ _ e “ _ fyrir Öngulstaða- Saurbæjar- og « UOwQO y nm Q | Hrafnagils-hreppa, verður haldin á Reykjárrétt, þriðjudaginn jsann 12. júní n. k., og byrjar kl. 12. á hádegi. Reir, sem ætla að sýna hross á sýningu þessari, gefi sig fram við undirrit- aðan sýningarstjóra, áður en sýningin byrjar og greiði lögboðin gjöld fyrir gripi þá, er þeir ætla að sýna. Kroppi 28. maí 1934. Davíð fónsson. Aðalbjörn Pétursson, Hallgrímur Porbergsson, Kári Sigurjóns- r\ son, og Sigurjón Friðjónsson, frambjóðendur í Suður- Pingeyjarsýslu, boða umræðufundi um þjóðmál: I. Á Húsavík fimmtudaginn 7. júní, kl. 3.30 e. m. II - Hólmavaði föstudaginn 8. júní kl. 1 e. m. III. - Skútustöðum laugardaginn 9. júní kl. 1 e. m. IV. - Breiðumýri sunnudaginn 10. júní kl. 3. e. m. V. - Ljósavatni mánudaginn 11. júní kl. 1 e. m. VI. - Skógum þriðjudaginn 12. júní kl. 1 e. m. VII. - Svalbarðseyri miðvikudaginn 13. júní kl. 1 e. m. VIII. - Grenivík fimmtudaginn 14. júní kl. 1 e. m. Fyrir hönd frambjóðenda. — 28. maí 1934. Sigurjón Friðjónsson. Framboðsfundir í Eyjafjarðarsýslu verða haldnir sem hér segir: í þinghúsi Hrafnagilshrepps fimmtudaginn 7. júní - —■»— Glæsibæjarhrepps föstudaginn 8. — Á Dalvík............laugardaginn 9. — í Hrísey.............sunnudaginn 10. — í Ólafsfirði ...... mánudaginn 11. — Á Siglufirði........þriðjudaginn 12. — Fundirnir hefjast á hádegi, nema á Siglufirði kl. 8 e. m. Bernharð Stefdnsson. Einar G. Jónasson. Einar krnason. Garðar Porsteinsson. Pétur G. Stefánsson. tialldór Friðfónsson. Stefdn Stefánsson. Barði Guðmundsson. Röslclega gert. Tveir sveitamenn, þeir P.útur Þorsteinsson frá Bakka í Öxna- dal og Jónatan Benediktsson frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd, fóru ný- lega austur ý Fljótsdalshérað til jarða- bótavinnu. Byrjuðu þeir vinnuna á Hafursá í Skógum og tóku að sér að brjóta þar og herfa 10 dagsláttur fyr- ir 550 kr. -Þeir unnu með dráttarvél og luku vinnunni, eða bjuggu landið undir sáningu, á 6 dögum. Er nú þegar einn- ig lokið að sá grasfræi í landið. Þeir sluppu sæmilega. frá ákvæðisvinnu þess- ári, þó þeir tækju aðeins 55 kr. á dag- sláttuna, og þykir það rösklega gert. Framboð í S.-Þingeyjarsýslu eru nú ákveðin þannig eins og sjá má á aug- lýsingu á öðrum stað hér í blaðinu: Fyrir hönd Framsóknarflokksins: Jónas Jónsson, alþm. Fyrir hönd íhaldsflokksins: Kári Sigurjónsson, alþm. Fyrir hönd Alþýðuflokksins: Sigur- jón Friðjónsson. Fyrir hönd Bændaflokksins: Hall- grímur Þorbergsson. Fyrir hönd Kommúnistaflokksins Að- albjörn Pétursson. Hafa þá allir flokkar menn í kjöri í S.-Þingeyjarsýslu, nema ef telja skyldi Nazistadeild íhaldsins sérstakan flokk. Þó að Jónas Jónsson hljóti megin- Tún til leigu nú þegar. Brynleifur Tobiasson. Skómzlun mi er flutt í Hafnarstræti 103 (»Lax- dalshús«). Inngangur um mitt húsið, andspænis suðurenda Apoteksins. Mikið af nýjum vörum komið og meira væntanlegt með næstu skipum Skóverzlun Péiurs H. Lárussonar. fylgið í kjördæminu, er samt talið að allir hinir frambjóðendurnir fái sína ögnina * hver. Dánardægur. Hinn 24. þ. m. andað- ist á Húsavík Stefán Guðjohnsen kaup- maður. Hann dó úr lungnabólgu. — Þá er nýlega látinn hér í bænum Einar Friðriksson, unglingspiltur, milli fei*m- ingar og tvítugs. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnnm. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.