Dagur - 31.05.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 31.05.1934, Blaðsíða 2
166 DAGUR 60. tbl. Skipulagning afurðasölunnar I. Milliliðirnir í verzlun og viðskift- um gleypa meira en góðu hófi gegnir af þeim arði, er framleið- endum ber, ef allt væri á réttum kili. Þegar rætt er um skipulagn- ing afurðasölunnar, er átt við að koma lagi á þetta. Tveir þriðju hlutar kjötfram- leiðslunnar hér á landi eru notað- ir í landinu sjálfu. Aðeins einn þriðji hluti er fluttur út. Það gef- ur að skilja að ekki gildir einu, hvernig fer með sölu á megninu af þessari framleiðslu bændanna. Dæmi eru til, að helmingur þess kjötverðs, • er neytandinn greiðir, fer í milliliðina. Mjólkurframleiðendur sunnan- lands fá um 1/3 af því, sem neyt- endur í Reykjavík greiða fyrir mjólkina. Skipulagning afurða- sölunnar er í því fólgin að fækka milliliðunum, minnka á þann hátt milliliðagróðann og nema á brott allan óþarfa kostnað við sölu afurðanna, til hagnaðar bæði fyrir framleiðendur og neytend- ur. — Hér í Eyjafirði er það skipu- lag komið á mjólkursöluna, fyrir forgöngu og framkvæmdir Kaup- félags Eyfirðinga, að mjólkur- framleiðandinn hér fær hærra verð fyrir mjólk sína en sunnan- lands, og það þrátt fyrir það, þó að neytandinn fái hana hér stór- um mun.lægra verði en í Reykja- vík. Þessu getur fækkun milliliða og bætt fyrirkomulag að öðru leyti komið til leiðar. Báðir hlut- aðeigendur, framieiðandi og neyt- andi, njóta góðs af hinu bætta skipulagi. Ef hliðstæð skipulagning væri komin á kjötsöluna innanlands, er talið af fróðum mönnum, að meðalbú gæti hagnast á því um 300 kr. á ári, og það án þess, að neytandinn þyrfti að greiða hærra verð fyrir vöruna, en und- ir núverandi skipulagsleysi. II. Engum getu dulizt, að mesta hagsmunamál bænda nú er að fá hækkað verð á framleiðslu sinni. Án þessa kemur Kreppulánasjóð- urinn að litlu eða engu gagni. Þó hefir engum verið þetta eins ljóst og Framsóknarmönnum. Það er er eitt af þeirra stærstu áhuga- málum að fá þessu framgengt. í- haldsflokknum er að engu treyst- andi í þessu máli, af því meðal annars, að hann er flokkur milli- liðanna, sem tapa á því, að af- urðasalan sé skipulögð til hags- muna fyrir bændur. Allt þetta hefir Tryggvi Þórhallsson viður- kennt. Og hann gerði meira; hann viðurkenndi einnig að lög- gjöf um þetta efni yrðu Fram- sóknarmenn að framkvæma í samvinnu við Alþýðuflokkinn. — Hann meira að segja vann að því um tíma ásamt Eysteini Jónssyní að mynda sambræðslustjóm, til þess að hrinda þessu máli í fram- kvæmd. En eins og kunpugt er, eyðilögðu tveir þingmenn úr Framsóknarflokknum þessá framkvæmd. Upp úr því var síð- an myndaður hinn alræmdi sprengiflokkur, sem kallar sig Bændaflokk. Foringjar sprengiflokksins hafa haldið því fram, að grund- völlurinn að samningum Fram- sóknar við Alþýðuflokkinn hafi verið svik við málstað bændanna, því verkamenn hafi átt að fá allt, en bændur ekkert. í sambandi við þessa ásökun »bændavina'nna«, ber að gæta þess, að tvær megin- stoðir runnu undir samningana. Fyrst skipulagning afurðasölunn- ar, bændunum til hagsbóta. — Engum óbrjáluðum manni dettur í hug að halda ’ þeirri vitleysu fram, að í því efni hafi falizt svik við bændur. í öðru lagi áttu verkamenn að fá það í sinn hlut, að samið yrði um kaup þeirra í opinberri vinnu, með hliðsjón af taxta atvinnurekenda og verka- manna í næsta kaupstað eða kauptúni. Það er í sambandi við þetta atriði samningsins, að sprengimenn hafa reynt að halda á lofti svikabrigzlinu. Samkvæmt einkabréfi frá Þorsteini Briem og fleirum sprengimönnum, á það að ríða landbúnaðinum að fullu, að kaup við opinbera vinnu sé gert að samningsatriði! Einu hafa þessir bréfritarar alveg gleymt. Þeir hafa gleymt því, að þetta kaupgjaldsmál tekur mjög til bændanna sjálfra, þar sem þeir taka mjög mikinn þátt í opinberu vinnunni. Illa mun slíkum mönn- um ganga að skilja það, að bú- skapur þeirra sé í voða, ef smán- arlega lágt kaup þeirra í opin- berri vinnu skyldi hækka lítið eitt. »Bændavinirnir« stóðu að öðru leyti heldur illa að vígi með stað- hæfingar sínar um skaðsemi sam- ningaleiðarinnar um kaup í opin- berri vinnu. Alveg hliðstætt dæmi því, er upp átti að taka, gerðist 1930. Á því ári samdi Tryggvi Þórhallsson við Alþýðusambandið um kaup í opinberri vinnu. Að þeim samningum loknum skýrði Alþýðublaðið frá því, að Tr. Þ. hefði þá hækkað kaup í opinberri vinnu um nærfellt 20% og láWð á sér skilja, a$> hann teldi rétt, að hefja samninga næsta vor, og myndi hann þá vera fús til frek- ari hækkunar. Þessari frásögn blaðsins hefir Tr. Þ. aldrei mótmælt. Þessi kauphækkun árið 1930 var gerð af formanni »bændavin- anna«, án þess að bændur fengju nokkuð í staðinn. Þó var ekkert óp gert þá, hvorki út af kaup- hækkuninni, né fyrir bændanna hönd. Nú hafa »bændavinirnir«, sem steinþögðu 1930, orðið óðir og uppvægir út af því, að jafna átti stærstu misfellurnar á kaup- gjaldi við ppinbera vinnu, jafn- framt því, að hrinda átti í fram- kvæmd stærsta velferðarmáli bænda, og brigzla fyrri samherj- um um svik og ódrengskap. En hvernig það er orðin dauðasök nú, sem Tr. Þ. gerði 1930, hafa sprengimenn aldrei getað skýrt, eða reynt að skýra með einu orði. Afleiðingarnar af því, að samn- ingaleiðin um opinbera vinnu var ekki upp tekin, eru nú komnar í ljós. Alþýðuflokkurinn vill semja við ríkisstjórnina um sumarkaup- ið, en Þorsteinn Briem þorir ekki. Allt er komið í argasta öngþveiti. Opinber vinna liggur niðri að miklu leyti, þrátt fyrir atvinnu- leysi í landinu og brýna þörf um- bótanna, sem ákveðið var að framkvæma. Og allri þessari ringulreiðar-vitleysu hafa »bændavinirnir« komið til leiðar af einskærri umhyggju fyrir bændunum! IIÍ. Þegar athugaðar eru og krufn- ar til mergjar allar lokleysur klofningsmanna, er þeir færa fram sem ástæður fyrir sprengi- tilræði sínu, þá er ekki að undra þau rökþrot, sem þeir hafa lent í. Hitt er íhyglisverðara og raunalegra fyrir þá sjálfa, að þeir hafa gripið til þess örþrifa- úrræðis, að leitast við að bjarga sér á lygum út úr rökþrotunum. Þeir fóru sem séaðhaldaþvífram, að í samningnum milli Fram- sóknar og Alþýðuflokksins hefði það verið tilskilið, að Alþýðu- flokksfulltrúarnir fengju að ráða atvinnumálaráðherrann í hið væntanlega samsteypuráðuneyti og hann svo að semja um kaup- ið við flokksmenn sína. Þessi uppspuni var kveðinn niður af tveimur mönnum í miðstjórn Framsóknarflokksins, er máli þessu voru kunnugastir, með svo- felldri yfirlýsingu: »Þrátt fyrir margendurteknar leiðréttingar og skjallegar sann- anir, láta forkólfar Bændaflokks- ins svonefnda breiða það út, að í sambandi við samninga þá, sem Framsóknarflokkurinn og AI- þýðuflokkurinn gerðu í haust um grundvöll fyrir myndun bráða- birgðastjórnar, þá hafi það verið ákveðið, að atvinnumálaráðherr- ann skyldi vera úr Alþýðuflokkn- um. — í tilefni af þessu lýsum við undiritaðir, sem erum málum þessum sérstaklega kunnugir vegna afskipta okkar af þeim, því yfir, að söguburður þessi er með öllu tilhæfulaus og ósannur. Jafnframt sjáum við ástæðu til að taka það fram, að ef til þess hefði komið, að Framsóknarflokk- urinn réði ekki atvinnumálaráð- herraembættinu, þá myndi stjórn- armyndunin hafa strandað á því. Sigurður Kristinsson. (Sign.) Eysteinn Jónsson. (Sign.) Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu, sem tekur af öll tvímæli, halda klofningsmenn sér enn dauða- haldi við ósannindi sín og sýnast ekki blygðast sín fyrir, nema kvað Halldór Stefánsson kvað hafa tekið aftur ósannindin á fundi á Fossvöllum nú nýlega. IV. í marzlok sl. héldu kaupfélags- stjórar í landinu fund í Reykja- vík. Sá fundur lagði grundvöll að skipulagi á afurðasölumálinu og krafðist þess, að stjórnin gæfi út bráðabirgðalög, til þess að koma skipulaginu í framkvæmd. Stjórn- in hefir hvorki hreyft hönd né fót máli þessu til stuðnings, og þó veit hún, að hér er um að ræða mesta hagsmunamál bænda. En íhaldið er á ntóti skipulagning- unni, þessu mesta velferðarmáli bænda, og nefnir það einokun. Það vill hafa skipulagsleysið, í samræmi við kenningu sína um frelsi og framtSk einstaklingsins, þ. e. milliliðanna, sem »spekúlera« í því að græða á skipulagsleys- inu. Um þetta eru átökin á milli flokkanna. Framsóknarmenn vilja hlynna að bændunum með skipu- lagning afurðasölunnar; íhaldið vill hlynna að milliliðastéttinni og vill því halda skipulagsleysinu við, og »bændavinirnir« hafa stutt íhaldsmenn í þessu efni, með því að koma í veg fyrir myndun þeirrar stjórnar, sem hafði skipu- lagninguna efst á dagskrá. Ef klofningsmenn hefðu leyft Sigurði Kristinssyni að mynda stjórn, þá hefði verið búið að koma á löggjöf um skipulagning afurðasölunnar og þannig lagður grundvöllur að bættri afkomu bænda. Þá hefði og verið búið að semja um kaup í opinberri vinnu, eins og Tryggvi Þórhallsson gerði 1930. En »bændavinirnir« hafa kom- K Bifreiðadekk o, slöngur nýkomnar, allar tegundir. SRí Mikilverðlækkun. m* —------------------ Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og Qlervörudeild. Járn- og Glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.