Dagur - 31.05.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 31.05.1934, Blaðsíða 4
168 D AGUR 60. tbl. • •••••• • *• Leiðbeiningar um fiskverkun. Samdar á fundi yfirfiskimatsmanna 1933. Það má segja að verkunin á fiskinum byrji, þegar hann kem- ur upp úr sjónum. Er því þýðing- armeira en margur hyggur að öll handtök við hann séu unnin með alúð og vandvirkni, en ekki kæru- leysi og léttúð, því fingraför ó- vandvirkninnar verða aldrei af- máð, þaðan sem þau hafa einu sinni að komizt. Þegar goggur er borinn í fisk verður að gæta þess að bera ávalt í höfuð hans, ef því mögulega verður við komið og kasta fisk- inum vægilega, svo hann merjist ekki, því blóð safnast alltaf að mari, sem myndast áður en fisk- urinn deyr. Því væri réttara fyr- ir báta, sem hafa djúpar lestar, að nota rennur, en kasta fiskinum ekki í lestina athyglislaust, ef til vill ofan á bríkina á miðskilrúm- inu. Við hálsskurðinn ber að gæta þess að skera ekki of nærri þunn- ildisbeinum og alls ekki særa himnuna á þeim, en svo djúpt verður að skera, að allar hálsæð- arnar skerist sundur. Við höfum tekið eftir því, að annað þunnild- ið er oft mjög dökkt en hitt í bezta lagi, bjart og fallegt og bendir það til þess, að hálsæðarn- ar hafi aðeins skorizt sundur öðru megin. Stórir vélbátar, sem flytja afla sinn óaðgerðan til lands, þurfa að hafa lestarnar hólfaðar sund- ur, svo fiskur verði fyrir sem minnstum þrýstingi og hnjaski á leiðinni í land, og varðveita hann frá skemmdum af þeim völdum. Ekki má heldur kasta honum í stórar kasir, þegar á land kemur. Ennfremur er það álit vort, að harður dráttur orsaki að fiskur- inn deyi á leiðinni upp úr djúpu vatni; æðarnar í þunnildunum springa þá ogþunnildin verða ljót, snögg umskipti á vatnsþrýstingi orsaka að kviðurinn þenst út og blæs upp. Langar línur og þar af leiðandi löng lega hefir sömu á- hrif. Þegar stingir eru notaðir við uppskipun eða tilfærslu á fiski, má aðeins stinga í höfuð hans, en alls ekki í bolinn. (Frh.) Kaffi opnað í Stórasal Samkomu- húss bæjarins, næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 8'/2 th 11%. Trió Karls O. Runólfssonar spilar. Zion. Samkoma annað kvöld (föstu- daginn 1. júní). Ræðumenn: Jóhannes Sigurðsson og Albert Ólafsson, bróðir Ólafs Ólafssonar, kristniboða. — Allir velkomnir. » Rauða Kross Deild Akureyrar ætlar á sunnudaginn kemur, (þ. 3. júní), að. hafa mikinn viðbúnað til fjáröflunar. Er þá tækifæri fyrir bæjarbúa til að styrkja hina lofsverðu viðleitni félags- ins i þarfir sjúkra og fátækra, Kyibitakestir, undan »Þokka« frá Brún fæst til afnota á Syðra- Laugalandi. Afar hans báð- ir, faðir og móðurbróðir, allt fyrstu verðlauna kyn- bótahestar. Laugalandi 28/s 1934. Björn Jöhannsson. Líkkistur ýmsar gerðir og stærðir ávalt fyrirliggjandi á trésmíðavinnustofu Guöm. Tómassonar Skipagötu 2 í leðurtösku tapaðist á götum bæjarins 28. þ. m. Finnandi beðinn að skila henni í Nýju bílastöðina. Hafragrion í pökkum nýkomin.— Kosta aðeins 40 aura \ kg. pakkinn. Ódýrasl i bœnum. Nýlenduvörudeildin. Ilmvötn og allskonar fegurðar- vörur í mjög fjölbreyttu úrvali. — Verð á ilm- vötnum frá 40 au. til kr, 22.00 glasið. Nýlenduvörudeildin. Skátafélög' bæjarins — piltai' og' stúlk- ui- — hafa heitið Krossinum öflugi'i hjálp þennan dag'. Munu skátarnir selja merki í húsum og á götunum og kl. 1 e. h. ganga þeir undir fánum sín- um og' Rauða Kross fánanum um bæ- inn. Á Ráðhústorgi flytur séra Friðrik Rafnar guðsþjónustu og Lúðrasveitin spilar á undan og' eftir. Um kvöldið kl. 10 hefst loks dansleikur í Sanikomuliús- inu, sem skátar sjá um. Hljómsveit Karls Runólfssonar spilar. Hjálpræðisherinn. Mánudaginn 4. júní, kl. 8 e. h.: Opinber helgunarsam- koma og barnavígsla. ókeypis aðgangur Þriðjudaginn 5. júni: Útisamkoma kl. 7, ef veður leyfir. Fyrirlestur í Bæjar- húsinu kl. 8. Efni: Tákn tímanna. — Samkomunni stjórnar kommandör Karl Larsson, leiðtogi Hjálpræðishersins í Noregi. — Aðgangur 50 aurar. * • • •»-•■'■• • • • • • • Skrifstofa Framsóknarflokksins verður opin daglega fyrst um sinn í Skjaldborg kl. 8—10 e. m. NÝKOMIÐ: Verðið óheyrilega lágí. Vatnsglös, venjul. frá 15 Vatnsglös á fæti. » 35 Smádiskar . . . . » 25 Smáskálar . . . . » 25 Citrónupressur. . » 35 Saltkör » 25 Tertuföt á fæti. . » 180 Glerkönnur . . . » 120 » » » » » » » » » » Kaupfélag Eyfirðinga fárn- og Glervörudeildin. Saumavélarnar 1 HXTSQVARIÍA og JUNO eru áreiðanlega beztar. Samband ísl. samvinnufélaga. .........—i Fréttaritstjóri: Ritstjóri: Ingimar Eydal. Bigfús Halldórs frá HSfnna. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.