Dagur - 02.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 02.06.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Rostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni .Tóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. Júlí. XVII ?-•-•-•-#-< , ár. | Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞOR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin vift ára- mót, sé komin til af- greiðálumanns fyrir 1. dea. Akureyri 2. jiíní 1934. 61. tbl. Erlendar fréttir. Bandarikin. Að því er síðustu fregnir herma, hefir Roosevelt forseti á- kveðið að taka ekki endanlega af- ' stöðu til skuldunauta Bandaríkj- anna að sinni, en hef ir N tilkynnt þinginu, að það megi vera við því biáið að taka þá og þegar til ein- hverra ráða gegn þeim, er eigi standa í skilum, því að sjálfsagt telur forsetinn að allir skuldu- nautar Bandaríkjanna verði að greiða skuldir sínar að fullu. Hins vegar telur hann sjálfsagt að kynna sér gjaldþol þeirra sem stendur og haga kröfunum svo eftir því sem auðið er. Annars kveður hann Finnland eina land- ið, er staðið hafi Bandaríkjunum skil með vexti og afborganir. Þá herma og síðustu fregnir að Öldungaráð allsherjarþingsins í Washington hafi afsalað sér öll- um réttí til þess að hlutast nokk- uð til um innanríkismál á Cuba. Þetta eru miklu merkilegri tíð- indi en margur kynni að halda. Frá því að Cuba brauzt undan Spánverjum hafa Bandaríkja- menn mjög hlutazt til um allt stjórnarfar þar í landi, undir því yfirskini, að landsmenn væru eigi færir um sjálfstjórn, enda bæri nauðsyn til að »gæta hagsmuna« Bandaríkjaborgara á Cuba, er ella myndu fyrir borð bornir. Þessi hagsmunagæzla stórvelda i Sparnaðarbjal íhaldsmana. »íslendingur var að fárast yfir því nú í vikunní, hversu launa- greiðslur við ríkisstofnanir væru háar og kenndi Framsóknarmönn- um um það. Því skal ekki neitað, að laun sumra manna við þessar stofnanir séu óþarflega há, þeg- ar miðað er við greiðslugetu al- mennings og þær tekjur, sem fjöldi manna verður að sætta sig við. En þó kemur það úr hörðustu átt, þegar íhaldsmenn látast vera að blöskrast yfir of háurri laun- um, því vitanlegt er, að í flokki þeirra eru hálaunagráðugustu mennirnir og þar sem íhaldið ræður, sker það ekki launin við neglur sér. Menn muna ©ftir 40 landi lítilmagna er gamall kunn- ingi þeim, er vel fylgjast með viðburðum erlendra stjórnmála. Er hún vitanlega falin í því, að leyfa auðhöldum stórveldanna að flá lítilmagnann og rýja, meðan eitthvað er af honum að . hafa. Þessi stefna Bandaríkjanna á Cuba hófst snemma, en tók út yf- ir allan þjófabálk eftir ófriðinn, á dögum þeirra Hardings, Coolid- ge og Hoovers. Hélt Bandaríkja- stjórnin þá við stjórn á Cuba — að segja mátti í umboði amer- ískra bankahölda og viðskipta- hringa, einhverjum auðvirðileg- asta og djöfullegasta harðstjói-a, er sögur fara af nýlega, Machado þeim, er landsmenn loks veltu af forsetastóli í fyrra þótt eigi tæk- ist þeim að hafa hendur í hári hans,"þar eð hann komst undan með tilstyrk húsbænda sinna. Fall Machados var fyrirsjáanlegt þeg- ar er Roosevelt var tekin við völd- um. Hefir síðan verið róstusamt á Cuba, en stjórn Roosevelts lát- ið landsmenn að mestu um það sjálfa á hvert ráð þeim litist að bregðast, unz nú er svo komið sem fregnin "segir. Er það harla mikilsvert á þessum ofbeídistím- tm, að voldugasta ríki veraldar- innar skuli afdráttarlaust viður- kenna rétt lítilmagnans til sjálf- stjórnar, hvort sem öðrum kann betur eða miður að líka. þús. kr. samningi íhaldsins við einn af barikastjórum íslands- banka. Samningurinn gilti til 10 ára og hljóðaði upp á 400 þús. kr. þóknun, eða 40 þús kr. á ári. Þó fórust störfin ekki betur úr hendi en svo, að stofnunin fór á háusinn og var þá búin að tapa 25 millj. kr. á óreiðusukki með fé bankans. — Hverjir eru það, sem hafa haldið Jakob Möller á 16 þús. kr. launum í 10 ár fyrir einskis nýtt starf? Það eru í- haldsbroddarnir. Fyrv. forstjóri Áfengisverzlunarinnar fékk hjá í- haldinu 18 þús. kr. laun. Og hvernig er það svo í paradís í- haldsins, Reykjavík, þar sem' í- haldsmenn ráða öllu? Þeir greiða borgarstjóra sínum- 17 þús. kr., rafmagnsstjóranum 22 þús.,hafn- arstjóranum 18 þús. og svo frani- vegis. Við sum einkafyrirtæki í- haldsmanna, skaramta forstjór* arnir sér.þó miklu hærri laun en þetta. Á meðan svo standa sakir, er óviðráðanlegt,' þó launagreiðsl- ur við ríkisstofnanirnar verði í hærra lagi, ef til starfsins eiga að veljast hæfir menn. Það er í skjóli við íhaldsstefnuna, sem há- launalpólitíkin þrífst bezt. Þess vegna er áríðandi að ríða þá stefnu niður við næstu kosningar, því verði það ekki gert, verður ilikleift eða ómögulegt að koma við nokkrum sparnaði á þessu sviði. En ljóst er það af öllum aðför- um íhaldsmanna, að allur jarmur þeirra# um of há laun er ekkert annað en kosningahjal, tálbeita, sem fáfróðum kjósendum er ætlað að gleypa. Kjósendur verða að varast blekkingar íhaldsblaðanna í þessum efnum ekki síður en öðr- um blekkingum þeirra. io a Skólaráð Laugaskóla efndi í fyrra til merkilegrar nýbreytni í uppeldismálum. Kaupstaðabúar hafa sótzt eftir að koma börnum sínum til sumardvalar í sveitum að undanförnu, til þess að veita þeim tækifæri á að njóta sólar- innar, hreina loftsins og frjálsr- ar hreyfingar á víðlendi gróinn- ar jarðar. Þetta hefir verið tals- vert örðugt og eigi fært öðrum en þeim, sem hafa átt kunningja á góðum sveitaheimilum, serii þeir hafa beðið fyrir börn sín. Skólaráðið bætti nokkuð úr þessu í fyrra. Það veitti 25 börn- um dvöl á Laugum um mánaðar- tíma og sameinaði mikið nám dvölinni. Einhver allra vinsælasti barnakennari landsins, Egill Þorr láksson á Húsavík, gerðist leið- togi barnanna og kenndi þeim að lesa á oók lifandi náttúru, kenndi þeim að þekkja fjöllin og dalina, grösin og fuglana. Þau fengu að sjá, hvernig jökullinn hafði graf- ,ið dalinn og fyllt hann síðan hálf- an af hólum. Egill fór með þeim ferðir og skerpti athygli þeirra með því að láta þau rita ferða- lýsingar og kepptust þau um að lýsa sem réttast og nákvæmast. Hann lét þau móta myndir úr leir og smíða gagnlega hluti úr tálgu- steini, er þau höfðu heim með sér. Þorgeir Sveinbjarnarson leik- fimiskennari kenndi börnum sund og leikfimi og urðu þau öll vel synd. Á Laugum er öll hin ágœtasta aðstaða til þessa. Þar er sólríkt og rúmgott hús, hveraveita og rafljós. Þar er sundlaug inni og .önnur úti og hyljir í straumvatni. Þar er bezti leikfimissalur norð- anlands og ágætur leikvöllur úti. Lágar brekkur, bláar af berjum, er líður á sumar, upp úr dalnum, að víðum, algrónum heiðum, með miklu útsýni. Á Laugum er fjöl- breytt garðrækt og létt að afla ódýrs nýmetis, bæði frá Húsavík og Mývatni og mjólk höfðu born- in eins og þau gátu torgað. Skólaráðið fékk 150 króna styrk úr ríkissjóði í fyrra til náms- skeiðsins .og varð allur dvalar- kostnaður, sem börnin þurftu að greiða, 10 kr.áviku. Skólínn varð fyrir hallaánámsskeiðinu í fyrra. Skólaráðið hefir gert ítrekaðar tilraunir um að fá hærri styrk í sumar, vegna þess að miklar á- skoranir lágu fyrir um það, að hafa tvö námsskeið, annað fyrir pilta en hitt fyrir stúlkur. En kennslumálaráðherrann hefir neitað um meiri stuðning, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir ýmsra, sem þessu máli eru hlynntir. Eftir að hafa haft tal af ýmö- um, sem vildu koma börnum að námsskeiðinu, réðist, að skólaráð- ið auglýsir nú tvö námskeið hér í" blaðinu og neyðist það til að láta börnin borga helming kennslu- kostnaðar í þetta sinn. Skólaráðið vonar, að kennslumálastjórnin styrki námsskeið þessi betur framvegis. Oddfellow-félagið á Akureyri styrkir nokkur börn til dvalar á námsskeiði þessu og á þakkir skilið fyrir. Eru ekki fleiri góð- gerðafélög í kaupstöðunum, sem betur skilja þarfir barnanna, en kennslumálastjórnin núverandi og myndu vilja létta undir með fá- tækum foreldrum um að koma börnum sínum til sumardvalar á Laugum? Þess skal getið, að nokkur ó- þægindi voru að móttöku ferða- manna á Laugum í fyrra. En í sumar verður þar engin greiða- sala. X. HjálprxÖisherinn. Mánudaginn 4. júní, kl. 8 e. h.: Opinber helgunarsam- koma og barnavígsla. Ókeypis aðgang- nv þriðjudaginn 5. júní: útisamkoma kl. 7, ef veður leyfir. Pyrirlestur í Bæj- arhúsinu kl. 8. Efni: Tákn tímanna. — Samkomunum stjórnar kommandör Karl Larsson, leiðtogi Hjálpræðishers- ins í Noregi. Steingr. Matthíasson túlk- ar, — Aðgangur 50 aurar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.