Dagur - 02.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 02.06.1934, Blaðsíða 2
170 DAGDR 61. tbl. Athugið. k morgun og eftirleiðis getið þér fengið brauð og kökur frá brauðgerðarhúsi voru sent heim alla helga daga, ef þér aðeins hringið í símanúmer 16 og pantið það þar. Brauð- pöntunum verður veitt móttaka þar á helgum dögum frá 10—12 f. h. og 1—4 e. h. Brauðið verður flutt heim milli kl. 2'ð-A- e.h. Brauðgerðarhúsi voru er nú stjórnað af einhverjum lærðasta og færasta bakarameist- ara landsins. — Komið og lítið í sýningar- glugga brauðbúðanna í Hafnarsrtæti 23 og91. Komið! Skoðið! Kaupið! $imi 16. $imi 16. Brauðgerð K. E, A. Leiðbeiningar um fiskverkun. Satndar á fundi yfirfiskimatsmanna 1933, (Frh.) Þegar hausað er, verður að skera vætubeinin sundur, sem næst hausnum, því þau binda þunnildi við hnakka. Að haus- un verður að vinna það vægilega, að ekki 'valdi skemmdum, alveg eins þó um smáan fisk sé að ræða, hann á að verða markaðsvara eins og hinn og má því ekki sæta lakari meðferð. Sjálfsagt er að hausa ofan í vatn, ef því verður við komið, að öðrum kosti að skvetta vatni vel yfir fiskinn, áður en hann er flattur. Við hausaðan fisk má elclci nota stingi. Flatning fisks er afar þýðing- armikil, því hún hefir áhrif bæði á þyngd og gæði hans og verður því sérstaklega að vanda til henn- ar. Þegar flatningsmaður byrjar að rista fiskinn, verður hann að gæta þess að rista aðeins hæfilega djúpt til þess að ná hryggnum, og að fiskurinn fái eðlilega og fallega Iögun og opnist aftur á aftasta lið. Þegár hann sker eftir mænunni, sem á að fylgja hryggnum, verð- ur hann að beita hnífnum skáhalt inn undir hrygginn, svo hann skemmi ekki hnakkann og fiskur fylgi ekki hryggnum. Hrygginn sker hann sundur með skáhöllu hnífsbragði aftan frá og taki það ávallt yfir tvo liði og á þá sárið að mynda x eða 8 í tölu. Hrygginn verður að taka þaS aftarlega, að ekki verði eftir blóðdálkur, Þegar hryggurinn er losaður verður að gera það með hníf, en ekki rífa hann lausan, því við það skemmist vinstri fisk- helmingurinn. (Framh.). Ritstjóri íslendings tilkynnir, að hann hafi salern- ispappír á boðstólum. Hann hefir nú raunar lengi haft þann pappír með hondum. HAPPDRÆTTIfl. Paö getur kostað yður kr. 2500,06 að endurnýja ekki hlutamiða yðar fyrir 4. flokk, — Endurnýjun aðeins til 6: júní. Porst. Thorlacius, bóka- og ritfangaverzlun. Mikla skömm telur ísl. það, að ungur Fram- sóknarmaður lét í Ijós þá skoðun sína, að ríkið ætti að eiga jarð- eignir, og færði skýr rök fyrir máli sínu. Samkv. dómi ísl. er það nú orðin skömrn að líta sömu augum á þetta mál og Jpn í Múla 'og Pétur á Gautlöndum. Menn með slíka skoðun kallar fsl. »götustráka«. ÚTVARPIÐ. Laugard. 2. júní: Kl. 18.45 Barnatími. Kl. 19.25 Tónleikar. Útvarpstríó. Kl. 20.30 Þorsteinn Jóhannesson les upp. Kl. 21 Grammófóntónleikar. Soriata Pathetique eftir Beethoven. Síðan Danslög. Sunnud. 3. júní: Kl. 15 tónleikar á »Hótel lsland«. Kl. 17 Messa í Frí- kirkjunni, sr. Á. S. Kl. 18.45 Barna- tími. Arngr. Kristjánsson. Kl. 19.25 Grammófóntónleikar. Kl. 20.30 Ragn- ar E. Kvaran: Smá orð. Erindi. Kl. 21 Grammófóntónleikar. Dansar. Mánud. 4. júní: Kl. 19.25 Grammófón- tónleikar. Kl. 20.30 Sr. Sig. Ein.: Frá Útlöndum. Erindi. 21 Tónleikar. Alþýðulög. Síðan syngur Pétur Jóns- son. Síðan grammófóntónleikar. Með »Novu« kom í fyrrada-g’ ung-frú Jóhanna Jóhannsdóttir, söngkona, og hyggst að dvelja hér um stundarsakir. Hefir' hún eins og kunnugt er leikið aðalhlutverkið (á kvenhliðina) í »Meyj- arskemmunnk í Reykja-vík í vetur, við ágætan orðstír. Kost munu Akureyr- ingar eiga þess að hlusta á hana, sennilega um næstu helgi. Sumardvol barna á Laugum. Skólaráð Lsugaskóla helir sökum mikillar aðsóknar ákveðið að halda tvö barnanámsskeið í skólanum í sumar, og standa hvert fyrir sig í mán- uð. Fyrra námsskeiðið verður fyrir stúlkur og hefst 25. júnl n. k. Sið- ara nimsskeiðið verður fyrir pilta og hefst 25. júlí n; k. Enn er hægt að taka á móti nokkrum börnum til viðbótar á náms- skeiðin, og skuiu umsóknir sendar til Egils Porlákssonar kennara á Húsa- vík fyrir 15. júni n. k. Kennarar og fyrirkomulag á námsskeiðunum verður hið sama og í fyrra. Borgun fyrir fæði, húsnæði og þjónustu er ákveðið 10 kri fyrir barnið um vikuna. En sökum þess að rfkisstyrkur verður nú helmingi minni en í fyrra til nimsskeiðsins verður nú að greiða 5 kr. kennslu gjald fyrir barnið um vikuna. — Börnin leggi til sængurfatnað. — Um- sóknunum fylgi læknisvottorð. Skólaráð Laugaskóla. Júgursmyrsl frá Efnagerðinni SJÖFN varna því að spenarnir verði harðir og springi. Notið SJAFNAR Júgursmyrsl. Sjóvátryggingarfélag / íslands h. f. [Ai-íslenzkt félag. #** B a n n. Að gefnu tilefni tilkynnist að Öll umferð um slægju- lönd bæjarins er bönnuð óviðkomandi mönnum. — Akureyri 31. maí 1934. Bœjarstjórinn. Kvenfélag Svalbarðsstrandar tekur framvegis á móti gjöfum, og mun framvísa til litla blinda drengs- ins, Kristjáns Tryjggvasonar. Þórisstöðum 30. maí 1934. Bíanna Valdimarsdottir. Rósir í pottum til sölu í nýja-barnaskólanum. Kristín S. Sigurgeirsdóttir. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonai,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.