Dagur - 04.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 04.06.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóharins- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, hundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. m Akureyri 4. júní 1934. Lands h j á I f t i n n. Ógurlegar skemmdir á Dalvík og nágrenni. Stórtjón í Hrísey. F]0ldi fólks húsnæðislaus. Minni háttar skemmdir víðar. Eins og getið var um í fregn- miða »Dags«, er borinn var í bæ- inn síðari hluta dags á laugar- daginn, reið allharður land- skjálftakippur hér yfir kl. 12.44 e. h. á laugardaginn. Mun hann hafa staðið yfir 20—30 sekúndur. Engar skemmdir munu þó hafa orðið hér. Fréttaritstjóri »Dags« hringdi þegar til Sigurðar Bjark- lihd, kaupfélagsstjóra á Húsavík, því að viðbúið þótti, að lands- skjálftinn kynni að hafa orðið harðari í Þingeyjarsýslu. En að því er kaupfélagsstjórinn hermdi, mun kippurinn þar hafa verið svipaður og hér, þó heldur harð- ari í suðurhluta .þorpsins, þar sem blómpottar höfðu kastazt úr gluggum, en skemmdir annars ekki orðið. * En þegar eftir kippinn var hringt frá Dalvík á bæjarfógeta- skrifstofuna. Var beðið um tjold úteftir með því að um 140 manns mættu heita húsnæðislausir. Slík- an usla hafði landsskjálftin gert þar. Voru fimm hús talin gjör- hrunin en flest önnur skemmd. Þá fréttist og frá Hrísey, að þar hefðu allmiklar skemmdir orðið. Laust eftir kl. 4 fékk fréttarit- stjóri »Dags« ferð til Dalvíkur með Vilhjálmi Þór, forstjóra K. E. A., Ingimundi Árnasyni, skrif- stofustjóra K. E. A. og ólafi Á- gústssyni, byggingameistara, í bíl Kristjáns Jónssonar bakarameist- ara, er sjálfur stýrði bílnum. Úr bílnum sáust engin verks- ummerki jarðskjálftans, fyrr en kom að Hrísum, að undanteknum smáskriðum er fallið höfðu úr hæstu klettum í snjóskálar Krossahnjúks og Hámundarstaða- fjalls. Hafði þó heyrzt á Akureyri um skemmdir í Fagraskógi og á Krossum. Þegar kom á móts við Hrísa, virtist þekjan að miklu leyti fall- in inn á bænum, enda var fólk að búa um sig í tjöldum. Þegar á brúna kom yfir Hrísatjörn, voru lahgsprungur í henni á 100 metra færi, svo að rétt mátti krönglast á bíl, en við brúna á Svarfaðar- dalsá hafði vegurinn að vestan sigið niður með brúarsporðinum um 6 þuml. a. m. k. Á húsi Sig- urjóns læknis i Árgerði voru eng- in missmíði að sjá úr bílnum, enda hratt ekið. En þegar kom að fyrsta hús- inu í þorpinu sunnanverðu, Ás- gar&i, eign Fjólu Quðmundsdótt- ur, blöstu við fyrstu hroðamörk jarðskjálftans. Það var stein- steypuhús, svo gjörsprungið, að lítt skiljanlegt var hversu uppi mætti hanga. Var því líkast, sem hroðvirkar jötunhendur hefðu hrönglað hverri hraunhellunni af annari, rönd á rönd, sér til bráða- birgða og klastrað svo þaki ofan á veggjabruðninginn. Og þegar ekið var inn í þorpið og út eftir aðalgötunni, blasti hvervetna við svipuð sjón. f miðju þorpinu hittum við þá feðga Jóhann oddvita í Sogni og Baldvin útibússtjóra K. E. A., á- samt nokkrum þorpsbúum. Geng- um við út á hæðina fyrir utan kaupfélagshúsin, og staðnæmd- umst skammt fyrir utan Sæland, eitt verst farna húsið. Fékk ég þar og á leið minni suður þorpið eftiríarandi bráðabirgðaskýrslu af ýmsum þbrpsbúum, er góðfús- lega fylgdust með mér og mun þar flest til tínt, hið helzta, er menn mundu og við komum auga á. « Á Upsum, ábúandi Arnór Björnsson, eru báðir stafnar gengnir frá. Hóll, eig. Þorl. Þor- leifsson, steinhús mjög illa farið. Svalbarð, eig. Sigurður Björns- son, norðurstafA úr og gjor- sprungið. Sæland, eig. Jóhann Þorleifsson og Sveinbjörn Vig- fússon, norðurstafn og austur- kvistur fallnir á jörð, allt kol- mölvað inni, gjöreyðilagt. Tvær gamlar konur, er inni voru, höfðu einhvernveginn kastazt út, án þess þó að vita. hvernig, og án þess að skaðast. Kviknaði þar í, frá eldavél, en varð þegar slökkt. Miðkot, eig. Páll Guðlaugsson, austurstafn úr, sprungið og að mestu eyðilagt. Efstakot, eig. Þorst. Antonsson allt sprungið. Lækjarbakki, eig. Freyleifur Jó- hannsson, ábúandi Jóhann Páll Jónsson, að miklu eyðilagt. Hvoll, eig. Jón Stefánsson og Freysteinn Bergsson, húsið stórsnarað til suðurs, sprungið. Höfn, eig. Kristján Hallgrímsson, kjallari sprunginn frá grind, allt kolmölv- að inni. Framnes, eig. Tryggvi Jónsson, stórt, fallegt og nýtt, stafnar snaraðir, suðurstafn gap- ir frá, en hangir þó aðeins. íshús kaupíélagsins, vesturgafl alveg fallinn inn á gólf. Gamla slátur- hús kaupfélagsins illa farið, suð- urstafn alveg sprunginn frá. Nýja sláturhús kaupfélagsins, austurstafn sprunginn og vestur- stafn alveg frá að ofan. Búð kaupfélagsins, kjallari nokkuð sprunginn, allt brothætt kolmölv- að og allt úr hillum í dyngjum á gólfinu. Timburskúr kaup- félagsins, sprunginn grunnur. — Laxamýri, eigandi Sigurjón Baldvinsson, svo sprungið, að vart er vogandi inn að ganga, gjöreyðilagt. V í k u r h ó 11, eig. Elías Halldórsson úrsmiður, kar- sprungið, fært til á grunni, alveg ónýtt. B j a r g, eig. Sigfús Þor- leifsson, hús og smiðja, hús eyði- lagt af sprungum, mykjúhús á- fast sprungið inn í kjallara, norð- urstafn smiðju gjörfal^inn út. f henni var 8 ára gamall drengur, en bjargaðist. H ú s Baldvins kaupfélagsstjóra, úr járnbentri steinsteypu, óskaddað að öllu, nema reykháfar köstuðust af, en standa þó á þakinu. Sogn, eig. 62. tbl. Jóhann Jóhannsson oddviti, mjög illa sprungið. Arnarhóll, eig. Jón Jónsson, suðurstafn úr, kar- sprungið. H e s thús hr ep p s- i n s, norðurstafn kurlsprunginn og víðar. S u n. n u h v o 11, eig. Júlíus Björnsson, timburhús á steingrunni, hvorttveggja lítt skaddað, en húsgögn kolmölvuð flest. Brekka, eig. Kristján Jó- hannesson, kjallari sprunginn, en timburhús byggt yfir hann lítið skaddað. H ú s Þorsteins Jóhann- essonar bílstjóra, norðurstafn sprunginn frá, en lafir, suður- stafn að ofan fallinh í garð. B æ r Jóhanns Jónssonar, með torf- og steinveggjum (hrepps- eign) mjög snaraður og ónýtur, fremri hluti f jóss fallinn, en kýr- in, sem var í innri hlutanum, grafin út. Bær Baldvins Sig- urðssonar, með torfveggjum, lítt haggaður. Ungmennafé- lagshúsið, norðurhlið gjör- sprungin frá og öll rifin, þótt uppi hangi. D a 1 b æ r, eig. Ste- fán Kristinsson, grunnur heill, en efri hæð gjörsprungin, reykháfur og suðurstafn á jorðu. Gamli barnaskólinn, kurlsprung- inn og ónýtur. R u n n u r, eigandi Kristinn Jónsson, reykháfur fall- inn og innanstokksmunir. skadd- aðir, annars lítt skemmt. Hús Gísla Gestssonar, timbur- hús, brotið frái steingrunni og fært til á honum, mjög snarað og allt kurlað inni, en kjallari fullur af grjótmöl og stétt innfallinni. S t e i n n, eig. Gunnlaugur Hall- grímsson, kennari á Svalbarðs- eyri, norðurstafn alveg úr, þótt uppi hangi, allt kurlað inni. — Smíðahús Halldórs Sig- fússonar, fjós og hlaða, allt gjöreyðilagt. B ú ð Kiristjáns Árnasonar lítt skemmd, en allt mölvað og hillur sópaðar á gólf. Salthús, eign Þorsteins Jónssonar kaupmanns, vesturhlið úr. • L a n d sí m a s t ö ð, lítt sködduð, en allt úr lagi fært inni. Hús ArngrímsJóhannes- s o n a r smiðs, reykháfur fallinn og brautsperruríþaki. Nýibær, eig. Kristinn Jónsson, húsið lftt skaddað, en sprungin útihús ogx hlaða. S æ g r u n d, eig. Sigurveig Sigurðardóttir, suðurgafl sprung- inn og gjörónýtur. L a m b h a g i, eig. Sigurður Þorgilsson og Sig- urður Jónsson, norðurgafl á efri hæð falfinn á jörð og viðbygging gjörfallin, suðurgafl alsprunginn frá, þott uppi hangi. Þar hafði barn verið tekið frá konu Sig. Þorgilssonar, 10 mínútum áður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.