Dagur - 04.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 04.06.1934, Blaðsíða 2
172 DAGUR er. jarðskjálftinn reið yfir. Var konu og hvítvoðung bjargað í gegnum brakið í annað hús og talið að hvorugt hafi sakað. H ú s í s m í ð u m, eig. Ragnheiður Baldvinsdóttir, gjörfallið. B j örk Að sögn þorpsbúa hafði tjón orðið svipað í nágrenni Dalvíkur. Það helzta, er vitað var um, var þetta: K a r 1 s á, stafnar skemmdir og útihús löskuð eða fallin. H á a- gerði, ríkissjóðseign, ábúandi Lárus Frímannsson, penings- og útihús öll kolfallin á gólf, bað- stofa hangir aðeins uppi. Á Böggversstöðum og Hrappsstöð- imi voru mikil og falleg hús stór- skemmd, jafnvel gjörónýt talin, a. m. k. á Hrappsstöðum. Á G u 11- bringum og í H r a p p s- staðakoti flest eða Öll hús ónýt. Árgerði, hús Sigurjóns iæknis Jónssonar, var illa leikið, steingrurmur mjög sprunginn, mest kurlmölvað í lyfjabúð og annað það sem brothætt var. Brú á Holtsá er alveg fallin niður og ófarandi. — Annars þarf naumast að taka það fram, að skemmdir innanhúss eru óskaplegar, jafnvel þar semhús þó stóðu að mestu. Sáust þess augljós dæmi á Árgerði og Sogni pg á nokkrum öðrum stöðum, þar sem eg kom inn. Pappi á veggj- um og í lofti hékk í tætlum, vegg- ir, gólf og skilrúm snöruð, lamp- ar, leirílát, biómpottar, vegg- myndir, víðvarpstæki, ofnar, eldavélar og miðstöðvar kurlbrot- ið, sumstaðar allt þetta, víða flest. Húsgögn önnur víða brotin, t. d. bókaskápar og stólar. Þungt og stórt eikarborð sá eg, er hafði kastazt svo að fætur stóðu upp. Píanó í húsi Baldvins kaupfé- lagsstjóra háfði flutzt til nær fet frá vegg og sajíaði þó eigi húsið, eitt af örfáum. Enda var aðal- kippurinn svo harður, að fullorð- ið'fólk réði sér ekki og fékk vart staðið, en kindur duttu og lágu afvelta, að sögn skilríkra manna. Megna brennisteinsfýlu var að finna eftir kippinn, og á járn, t. d. reiðhjól, er var undir beru lofti settist móða, að því er margir fullyrtu. Manntjón ekkert. Fólk ber sig sem hetjur. Þótt einkennilegt megi virðast, varð ekkert manntjón. Aðeins ein stúlka, Rósa Sigurðardóttir á Svalbarði; meiddist á handlegg, en þó ekki til muna, að því er héraðslæknir sagði. Og eigi vissi hann heldur til, að taugasturlun (taugaslag, »chok«, en það nefna orðabókahöfundar vorir »skell«, »áfall«, »riddaraáhlaup«), hefði komið yfir nokkurn mann, og má undravert kallast, í slíkum ósköp- um. En óhugur er vitanlega afar- mikill í flestum, þótt rólegir væru og æðrulausir,' enda varð vart við kippi allan daginn við og við, og hefir svo haldizt fram að því er eig. Elinór Þorleifsson og Gestur Hjörleifsson, stafnar báðir mjög sprungnir, svo að inn sér. Á s- g a r ð u r, eig. Fjóla Guðmunds- dóttir, karsprungið hús svo að rétt lafir uppi. — þetta er skrifað, bæði á Dalvík, f Hrísey og hér, og þá sjálfsagt víðast um fjörðinn. Hér á Akur- eyri varð vart við lítinn kipp í dag (sunnudag) rétt eftir hádegi, snöggan kipp um kl. iy%, og nú, er þetta er skrifað, aðfara- nótt mánudags, kom annar kipp- ur harðsnöggur, kl. 12.59. Að ekkert manntjón hlauzt af má sjálfsagt þakka því, að menn hafa setið að máltíð og börn því verið, inni, én þeir hlutar húsa er féllu, hrundu út, en eigi inn í her- bergin. Mikið hugrekki og snarræði sýndi 11 ára drengur, Gestur Júlí- usson, Jónssonar (ættaður úr Skagafirði), er hljóp inn í fisk- húsið »Valencia«, eign Þorsteins Jónssonar kaupmanns, þá er aðr- ir þustu út, og slökkti eld, er kviknaður var þar inni. Vart við landskjálftann á sjó. Bátur, er var á sjó frá Dalvík, varð landsskjálftans fyrst var á Stórtjón í Hrísey hafa einnig orðið geysimiklar skemmdir. Fer hér á eftir hið helzta úr frásögn Hreins Pálssonar, á sunnudaginn: Kl. 12.45 e. h. á laugardag hófst hér jarðskjálfti og stóð yfir með miklum skakstri á að gizka hálfa mínútu. Tvö stór hús sprungu svo, að eigi eru íbúðarhæf. Reyk- háfar brotnuðu á flestum húsum í eynni. Skemmd eru talin 48 hús, meira eða minna, og eftir mati hreppsnefndar og Sveinbjarnar Jónssonar byggingameistai-a á Akureyri nema þær frá 50 og allt að 12000 krónum á hverju húsi. Kirkjan er öll karsprungin og sit- ur nálega laus á grunni (alveg laus öðrumegin). Peningshús eru meira og minna fallin og skemmd. Fólk flýr í tjöld úr flestum hús- itm. óhugur er mikill í fólki, eink- um konum og börnum. Slæmir kippir komu kl. 2, 4 og 6 aðfara- nótt sunnudags og kárnaði þá um skemmdimar. Og fram að þess- um tíma, kl. 5*4 e. h. á surinudag, hafa kippir fundizt við og við. Tjöld send til Dalvikur og Hriseyjar. Á laugardaginn var þegar brugðið við hér á Akureyri að smala saman tjöldum, og var mik- ið sent um kvöldið til Dalvíkur. Fóru með þau Þorlákur Jónsson, settur í fjarveru bæjarfógeta og Steinn Steinsen bæjarstjóri. Tjaldasendingar héldu áfram á sunnudag, þvi að eðlilega vogar þann hátt, að báturinn hjó, sem tæki hann niðri. Var rétt aðeins stætt á bátnum. Sáu þeir og flóð- öldur myndast og töldu . stefnu þeirra frá Hrólfsskeri á ólafs- fjarðarmúla, eða frá suðaustri til norðvesturs, og skullu á Múlann méð miklu róti. Eigi risu þær sem vonj ulegar öldur, heldur var sem sjórinn hnyklaðist í óreglulegar rastir. Til lands var mikilfenglegt og ógurlegt að líta. Var þar í þykka móðu að sjá til beggja stranda, af moldroki og aurskrið- um, er féllu úr fjöllunum, sam- fara gneistandi grjótflugi. Ber þessu saman við sagnir erlendra fiskimanna, er voru á sjó í fjarð- armynninu, að • því er Hreinn Pálsson hefir skýrt frá, en togar- ar þeir er þar voru á fiski, sáust bráðlega hafa sig til hafs. Annars bar öllum Dalvíkingum, er ég hafði tal af, saman um það, að stefna landsskjálftans hefði verið frá suðvestri til norðaust- urs. Láu og flestar jarðsprungur, er ég sá á Dalvík í þessar áttir. Sama hermir mér Gunnar Jóns- son lögregluþjónn, er var úti staddur hér uppi á brekkunni, er kippurinn reið yfir. En aðrir hér telja stefnuna hafa verið frá suð- austri til norðvesturs. * * * Að áliti skilvisra manna nem- ur tjónið á Dalvík einni ekki minna en 200,000 krónum. í Hrísey. flest fólk ekki að sofa í húsum á Dalvík né í Hrísey, meðan nokk- urs kipps verður vart. Er reynd- ar mikil mildi hve hlýtt hefir ver- ið í veðri síðan á laugardag. Aðrar fregnir. Landsskjálftans hefir orðið vart um allt Norðurland a. m. k. Um frekari skemmdir hefir enn eigi heyrzt, aðrar en þessar: í Reykjadal (eða Aðalreykja- dal) kvað fallið hafa hús á ein- um bæ. Á S k a r ð i í Fnjóska- dalsmynni féll heyhlaða og fjós. Kúm hafði þar verið hleypt út þenna dag i fyrsta sinn og sakaði því eigi. Á Grenivík kvað hafa skemmzt peningshús og mikið í lyfjabúð læknisins Jóhanns J. Kristjánssonar. Stjðrnin bregðnr við. Samskot haíin. Samkvæmt útvarpsfregn á sunnudagskvöld hefir ríkisstjórn- in skipað nefnd til að ráðstafa hjálp til þeirra er verst eru leikn- ir af jarðskjálftanum og athuga hvað gera megi til léttis þeim, er ekki eiga lengur í byggileg hús að venda. Skipa nefndina Bernharð Stefánsson bankastj., Stefán pró- fastur Kristinsson á Völlum og Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari á Akureyri. Eru þeir þegar farnir úteftir, 62. tbl. Frá forstjóra K. E. A., Vil- hjálmi Þór, hefir »Dagur« fengið þær fregnir, að samkvæmt viðtali við menn hér nyrðra er stofnuð fimm manna nefnd í Reykjavík, er í samráði við þriggja manna nefnd hér, seildir allsherjar á- skoi'un til landsmanna allra, að bregða við svo fljótt sem unnt er til samskota handa þeim, er tjón hafa beðið við landsskjálftann. Fimm marna nefndina í Reykja- vík skipa: Ásgeir Ásgeirsson, for- sætisráðherra: Hallgrímur Bene- diktsson stórkaupmaður, formað- ur Verzlunarráðs íslands; Jón Baldvinsson bankastjóri, formað- ur Alþýðusambands Islands; Sig- urður Kristinsson, forstjóri S. í: S. og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Þriggja roanna nefndina hér á Akureyri skipa: Steingrímur Jónsson bæjarfógeti; Steinn Steinsen bæjarstjóri og Vilhjálm- ur Þór, forstjóri K. E. A. Vill »Dagur« taka undir áskor- un þesara manna að landsmenn allir bregðist nú vel og fljótt við, til að létta sem auðið er þeim hörmungum er gengu yfir menn á Dalvík og í Hrísey á þessum sviplegu 80 sekúndum, er lögðu aleigu margra þeirra í rústir. Konungshjónin senda samúðarskéyti. Samkvæmt útvarpsfregn hefir Kristján konungur sent þeim, er tjón hafa beðið, samúðarskeyti í sínu nafni og drottningarinnar. Síðustufregnir Skemmdir víðar. Auk þess, sem hér er að framan tal- ið, hefir í dag heyrzt um skemmdir á HJALTEYRI og frekari skemmdir á GRENIVfK. — Frá Hjalteyri er hermt að Sxborg, hús Kristjáns Pálssonar muni vera mjög illa farið, eða jafnvel eyðilagt til íbúðar. Frá Grenivík herma fregnir, að sláturhús KEA sé mjög mikið skemmt, talið hálfónýtt. — Á Möðruvöllum í Hörgárdal hafa skemmdir orðið á íbúð- arhúsi Eggerts Davíðssonar. Á Skálda• læk, Ölduhrygg, Bakkalcoti, Jarðbrú, Brautarhóli, Hofi og Hofsá í Svarfað- ardal kvað hafa skemmzt meira og minna íbúðar- og peningshús. — KIPPIR ENN. Eftir símtali við Hrísey í morgun hhlda kippir stöðugt áfram þar ytra. Um tvo kippina í nótt hafði munað, sérstaklega um þann, er fannst kl. 5 í / ' , ‘ ‘ morguri. ÁÆTLAÐ ER NÚ AF KUNNUG- USTU MÖNNUM, AÐ TJÓNIÐ I ÞORPUNUM DALVÍK OG HRfSEY EINUM SAMAN MUNI NEMA 3— 400,000 KRÓNUM. ÚTVARPIÐ. Þriðjud. 5. júní: Kl. 20.30 Gunnlaugur Briem verkfræðingur. Útvarp til Marz. Erindi. Kl. 21 Emil Thorodd- sen: Píanóleikur. Síðan grammófón- tónleikar. Danslög. Miðvikud. 6. júní: Kl. 20.30 Þórhalhrr Þorgilsson: Lýðveldi á Spáni, Erindi. Kl. 21 Útvarpstónleikar. Síðan Grammófóntónleikar. Prentsmiðja Odd* Björaasonar, ” Svipað tjón í Dágreoni Dalvíbur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.