Dagur - 07.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 07.06.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jphanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. Jölí. XVII. ár. t Afgreiðsian er hjá JÖNI Þ. ÞOK. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns' fyrir 1. dea. Akureyri 7. júní 1934. • ¦» • •¦» * * » * m -» •¦? •«-•-» «.-»-• «« ».¦• • •-•¦¦• • • • » • • « • • * Landshj álf ti r\n, Kippir halda stöðugt áfram. Meiri skemmdir. Síðan á mánudag, að skýrslan um landskjálftann birtist í »Degi«, hafa kippir stöðugt hald- ið áfram. Nokkrir þeirra hafa gert vart við sig hér á Akureyri, en í Svarfaðardal og í Hrísey hafa þeir verið alltíðir, þótt eng- inn þeirra hafi að styrkleika kom- izt í námunda við fyrsta kippinn. Þó hefir, í verstu kippunum, kárnað allmikið um þær skemmd- ir, er þegar voru orðnar og nýj- ar jafnvel komið í Ijós, ekki sízt á ýmsum bæjum í Svarfaðardal. Eru nú, auk þess sem áður var talið, fallin eða gjörskemmd hús á Grwnd, Hvarfi og Ytra-Holti. Þá hafa og á Litla-Árskógssandi fallið einar þrjár gamlar torfbúð- ir, er búið var í uppi, en veiðar- færi geymd niðri og eru þar tald- ar vegalausar tvær fjölskyldur a. m. k. Hefir það fólk flutt í þing- húsið til bráðabirgða. Á Krossum mun hafa fallið hlaða og e. t. v. einhverjar skemmdir orðið á í- "búðarhúsi. Heldur virðast kippirnir hafa farið rénandi síðasta sólarhring- inn. Þó höfðu tveir komið á Dat- vík í gærkvöldi, um kl. 9, með fimm mínútna millibilL — Orð er á því gerandi hve vel fólk hefir borið sig þar ytra. Þó er auðvitað enn kvíði í allmörg- um, sérstaklega konum og börn- um, og ef til vill eigi sízt í Hrís- ey, sem eðlilegt er sökum stað- hátta. að eigi sé á það minnzt, ef satt er, að sumir hafi ekið bílufn sínum um á milli tjalda, er fólk var til hvíldar gengið. Hefðu þeir þó mátt reyna að gera sér í hugar- lund hversu þægilegt sé fólki, er slíkar skelfingar hafa dunið yfir, að vakna við bílskruðninga, er í fljótu bragði líkjast æði mikið jarðskjálftadunum og titringi. — Er þetta svipuð hugulsemi, eins pg ef menn gengju milli syrgj- enda við jarðarför og spyrðu eft- ir »landa« og öðrum veitingum, eða hefðu þesskonar fyndni á hraðbergi. Væri slíkum ruddum sízt of refsað, þótt þorpsbúar, er fyrir ágangi þeirra yrðu, birtu nöfn þeirra opinberlega. Annars hafa ýmsar tröllasögur gengið undanfarna daga um land- skjálftana og orsakir þeirra. Eru margar þessar sögur settar í sam- band við rannsóknir er þeir Sig- urður Þórarinsson eða Steinþór Sigurðsson hefðu átt að gera á landskjálftasvæðinu. Enn sem komið er hafa þessar rannsóknir gefið mjög lítinn árangur, en Sig- urður Þórarinsson heldur stöðugt rannsóknunum áfram og er æski- legt að sem flestir verði til að svara spurninum þeim, sem birt- ar eru annarsstaðar í blaðinu svo að sem gleggst vitneskja fáist um orsakir og áhrif þessa náttúruvið- burðar, sem hefur valdið svo miklu tjóni. Er óhætt að fullyrða, að allar sögusagnir um spadóma þessara manna, eða annara, um að meiri jarðskjálftar og jafn harðir séu í vændum, hvort sem er þar ytra, eða annarsstaðar, eru eintómur heilaspuni og hafa við engin orð þeirra að styðjast. Er eðlilegur ótti fólks nægilegur, þótt eigi sé hann aukinn með slíkum hviksögum. SÁMSKOTIN. Konungshjónin ríða á vaðið með höfðinglega gjöf. Samskotanefndirnar syðra og nyrðra eru nú teknar til starfa. »Hafa konungshjón íslands og Danmerkur þegar lagt rausnar- legan skerf til samskotanna, kr. 5000.00. í þessu sambandi skal bent á áskorun þá frá samskotanefndun- ,, , Bráðabirgðaskýli reisi Sorglegur strakskapur. VidreisJrnefnd m Fjöldi fólks hefir þessa dagana streymt frá Akureyri til Dalvík- ur til þess að sjá verksummerki, taka myndir, o. s. frv. Er ekkert athugavert við það í sjálfu sér. En sorglegur ómenningarvottur er það, að í þessar ferðir hafa slæðzt nokkrir slæpingjar, sem eigi eru háttvísari en svo, að þeir hafa með margskonar ánagangi og hégómaskrafi ýft tilfinningar margra þorpsbúa, verið að flækj- ast um tjaldstaðina, fara «fram á kaffihitun og veitingar o. s. frv.» skipulagningar. Viðreisnarnefnd sú, er ríkið skipaði, til að meta skaða og skipuleggja flutning fólks í bráða- birgðaskýli, hefir undanfarna daga verið að störfum í Svarfað- ardal og Hrísey. Smiðir og verka- menn eru komnir út eftir, til að reisa skýlin. Mishermt var í síð- asta blaði um skipun nefndarinn- ar. Hana skipa Bernharð Stefáns- son bankastjóri, Pétur Eggerz (Pramh. & 4. síðu). um, er birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Eins og áður var getið eru í samskotanefndinni hér Steingrímur Jónsson bæjarfógeti, Steinn Steinsen bæjarstjóri og Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri. Þeim til aðstoðar verður sóknar- presturinn, séra Friðrik Rafnar. Auðvitað veita allir þessir menn samskotum viðtöku. En Steinn Steinsen bæjarstjóri annast gjald- kei-astörf fyrir samskotanefndina hér á Akureyri og er því e. t. v. brotaminnst að senda samskota- f éð beint til hans. Auk þess. geta menn sent framlög sín til »Dags«, er mun koma þeim til nefndar- innar. J 63. tbl. Nýja-Bíó Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9, Madame Butterf ly. Tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin, leika: Sylvia Sidney og Cai-y Grant. Þetta er kvikmynd, sem segir hina heimsfrægu ástarsögu sak- lausu japönsku stúikunnar Cho- Cho San og ameríska sjóliðsfor- ingjans Pinkerton. Er saga þessi sönn í mörgum aðalatriðum. fiöfundurinn að þessari frægu sögu heitir John L. Lang en David Belasco samdi leikrit upp úr henni og loks gerði ítalska tónskáldið Puccini hina heims- frægu óperu sína eftir sömu sögu. Kvikmyndin er einkum byggð á sjónleik Belasco en í forleiknum og undir myndinni heyrist margt af hinum unaðs- legu tónum óperunnar. Snilldailega getð mynd og íramúr- skarandi vel leikin. Sunnudaginn kl. 5. Glaoi sj Alpýðusýning. Niðursett verð. JARÐARFOR litla drengsins okkar fer fram að MöðruvöII- um næstk. sunnudag kl. 12 á hádegi. Björk í Sölvadal, 7. júní 1934. Friður fónsdóttir. Kdri Guðmundsson. Hér með tilkynnist að konan mín, Margrét Ágústa Guðvarðar- dóttir, andaðist að heimili sínu, Dunhaga í Hörgárdal, 2. þ. m. Jarðarförin er ákveðin 12. þ. m , og hefst með húskveðju á heimilinu kl. 12 á hádegi. Halldór Ágústsson. Hérmeð tilkynnist, að konan mín elskulega Sigurborg ólafs- dóttir, andaðist kl. 6 í morgun. Jarðarförin verður síðar ákveðin. Akureyri 7. júní 1934. Guðbrandur Samúelsson. \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.