Dagur - 09.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 09.06.1934, Blaðsíða 1
*• D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu3. Taisími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár. | Akureyri 9. júní ♦ ♦ »■ OO • • t ♦ • (ht ♦-•-4 1934. 64. tbl. Jarðskjálftinn. Frá því að síðasta blað kom út, hafa engir kippir fundizt hér á Akureyri, né í nágrenni bæjarins. En á Dalvík er enn eigi fullkom- lega rótt; að minnsta kosti herma fréttir þaðan að í fyrrinótt (að- faranótt föstudags) hafi þar fundizt níu eða tíu kippir. En þó mun enginn þeirra hafa verið geigvænlegur. Um aðrar skemmdir hér nær- sveitis en þær, er nefndar hafa verið, hefir eigi frétzt, að því undanteknu, að þinghúsið á Reist- ará hefir orðið fyrir svo miklum skemmdum, að vanséð er hvort nothæft verði framvegís. Utanhéraðstjón hefir eigi orðið annarstaðar en á Brc'iðumýri í Reykjadal, að því er spurzt hefir. Þar hlaut mjög gömul baðstofa það áfall, án þess þó að falla í rúst, að vánséð er hvort í hana verði aftur flutt. Skýrsla. Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari, sem falið hefir verið að annast um athugun á ástandi i- búðarhúsa og annara mannvirkja á jarðskjálftasvæðinu, hefir látið blaðinu 1 té eftirfarandi útdrátt: ÚTDRÁTTUR ÚR SKÝRSLU um ástand íbúðarhúsa í Upsasókn (Dalvík og umhverfi). Torfbæir Steinhús Timburhús *o u S >% w íbúðarhæf Ekki íbúðarhæf || 'O > <S) '3 r Torfbæir 17 6 9 8 55 Steinhús 33 6 11 22 169 Timburhús 24 21 3 23 . Alls 17 33 24 12 41 33 247 Hrafsagilsfunilyrinn. Síðastliðinn fimmtudag boðuðu frambjóðendur í Eyjafjarðar- sýslutil fyrsta framboðsfundar að Hrafnagili. Voru allir frambjóð- endur kjördæmisins mættir nema Pétur E. Stefánsson, sem var for- fallaður. En með umboð hans á fundinum fór Stefán á Varðgjá. Ræðutíma var að sjálfsögðu skift jafnt á milli flokkanna. —- Létu engir 1 Ijósi óánægju sína út af því, nema annar frambjóð- andi kommúnista, sem taldi það réttmætt, að þeir fengju jafn- langan ræðutíma eins og allir hinir flokkarnir til samans! Nokkuð sló í orðaryskingar á fundinum eins og gengur og ger- ist; sérstaklega urðu heiftúðugar t orðasennur á milli frambjóðenda Hér við bætist: 1 Frystihús mikið skemmt og ó- nothæft. 1 Sláturhús mikið skemmt og ónothæft. 1 Samkomuhús mikið skemmt og ónothæft. 1 Skólahús mjög lítið skemmt, og þar að auki mörg geymsluhús og peningshús meira og minna skemmd. i Hrísey eru 53 hús meira og minna skemmd, og 5 steinhús ó- nothæf sem bústaðir, nema með meiriháttar aðgerðum. 12 fjöiskyldur eru húsvilltar eða samtals 64 menn. Á Árskógsströnd og fram í Svarfaðardal verður ástandið at- hfgað í dag, eru þar einnig tölu- verðar skenundir. Akúreyri 7. júní 1934. Sveinbjörn Jónsson. Alþýðuflokksins annarsvegar og kommúnista hinsvegar. Brigzluðu þeir hvorir öðrum um svik við verkalýðinn ’og allskonar klækja- brögð eins og þeirra er venja. — Einkum var Halldór Friðjónsson harðskeyttur í garð kommúnista, en Barði Guðmundsson nokkru stilltari og seig þó á. Voru þessar grófu orðahnippingar fremur ó- frjóar og lítið til uppbyggingar. Frambjóðendur íhaldsins lögðu mikla rækt við að þvo flokk sinn hreinan af öllu samneyti við naz- ista, er nefna sig þjóðernissinna. Fjarriöllum sanni sögðu þeir það, að íhaldið stefndi í flokkseinræð- isátt. Það hefðu íhaldsmenn sýnt með baráttu sinni í »réttlætismál- inu«. Ekki gátu þeir um þ'að, er íhaldsmenn ætluðu með brögðum að enda réttlætisstríð sitt með því að stela uppbótarþingsætum Jarðarför föður okkar, Kristjáns Halldórssonar, Litlu-Tjörn- um, er andaðist 3. þ. m., fer fram að Hálsi í Fnjóskadal laugar- daginn 16. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 12 á hádegi. Líney, Kristín, Dóróthea, Kristbjörg, Gerða Kristjdnsdœtur, frá jafnaðarmönnum. Nokkur af áhugamálum Framsóknarflokks- ins tóku frambjóðendum íhaldsins að sér og hömpuðu þeim eins og sínum málum. Er slíkt málahnupl ekki ný bóla meðal íhaldsmanna. Einn fundarmaður hafði orð á því, að ekki væri annað sýnna, en að Garðar Þorsteinsson væri að snúast til fylgis við stefnu Fram- sóknarmanna. Garðar bað þá þenna fundarmann að kjósa sig málefnisins vegna. Ekki kvaðst kjósandinn þora að eiga undir því, þar sem hann óttaðist, að þó G. Þ. talaði fagurlega hér frammi fyrir eyfirzkum kjósend- um, þá myndi hann lenda í brjóst- vasa Magnúsar prestakennara þegar suður kæmi, en ekki dytti sér í hug, að slíkur höfðingi léti sér lynda að fara í rassvasa Magnúsar. Varð af þessu hlátur nokkur. Stefán í Fagraskógi flutti framboðsræðu eins og hinir aðrir frambjóðendur. Hafði hann hana skrifaða og las hana upp af blöð- unum. Fyrst las Stefán upp bréf þau, er farið höfðu milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins um grundvöll fyrir stjórnar- myndun, semfyrir löngu eru kunn orðin; þá las hann upp stefnu- skrá »bændavinanna« og loks starfskrá þeirra, en við hana lauk hann ekki vegna tímaskorts. ‘ Frambjóðendur Framsóknar- flokksins deildu fast á íhalds- stefnuna og sundrungartilraunir klofningsmanna flokksins. Sýndu þeir fram á landsmálablekkingar íhaldsins, hættu þá, er lýðræðinu stafaði af sambandi þeirra við nazista, sem formaður íhalds- flokksins nefnir »mennina með hreinu hugsanirnar«, og fjár- reiðuófarnaðinn, sem fylgir ráðs- mennsku íhaldsmanna. Auk frambjóðendanna tóku til máls: Stefán á Munkaþverá, Helgi Eiríksson, Bergsteinn á Leifsstöðum, Jón í Fífilgerði og Stefán á Varðgjá, sem talaði í umboði Péturs Eggerz, eins og áður er sagt. — Utankjördæma- mönnum var ekki leyft málfrelsi á fundinum. Einn ræðumanna. Bergsteinn á Leifsstöðum, notaði sér það, og réðist á ritstj. Dags, sem staddur var á fundinum, með fruntalegu orðbragði. Molar frá Hrafnagilsfundinum. Bón G. Þ. Á fundinum á Hrafnagili bað Garðar Þorsteinsson kjósendur að gera eitt fyrir sig. Hann bað þá að gleyma því, að Kaupfélag Ey- firðinga væri til, þegar þeir gengju að kosningaborðinu 24. júní. Sýnilega ætlast G. Þ. til, að kjósendur muni ekki eftir neinu öðru en Sjálfstæðisflokknum þá stundina. Bónin er eðlileg frá »sjálfstæðismanninum«. Ef hægt væri að fá samvinnumenn til þess að gleyma samvinnumálunum 24. júní, þá yrði hægra áframhaldið fyrir »sjálfstæðinu«. Eru pað skammir? Á#sama fundi vék Stefán í Fagraskógi nokkrum orðum að Degi og leit um leið hvössum aug- um á ritstjóra blaðsins. Kvað hann blaðið fyrst hafa talað fremur hlýlega um frambjóðend- ur Bændaflokksins í Eyjafirði, en nú væri farið að kveða við annan tón. Nú kallaði blaðið sig lögfræðing, Pétur Eggerz um- boðssala og þá báða frambjóðend- ur Bergsteins Kolbeinssonar. — Auðheyrt var, að Stefáni fundust þetta ljótu skammirnar. En Degi , er spurn: Er það nokkur svívirð- ing, að Stefán í Fagraskógi er lögfræðingur, eða Pétur Eggerz umboðssali? Með því að tala um frambjóðendur Bergsteins var auðvitað ekki átt við annað en það, að Bergsteinn væri einlægur fylgismaður þeirra Stefáns og Péturs og styddi kosningu þeirra eftir mætti. Allir í kjördæminu vita, að þetta gerir Bergsteinn. Eru það nokkrar skammir, að geta um þetta opinberlega? Sýni- lega lítur Stefán í Fagraskógi svo á. En þá verður spurningin: Eru )

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.