Dagur - 12.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 12.06.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. -•-•-? • • » é m » • » ? '>>>¦« » » •¦-* Afgreíðslan er hjá JONI Þ. ÞÖK. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.dea. XVII. ar. Akureyri 12. júní Í934. 65. tbl. •--•-• m- »-¦ Stúdentspróf i við Mermtaskólann lauk í gær og með því vorprófunum. Fara hér á eftir nöfn og einkunnir þeirra 17 stúdenta, er nú luku prófi: Aðal- Eink. eink. 1. Baldur Eiríksson, ísaf. II. 5.91 2. Bragi Eiríksson, Isaf. I. 6.38 3. Erlendur Björnss., Húnav. I G.84 4. Friðrik Möller, Ak. I 6.96 5. Gunnar Pálsson, Eyjaf. I. 6.31 6. Jakob V. Havsteen, S.-þ. II. 4.94 7. Jóhann H. Havsteen, S.-Þ. I. 6.86 8. Jón Jónsson, Dalas. I. 6.36 9. Karl Strand, S.-Þ. II. 5.12 Í0. Kristinn Júlíusson, S.-M. I. 6.58 11. Kristján Jónass., Skagaf. I. 6.55 12. 6\: Kristmundss., Strds. I. 6.60 13. Ólafur Sigurðsson, Ak. I. 7.10 14. óskar Magnússon, Húnav. I. 6.49 15. Kagnar Jóhanness., Dalas. I. 6.43 16. Stefán Bjarnason, S.-Þ. I. 6.24 17. William Th. Möller, Siglf. I. 6.21 Undir öll próf í skólanum gengu um 250 nemendur. Voru 22 teknir í 1. bekk, 35 í 2. bekk; 41 í 3. bekk, um gagnfræðinga er áður getið, 19 úr máladeild, en 7 úr stærðfræðideild flutt- ust í 5. bekk, 20 í 6. bekk. Þrír nemendur hlutu ágætiseinkunn við prófið, en til hennar þarf 7.50 í aðaleinkunn. Sigwröur Áskelsson, Ak- ureyri, í 2. bekk hlaut 7.56, Rannveig Kristjánsdóttir frá Dagverðareyri í 2. bekk hlaut 7.56 og Ingvar Brynjólfsson frá Stokkahlöðum í 4. bekk hlaut 7.61. Er það hæsta einkunn er nokkru sinni hefir verið tekin við Menntaskóla Ak- ureyrar. Innlendar fréttir. Landskjálftinn. Þótt mjög séu kippir í rénun, hafa þeir þó stöðugt átt sér stað á Dalvík'og í Svarfaðardal und- anfarna daga. »Dagur« hafði í gær tal af Stefáni Jónssyni í Brimnesi, er einnig hefir verið skipaður í viðreisnarnefndina og kvað hann þrjá til fjóra kippi hafa fundizt á fimmta tíma mánudagsmorguns, en allir hefðu þeir litlir verið. Þó hefir enn dá- lítið kárnað um skemmdir á ein- staka sveitabæjum við kippi síð- ustu daga, sérstaklega þar sem klaki hefir verið í veggjum. Er þar sem þíðu lögin gefi sig frá frosnum. — Fólk kvað hann flest komið undir þak; þótt sumt svæf i enn í tjöldum, hafði það matseld inni. Um tólf bráðabirgðaskýli kvað hann fullgerð. — Gras rennur nú upp þar nyrðra, en afli er tregur. Hafa togarar undanfarið verið nærgöngulli en nokkru sinni áður, svo að nú má brúað heita frá Skagagrunni til Rauðanúps. * * * Þessi kosningafregn frá Húsa- vík er sérsaklega athyglisverð fyrir hreinhjartað íhald víðsveg- ar um land, í sambandi við fregn- irnar frá Húsavík í »ísafold« og »Vísi«, sem með venjulegu hirð- siðaorðbragði íhaldsins um Jónas Jónsson, eru einmitt þessa dagana að sýna lesendum sýnum fram á, hve gjörrúinn fylgi hann og Framsóknarflokkurinn sé á Húsa- vík. Frá Húsavik. símar fréttaritari »Dags« í gær, að þar hafi farið fram kosning 4 manna af 7 í hreppsnefnd. Fjórir listar komu fram: AlþýðufL, Framsóknarfl., Kommúnistafl. og Sjálfstæðisfl. — Kosningin fór svo að Framsókn kom að tveim- ur: Benedikt Björnssyni skóla- stjóra og Steingrími Hallgríms- syni verzl.m., Sjálfstæðisfl. ein- um, Páli Kristjánssyni kaupm. og Kommúnistafl. einum, • Kristjáni Júlíussyni. Stjórnmálafundir. Fyrsti fundur þeirra þriggja, er Hermann Jónasson lögreglu- stjóri skoraði á Magnús Guðm. dómsmálaráðherra að sækja með sér, til þess að ræða dómsmála- gæzluna í landinu, hófst á Hofs- ós á sunnudaginn kl. 16. Fundur- inn var afar fjölmennur, að því er útvarpsfregn hermir. Á Þórshöfn á Langanesi var fyrsti sameiginlegur frámboðs- fundur haldinn á laugardaginn var og töluðu þar fulltrúar allra fimm flokka. Fundinn sátu á 3. hundrað manna og stóð hann nær 11 stundir. Á Blönduósi var framboðsfund- Erlendar fréttir. ií' Togo látinn. Að því er síðustu fregnir herma, er nýlátinn í Japan TogG flotaforingi, er einna frægastur var allra sinna stéttarbræðra, samtíða. Fyrsta orðstír gat hann sér í ófriðnum við Kínverja 1894—95. En heimsfrægur varð hann í ó- friðnum við Rússa, 1904—05. Var hann þá tekinn við stjórn flotans. Hóf hann frægðargöngu sína á því að loka Kyrrahafsflotann rússneska inni í höfn Port Ar- thur þegar í upphafi ófriðarins, í febrúar 1904, svo að Japanar gátu í makindum flutt um 200.- 000 hermenn til Koreu, sem þeir neyddu til sambands við sig. Til þess að frelsa Kyrrahafsflotann og Port Arthur lagði Eystrasalts- flotinn rússnesi frá Libau í miðj- um október 1904. En Port Arthur varð að gefast upp 2. janúar 1905. í Tsusjima-sundinu milli Japan og Koreu sat Togo fyrir Rosjdestvenskij, flotaforingja Rússa, og bar fundum þeirra saman 27. maí 1905. Orustan stóð rúmlega sólarhring og gjörsigr- aði Togo svo Rússa, að af 30 skipum, er þeir höfðu, komust aðeins 3 undan til Vladivostok. — Þetta var úrslitaorusta ófriðar- ur' haldinn á laugardaginn. Var hann fjölmennur, þótt engir utan- héraðsmenn væru þar k'omnir og stóð yfir 11 stundir. Eldsvoðar á AkureyrL Á laugardaginn var, um kl. 17.30, varð elds vart á efstu hæð i húsi Sigurjóns Sumarliðasonar í Munkaþverárstræti, hjá Halldóri Halldórssyni, byggingafulltrúa, er þar býr. Hafði kviknað frá strok- járni, gleymzt að taka af straum- inn, en enginn heima, er eldurinn kom upp. Tókst brunaliðinu brátt að sigrast á eldinum, en þá voru nokkuð brunnir innviðir í eldhúsi. Um kl. 21 sama kvöld, var slökkviliðið kallað á vettvang niðri á »uppfyllingu, þar sem kviknað hafði í heyi, er K. E. A. átti, sennilegra af ógætilegri með- ferð elds einhverra aðvífandi. — Tókst brunaliðinu einnig að slökkva þar fljótlega, en um 40 ins. Að henni lokinni áttu Rússar þann kost eirían að biðjast frið- ar. — Togo flotaforingi hefir ver- ið orðinn maður háaldraður. Samskotin til handa fólki á jarð- skjálftasvæðinu streyma nú víst sem óðast til nefndarinnar. Olíuverzlun ts- lands og Shell hafa gefið 1000 krónur hvort. Sömuleiðis hefir íslandsdeild vá- tryggingarfélagsins »Andvakaœ sam- þykkt að gefa 1000 kr. í samskota- sjóðinn. Knattspyrnúmótið, sem háð vár hér á sunnudaginn fór þannig, að jafntefli varð á milli III. fl. Þór og K. A. með 2 málum, en II. fl. Þór vann K. A„ með 3:1. — Úrslitakappleikur milli III. fl. Þór og K. A. verður háður í kvöld kl. 8 úti á Þórsvellinum. — Aðg. 25 au. Guðsþjónustur í Grundarþingapresta- kalli: Saurbæ, sunnudaginn 17. júnf n. k., kl. 12 á hádegi. Menntaskólanum á Akweyri verður slitið kl. 2 í dag. Mágkona mín, Ásthildur Rafn- ar, andaðist í Reykjavík í dag. F. h. aðstandenda Akureyri 11. júní 1934 Friðrik /. Rafnar. hestar heys munu þó nær eyði- lagðir af eldi, reyk og vatni. Fornritafélagið hefir nú sent á markaðinn aðra bók fornritaútgáfunnar, 2.. hefti, Laxdælu. Hefir dr. Éinar ólafur Sveinsson séð um útgáfuna. Fylg- ir henni rækilegur formáli um 100 bls., en bókin er 20 arkir. — Fylgja henni tvö landabréf, ágæt- lega glögg, annað yfir Bitru, en hitt yfir Sælingsdal og Svínadal. Auk þess fylgir henni fjöldi mynda, auk neðanmálsskýringar þeirra orða, sem helzt má ætla að nútímamenn strandi á, eins og gert er í Eglu. Jóhann Þ. Jósefsson frá Vest- mannaeyjum, er nýkominn heim frá Þýzkalandi, en þar hefir hann dvalið um hríð í viðskiftaerind- um. Hefir hann þar fengið vil- yrði fyrir sölu allt að 1500 ís- lenzkra hesta í sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.