Dagur - 16.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 16.06.1934, Blaðsíða 1
D AGU R kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Aígresðsían er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII Akureyri 16. júní 1934. 67. tbl. Fundir í Skagafirði. Eins og áður hefir verið frá skýrt í þessu blaði, boðaði Her- mann Jónasson lögreglustjóri til funda í Skagafirði, til þess að ræða um dómsmálastjórn, og jafnframt skoraði hann á Magnús Guðmundsson að mæta á þessum fundum og ræða við sig um þessi mál. M. G. varð við áskoruninni. Fundirnir voru haldnir 10., 11. og 12. þ. m., sá fyrsti á Hofsós, ann- ar á Sauðárkrók og sá þriðji og síðasti við Steinstaðalaug. Dagur hefir fengið sérstakar fregnir af Sauðárkróksfundinum. Þar munu hafa mætt um 300 manns, en allir voru fundirnir mjög vel sóttir. Fýsti menn mjög að heyra þá eigast við um þessi mál, þá H. J. og M. G. Fyrir- komulag á fundunum var þannig, að þessir tveir menn áttu að leiða saman hesta sína, en aðrir að vera áheyíendur. Báðir höfðu þeir H. J. og M. G. jafnan ræðutíma eins og sjálfsagt var. Hermann hóf umræðurnar, en Magnús svaraði eftir þvi sem hann var maður til. En svo fóru leikar á Sauðárkróksfundinúm, að Magn. Guðm. notaði aðeins nokkurn hluta af þeim ræðutíma, er hon- um bar, til andsvara. Hermann ræddi meðal annars um íslands- bankamálið, Behrensmálið, mál Björns Gíslasonar og hið svo- nefnda »æðarkollumál« og sýndi fram á hið afskaplega réttarfar í stjórnartíð núverandi dómsmála- ráðherra. Magn. Guðm. reyndi að »pexa« fyrst i stað, en smádró af honum eftir því sem á leið og að síðustu gafst hann alveg upp. Er almennt litið svo á í Skagafirði, að M. G. hafi farið hina mestu hrakför á þessurn fundum. Kom það meöal annars í ljós á þann hátt, að fylgismenn M. Guðm. i Skagafirði, íhaldsmennirnir, gátu ekki setið rólegir undir ádeiluræð- um Hermanns Jónassonar, báðu ákaft um orðið, eða gripu fram í ræður hans. Einkum gerði einn fundarmanna á Sauðárkróksfund- inum, guðsmaðurinn Amór prest- ur í Hvammi, mikið að því. Hróp- aði hann margsinnis upp hin smekklegu orð: »lyg'i, lygi«, og þótti fundarmönnum þa£ miður prestslegt orðbragð. Sauðárkróks- fundinum lauk með því, að Sig- urður Björnsson, mágur Magn. Guðm., rauk upp og hellti ókvæð- isorðum yfir Hermann Jónasson fyrir það, að hann hafði flett of- an af dómsmálastjprn Magnúsar Guðmundssonar, og tók sér á þann hátt Bessaleyfi fram yfir aðra fundarmenn. Eftir að Sauðárkróksfundinum sleit, höfðu íhaldsmenn smáklíku- fundi og voru hinir súrustu í skapi út af yfirburðum Hermanns og hrakför Magn. Guðm. Höfðu kaupmenn á Sauðárkróki og fleiri flokksmenn M. G. orð á því, að það 'hefði verið mikill asnaskap- ur af honum að láta narra sig út í þessi fundahöld, þar sem hann hefði ekki staðið sig betur en raun varð á, og voru þeir vansælir út af hrakförum M. G. Hafði þá einn úr þeim hóp haft það á orði, aö illa hefði setið á M. G. að þora ekki að mæta, því auðvitað hefði það verið lagt hon- um út til hinnar mestu minnk- unnar. Þá gall við einn illræmd- asti íhaldsmaður í kjördæminu: Hann þurfti ekkert að mæta, hann hefði getað látizt vera veik- ur!! Móti ihaldinu. Kunnugir menn fullyrða að ekki komi til nokKurra mála að Einar Olgeirsson geti orðið þingmaður Akureyrar í þetta skipti. Hann hafi að minnsta kosti 250 atkv. færra en ísberg. Og er það að vonum, eftir öll fíflalæti komm- únista hér í vor. Er þar með al- veg vonlaust að kommúnistar komi að nokkrum manni í kjör- dæmi eða fái nokkurt uppbótar- sæti. öll þau atkvæði, sem þeim eru greidd verða því gersamlega ónýt. Nema að því leyti, að þau hjálpa íhaldinu óbeinlínis, þar sem þau eru tekin frá hinum um- bótaflokkunum í landinu. Talið er því sennilegt að all- margt frjálslyndra manna hér í bænum, sem hafa greitt E. O. at- kvæði, muni ekki kasta þeim þannig á glæ í þetta skipti. Því valda hin nýju kosningalög. Þeir munu greiða umbótaflokkunum atkvæði, til þess að styðja þá í baráttunni við íhaldið. Nú er Framsóknarflokkurinn aðalvígi þeirra manna, sem ekki vilja að íhaldið stjórni landinu. Hann sigraði það 1927, og síðan hefir íhaldinu ekki tekizt að ná meirihluta á alþingi. Baráttan stendur um það, hvort landinu á að stjórna til hagsbóta fyrir al- menning. Hún stendur um þhð, hvort stefna Hermanns Jónasson- ar í lögreglumálum, eða stefna Magnúsar Guðmundssonar, á að ráða. Fáein atkvæði hér á Akur- eyri geta ráðið því, hver fær úr- slitavaldið á Alþingi. Það getur allt oltið á því, hvort íhaldið fær síðasta uppbótarsætið eða ekki. Því eins og menn vita, er ekki víst hve mörg uppbótarsætin verða. Það fer eftir hlutfallstölum flokkanna. Vegna þessarar aðstöðu gera allir frjálslyndir menn hér ,á Ak- ureyri hyggilegast með því að kjósa frambjóðanda Framsóknar- flokksins. A. Sjáliliiöf a SlfiinÉíii. f kosningastyrjöldinni, sem háð er þessa dagana um allt land, hafa rifjast upp tveir merkilegir atburðir í stjórnmálasögu Stranda- sýslu. Tveir fyrrverandi þing- menn þess kjördæmis hafa verið felldir í næstu kosningum eftir að þeir hafa orðið sjálfkjörnir í sýsl- unni. Margar og að vísu nokkuð sundurleitar fregnir berast af við- ureigninni í Strandasýslu. Póli- tískum skylmingum milli fram- bjóðenda í kjördæmum landsins er nú veitt meiri athygli en nokkru sinni fyrr, en þó hvergi meiri en í Strandasýslu. — Nú berast þær fregnir um allt land, að Tryggvi Þórhallsson ei^i mjög í vök að verjast fyrir sókn ein- hvers hins heilsteyptasta og ötul- asta áhugamanns í liði Fram- sóknarmanna. — Þetta er ekki torskilið. — Tryggvi Þórhallsson átti, meðan hann var í Framsókn- arflokknum, nálega hvers manns aðdáun á Ströndum, jafnvel þó ekki fylgdu honum allir á kjör- degi. Ræðumennska hans og framkoma þótti hvarvetna stór- um afburðamikil. Nú berast af Ströndum skjótar og háværar fregnir um allt land og ber það einkum til, að mjög þykir þrugðið til ólíkinda um kappann Tryggva Þórhallsson. Hann hefir, jafnvel í stjórnar- sessi, ávallt haft sóknarstöðu í stjórnmálum, þangað til hann tók að semja frið við íhaldið eftir þingrofið 1931. Síðan hefir hann hrökklazt undan brekkunni og nú forstjóri verzlunarinnar París hér í bæ, andaðist í gærkvöldi. Hann hefir að undanförnu legið rúmfastur vegna meiðsla í fæti. Er talið að hjartabilun hafi orðið orsöð í dauða hans.. Þórsteinn sál. var ekki þrítug- ur að aldri. er svo komið, að hann hefir orðið að búast til varnar á Ströndum og hefir sú vörn orðið honum því örðugri, sem lengur hafa verið þreytt orðaskipti milli frambjóð- endanna í kjördæminu. Mann- spilling íhaldsaflanna, . sem Tr. Þórhallson hefir verið ofurseldur síðustu árin, hefir komið glöggt fram í veikleika hans að verja málstað sinn í kjördæminu. Eftir því sem fundir urðu fleiri, varð það auðsærra að hann var þrot- inn að fylgi. Norðantil í kjör- dæminu er mælt að hann hafi haft nokkurt persónulegt fylgi á fundunum, en að það hafi farið þverrandi eftir því sem sunnar dró í sýsluna. Á Borðeyri flutti Tryggvi Þórhallsson 1 y% klst. ræðu með sínum fyrri og alkunna ræðumannsbrag. Vildi hann þar freista að rétta við hnignandi fylgi. —r Tveir kjósendur af á þriðja hundrað viðstaddra klöpp- uðu honum lof í lófa. En fyrir sóknarræðu Hermanns Jónasson- ar klappaði þorri fundarmanna. Eftir það hélt Tryggvi Þórhalls- son suður til Reykjavíkur og var þó áður mælt, að líann hefði ætl- að sér að taka þátt í fundahöldum í Húnavatnssýslu. Bændaflokksmenn í kjördæm- um landsins hafa orðið nokkuð toginleitir við þessi tíðindi af Ströndum. Oftrúin á það að mað- urinn skapaði málstað, betri en hann er, hefir brugðizt. Svik Tryggva Þorhallssonar við þann flokk, sem hann hefir starfað fyr- ir og sem hefir lyft honum sjálf- um til æðstu metorða, hafa skap- að honum mjög óvirðulega varn- arstöðu í hans eigin kjördæmi. Má þar, og er ekki óviðeigandi að nota um Tryggva Þórhallsson þau orð, sem Þórður Sturluson mælti við Sighvat bróður sinn, að »þar hafi mest eftir sig orðið«, þvílíkur sem ofsi hans hafi verið,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.