Dagur - 19.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 19.06.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, f immtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkerií Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðsían er hjá JONI Þ. ÞOR. Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 19. júní 1934. 68. tbl. Hroðalegur áfellisdómur hæstaréttar uííi Garðar Þorsteinsson. »Dagur« sagði um daginn frá dómi hæstaréttar í máli Einars M. Einarssonar skipstjóra, er Garðari Þorsteinssyni hrm. var fengið til d'óms í undirrétti, eftir að ' Magnús Guðmundsson hafði tekið það úr þremur stöðum, fyrst frá lögreglustjóra, síðan frá lögmanni og síðast frá sjódómi Reykjavíkur. Einsdæmi munu það vera í réttarfarssögunni, að hæstiréttur dæmi undirréttardóm í opinberu máli svo ómerkan og vísi málinu heim í hérað til rannsóknar og dóms að nýju. Eftir að hæstiréttur hefir gert grein fyrir því, hver handaskol hafi hjá Garðari Þorsteinssyni orðið, við meðferöina á ýmsum atriðum í þrem skýrslum Einars skipstjóra, kemst hann svo að orði: »Eftir skipunarbréfi sínu, sem ekki sést að breyting hafi veriö d gerð, hefði héraðs'dómarinn átt að ganga rækilega með ákærða gegn uwc allar skýrslur hans og veita honum kost á að skýra og rétt- læta eftir f'óngum það, er sú at- hnigun kynni að hafa leitt % Ijós vm skýrslugerðina, og leggja sið- an dóm á um þessi atriöi. Héraösdómarínn helir, prðtt fyrir ákvæöi skipunarbréfs síns pvi látiö hja liða að rannsaka nægilega og dæma um pau at- riúi f sambandi töku ofannefnds togara, er sekt eða sýkna hins ákærða virðist að miklu leyíi vera nndir koniin." Það þykir því ekki fært að byggja.dóm á því í hæstarétti að svo stöddu og þykir því ekki verða hjá því komizt að ómerkja meðferð málsins fyrir aukarétt- inum og hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til rann- sóknar um atriði þau, er að fram- an getur, og um öll þau atriði önnur í þessu sambandi og er ný rannsókn kann að gefa tilefni til.........« * Auðkennt hér. Halldór Stefánsson, » forstjóri Brunabótafélags Islands, sakaður um óheiðarlegar fjárreiður. »Alþýðublaðið« i Reykjavík flytur 9. þ. m. ílangri grein mjög þungar ásakanir í garð Halldórs Stefánssonar forstjóra Bruna- bótafélags íslands, um óheiðarleg- ar fjárreiður. Fullyrðir blaðið að forstjórinn og bróðir hans, Björn R' Stefánsson, hafi staðið í nánu viðskiptasam- bandi við hinn nafnkunna óreiðu- mann Björn Gíslason, og jafnvel haft hann í sinni þjónustu til fjáröflunar. Eitt af gögnum blaðsins er bréf frá alkunnum braskara í Reykjavík, Guðmundi Þorkels- syni, til Björns Gíslasonar. — Kvartar Guðmundur um, að Brunabótafélagi Islands hafi ver- ið selt veðskuldarbréf að upphæð 10.000 kr., en ekki fengizt út- borgaðar nema 7.800 kr. Eru í bréfinu tvímælalausar aðdróttan- Ir Í garð þeirra bræðra, Halldórs og Björns, um sviksamlega fjár- öflun fyrir milligöngu Björns Gíslasonar. Þá getur biaðið þeös, að H. S, hafi verið kærður fyrir lögreglu- stjóra fyrir þessar athafnir, en forstjórinn hafi fengið kæranda til að taka aftur kæruna. Síðan leiðréttir blaðið þetta og telur að þetta eigi við Björn Gíslason. Þá eru talin allmörg dæmi þess, að Halldór Stefánsson hafi lánað nánustu skyldmennum sínum miklar fúlgur úr Brunabótafélagi ' Islands gegn lélegum og varhuga- verðum tryggingum, og veitt Birni bróður sínum gjaldkera- stöðu við félagið, eftir að honum hefði veríð vikið úr starfi ann- arstaðar fyrir óreiðu, og síðan ráðið hann í aðra'stöðu hjá fé- laginu, eftir aö orðið hefði að ¦ víkja honum frá gjaldkera- stöðunni fyrir 5000 kr. sjóðþurrð, árið 1930. Eru ásakanir þessar svo þung- ar, auk þess að vera settar fram í aðalmálgagni Öflugs stjórnmála- flokks, að eigi getur annað talizt hugsanlegt, en að rannsdkn verði hið bráðasta látin fram fara á fjárreiðum Brunabótafélagsins, Ættingjum og vinum tilkynnist að verzlunarst/óri PÓRSTEINN SIGVALDASON, andaðist að heimili sínu föstudaginn 15. júní. Hann verður jarðsunginn laugardaginn 23. júni og hefst at- höfnin með húskveðju frd heimili okkar, kl, 1 e. h. Sigvaldi E. S. Þorsteinsson. Sigvaldi E. S. Sigvaldason. Lundfrtður Jóhannsdóttir. Framboðsfundir í Suður-Þingeyjarsýslu. Frambjóðendur stjórnmála- flokkanna í Suður-Þingeyjarsýslu héldu fund á Sv'albarðseyri mið- vikudaginn 14. júní, í samkomu- húsi hreppsins. Voru öll þing- mannsefnin ínætt, nema Jónas Jónsson, en í hans umboði mætti Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ræðutíma frambjóðenda var skipt þannig, að í fyrstu umferð hafði hver 30 mín. ræðutíma, síð- an 15 mínútur, en þar á eftir var orðið gefið laust,, þeim kjosend- um, er. taka vildu til máls. Að síðustu hafði hver frambjóðandi 10 mín. ræðutíma. Fyrstur tók til máls frambj. Alþýðuflokksins, Sigurjón Frið- jónsson, og skýrði hann nokkuð frá stefnu flokksins, og þeim höf- uðmálum, sem hann berðist fyrir, svo sem ríkisrekstri á ýmsum fyr- irtækjum, slysa-, elli- og atvinnu- leysistryggingum og lækkun vaxta, sem sérstök ástæða væri til áð vinna bót á. Einnig minntist hann á frumv. jafnaðarmanna, um fjárlagadóm og fleira. Næstur tók frambjóðandi Bændaflokksins, Hallgr. Þor- bergsson til máls. Fór hann mjög - óljósum orðum um skilnað Tr. Þórhallssonar, við Framsóknar- flokkinn og ástæðuna til stofnun- ar Bændaflokksins. Fannst hon- um Framsóknarflokkurinn hafa hugsað svo lítið um bændurna og sveitirnar, vegna samvinnunnar við Alþýðuflokkinn, að við svo, búið mætti ekki standa, og hefði því orðið að stofna nýjan flokk. Nú vildi Bændaflokkurinn yfir- leitt vinna sveitunum allt hugsan- legt gagn (ekki svo slæm hug- mynd á bak við klofninginn!). En þegar frambjóðandanum var bent á, að Bændaflokkurinn hefði'ekk- ert á stefnuskrá sinni bændum til gagns, sem Framsókn hefði ekki ætíð haft, varð honum svarafátt, Yfirleitt var ræða hans oskaplega dauf, og bragðlítil. Sigfús Halldórs frá Höfnum talaði fyrir hönd frambj." Fram- sóknarfl., Jónasar Jónssonar, er ekki gat mætt. Tók hann sem texta hina þjóðfrægu íhaldslýs- ingu Jóns Þorlákssonar og gerði síðan rækilegan samanburð, á stefnumun Framsóknar- og »Sjálfstæðis«-manna, samvinnu- og íhaldsmanna, og á búskap sam- vinnustarfseminnar og íhaldsú^ gerðarinnar undanfarna áratugi, svo ójafnt sem þeir hefðu þó staðið að vígi um markaðsskilyrði afurða sinna,' er viðreisn ísl. at- vinnuvega hófst í alvöru. Síðan minntist hann á ýms stórmál, sem . Framsóknarflokkurinn hefði haft á stefnuskrá sinni, svo sem við- reisnarmál sveitanna, samgöngu- málin, dómsmálin, o. fl. o. fl. — Bar ræða hans af ræðum allra hinna frambjóðendanna, bæði hvað rök og málaflutning snerti, því enginn flytur mál sitt snjallar en Sigfús Halldórs frá Höfnum. Gazt fundarmönnum prýðilega að þessum fulltrúa • Framsóknarflokksins, sem og von var. Þá talaði frambjóðandi komm- únista, Aðalbjörn Pétursson. Lýsti hann því strax yfir, að Kommúnistaflokkurinn væri á- kveðinn stéttaflokkur. Var ræðá hans flutt af miklum hávaða og handafumi, en mun ekki hafa haft djúp áhrif á kjósendur. Var það eftirtektarvert, að langmestur ræðutími hans fór í skammir um Framsókn. Var auð- séð að við hina flokkana var hann ekki hræddur, heldur við þann, sem flestar framkvæmdirnar liggja eftir. Síðastur tók frambj. Sjálfstæð- isflokksins, Kári Sigurjónsson, til (Framli. á 4. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.