Dagur - 19.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 19.06.1934, Blaðsíða 2
190 DAjGHR 68. tbl. Verk íhaldsins tala. fhaldsmenn krefjast þess, að fá völdin í sínar hendur og þar með forystuna um fjárhagsmál þjóð- arinnar. Er það hyggilegt að verða við þessari kröfu íhaldsins? Hvað segir reynsla liðins tíma? Á hvern hátt tala verk íhaldsins? Á árunum 1917 til 1921 ráð- stafa . fjármálaráðherrarnir í ráðuneyti Jóns Magnússonar 50 miljónum króna af fé ríkissjóðs utan við fjárlög. Þá voru fjár- málaráðherrar íhaldsins Björn Kristjánsson, Sigurður Eggerz og Magnús Guðmundsson. Á árunum 1924 til 1927 voru umframgreiðslur utan fjárlaga um 9 milj. kr. Á þessu tímabili voru þó framkvæmdir næsta litl- ar, borið saman við tímabilið 1928 til 1981, þegar Frainsóknar- menn fóru með völdin. Þannig tala þá verk íhaldsins í landsreikningunum. íhaldsmenn hafa á samvizkunni hinar mestu umframeyðslur utan fjárlaga. Á tímabilinu 1917 til 1927 hækkuðu íhaldsmenn ríkisskuld- irnar úr 2 milj. upp í 28 miljónir kr. Af þessari hækkun var helm- ingurinn, eða 13 milj. hreinar eyðsluskuldir, en 13 miljónir voru lagðar til banka og lánsstofnana. Á timabili Framsóknarstjórnar- innar árin 1927—31 hækkuðu ríkisskuldirnar um 11.4 milj. kr. Af því voru rúmlega 8 milj lagð- ar í veltufé almenningi til handa í bönkunum, en rúmlega 3 milj- ónir voru lagöar í símstöðina, síldarbræðsluna á Siglufirði og útvarpsstöðina. Munurinn á lán- "tökum Framsóknarmanna og í- haldsleiðtoganna er því sá,að fyr- nefnda lánið gekk til atvinnuveg- anna gegnum bankana og í þrjár nytsamar almennar stofnanir, en 13 miljónir af láni íhaldsins fóru í eyðslu hjá ríkinu og íslands- banka, svo að engin merki sáust eftir, auk þess sem mikill hluti af þeim 7 milj., sem veðdeildin fékk, fór í óhæfilega dýr hús, einkum í Reykjavík. Þannig tala verk íhaldsins. Það hefir stofnað til ríkisskuldanna og langmestra eyðsluskulda. Þegar íhaldið lét af stjórn 1927, var vaxtabyrði ríkissjóðs 60 0 þús. kr. Síðan bættust við vaxta- byrðina 309 þús# kr. vegna ís- landsbanka, þegar hann fór á höf- uðið, og landið tapaði 3 milj. af láni Magn. Guðm. 1921. Að öðru leyti hækkaði vaxtabyrði ríkis- sjóðs á árunum 1927—31 um ein- ar 10 þús. kr. Það er sú tipphæð, sem tilheyrir Framsóknarflokkn- um. Að öðru leyti er vaxtabyrðin rist á hrygglengju íhaldsins. Þannig tala verk ihaldsins. Þá eru bankatöpin. Talið er að Landsbankinn, íslandsbanki og Útvegsbankinn hafi nú> viður- kennt töp, sem nema 36 milj. kr. Kunnugir telja, að 8/9 hlutar þessara tapa, eða 32 milj., til- heyri leiðandi mönnum íhalds- flokksins. Þannig tala verk íhaldsleiðtog- anna. Á árunum 1927—31 hækkuðu skuldir einstakra manna og stofn- ana við útlönd um 16x/2 miljón kr. Af því tilheyrði ríkisstofnunum og kaupfélögunum iy% milj., en til 15 milj. höfðu kaupsýslumenn íhaldsins stofnað. Erfitt mun að benda á, hvað orðið hefir af meg- inhluta þessa fjár. Sjálfsagt er mikið af því óþörf eyðsla. Ef í- haldið kemst að völdum nú, leik- ur það eflaust sama leikinn og 1921, þegar braskaralýður þess kúgaði Magn. Guðm. til að taka »ókjaralánið«, til þess að borga lausaskuldir íhaldsmanna erlend- is og yfirfæra þær á íslands- banka. Þar biðu þær þangað til 1930, að þær lentu á ríkinu og skattgreiðendum í landinu. Þannig tala verk íhaldsins. • Á árunum 1924—27, þegar I- haldsflokkurinn fór með völd, voru tekjur ríkissjóðs rúmar 50 milj. kr. Á árunum 1928—31, þegar Framsóknarmenn fóru með völdin, voru tekjurnar rúmlega 62 milj. Á báðum þessum tímabilum var aðstaðan til tekjuöflunar lík, góðæri til lands og sjávar og verzlunin hagfelld, og skattar og tollar svo að segja nákvæmlega hinir sömu. Hvernig stendur þá á þessum tekjumismun? Hann stafaði frá áhrifunum af gengishækkitn Jóns Þorlákssonar, sem lamaði allt atvinnulíf og framleiðslu í landinu. Hann staf- aði ennfremur af því, að íhalds- ,menn innheimtu linlega lögboðin gjöld, t. d. tekju og eignaskatt, að tollaeftirlitið var lélegt og að ríkisstofnunum var illa stjórnað undir handarjaðri íhaldsins. Með þessari óstjórn sinni skaðaöi í- haldið ríkið á fjórum árum um meira en 12 milj. kr. Þannig tala verk íháldsins. Hvar sem litið er á fjármála- stjórn íhaldsins kemur hið sama í Ijós. Verk þess tala í ákafa á móti því, og fella yfir því þung- an áfellisdóm. fhaldið setur met í greiðslum utan fjárlaga, aukn- ingu ríkisskulda, vaxtaþunga á skattþegnum, bankatöpum, lausa- skuldum við útlönd og hirðuleysi um tekjuinnheimtu ríkissjóðs. Blindir eru þeir kjósendur, sem vilja fela slíkum fjármálasyndur- um völdin á ný. Þeir geta aðeins haft eina afsökun, þá, að þeir viti ekki hvað þeír eru aðgera. Verri en Magnús. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík bauð nýlega ungum Bændaflokksmönnum að mæta á fundi og ræða stefnumál flokk- anna. En ekki treystist »einka- fyrii"tækið« til þess að láta neina mæta og mun einkum hafa valdið mannfæð. Ungir menn í »einka- fyrirtækinu« hafa þannig reynzt verp en Magnús Guðmundsson. ► -#-#--•#-# -# • • # • ■#• • # -#-#-#-#-# #-#-< Dularfulli maðurinn. Hið svonefnda »æðarkollumáI« er orðið íhaldinu til hinnar mestu. smánar. Á meðan á rannsókn stóð, fóru fram fádæma yfir- heyrslur í því, og eru réttarskjöl- in á annað hundrað síður, vélrit- aðar. Málið stóð yfir frá því fyr- ir bæjarstjórnarkosningar í' vet- ur, eða um 5 mánuði. Margt í málsskjölunum er alveg einstakt í sinni röð að ómerkilegu efni og afskræmilegu orðalagi. T. d. má nefna það, að síðustu 3 mánuðina snerist rannsóknin eingöngu um »klikk«, sem fyrir kom í síman- um hjá rannsóknardómaranum, Arnljóti Jónssyni, og þó ekki síð- ur um dularfullan mann, sem eitt vitnið sagðist hafa mætt á götu, og leitað var mjög að, en án nokkurs árangurs. — Til gamans skal hér birt lýsing hins dular- fulla manns, og hljóðar hún svo í réttarskjölunum: »Maðurinn var þannig búinn, að hann var í þunnri yfirhöfn, annaðhvort rykfrakka eða þunn-, um sumarfrakka, og áferðin á efninu ekki slétt. Efnið var að meirihluta Ijósara, en í því var einnig dekkra með. Á höfðinu hafði maðurinn frekar Ijós-blá- gráan hatt. Um hálsinn hafði maðurinn Ijósan dúktrefil brugð- inn í kross að framan yfir háls- línið, og álítur vitnið að það hafi eklci verið ull í þessum trefli. Maðurinn var- hærri en ég og þreknari, hakan á honum var sterkleg og breiðleit, hann var ekki fölur í andliti, hörundslitur- inn í andlitinu var jafn, hann skipti ekki litum og liturinn var ljósbrúnleitur og ekki rjóður. Augun voru grá, hörð, köld. Munnurinn var oft eins og mjó lina, þegar hann virtist vera að hugsa sig um. Hann var skegg- laus og húðin slétt, og frekar var maðurinn feitlaginn í andliti. Ég man ekki eftir háralitnum, svo að ég þori að fara með það. Mér virtist andlitið samsvara sér vel. Málmrómurinn var karlmannleg- ur, ekki dimmur, og hann þurfti ekki að tala hátt til að ég heyrði greinilega til hans. Ég hygg eftir útlitinu að dæma að maðurinn hafi verið um þrítugt eða yfir þrítugt. Maðurinn gekk beinn í baki, en dálítið álútur með höf- uöið. Göngulagið var stillt og fallegt«.(!!) Nú getur hver einn skyggnzt um sína sveit eftir þessum dular- fulla manni. Rannsóknin og dómur Arnljóts Jónssonar í þessu ofsóknarmáli gegn Hermanni Jónassyni er að allra vitund skrípaleikur einn frá upphafi til enda og verður íhald- inu til ævarandi skammar. Blygðunarleysi Oarðars Þorsteinssonar Á fulltrúaráðsfundi Framsókn- arf élags Eyj af j arðark j ördæmis, sem haldinn var í janúar síðastl., var með öllum greiddum atkvæð- urn skorað á þingmenn kjördæm- isins að bjóöa sig fram við næstu Alþingiskosningar. Þingmennirn- ir báðu um nokkurra daga frest, áður en þeir svöruðu áskoruninni um að verða í kjöri. Að þeim fresti liðnum gáfu þeir skýr svör á þann hátt, að þeir yrðu við óskum fulltrúaráðsins. Á framboðsfundum í kjördæm- inu, sem fyrir skömmu eru af- staðnir, skýrði annar frambjóð- andi íhaldsflokksins, hæstaréttar- málaflutningsmaður Garðar Þor- steinson, frá því, að þessir tveir þingmenn Eyj af j arðark j ördæmis hefðu svarað áskoruninni á þá leið, að þeir bæðu um viku frest til þess að hugsa sig um, hvort þeir ættu heldur að vera í Fram- sóknarflokknum eða Bænda- flokknum. í fyrsta skipti er Garð- ar bar fram þenna blygöunar- lausa uppspuna, lýsti Bemharð Stefánsson hann opinberan ó- sannindamann að ummælum sín- um, en þrátt fyrir það flutti G. Þ. sömu lygina áfram á hverjum fundi og jafnoft var hann stimpl- aður sem ósannindamaður. Blaðiö íslendingur snuðraði upp þessa lygi Garðars og hefir nú étið hana upp eftir honum. Er blaðið 'furðu þefvíst á slíka hluti. Nú verður Garðar Þorsteins- son að gera sér það að góðu að vera frambjóðandi íhaldsflokks- ins í Eyjafirði sem stimplaður ó- sannindamaður. Slíkur titill mun vera í nokkru hæfi við allan mál- stað íhaldsflokksins. SffSfffffSiffffSfffSfffiB »> _ «8 r| — nýkominn. — Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingavörudeildin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.