Dagur - 21.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 21.06.1934, Blaðsíða 1
DAOUR ketnur út á þriöjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jöhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. julí. Afgreiðslan er hjá JONI Þ. ÞOB. Norðurgötu3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII i ár. t Akureyri 21. jú júní 1934. ? 69. tbl. Innlendar fréttir. Frá Húsavík' skrifar fréttarit- ari »Dags« 16. og 17. júní: Undanfarna viku hefir verið stöðugt blíðviðri. Hitasólskin og rigningaskúrir öðru hvoru. Gras- spretta góð. Fiskafli mjög litill, en síldar verður vart öðru hvoru. Loðsíld hefir fengizt í fyrirdrátt og hafsíld í reknet. Yfir Reykja- heiði var farið í bíl í fyrradag. Hinn 17. var hér haldin sam- koma til ágóða fyrir sjúkrahúss- byggingu. Voru þar um 700 manns samankomnir. Fluttar voru ræður, leslð upp og sungið, bæði af karlakór og kvenna, und- ir stjórn sr. Friðriks A. Friðriks- sonar. — Ennfremur þreyttu konur boðhlaup og léku að hand- knetti. Þá fór fram knattspyrna milli Mývetninga og Húsvíkinga, og unnu Mývetningar leikinn með 4 gegn 3. öll fór samkoman hið bezta fram og endaði með því að danz var stiginn fram á nótt í sam- komuhúsi kauptúnsins. Stjórnmálaumræður útvarpsins hófust á mánudaginn kl. 8 síðd. og síðan tvo næstu daga. á sama tíma. Fyrsta kvöldið töluðu for- menn eða varaformenn stjórn- málaflokkanna, en síðan fleiri flokksmenn. Alls tóku 24 til máls við þessar umræður og fluttu 37 ræður. Ekkier enn kyrrt á Dalvík. Varð vart tveggja eða þriggja kippa þar í gærdag, en þó mjög vægra. Mun það mishermi, er sagt var f útvarpinu í dag um hádegi, að 3 kippir hafi orðið þar snarpir í gærdag. Stjórnmálasneiðar. Lagakunnátta Hermanns Jón- assonar gerði Magnúsi Guð- mundssyni margan slæman grikk í viðskiptunum í Skagafirði ný- lega, en þann þó einna verstan, er hann með minni sínu sannaði öllum viðstöddum heimildafölsun ráðherrans. Varð Magnús fyrir þessum ó- sköpum, er til umtals kom laga- grein nokkur, í sambandi við flótta Oddgeirs Bárðarsonar frá eiðstafnum. Dómsmálaráðherrann þóttist sanna eitt atriði máls síns með því að lesa greinina. En Her- manni kom meðferð Magnúsar á greininni kynlega fyrir, og þuldi hana eftir minni. Bar þá ekki saman bg þegar þetta var nánar athugað ' kom í ljós, að Magnús hafði rangfært greinina sér í vil og hlaut af verðskuldaðan ósóma. Sildarverksmiðjan og „Sj0stœðisa-vitið. Á. framboðsfundinum á Siglu- firði um daginn varð frambjóð- endum Framsóknarflokksins á að minnast þess, að síldarverksmiðj- an.á Siglufirði væri verk Fram- sóknarflokksins. Þessu undi í- haldið illa, og og hljóp upp lyf- sali staðarins og lýsti því yfir 'hvellum rómi, að verksiniðjan væri eingöngu verk Sjálfstæðis- flokksins, því að hún væri ein- göngu að þakka Magnúsi Krist- jánssyni og hann hefði þó verið göður Sjálfstæðismaður eins og allir vissu!! Varð nú skellihlátur um allan salinn, nema þar sem Sjálfstæðismenn sátu, þar þögðu flestir og litu ofan á tærnar á sér, en nokkrir heyrðust þó hvísla: »Segðu óskar Halldórs- son, það var óskar Halldórsson«. En lyfsalinn var ekki á því, að láta sig og kallaði hástöfum, að það hefði alls ekki verið óskar Halldórsson heldur Magnús, — Magnús Kristjánsson. Jókst nú hláturinn enn að nýju og þótti í- haldinu auðsjáanlega, að þeirra maður hefði þó mátt láta þetta kyrrt liggja. Minnir þetta á Sjálfstæðisung- meyna hér í bænum, er varð að orði ekki alls fyrir löngu, að Jón Þorláksson væri h....... Fram- sóknarbulla! Ounnlaugur II. og Qarðar. Ritstjóri íslendings hefir nú gerzt »sendiherra« Garðars Þor- steinssonar, til þess að túlka rannsóknarhneyksli hans í máli Einars M. Einarssonar. Hefir Garðar fengið «sendiherranum» tösku fulla af þvættingi, til þess að sannfæra lesendur »íslend- ings« um að slík frávísun^ sem hæstaréttar, á rannsóknarómynd Garðars »komi afar oft fyrir«. — Eru þetta vitanlega staðlausir stafir. Því svo aumir eru undir- réttardómarar landsins ekki, og ekki líkt því, að það komi »afar- oft fyrir«, að Hæstiréttur vísi op- inberum málum þeirra frá, hvað þá heldur að hann telji rannsókn þeirra hafa gengið nálega fram hjá öllu, er sannað gæti sýknun eða sekt hins ákæröa. Það eru, eins og Dagur sagði algjörlega ein&dæmi í íslenzkri réttarfars- sögu. En »sendiherrann« væmir ekki við erindisbréfi sínu, þótt flekkótt sé, fremur en fyrri dag- inn. Eiga bœndaflokkskjós- endur í Eyjafirði að reyna að tryggja Sarð- ari sœtið? Fregnir hafa borizt á sveim um að Garðar Þorsteinsson sækti mjög fast á Bændaflokksmenn til samvinnu, nfl., að kjósa sig og annan frambjóðanda Bænda- flokksins, auðvitað ' með gagn- kvæmum viðskiftum. Kvað Bene- diktion bændaflokksins svífa yfir öllu þessu ráðabruggi. Nær ög fjær. Menntaskólanum var sagt upp á þriðjudaginn í vikunni sem leið. Um kvöldið var boðið prófdómendum og kennurum til skólameistará. Daginn eftir fóru þeir sömu í Vaglaskóg með nýju stúdentana, en á heimleiðinni var farið í heimsókn að hinu forna höfð- ingjasetri Svalbarði, til Þorst. M. Jóns- sonar bóksala og frú Sigurjónu Jak- obsdóttur, og setzt þar að kaffidrykkju. Um kvöldið bauð Stúdentafélag Akur- eyrar nýju stúdentunum til kaffi- drykkju í Skjaldborg, sem venja er orðin til. — Mikill- hwmwr var kveðinn að þeim hjónum frú Þóru og Stefáni í Fagra- ekógi, aðfaranótt mánudagsins, er son- ur frú Þóru frá fyrra hjónabandi, Vil- helm Magnús Behrens, lézt, 14 ára að aldri. Var hann af öllum talinn óvenju geðþekkur og efnilegur piltur. Bana- mein hans var skarlatssótt, er fór mjög æst, þótt tvær stúllmr á heimilinu tækju veikina mjög létt. Nýja-Bíó Fostudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 9. Flughetjur. Tal- og hljóramynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Wallace Beery og Clark Gable. Stórkostlega spennandi mynd, sem nær öll gerist í flugvélum og á herskipum. Tveir frægustu kvik- myndaleikarar i U. S. A. eigast þarna við og lenda í hinum hættulegustu mannraunum. Sunnudaginn kl. 5 Ást Indverfans. Alpýðusýning. Hiðursett verð. Sigurður Eggerz bæjarfógeti og frú Solveig eru nýkomin til bæjarins. Frú Solveig kom í vikunni sem leið, en bæj- arfógeti með »lslandi« á mánudaginn. — Með »lslandi« kom ennfremur Eagn- ar Numelin, sendisveitarritari Finna í Kaupmannahöfn, frú hans og frændi, ungur stúdent. Fóru þau til Mývatns og síðan suður aftur bílleiðis. Sjötugsafmxli á á morgun, 22. þ. m., Benedikt Jónsson á Breiðabóli á Sval- barðsströnd. Margar hugheilar árnað- aróskir munu þessum aldraða heiðurs- manni berast þann dag. Tíu þúsund krónur hefir Kaupfélag Eyfirðinga ákveðið að greiða til bóta a: tjóni á jarðskjálftasvæðinu. Gunnar Jónsson lögregluþjónn fer með »Lagarfossi« £ fyrramálið í sumar- leyfi sitt austur að Hafursá í Fljóts- dalshéraði, er hann hefir nú keypt. — Frú Sólveig, kona Gunnars Jóns- sonar, er fyrir nokkru farin þangað austur. 1 fjarveru Gunnars gegnir Jón Benediktsson, afgreiðslumaður, lög- regluþjónsstarfinn. Er Jón að hitta í Hafnarstræti 100, sími 88. VUltelin Magnús Behrens andaðist að heimili sínu, Fagraskógi, aðfaranótt 18. þ. m. - Jarðarförin fer fram að Möðruvöllum, laugardag- inn 23. þ. m., kl. 5 e, h. AðstandendiiK.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.