Dagur - 21.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 21.06.1934, Blaðsíða 2
194 DAGUR 70. tbl. Astandið í Kommúnistaflokknum. Qunnar Jóhannsson gagnrýnir sjálfan sig. í Verklýösblaöinu, sem er aðal- málgagn Kommúnistaflokksins, birtist 7. þ. m. grein eftir Gunn- ar Jóhannsson á Siglufirði, sem er frambjóðandi Kommúnista- fíokksins í Eyjafjarðarsýslu við kosningarnar 24. þ. m. Af því að grein þessi bregður skýru ljósi yfir ástandið í flokki kommúnista,. skal hér nokkuð frá henni skýrt og birtir úr henni nokkrir kaflar. Greinin hefst á þessa leið: »Á öðru flokksþingi K. F. f. gerðist Stefán Pétursson aðalleið- togi þeirrar röngu skoðunar, að sósíaldemokratíið væri ekki þjóð- félagsleg höfuðstoð og stytta borgarastéttarinnar á fslandi..— Flytjendur þessarar verklýðs- fjandsamlegu skoðunar voru, á- samt fleirum, ég og fél. Einar 01- geirsson. Á landsfundi miðstjórn- arinnar í vetur var þetta mál tek- ið fyrir á ný og ég gagnrýndi mig þá fyrir þessa skoðun, ásamt mörgum öðrum villum,sem ég hafði gert«. Síðan spyr G. J.: »Hefi ég nú, síðan á landsfund- inum, breytt um til batnaðar? Hefi ég barizt ötullega á móti tækifærisstefnunni í flokksdeild- inni hér og annarsstaðar ? Hefi ég gert mér far um að tileinka mér stefnu K. F. 1. á þessu tíma- bili? Þessu hlýt ég að svara neit- andi«. Þetta er fyrsti kapítulinn í gagnrýni Gunnars Jóhannssonar á sjálfan sig. Hann segist hafa verið fjandsamlegur verkalýön- um, ásamt Einari Olgeirssyni og fléirum. En svo gagnrýndi hann sig á landsfundi miðstjórnar Kommúnistaflokksins í vetur, lof- aði bót og betrun og sveik síðan alltsaman. Síðan gerir G. J. í alllöngu máli grein fyrir þvi,'hvernig hann hafi farið að því að svíkja loforð sín. Hann segist hafa komið fram »sem sættandi aðili« gegn tæki- færissinnum, eins og Einari 01- geirssyni, í stað þess að berjast með festu gegn skoðunum þessara manna, sem hefðu leitt til þess, »ef þær hefðu fengið að þróast ó- hindraðar í flokknum«, að for- ystulið verkalýðsins hefði orðið að »svikaflokki«. G. J. segist hafa »veitt klíkusinnunum beinan og ó- beinan stuðning«. Til sönnunar máli sínu færir hann eftirfarandi dæmi: »Afstaða mín gagnvart villum fél. Steinþóru Einarsdóttur, í sambandi við kvennahreyfinguna, hefir verið þannig, að ég hefi, í hvert skifti sem átt hefir að koma fram opinberri gagnrýni á þenna félaga, sett hnefann í borð- ið við stjórn flokksdeildarinnar og útþynnt gagnrýnina t. d. með gagnásökunum gefen fél. Aðal- þirni Péturssyni.k... Þegar fram- kvæmdanefndin ræddi um brott- vikningu Stefáns Péturssonar úr flokknum, snerist ég á sveif með fél. Einari Olgeirssyni og neitaði að taka afstöðu, þrátt fyrir það, að fullsannað var, að St. P. hafði margsinnis verðskuldað brott- reksturinn«. — »Fyrir skömmu, þegar rætt var um ályktunarupp- kast, þar sem ég var gagnrýndur, lagði ég til að stæði í ályktuninni, að ég væri »aðalskipuleggjari tækifærisstefnunnar« innan flokksdeildarinnar, í staðinn fyr- ir »aðalþröskuldur« fyrir því, að árangur næðist í baráttunni fyrir línu flokksins gegn tækifæris- stefnunni«.... Allir munu skilja, hve afar- mikla þýðingu það hefir fyrir stjórnmál landsins og velfarnað þjóðarinnar, hvort Gunnar Jó- hannsson er nefndur »aðalskipu- leggjari« eöa »aðalþröskuldur«!! Er þetta gott dæmi um hina hé- gómlega hlægilegu orðatogstreitu kommúnista, sem er nú orðin að aðalatriði í pólitík þeirra. Síðan minnist G. J. á Detti- foss- og Lagarfoss-slaginn og út- húðar sjálfum sér fyrir fram- komu sína í því máli, því þar hafi komið fram »vanmat« hans á for- ustuhlutverki flokksins. En þetta var þó smáræði hjá því, sem á eftir kom. Um það farast G. J. svo orð: »Hámark flokksafbrota minna varð þó eftir Dettifoss-slaginn, þegar ég á framkvæmjianefndar- fundi hótaði að segja mig úr ílokknum, ef öll sjálfsgagnrýni yrði ekki látin niður falla, og lýsti því jafnframt yf-ir, að ég myndi berjast um verkalýðinn á móti Kommúnistaflokknum, m. ö. o. gaf fyllilega í skyn, að ég myndi verða með í að stofna nýjan fjandaflokk á móti Komm- únistaflokknum og verkalýðnum. Vegna þess að ég var veikur um þessar mundir, mynduðust tak'markalausar slúðursögur milli borgaranna um það, að félagarn- ir hefðu misþyrmt mér á fundi og að ég af þeim orsökum lægi veikur. Ég gerði engar tilraunir til að slá þetta niður, heldur þvert á móti gaf það í skyn, að hin flokkslega gagnrýni félaganna væru persónulegar árásir á mig, sem heilsu minni stafaði alvar- leg hætta af, reyndi þannig að skjóta mér bak við veikindi mín...«. »Á þessu getur verkalýð- urinn séð á hvað háu stigi flokks- fjandskapur minn hefir verið á þessu augnabliki«. Enn segir G. J.: »Hin klíkusinnaða afstaða mín, með tækifærissinnunum í Komm- únistaflokknum kom greínilega fram í því, þegar fél. Aðalbjörn Pétursson hafði, sem fulltrúi framkvæmdarnefndar K. F. I. gefið skýrslu um brottvikningu St. P. úr flokknum og skýrt or- sakir þess, — að ég ekki aðeins tortryggði og vantreysti flokks- forustunni með því að rengja skýrslu fél. Aðalbjarnar, heldur sneri mér til hins tækifærissinn- aða félaga, Einars Olgeirssonar, sém ég vissi að hafði í þessu máli tekið flokksfjandsamlega afstöðu meö St. P. og leitaði til hans upp- lýsinga um flokksmák... Hér kastar fyrst tólfunum. G. J. telur það hinn versta glæp að rengja, Aðalbjörn Pétursson, en leita í þess stað upplýsinga hjá Einari Olgeirssyni, sem vitanlegt sé um að sé fjandsamlegur Kommúnistaflokknum og þá um leið verkalýðnum. Hvílíkur vitnis- burður! Allra kátlegast er þó, að Einar Olgeirsson telur gagnrýni sem þessa treysta Kommúnista- flokkinn og gera hann sterkan. Það sagði hann á framboðsfund- inum á laugardaginn. Samkv. því treystir það Kommúnistaflokkinn að G. J. ber sjálfum sér og E. 0. á brýn fjandsamlega afstöðu til verkalýðsins. Samkv. þessu gerir það flokkinn sterkan að þekktustu menn hans séu svikarar og lodd- arar. Þetta hlýtur að vera algert séreinkenni á Kommúnistaflokkn- um. En svo kemur afturhvarfið. Um leið og G. J. býður sig fram til þings í Eyjafjarðarsýslu fyrir kommúnista, er hann allt í einu kominn að þeirri niðurstöðu, að fél. Þóroddur Guðmundsson og fél. Aðalbjörn hafi rétt fyrir sér, en hann og Einar Olgeirsson hafi verið á herfilegustu villigötum. Og svo endan G. J. grein sína á þessa leið: »Eg mun fúslega beygja mig undir aga flokksins skilyrðislaust, og skoða það sem mi'na fyrstu skyldu, eins og hverjum flokksfé- laga ber að gera«. En hver getur trúað þeim mönnum, sem lýsa yfir með hin- um sterkustu orðum, að þeir hafi vitandi vits játað syndir sínar, lofað bót og betrun, en svikið svo allt, þar til kom að kosningum, cg þá langaði til að verða í kjöri. Þá þykjast þeir hafa öðlast æðri skilning, segjast vera snúnir frá villu síns vegar og ætli að beygja sig undir flokksagann »skilyrðis- laust«. Þeir, sem einu sinni hafa svikið, geta svikið aftur. Hvaða kommúnisti getur treyst þvi, að afturhvarf þeirra G. J. og E. 0. vari nema fram að kjördegi. Það er því ekki að ástæðul^usu að K. F. í. gerir athugasemd við grein G. J., þar sem meðal ann- ars er tekið fram: »Fél. Gunnar Jóh. hefir áður komið fram með sj álfgagnrýni á villum sínum og klíkustarfi, en ekki starfað í samræmi við hana«. Og ennfremur: »Mið- stjórnin álítur þó nauðsynlegt, að benda méðlimum flokksins og verkalýðnum á þá veikleika í grein félaga Gunnars, sem felast í vöntun á að afhjúpa hiklaust hina skipulögðu klíkubaráttu lið- hlaupanna og tækifærissinnanna, sem starfa æ ákvepnar að því, að kljúfa það sem unnt er úr K. F. f. og skapa utan hans, meðal verka- lýðsins, grundvöll fyrir klofn- ingi«. Nú mun margur spyrja: Iivers vegna er Kommúnista- flokkurinn að bjóða fram tæki- færissinna eins og Gunnar Jó- hannsson í Eyjafirði og Einar 01- geirsson á Akureyri? Hvers vegna er flokkurinn að bjóða fram menn, sem sjálfir játa, að þeir hafi verið fjandsamlegir þeim flokki, sem þeir eru í kjöri f.vrir? Hvers vegna bjóða komm- únistar ekki fram »réttlinumenn« eða menn, sem kunna að dansa á réttum línum? Svarið liggur beint fyrir. Það er af því, að Kómmúnistaflokkur- inn í heild sinni er tækifæris- sinni. Hann vill nota hagkvæm tækifæri ekki síður en aðrir. Af þessu leiðir, að framboð kommúnista og allar þeirra at- hafnir, er eintómur skrípaleikur. Eftir birtingu greinar Gunn- ars Jóhannssonar í Verklýðsblað* inu hljóta allir menn með heil- brigða hugsun að snúa baki við Kommúnistaflokknum með við- bjóði á öllu hinu leiðinlega og ó- skiljanlega þvaðri og þrefi um réttlínumenn og tækifærissinna. K. A. fer skemmtiferð sunnudaginn 1 júlí austur að Laugum. Þeir félagar sem ætla að vera með, skrifi sig á lista, er liggur frammi í Bræðrabúð- inni, fyrir fimmtudagskvöld 28. júní næstkomandi. gffSlflflifSlflSfSISSfSlg Rafsuðuplöturnar, straujárnin og skaftpottarnir, komu nú með Brúarfossi. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og Qlervörudeild. iHUUHIilUUHUHIiÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.