Dagur - 23.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 23.06.1934, Blaðsíða 1
kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár. 1 Akureyri 23. júní 1934. 70. tbl. Kosningaskrifstofa pramsðknarflokksins er i Skjaldborg, SÍIDÍ124. Vitnisburður JÓOS PollÓkSSOhðl. Árið 1908 ritaði foringi íhalds- flokksins, Jón Þorláksson, grein í Lögréttu, þar sem hann lýsti snilldarlega starfsaðferðum í- haldsmanna á öllum tímum og í öllum löndum og þá . jafnframt stefnu síns eigin flokks, íhalds- flokksins, sem nú gengur undir nafninu »Sjálfstæðisflokkur». •J. Þ. lætur svo um mælt: »Það eru venjulega hinir efn- aðri borgarar í hverju þjóbfélagi, sem fylla íhaldsflokkinn. Þeir cru ánægðir mcð sinn hag, og finna þess vegna ekki að þörf sé breyt- inga eða bóta á hag þjóóarinnar og vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni. Framfara- og umbótaflokkana skipa aftur á móti þeir eflialitlu sem finna, að þjóðfélagið þarf að gera margt og mikið til að bæta lífsskilyrði alþýðunnar; sömu stefnu fylgja og þeir meðal efn- aðri manna, sem einblína ekki á eigin pyngju, heldur hafa hag þjóðarinnar í heild sinni fyrir augum. Ihaldsmenn semja í öllum lönd- um stefnuskrár sínar þannig, að þær gangi sem bezt í augu al- mennings, því aö á því veltur fylgið. Þess vegna segja þeir ekki: Við viljum enga nýja vegi, ekki talsíma, ckki járnbrautir, ekki hafnir, kæTum okkur ekki um al- þýðuskóla o. s. frv.; ef þeir segðu þetta, fengju þeir sem sé lítið fylgi. Þeir segja sem svo: Við viljum fara sparlega með landsfé, við viljum styðja gætilega fjár- málastjórn, viö viljum elcki hleypa okhur í skuldir. Þeir vita það ofur vel, að ef þeir geta pass- að að þjóðin komist ekki í lands- sjóðinn, þá fær þjóðin hvorki al- þýðuskóla, jámbrcmtir, hafnir, eða annað slikt, sem hún telur sig þurfa, en þeir, íhaldsmennirnir, halda að hún geti án verið. Þetta er eyrnamark reglulegs afturhaldsflokks,hverju nafni sem hann kýs að nefna sig, vantrú, á landinu, að það svari arði, ef synir þess vilja kosta upp á að hlynna að því, og vantrú á þjóð- inni, að hún sé fær um að nota þær lyftistengur á leiðinni til hagsældar og sjálfstæðis, sem afl- mestar hafa reynzt annarsstað- ar....« Hér á landi hefir Framsóknar- flokkurinn barizt á móti þeirri í- haldsstefnu, sem J. Þ. lýsir svo aðdáunarlega vel í framangreind- um línum. í hverri setningu hittir J, Þ. naglann beint á höfuðið. — Efnuðu mennirnir í flokki J. Þ,., íhaldsflokknum, hafa jafnan stað- ið á móti almennum umbótum Framsóknarmanna í nafni sparn- aðar og gætilegrar fjármála- stjórnar. Flokksmenn J.Þ.,íhalds- mennirnir, segjast ekki vilja hleypa þjóðinni eða sér í skuldir; samt safna þeir til 26 milj. kr. ríkisskulda á 10 árum og meira en helmingur þess eru eyðslu- og óhófsskuldir. Jafnframt sóa flokksmenn J. Þ. 32 milj. af fé bankanna, sem leiðir til enn hækkandi ríkisskulda, aukinnar vaxtabyrði ríkissjóðsins og okur- vaxta fyrir skilamenn landsins. Á sama tíma og flokksmenn J. Þ., íhaldsmenn, prédika sparnað á fé til almennra umbóta og berja sér á brjóst yfir of mikilli skulda- söfnun, safna þeir á 4 árum ein- staklingsskuldum erlendis, að upphæð 15 miljónir kr. ofan á það, sem fyrir var. íhaldsmenn vilja engar hömlur á innflutningi óþarfavarnings, en það þýðir sama og óhagstæðan greiðslu- jöfnuð og sívaxandi skuldir við útlönd. Allt það fé, sem Framsóknar- flokkurinn varði á árunum 1928 —1931 til hinna stórfelldustu um- bóta, sem nokkru sinni hafa gerð- ar verið hér á landi, nefna íhalds- menn eyðslufé. Þeir eru t. d. á móti alþýðuskólunum, eins og Jón Þorl. tekur fram, og óska að þeim yrði sökt í sjó, eins og einn í- haldsmaður komst að orði á Húsavíkurfundinum í vor. Van- trú á landið og vantrú á þjóðina er eyrnamark flokksins, eins og J. Þ. segir. Allt ber að sama brunni: Hverju nafni sem íhalds- flokkur nefnir sig, jafnvel þó að hann kalli sig »sjálfstæðisflokk«, þá stendur'vitnisburður Jóns Þor- lákssonar algerlega óhaggaður enn þann dag í dag og á morgun líka, þ. 24. júní, sjálfan kosninga- daginn. Þetta skulu kjósendur hafa hugfast, þegar ’ þeir ganga að kjörborðinu á morgun. Jón Þorl. hefir lýst innræti og starfsað- ferðum ihaldsflokksins laukrétt. C ' 1 1 Komið ík kosnin^asknfstofuna i Skjaldborg. Opin kl. rramSOKnarmenn \ 4.IO * dag og allan daginn á morgun. Réliudans, tækiíærisstefna Kommúnistaflokkurinn hefir sett á fót athugunarstöð, þar sem rannsakaður er og mæld- ur út pólitískur ferill hvers fé- laga. Á þenna hátt er félögunum skift í tvennt, réttlínumenn og tækifærissinna. Hinir fyrtöldu eru ástmegir og verndarar verka- lýðsins og dansa eftir réttri línu, hinir síðartöldu eru fjandmenn síns eigin flokks og verkalýðsins, skaðræðisgripir, sem reka klíku- starf innan flokksins. Þessa fanta er smátt og smátt verið að reka úr flokknum og hreinsa á þann hátt hismið frá hveitinu. Aðrir eru settir á biðlista og þannig gefinn kostur á að bæta ráð sitt, snúa frá villu sins vegar, hætta að grípa tækifærin, leggja nið,ur klíkustarfið, en slást aftur í för með hinum eftir »réttu lín- unni«. Allur þessi útreikningur á »réttu línunni« kvað vera afar torveldur og torskilinn, en þó sk j átlast reikningsmeisturunum aldrei. Þeir eru alveg óskeikulir eins og páfinn'í Rómaborg í aug- um sanntrúaðra katólskra manna. Þar tjáir ekki að deila við dómar- ann, og þeir, sem stigið hafa út af »réttu línunni«, villzt á eyði- mörk tækifæranna eða ráfað inn í myrkur klíkustarfsins, eiga að- eins tvo kosti fyrir höndum: ann- aðhvort að vera reknir úr flokkn- um, út í hin yztu myrkur, eða ganga í sekk og ösku, iðrast synda sinna og játa þær og gang- ast skilyrðislaust undir aga flokksins, beygðir og bljúgir. Þetta er nú frjálsræðið sem ríkir í flokki Kommúnista, vernd- ara verkalýðsins eins og þeir kalla sig. Mestöll orka Kommúnista- flokksins gengur í það að reikna út réttlínumenn og klíkufúsa tækifærissinna. »Félagi« Einar Olgeirsson er margyfirlýstur klíkumaður og tækifærissinni. — Verklýðsblaðið hefir hvað eftir annað stimplað hann sem flokks- svikara og skaðræðismann. Þrátt fyrir þetta býður Kommúnista- flokkurinn verkalýðnum á Akur- eyri að kjósa þenna mann á þing. Hér gerast ýms undarleg fyrir- brigði. Ráðandi menn í Komm- únistaflokknum hamra á því, að E. O. sé flokknum skaðlegur vegna tækifærisstefnu, sáttfýsi og klíkuskapar. Þenna sáttfúsa tækifærissinna og klíkumann býður svo flokkurinn fram á Ak- ureyri, en í málgagni kommún- ista í Reykjavík eru kjósendur minntir á, að þeir þeir eigi ekki og séu ekki að kjósa tækifæris- sinnan E. O., heldur séu þeir að kjósa flokkinn. Ráðandi komm- únistar í Reykjavík sjá ekki ann- að fært en að vara menn við E. O., frambjóðanda flokksins á þenna fína hátt. Kjósið ekki manninn, heldur flokkinn, segja þeir. Ráðamenn flokksins hér á Akureyri vara og ákaft við tæki- færissinnum, en samt skora sömu menn á allan almenning að kjósa tækifærissinnann, »félaga« Einar Olgeirsson, og þeir festa þessar áskoranir upp á torgum og gatna- mótum. Allur þessi tvískinnung- ur, allar þessar mótsagnir og þversagnir í liði kommúnista, trufla og rugla verkalýðinn og koma þeirri hugmynd inn hjá hinum gætnari og skynsamari mönnum, að foringjar kommún- ista séu á einhvern hátt geggjað- ir menn, sem sjálfir viti ekki sitt rjúkandi ráð. Og þeim er mikil

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.