Dagur - 23.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 23.06.1934, Blaðsíða 2
 196 OSGEF.R 70. tbl. Til minnis við kjerborðið. RðHglílJlÉilS kOlÉÍStð. Allar framfarir, áranna 1927— 1931 voru gerðar fyrir það, sem góðærið og skilvís innheimta gaf af sér. Á þessum árum stóð vaxta- byrði ríkisins í sta"ð, þegar frá er dregið tap á spekúlöntum íhalds- ins í fslandsbanka. íhaldsmennirnir Pétur Magn- ússon og Jakob Möller virtu ís- landsbanka á einni nóttu 1930 og sögðu, að hann ættí fyrir skuld- um. íhaldsmenn vildu þá láta rík- ið taka ábyrgð á öllum skuldum hans. Af þeim skuldum er nú bú- ið að afskrifa 6 milljónir. íhaldsmenn segjast vilja spara fé hins opinbera. — Jón Þorl. hefir í árslaun 17 þús. kr. — Jakob Möller hefir haft fyrir einskisvert »bankaeftirlit« 16 þús., en nú kvað vera búið að færa það niður í 13 þús. kr. á ári. — Hafnarstjórinn í Reykja- vík hefir í árslaun 18 þús. kr. og rafmagnsstjórinn 22 þús. kr. — Richard Thors hefir 24 þúsund frá íslenzkum fiskimönnum, og Ólafur Thors 18 þús., en þarf uppbót, til þess að geta lifað. — Knútur Zimsen hefir í eftirlaun 10 þús. kr. . Hvar finnst kjósendum ætti að byrja að spara. Árin 1917—1927 hækkaði. í- haldið skuldir ríkissjóðs um 26 milljónir. Upp undir helming þess fór í tekjuhalla ríkissjóðs, hitt til bankanna. Af því hafa nú 3 milljónir tapazt í íslandsbanka. Bankarnir hafa tap'að og af- skrifað um 36 millj. kr. Af því hafa 32 millj. farið í sóun íhalds- spekúlanta. ihaldsmenn segja, að erlendar skuldir hafi á árunum 1927—1931 aukizt úr 40 millj. í 80 millj. kr. Samvinnufélögin skulda sama og ekkert erlendis. íhaldsmenn hafa þá hlotið að auka þessar skuldir um allt að 30 millj. kr. Árin 1927—1931 hækkuðu Framsóknarmenn ríkisskuldirnar um rúmar 11 milljónir. Var það afleiðing af sukki íhaldsmanna með fé bankanna. Af því gengu 8 milljónir til bankanna í veltufé handa almenningi, en 3 milj. í síldarbræðsluna, símstöðina og útvarpsstöðina. Stofnanir þessar standa undir lánunum.' íhaldsmenn hafa þannig stofn- að til eyðsluskulda ríkissjóðs. Þeir bera að langmestu leyti ábyrgð á töpum bankanna. Þeir bera beint og óbeint ábyrgð á meginhluta af skuldum íslendinga erlendis, 80 milljónum. Á árunum 1927—1930 voru framlög ríkissjóðs til vega 4 millj. 837 þús. kr., til brúa 1 miílj. 583 þús. kr., til síma 1 millj. 980 þús. kr., til nýbýla og endurbyggðra bæja í sveitum 1 millj. 224 þús. kr. Á sömu árum Voru reistir skólar: Staðarf ellsskólinn, Hús- mæðraskóli á Laugum, Hallorms- staðaskóli, Laugarvatnsskóli, Reykholtsskóli og Reykjaskóli. Auk þess reistir nokkrir heima- vistarskólar í sveitum. Til hafn- arbóta var á þessum árum varið úr ríkissjóði 531 þús. kr. Styrkur o glán til mjólkurbúa 590 þús. kr. Allt óþarfa eyðsla, seg'- ir ihaldið f vorkunn þó þeir hugsi svo. Sæmi- lega greindir menn fá alls ekki komið því saman, að þeir eigi í senn að berjast á móti tækifæris- sinnum og kjósa þá á þing, eins og þeim er sagt að gera hér á Ak- ureyri með »félaga« Einar 01- geirsson. . E> O. hefir nýskeð sannað á hinn áþreifanlegasta hátt, að hann er tækifærissinni. Fyrir all- löngu síðan sýndi Jónas Jónsson fram á fánýti kommúnismans hér á landi og hvílíkar hégiljur kenn- ingar Einars Olgeirssonar væru. Er þetta sú eina fræðilega árás á hendur kommúnismanum, sem um hefir munað. Hvað gerir E. O.? Hann þegir. Svo líður mánuð- ur eftir mánuð, að hann svarar engu. Honum er lagt það út til minnkunar að renna alveg af hólmi. En svarið kom að lokum. E. O. notar tækifærið og lætur svarið koma út rétt fyrir kosn- ingarnar, svo að ekki vinnist tími til að rífa það niður fyrr en að kosningum afstöðnum. Hvað er þetta annað en að nota hagkvæm tækifæri hæpnum málstað til framdráttar? E. O. þorir ekki, að J. J. fái tækifæri til þess að varpa á nýjan leik Ijósi yfir lélegan málstað kommúnista fyrr en eftir kosningarnar 24. þ. m. Er trú E. 0. á sannleikanníhans öigin kenningum farin að bila? Blað kommúnista, »Verkamað- urinn«, sem út kom 19. þ. m., er að fræða lesendur' sína um það, sem ég hafi sagt á framboðsfund- inum hér, og af því að hvergi er gerð tilraun fil, svo séð verði, að hafa rétt eftir mér, eða skýra rétt frá því, sem gerðist, þykir mér hlýða að gera nokkrar at- hugasemdir við ummæli blaðsins. Blaðið segir, "að ég hafi lofað mjög lausn kjördæmamálsins. Þetta er alrangt, ég gerði hvorki að lofa það né lasta. Um það mál sagði ég, að hvert atkvæði, sem greitt væri flokki, sem fengi kjör- inn fulltrúa, hefði fullt gildi, því það gæfi rétt til uppbótarþing- sæta. Þetta var aðeins leiðrétting á röngum upplýsingum, sem birzt höfðu í blöðunum hér. Þá segir blaðið að ég hafi talið erfitt að lækka laun starfsmanna ríkisins, en um hitt getur blaðið ekki, sem ég þó lagði áherzlu á og taldi auð- veldari og réttlátari leið, að hækka skatta á háum tekjum og' miklum eignum, en þeim er ef til vill illa við það, kommúnistunum; þeir um það, en viss er ég þess, að verkamenn og konur skilja, að rétt er að þeir menn borgi því hærri gjöld til ríkisþarfa, sem þeir hafa hærri laun og eiga meira. Þa segir blaðið að mér sé illa við samtök verkalýðsins og færir til, að ég hafi ekki talið Borðeyrardei'ana stórmál. Eg ætla nú alls ekki að fara að þrefa um þessa Borðeyrardeilu. Komm- únistar mega mín vegna kalla hana stórmál, ef þeim er það hug- arléttir. Hinu vil ég algerlega mótmæla, sem rakalausum ósannindum, að mér sé illa við samtök verkalýðs- ins, og orð mín á framboðsfund- inum gáfu ekkert tilefni til slíkra ummæla, þvert á móti er ég þess fullviss, að þeir, sem sátu fund- inn, og ekki voru fyrirfram á- kveðnir í að rangfæra orð mín, þeim er fullljóst, að ég er ekki andvígur bættum kjörum verka- lýðsins hyað atvinnu og laun snertir. Fúkyrðum í minn garð ætla ég ekki að svara. Ef kommúnistar halda að slíkt sé stefnumálum þeirra gagnlegt til framdráttar, er ástæða til að ætla, að málstað- urinn sé éins og málflutningurinn í meðvitund þeirra sjálfra. Á. Jóhannsson. ' Atkvœðagreiðsla á kjördegi. Svo segir í 76. gr. kosninga- laganna: »Kjörfund skal setjá á kjörstað eigi síðar en kl. 12 á hádegi, en í kaupstöðum kl. 10 árdegis, og skal þá viðstödd öll kjörstjórn- in...«. Samkv. þessu verður kjörfund- ur settur hér á Akureyri kl. 10 I fyrramálið og kosningaáthöfnin byrjar skömmu síðar. Kosið verð- ur í 5 kjördeildum, svo atkvæða- greiðslunni ætti ekki að verða íökið mjög seint. 97. gr. laganna hljóðar svo: »Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en 8 klukkustundir eru liðn- ar frá því að byrjað var að taka, við atkvæðum, og aldrei fyrr ðn hálf klukkustund er Hðin frá því kjósandi gaf sig síðast fram.' At- kvæðagreiðslu má þó slíta, er all- ir, sem á kjörskrá standa, hafa greitt atkvæði og eftir 5 klukku- stundir, ef öll kjörstjórnin og um- boðsmenn eru sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því kjósandi gaf sig síðast fram. Nú hefir kjörfundur staðið 12 klukkustundir, og má þá slíta kjörfundi þegar fjórðungur klukkustundar er liðinn frá því að kjósandi gaf sig síðast fram«. KJÖRSEÐILL við Alþingiskosningar 24. júní 1934. Erlingur Friðjónsson fratnbjóðandi Alþýðuflokksins X Árni Jóhannsson frambjóðandi Framsóknarflokksins Einar Olgeirsson frambjóðandi Kommúnistaflokksins Guðbrandur Ísberg frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins A Landslisti B Landslisti € Landslisti AÍþýðuflokksins Bændaflokksins Framsóknarflokksins D Landslisti Kommúnistaflokksins E Landslisti Sjálfstæðisflokksins Þannig iítur kjörseðili á Akureyri út, eflir að frambjóðandf Ffamsóknardokksins hefir verið kosion. Settur blýantskross framnn við nafn Árna Jóhannssonan — Ekki má kjósa bæði frambjóðanda og Iandslista, heldur annaðhvort frambjóð- anda eða landslista. Yfirlýsing. Ég hefi orðið þess var, að slef- berar flytja þá sögu hér um bæ- inn, að ég styðji kosningu Einars Olgeirssonar. Lýsi eg hér með yf- ir því, að þetta er með öllu til- hæfulaus uppspuni. Vilhálmur Þór. Að atkvæðagreiðslu lokinni af- hendir undirkjörstjórn yfirkjör- stjórn atkvæðakassann, og fer þá talning atkvæða^ fram þegar í stað hér á Akureyri. f yfir- kjörstjórn Akureyrarkaupstaðar eu Steingrímur Jónsson bæjarfó- geti, Jakob Karlsson og Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigíús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórii Ingimar Eydal, r- liisi á fitef ri! Varizt að kjósa frambjóðend- ur annara flokka; ekki er það útilokað að Framsóknarflokkur- inn fái uppbótarsæti. Gleymið því ekki, að öll atkvæði sem falla tij kommúnista, verða gagnslaus að öðru en því að styðja Ihaldsflokkinn. — Kjós- ið því allir og undantekningar- laust frambjóðanda Framsókn- arflokksins. — Prentsmiftja Odds BjönWKauw, i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.