Dagur - 26.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 26.06.1934, Blaðsíða 2
108 DAjGmtt 71. tbl. Umferðar- reglur. Á síðustu árum, og þó einkum nú í vetur, hafa slys á akvegum og götum (í Reykjavík) verið tíð- ari en gerzt hefir fyrr. Almenningur skellir venjulega skuldinni allri á'ógætni og skeyt- ingarleysi ökumanna bifreiðanna, og það jafnt hvort ástæða er til eða ekki. Það er satt, að flest slysin henda í sambandi við bif- reiðaumferð, en þó svo sé, geta bifreiðastjórarnir ekkert að gert, og eiga enga sök á í mörgum til- fellum. í hvert sinn sem slys hendir, er sjálfsagt að rannsókn fari fram, til þess að komast að raun um hver ástæðan er, með tilliti til skaðabóta fyrir fólk eða fargögn. Sannleikurinn er sá, að ökumennimir eru umferðareglun- um miklu kunnugri, og haga sér eftir þeim, öllum öðrum fremur. Fjöldinn allur bæði í sveitum og bæjum — og þó einkum í sveit- unum — hefir enga hugmynd um umferðarreglur eða svo lítur út að minnsta kosti. Flestir munu þó vita, að víkja ber til vinstri; en þegar kemur til bæjanna verður málið. flóknara, þar sem götur mætast, aðalgata er skorin af þvergötu o. s. frv. Mönnum þarf að vera það ljóst, að hjólreiða- menn, hestvagnar og fótgöngu- menn eiga að hlýða umferðarregl- um eins og bifreiðarnar. Ég hefi gengið eftir gangstéttum bæði í Reykjavík og á Akureyri og sí- fellt verið að stangast við menn og konur á öllum aldri, sem löbb- uðu eftir eigin höfði, þvert ofan í og á móti. viðteknum reglum. Hið' sama er að* segja á akvegum út um sveitir. Þar geta sjálfsagt margir sagt þá sögu, að hestvagn eða önnur farartæki stöðvist á rangri hlið vegarins meðan bif- reið er neydd til að aka og víkja til hægri. Þessi óvani þarf að lag- ast, og það sem fyrst, og það þarf að taka ómjúklega á þeim sem brjóta þvert á móti lögum og venju. Erlendis eru umferðarregl- ur kenndar í barnaskólum, og ég sé ekkert á móti því, að barna- skólarnir á íslandi taki upp þá reglu, bæði í sveitum og kaup- Gleymiö ekfci að endurnýja hluta- mlða yðar tii 5. Ilokks. Dað oetur kostað yður kr. 3,750,00. Þér, sem flytjið burtu úr bæn- um lengri eða skemmrí tíma, ættuð að gera hlutamiða yðar að ársmiðum, eða fela endurnýj- unina vini yðar eða vandamanni. Og þér, sem enn eigið ekki miða, ættuð nú að reyna heppnina. Eftir er að draga enn þá 4000 vinninga fyrir kr. 861,400,00. Porsi. Thorlacius bóka og riífangaverzlun stöðum. Lögum samkvæmt eru ís- lenzkar umferðarreglur ekki svo margþættar, sem annarsstaðar gerist, og get ég ekki betur séð, en að slíkt nám gæti verið æfður leikur í frímínútum milli kennslu- stunda. Virðist mér að sú þekk- ing sé nauðsynleg þegar á barns- aldri, ekki síður en margt af því, sem á borð er borið fyrir börnin. Börn verða fyrir bifreiðum eins og fullorðnir, og það sem ennþá er verra: þau sjást stundum hanga á þeim, og eru undur, að ekki hafa oft hlotizt stórslys af þeim ástæðum einum. Þessi atriði vildi ég mælast til að allir kenn- arar tækju til meðferðar, þótt engin skylda knýi þá til þess. Fótgöngumaður og hjólreiða- maður, hvort sem er barn eða fullorðinn, getur orðið valdur að slysi, þótt eigi hendi hann sjálf- an. Star.di maður á miðjum vegi, og bifreið kemur akandi með lög- legum hraða, er eðlilegt, að ek- illinn stýri fram hjá manninum. Fari svo ? því tilfelli að vegur- inn springi. ef ekið er út á röð, eða bifreiðín renni útaf, velti um, og skémrmst meira eða minna, er sökin þess manns, sem fyrir var, því hann hefir ekki rétt á nema hálíúm vegi. Þess eru ótal dæmi erlendis, að slys hafa hlotist af að skyndilega hefir þurft að stöðva bifreið, af því að hjólað hefir verið eða stanzað fyrir framan hana á ó- löglegan hátt. Dómar í slíkum málum falla ætíð á einn veg, ef bifreiðin dæmist í löglegu ástandi er sök í þeinr tilfellum ekki bif- reiðarstjórans. öll þau atvik, sem fyrir geta komið, er ekki hægt að greina í stuttu máli, enda skiftir það minnstu, en hitt skiftis mestu, að allir fylgi settum lögum í þeim atriðum, sem umferðareglur snerta. Enn er rétt að minnast á eitt atriði, sem mjög er frá allra hálfu vanrækt eftirlit með, en það er, að menn aka bifreið án ökuleyfis. Það er skylda hvers manns, að kæra tafarlaust til hreppstjóra eða sýslumanns, hvern þann, sem ekur án ökuskír- teinis. Hvers vegna? mun margur spyrja, og bæta við, að menn geti ekið alveg eins vel án ökuleyfis. Því er auðsvarað. Enginn, sem ekur án leyfjv,, hefur rétt til vegarins, og öll ■&- byrgð, bæði gagnvart bifreið, j'ar- þegum og vegfarendum er á hans herðum. Ekkert vátryggingarfé- lag greiðir skemmdir eða slys, sem fyrir kunna að koma, ef ekið er í óleyfi. Og hvenær henda ó- höpp? Þau sér enginn fyrir. Eg hefi þekkt dæmi þess í Danmörku að maður ók bifreið skírteinis- laust. Það óhapp skeði, að fyrir vagninum varð maður, sem slas- aðist, svo að hann missti fót, og varð um leið óhæfur til þess starfa, sem hann áður hafði. — Honum voru dæmdar 20 þúsund kr. í skaðabætur, og það varð skírteinislausi ökumaðurinn að borga, Vátryggingarfélagið neit- aði af eðlilegum ástæðum. Eg þekki mörg dæmi af sama tagi, en eg efast um að þeir, sem aka bifreið án leyfis, geri sér Ijóst, hverja ábyrgð þeir taka á sínar herðar. Og séu menn ekki skynsamlega hugsandi í þeim efn- um, vil ég leyfa mér að skora á hvern þann þjóðarþegn, er veit um mann, sem ekur án leyfis, að kæra hann tafarlaust. Það er fyr- ir alla miklu meiri greiði, en ó- greiði, sem með því er gerður. ís- lendingar eru viðurkenndir ólög- hlýðnir menn. Sennilega mest vegna þess, að verðir laganna eru flestir lélegir starfsmenn, og því er allskonar lögleysa framin (má þar minnast heimabruggunar og sölu óleyfilegs áfengis sem dæm- is). Lögbrot eru alltaf lögbrot, en í þeim tilfellum, sem mönnum getur stafað stór Iiætta af frömd- um lögleysum, eins og á sér stað með óleyfilega bifreiðameðferð, er sérstök ástæða’ til að ganga hreinlega að verki. Auðvitað henda slysin flest í i ýmsum kjordæmtim verða at- kvæði talin í dag. Svo mun verða í Dalasýslu, V estur-ísafjarðar- sýslu, Árnessýslu, Borgarfjarðar- sýslu, Barðastrandarsýslu og Skagafjarðarsýslu. Á rnorgun fer talning fram í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Strandasýslu og ef til vill víðar. Það, sem til hefir frétzt, hefir kjörsókn að öllu samanlögðu verið góð og víða á- gæt, enda var veður gott kosn- ingadaginn. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiöja Odds BjpmsBOíMur, bæjunum, þar sem umferðin er mest, og þar eru lögregluþjónar, sem daglega eru á verði, svo gera má ráð fyrir að gæzlan sé þar góð. En hættur geta víðar verið við vegarjaðarinn, jafnvel á miðj- um, greiðum og góðum akvegi, úti í sveit. Umferð fer sívaxandi og er því að mínu áliti ekki ástæðu- laust, að gera kröfur til þess að hver einasti þjóðarþegna viti hvernig hann á að haga sér á vegi eða götu, hvort sem hann er ak- andi, hjólandi, gangandi, ríðandi, eða standandi bjargfastur á á- kveðnum bletti. Þau slys, sem hent hafa, ættu að kenna mönn- um þá varfærni, og umfram allt, þau lög og reglur, sem öllum ber að haga sér eftir, svo afstýrt verði því tjóni, sem hægt er að búast við, meðan regluleysið rík- ir. Gísli B. Kristjánsson. Góður reiðhestur til sölu Upplýsingar hjá Á. Jóh. KEA. úr þeim kjördæmum, sem komnar erur fréttir, eru úrslit- in í Rangárvallasýslu einna eftir- tektarverðust. Frambjóðendur Bændaflokksins hafa þar nálega ekkert fylgi, en þó nóg til þess, að fella frambjóðanda Framsókn- arflokksins og gefa íhaldinu kjör- dæmið óskift áfram. Framboð Bændaflokksins eru hvai-vetna í þjónustu íhaldsins, enda til þeirra stofnað í því skyni einu. Talning atkvæða úr Eyjafjarðarsýslu fer fram á Akureyri á fimmtudaginn kemur og mun hefjast um eða aflíð- andi hádegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.