Dagur - 30.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 30.06.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ar. í Afgreiðsian er hjá JONI Þ. ÞOK. Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dcs. Akureyri 30. júní 1934. 73. tbl. Kosningaúrslit Eyjafjarðarsýsla: Kosningu hlutu Bernharð Ste- fknsson (F.) með 1319 atkv. og Einar Árnason (F.) með T251 at- kv. Garðar Þorsteinsson (S.) fékk 917 atkv., Einar G. Jónas- son (S.) 905 atkv.,. Stefán Ste- fánsson (B.) 348 atkv., Pétur E. Stefánsson (B.) 301 atkv., Barði Guðmundsson (A.) 371 atkv., Halldór Friðjónsson (A.) 303 at- kv., Gunnar Jóhannsson (K.) 262 atkv. og Þóroddur Guðmundsson (K.) 237 atkv. Af framangreindum atkvæðum féllu á A-listann 30 atkv., B-list- ann 3, C-listann 15, D-listann 15 og E-listann 37 atkv. Barðastrandarsýsla: Bergtur Jónsson (F.) var. kos- inn með 508 atkv., Jónas Magn- ússon (S.) fékk 266 atkv., Sig- urður Einarsson (A.) 292 atkv., Hákon Kristófersson (B.) 140 at- kv., Hallgrímur Hallgrímsson (K.) 70 atkv. Norður-isafjarðarsýsla: Jón Auðiinn (S.) kosinn með 780 atkv. Vilmundur Jónsson (A.) fékk 740 atkv. Hefir þá talning atkvæða farið fram í öllum kjördæmum lands- ins, nema Suður-Þingeyjarsýslu; þar verður talið í dag, og er eng- inn í vafa um, að Jónas Jónsson nær þar kosningu. Er því vitað um tölu kjördæmakosinna þing- manna hvers flokks, og, verður hún á þessa leið: Alþýðuflokkurinn 5 þingm. Bændaflokkurinn 1 Framsóknarflokkurinn 15 — Sjálfstæðisflokkurinn 16 —• Utanflokka (Ásg. Ásg). 1 — Um tölu uppbótarþingsæta flokkanna verður ekki vitað með vissu, enn sem komið er, en svo mikið er þó víst, að Sjálfstæðis- flokkurinn verður ekki í meiri hluta á Alþingi. I næstu blöðum verður nánar vikið að kosningunum og úrslit- um þeirra. Meinleg villa hefir slæðst inn í »Kosningaúrslit« í síðasta töblbl. 1 Austur-Skaftafellssýslu er Þorbergur Þórðarson talinn kosinn þingmaður., en átti auðvitað að vera Þorbergur Þor- leifsson. Skólaför 1934. (Framh.) Svo er stigið á skip og eyjan kvödd með söng og húrrahrópum. Kvennaskipið siglir nú beint í Grænavatn, en karlar til Skútu- staða. Þar bíður beggja hópanna ágætur miðdagsverður, sem gerð eru góð skil, enda er Mývatnssil- ungurinn lostætur öllum og ekki sízt slíkum ferðalöngum. f mörg- um er kuldahrollur, því svalt er á vatninu, en allt slíkt hverfur skjótt, er komið er í upphituð hí- býli að heitum mat. Nú er hafð- ur hraði á, því í kvöld á að aka til Húsavíkur. Og að máltíð lok- inni eru ágætir húsráðendur kvaddir með kærri þökk og ekið með flughraða úr hinni sérkenni- legu og ágætu Mývatnssveit, er hafði sýnt okkur svo margt ó- gleymanlegt. Við þeysum upp Mý- vatnsheiði, niður Reykjadal, út Aðaldal, dáumst að gróðrinum í hraununum og hinum ágætu veg- um, fljúgum fram hjá Indriða á FjalH, eygjum Grenjaðaratað og fleiri nafnkunna bæi, er sólin hellir nú geislum sí'num yfir í kvöldkyrrðinni, yfir Laxá, lítum stórbýlið Laxamýri, þar sem Jó- hann Sigurjónsson skáld sleit barnsskónum og horfum í áttina til Guðmundar á Sandi. Og allt- af er sungið þó nú hafi röddin tapað tærasta blænum. Og að lok- um blasir Húsavík við, fögur og hreinleg með iðgræn túnin milli fjalls og fjöru. Þar nemum við staðar kl. 10j/2 að kveldi, bíða þar okkar opnir armar á- gætra manna. Ben. Björnsson, skólastjóri og Egill Þorláksson kennari taka á móti okkur með blíðu og rausn. Koma okkar er undirbúin. Egill les af blaði hvernig skift skuli hópnum milli heimilanna til gistingar og hverfa nú óðum 2 og 4 og 6 í smáhópum sjónum okkar og innan skamms stöndum við þar eftir barnlausir og einmana, en áhyggjulausir með öllu. Kvöldið er kyrrt og bjart. — Börnin þurfa margt að sjá, svo seint er víða háttað. En vel mun hafa verið borðáð og ágætlega sofið, því kl. kl. 914 morguninn eftir mæta þau öll spilfrísk og glöð. Ekið er út á Höfðann og horft vestur yfir flóann, Flatey »flýtur« við yfirborð sjávar, en Grímsey hyllir upp, út í hafs- auga. Svo er hleypt af stað aftur inn í þorpið og lagt upp á hina löngu Réykjaheiði áleiðis austur í Ax- arfjörð. Veðrið er ágætt, sólskin og prýðilegt-skyggni. Ferðin sæk- ist vel upp brekkurnar. Uppi á heiðinni er svalt þótt sólin skíni, en það gerir okkur ekkert til. — Stanzað er við Sæluhúsmúlann og skoðaðar rústir hins gamla sælu- húss. Þar áttu um aldir athvarf ýmsir ferðalangar, er brutust á- fram yfir hina löngu heiði og komu þar kaldir og lúnir í lélegt heiðarhreysið, er e. t. v. barg þó lífi þeirra í vetrarhörkunum. — Gætu rústirnar talað, myndum við, sem nú þeysum fyrirhafnar- laust yfir heiðina og í dag stönd- um þar sem sigurvegarar yfir öll- um torfærum hennar, hlusta hug- fangin á söguna, er þær hefðu að segja. En rústirnar þegja, og við búum okkur til söguna. En hún verður ekki skráð hér, — verður sjálfsagt aldrei skráð. Aftur á móti hefur nú Þórarinn Björns- son, Menntaskólakennari, sem með er í förinni, að sýna okkur Kelduhverfi, sína ágætu sveit, upp raust sína og sýnir okkur og segir margt um fjöll og örnefni, er nú blasa við til allra hliða. Og enn er haldið af stað, yfir urðir og móa og sanda og flög og hraunhellur. Brátt hallar und- an, leiðin sækist skjótt og innan skamms sitjum við föst í mýri sunnan við Fjallabæinn. Bílum er ýtt og ekið, en lítið gengur, en er keðjur eru komnar- á hjólin, rífa þeir sig fram úr mýrinni og að klukkustund liðinni er allt komið af stað, og nú brunum við éfram til Víkingavatns. Þar tek- ur móðir Þórarins okkur tveim höndum, hellir i okkur rjóma- þykkri mjólkmni, en nestistösk- urnar léttast að mun inni í stofu og úti á hlaðvarpa. En eftirvæntingin að sjá sem fyrst »Ásbyrgi, prýði vors prúða lands«, er mikil. Þessvegna vilja nú allir af stað í skyndi. Og þeg- ar í bílana er komið byrjar söng- urinn á ný. Veðrið er yndislegt og nú blasir Kelduhverfið og Ax- arfjörðurinn við í allri sinni dýrð, fjöllin blána í fjarska en Rauðuntipar hylla upp í norð* austri og endalaust útsýnið til haf sins. • Eftir stundarferð er komið í Ásbyrgi og ekið inn undir vatn, gegn um hinn mikla gróður. — Börnin hverfa úr bílunum inn í skóginn, upp undir bergið og nið- ur áð vatninu. Köll og háreysti kveða við allsstaðar, því berg- málið er magnað. Hrifning þeirra yfir þessari undrafegurð og sér- kennileik fá engin orð lýst, enda hygg ég, að þessi stund, er' við dvöldum í Ásbyrgi þennan fagra júnídag, muni þeim seint! úr minni líða, og það mun ekki hafa verið með öllu sársaukalaust fyr- ir sum þeirra, að slíta sig úr þessari töfrandi dýrð. . Og eftir að ryfjað haði verið upp kvæði Einars Ben. um Ásbyrgi og Sleipni minnst, sem »sporaði byrgið í svörðinn«, var ekið af stað austur að Jökulsárbrú. Af brúnni litum við hið »kolmó- rauða, ferlega flagð«, ljótasta fallið á leið okkar, sem búið er að gera að svörtum sandi ógnar flæmi allt til sjávar. Litum við rétt fyrir neðan brúna hinn forna ferjustað og létum hugann reika til þess tíma; sem enn er skamt að baki, er langar hestalestir komu þramm- andi yfir Reykjaheiði, frá Húsa- vík, klyfjaðir nauðsynjum öx- firðinga, héldu fram á sandinn, að »Kallvörðunni«. Lestamenn taka klyfjar ofan, spretta af reið- verum, kalla á ferjumann frá Ferjubakka, flytja allt á smá- ferju yfir ólgandi, mórauða ið- una, og leggja svo dauðþreytta hestana til sunds á eftir. — Nú brunum við á bílum yfir brúna. Og nú skilja leiðir. Kvenfólkið og Þórarinn halda aftur til gist- ingar á æskuheimili hans, Vík- ingavatni, en allir kaflar aðrir að Skinnastað, sem er skammt frá ánni. Þar er okkur tekið tveim hönd- um af prestinum, séra Páli Þor- leifssyni. Nú er farið að. skoða sig um, því viðsýnt er og fagurt á Skinnastað. Og er etinn hafði verið kvöldverður, var ekið að skólahúsi öxfirðinga, myndar- legum heimavistarskóla, sem stendur umlukt skógkjarri skammt frá bænum, og sofið þar um nóttina í bezta gengi. Mjög hafði verið hlakkað til að sjá kveldsólina á Skinnastað, sem mjög er rómuð að fegurð, en haf- þoka huldi þá sýn. •>— Þá e.c runninn upp síðasti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.