Dagur - 03.07.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 03.07.1934, Blaðsíða 1
DAQUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreíðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖE. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- prreiðslumanns " fyrir 1. des. Akureyri 3. jolí 1934. 74. tbl. Kosningaúrslit í Suður-Þingcyjarsýslu voru þannig: Jónas Jónsson, frambjóöandi Framsóknarflokksins, var kosinn þingmaður kjördæmisins með 1048 atkvæðvm. Eári Sigurjóns- son, þingmannsefni Sjálfstæðis- flokksins, hlaut 287 atkv., Aðal- , björn Pétursson, frambjóðandi Kommúnistaflokksins, 153 atkv., Hallgrímur Þorbergsson, þing- mannsefni Bændaflokksins, 67 at- kv., og Sigurjón Friðjónsson, þingmannsefni Alþýðuflokksins, 66 atkvæði. Eru þá allir þessir 4 flokkar til samans rúmlega hálf- drættingar móti Framsóknar- flokknum í kjördæminu. í síðasta blaði var skýrt frá tölu kjördæmakosinna þingmanna Skólamál. Sú setning er höfð eftir fræg- um uþpeldisfræðingi, að sú þjóð ? standi fremst, sem eigi bezta skóla. Þessi skoðun er nú orðin að staðreynd. Margar mennta- stofnanir skapa menningarþjóð. Og nú er svo komið, að í ýmsum nágrannalöndum vorum er skóla- skylda frá 7—18 ára aldurs. — Hlutverk skólanna 'hefur breytzt mikið frá því sem áður var. Á frumstigi þeirra var hlutverkið nær eingöngu það, að troða í börn og unglinga fjöldamörgum lexí- um, sem utanbókar skyldu lærð- ar, og er þaðan komin hin óskáld- lega setning, »að troða í krakka«, sem á að merkja barnakennslu. — Takmark nemandans var það eitt, að geta tileinkað sér efni náms- bókanna, munað ótal nöfn á borg- um, fljótum og fjöllum um heim allan, mannanöfn og ártöl úr mannkynssögunni, mannanöfn og ártöl úr ritningunni o. s. frv. Ef eitthvert barnið var nú svo óhamingjusamt, að nefna ekki rétt ártal eða rétt nafn, þá fékk það oft og mörgum sinnum refs- ingu, vandarhögg, löðrung, e. þ. u. 1. Refsingin átti að hjálpa því til að rnuna. Kennarinn var óvæg- inn harðstjóri, miskunnarlaus dómaii, sem sat í hásæti og yfir- heyrði börnin með refsivöndinn í hendinni, reiðubúinn að veita þeim maklega ráðningu, ef minn- ið brást þeim. Skólinn var þá'lík- aatur fangelsi, sem börnin urðu flokkanna. Nú, þegar allar at- kvæðatölur flokkanna eru kunnar orðnar, má sjá fyrir um uppbót- arþingsætin, eða þá landskjörnu, og verður tala þeirra á þessa leið: Alþýðufl. fær 5 uppbótarsæti. Sjálfstæðisfl. fær 4 uppbótarsæti. Bændafl. fær 2 uppbótarsæti. Verður þá þingmannatala flokkanna alls eins og hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn 20 þingm. Framsóknarflokkurinn 15 — Alþýðuflokkurinn 10 — Bændaflokkurinn 3 — Utanflokka 1 — Umbótaflokkarnir tveir, Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk- urihn, hafa þannig til samans 25 þingmenn af 49 og mynda í sam- einingu meirihluta þingsins. aldri er ekki hollt að sitja á hörð- óumflýjanlega að dvelja í sín þroskaár. En menningin hefir vaxið og skilningurinn á barnseðlinú hefir breytzt til hins betra. Dómarinn hefir verið rekinn í útlægð, en í stað hans er kominn leiðsögu- maðurinn, félaginn, sem hjálpar og leiðbeinir í stað þess að refsa, og hvetur til betri átaka í stað þess að ávíta. Hann þurfa börn- in ekki að hræðast. Til hans er ó- hætt að koma með vandamál sín og áhyggjur til úrlausnar, því að hann er vinveittur þeim og hjálp- samur. Nú er banakennarinn ekki lengur grýla barnannei og skólinn fangelsi, heldur er kennarinn leiðtogi þeirra og skólinn annað heimili. Þessi gamli páfagaukslærdómur í barnalærdómskveri, mannkyns- sögu og landafræði, kom börnun- um að litlu haldi, þegar þau urðu vaxnir menn og þungi daglega lífsins Iagðist á herðar þeim. Ár- töl sögunnar og borgah'eiti landa- fræðinnar leystu ekki úr vanda- málum þeirra á nokkurn hátt. Reynslan sýndi það áþreifanlega. Af þeim sökum varð gamli skól- inn að víkja Nýskólinn er byggður á gjör- ólíkum grundvelli. Hann leggur aðaláherzluna á líkams- og sið- gæðisuppeldi. Hann kappkostar að ala börnin þannig upp, að þau eignist heilbrigða sál í hraustum líkama. Hann vinnur að því, að þjóðin verði hraust og göfug. Ný- skólinn veit, að börnum á þroska- H/artans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andldt og útför Ásthildar Rafnar. Haíldór og Stefdn Rafnar. ¦""* IIMilllMIWiilllillBIMIIIBII'lllWlllllM^IMHMIMMIIIIBMIWIIIIIWIIIIMaiWilll um skólabekkjum við lestur og bóknám helming ársins. Hann veit, að kyrrseturnar eru ekki líklegar til að vinna að líkams- þroska barnsins. Þess vegna er starf og íþróttir tekið upp í ný- skólanum. Það er tekið upp vegnav þess, að flestir menn þurfa að vinna til að lifa. Skólinn á að búa börnin undir erfiði lífsins. Gamli skólinn gerði það ekki á réttan hátt. Lífið heimtar það, að mennirnir starfi eitthvað. Því skyldi þá ekki reynt að kenna börnunum einhver störf og koma þeim í skilning um gildi þeirra, og vekja hjá þeim starfslöngun og starfsgleði. Að þessu vinnur nýi. skólinn. Vinnan er einn þátt- urinn í líkamsuppeldinu. Hinn þátturinn er íþróttirnar. Og um leið verður líkams- og heilsufræði ein af aðalnámsgremum skólans. í fyrri daga voru andlegir fá- ráðlingar til hér á landi, e. t. v. meira en nú. Það voru oft mikiJ vandkvæði að fá þá fermda, — upptekna í kristinna manna tölu. En þá var það skilyrði fyrir fermingu, að barnið gæti Iært og endursagt nákvæmlega orðrétt langar klausur úr hinum kristnu fræðum, en það voru ýmast pistl- ar úr biblíuni sjálfri eða spak- mæli eftir íslenzka eða erlenda klerka. Ef eitthvert barn var ó- hæft til náms, var reynt að láta það hafa eftir öðrum nokkurn kaflá úr lærdómskverinu og síðan fermt »upp á nokkra kafla úr fræðunum«, sem kallað var. Nú' er þessi þululærdómur að méstu úr sögunni, og þeir dagar liönir, er börn voru rekin grát- andi út í fjós með kverið sitt og skipað að hafa lært ákveðinn kafla á ákveðnum tíma. Fullnað- arpróf frá barnaskóla var um skeið skilyrði fyrir'fermingu. Nú er það ekki lengur, en fullnaðar- próf þetta er skilyrði fyrir upp- töku í alþýðuskólana hér. Það er ekki úr vegi, að minnast hér á ósamræmi það, sem svo átakan- lega hefur komið fram við sögu- kennslu og kristindómskennslu. Söguriturum flestra þjóða verður starsýnt á hernað og sigurvinn- inga konunga og hershöfðingja. Það er allsstaðar reynt að koma lesandanum til að dást að glœsi- leik þessara blóðböðla mannkyns- sögunnar. Þjóðhöfðingjarnir, sem beittu vopnunum bezt og herská- astir voru, eru fyrirmyndirnar í sögunni. Landvinningarnir kost- uðu blóð. Spor konunganna upp að hasætunum voru blóðug. En samt sem áður eru þessir konung- ar mikilmenni í sogunni, hjúpaðir æfintýrablæju. íslandssagan er af svipuðum toga spunnin. Vopna- burður sögualdarinnar, sviksemi og launmorð Sturlungaaldarinnar eru hin sj'álfsögðu viðfangsefni sagnaritarans. Og áhrif sögu- námsins verða þau, að bömin dást að fullhugunum, sem bezt héldu á vopnunum, víkingunum, sem hjuggu strandhögg og rændu fé og fólki, landnámsmanninum, sem drap tíu írska menn til að hcfna fcstbróður síns o. s. frv. —¦ Að vísu er þessi aðferð góð til að ala upp hernaðarþjóðir. Og sagan hefur vissulega hjálpað þar mikið til um margar aldir. En svo kemur kristinfræðin. Fynrmyndin þar er nokkuð önn- uiv Hún kunni ekki vopnaburð. Hún lifði eftir sínum eigin kenn- ingum í kærleika til alls. Fagnað- arboðskapur Nýja testamentisins á enga samleið með hernaðarboð- skap mannkynssögunnar. Þess vegna þarf að breyta sögukennsl- unni í kristilegra horf, svo að á- hrif hennar verði göfgandi en ekki spillandi, eins og þau hafa oft óhjákvæmilega hlotið að vera. Það er vissulega gott, að innræta börnunum virðingu fyrir fóstur- jörðinni, en það er illt að innræta þeim þjóðernisrembing, því að þjóðernisrembingurinn er megin- orsök styrjaldanna. Nýskólinn vill gjörbreyta sögu- kennslunni. Hann vill láta söguna hjálpa til við að ala upp með æskunni manndáð, drengskap og göfgi. Hann vill, að æskulýðurinn fái að kynnast þeim mönnum sögunnar, sem breyttu eftir eigin samvizku og réttlætistilfinningu, hvort sem leið þeirra lá upp í há- sætið eða niður í dýpstu örbirgð, þeim mönnum, sem fengust ekki til að fórna sínum helgustu skyld- um og dýrðlegustu hugsjónum, þó að gull og metorð væru í boði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.