Dagur - 05.07.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 05.07.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur • út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhaims- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞöR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns f yrir 1. des. XVII. ar. Akureyri 5. júlí 1934. 75. tbl. Alþingiskosningarnar. Sigur umbótaflokkanna. f nýafstöðnum kosningum til Alþingis börðust tveir umbóta- og lýðræðisflokkar við þrjá, eða að nafninu til fjóra, ofbeldis- og ein- ræðisflokka í landinu. Þessir tveir umbótaflokkar eru Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Báðir vilja þeir halda við þing- ræðinu og lýðræðinu. Báðum er það sameiginlegt, að vilja umbæt- ur á núverandi þjóðskipulagi, en ekki byltingu eða kyrrstöðu. Báð- um er það sameiginlegt að vilja þróun á öllum sviðum þjóðlífsins, en ekki óeðlilegar stökkbreyting- ar, eða steinrunnið íhald. Báðir berjast þeir á móti hnefaréttar- stefnu kommúnista og nazista og báðir vilja þeir, að lögin nái jafnt til a]]ra. ÞÖ að þessa tvo umbótaflokka greini á um ýmsar vinnuaðferðir, þá er þó grund- vallarhugsjón þeirra í mörgu svo ]ík, að þeir ættu að geta unnið saman að sameininlegum hags- munum heildarinnar; það var og ætlun þeirra, að hefja samvinnu um lausn brýnustu nauðsynja- mála á aukaþinginu í vetur, en eins og kunnugt er, strandaði sú samvinna á neitun tveggja klofn- ingsmanna í Framsóknarflokkn- um, sem teknir voru að ganga á mála hjá íhaldinu. Kosningunum lauk svo, að um- bótaflokkarnir tveir hlutu til samans 25 þingsæti af 49. Að sjálfsögðu verður því að gera ráð fyrir því, að þessir flokkar neyti kosningasigursins fil nýrrar stjórnarmyndunar ög losi þjóðina hið fyrsta við þann vansa, sem hún hefir orðið við að búa um langa hríð,' að hafa yfir sér stjórn, sem fyrir margra hluta sakir er óhæf og ekki þingræðis- stjórn. Grobb andstæðinganna. Öllum mun vera í f ersku minni hið gegndarlausa yfirlæti og grobb íhaldsins og »bændavin- anna« á undan kosningunum. I- haldið dreymdi sæta drauma um meirihluta-vald sitt á Alþingí, en allir þeir draumar áttu rætur sín- ar að rekja til þeirrar vonar, að klofningsmönnum Framsóknar- flokksins tækist að sundra Fram- sóknarmönnum í svo stórum stíl, að á grundvejli þeirrar sundrung- ar gæti myndast ihalds-meiri- hluti. Það kom sí og æ skýrt í ljós í íhaldsblöðunum, að flokkur þeirra byggði vonina um upphefð sína eingöngu á sundrungarstarfi Bændaflokksins, enda var öllum vitanlegt og auðskilið, að klofn- ingsstarf þess flokks gat ekki leitt til annars, en að fella fram- bjóðendur Framsóknarflokksins, en styðja að sigri íhaldsmanna. Að vísu létu forkólfar Bænda- flokksins svo, að þeir myndu ó- spart draga'að sér úr beggja liði, Framsóknar og íhalds, en marga grunaði og enn. fleiri voru þess fullvissir, að hér væri aðeins um mannalæti að ræða og að þetta frekjulega grobbhjal »bændavin- anna« væri mestmegnis á sandi byggt. Fyrir kosningarnar sögð- ust þeir eiga mörg kjördæmi- vís, og svo ört ryddust menn inn í Bændaflokkinn, að ógjörningur væri að skrásetja allan þann fjölda og engin mannleg reikn- ingsgáfa megnaði að ná út yfir slíkan manngrúa. Nú er það kom- ið í ljós, að öll þessi digurmæli studdust ekki við neina hreysti á sjálfum vígvellinum, þar sem sigrar eru unnir, heldur var hér aðeins um orðhreysti að ræða, sem út af fyrir sig og ein sér er einskis nýt og verður oftast orð- hákunum sjálfum til minnkunar; svo varð í þetta skifti. Kosning- arnar hafa líka afhjúpað það, að_ orðagjálfrið um hið mikla fylgi Bændaflokksins var skrum eitt. Flokkurinn hafði sára lítið fylgi, á borð við kommúnista, sem ekki komu nándar nærri nokkrum manni að við kosningarnar. Bændaflokkurinn marði að ein- um manni í einmenningskjör- dæmi og naut við það hjálpar í- baldsins. Á móti var Framsókn- armaður, nýfluttur í kjördæmið. Atkvæðamunur aðeins urn 20 at- kvæði. Að öðru leyti stráféllu all- ir frambjóðendur Bændaflokks- ins í kjördæmunum. Þar á meðal formaður flokks<ins, Tryggvi Þór- ballsson, á Ströndum. Það verður því ekki annað sagt, en að Bændaflokkurinn, eftir allt fylg- isgrobbið, hafi getið sér lítinn orðstír í kosningunum. íhaldið hjálpar Hannesi á Hvammstanga til að skríða inní þingið með ör- fárra atkvæða mun fram yfir keppinaut sinn, Framsóknar- manninn, auk þess, skrapar flokk- urinn sér saman í öðrum kjör- dæmum atkvæði, er nægja til þess að fá tvö uppbótarþingsæti. Ef íhaldið hefði ekki séð aumur á «einkafyrirtækinu» í Vestur- Húnavatnssýslu, hefði það verið jafnoki kommúnista um það að fá engan mann inn í þingið. Þetta eru öll afrek Bændaflokksins í kosningunum. »Þessi var hans allur frægðarferill, farðu í rófu, vindhani og snerill«, Bændaflokkurinn hjálpar íhaldinu. Þá litlu hjálp, er »einkafyrir- tækið« fékk hjá íhaldinu í Vestur- Húnavatnssýslu, vildi það fá vel borgaða og fékk það líka. Þrátt fyrir fylgisleysi Bændaflokksins í nálega öllum kjördæmum lands- ins, gat hann þó á ýmsan hátt gert íhaldinu greiða. Sérstaklega kom þetta fram í RangárvaHa- sýslu. Þar munaði aðeins 14 atkv. á þeim sr. Sveinbirni Högnasyni og Pétri Magnússyni. Svafari Guðmundssyni tókst að lokka út handa sér og félaga sínum 30— 40 Framsóknaratkvæði. Það var nóg til þess, þótt lítið væri, að fella Framsóknarmanninn Svein- björn Högnason og gefa íhaldinu allt kjördæmið. Af þessu getur nú Svafar montast, en íhaldið er honum sárþakklátt, sem von er til. Sömu hjálp reyrídi »einkafyr- irtækið« að veita íhaldinu í flestum öðrum kjördæmum, þó víðast mistækist það, af því að flestir Framsóknarmenn héldu fast saman og létu ekki ginnast til pólitískra hermdarverka, þó hart væri að þeim gengið í því efni. Verður það Framsóknar- möímum yfirleitt ætíð til sóma, hve vel þeir reyndust, þegar mest lá við, bæði 1931 og svo nú í ný- afstöðnum kosningum. Ekki sízt eiga Árnesingar þökk skilið fyrir vasklega og drengilega fram- komu. Eins og áður er sagt, hefir Bændaflokkurinn gert íhaldinu víðar greiða en í Rangárvalla- sýslu. Flokkurinn hefir með framboði sínu í Skagafirði stutt að sigri Magnúsar Guðmundsson- ar í því kjördæmi. M. G. hafði aöeins 36 atkvæði fram yfir Steingrím Steinþórsson, en fram- bjóðandi Bændaflokksins fékk 62 atkv. Það var að vísu ekki mikið, en þo nægilegt til þess að koma Steingrími að, ef þau hefðu fall-* ið á hann, en skilja M. G. eftir 1 Hérmcð tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að jarðarför konu minnar og móður okkar, Guðrúnar Símonar- dóttur, er ákveðin mánudaginn þann 9. júlf og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu, Hríseyjargötu 1, klukkan l e. h. Aðstandendur. mmmmMmmmmmmmmmmmm valnum. Það er því mjög líklegt, að íhaldið eigi »eihkafyrirtækinu« að þakka áframhaldandi þingsetu, Magn. Gúðm., enda er það í prýðilegu samræmi við það, er Tryggvi Þórhallsson rauk úr for- setastóli í sameinuðu þingi til þess eins, að lýsa yfir því, að hann vildi ekki hafa neina »títu- prjónastingi« í fullt traust á Magnúsi Guðmundssyni. Fram- boð bændaflokksins í Skagafirði hefir því verið framhaldsvörn Tr. Þ. . gegn títuprjónastungum í þingmennsku og stjórnarathafnir M. G. Auk þess, sem að framan er sagt, hefir »einkafyrirtæki« Jóns í Stóradal blátt áfram gefið í- haldinu Austur-Húnavatnssýslu. En það hefir þó orðið svo dýr fórn frá hendi Jóns í Stóradal, að hann liggur sjálfur eftir á víg- vellinum, pólitískt dauður. »Hinn deyjandi fIokkur«. í kosningaundirbúningnum voru íhaldsmenn og bandamenn þeirra úr »einkafyrirtækinu« hjartán- lega sammála um það, að ekki kæmi annað til mála, en að Fram- sóknarflokkurinn væri alveg í andarslitrunum. Ihaldsmenn treystu á »bændavinina« til öfl- ugrar sundrungarmeðal bændanna og hvöttu þá óspart til að herða róðurinn af krafti. »Bændavin- irnir« trúðu á sinn mikla mátt og væntu eftir drjúgum liðsauka sér til handa frá íhaldinu í viðbót Framsóknarfylginu. Að síðustu voru íhaldsmenn og »bændavinir« sammála um það, að réttast væri að nefna Framsóknarflokkinn »hinn deyjandi fIokk«, því hon- íim gæti ekki orðið lífs auðið, þegar þessi tvö stórveldi Iegðust að honum í einu. En margt fer öðru vísi en eetlað er. fhaldið sveik Bændaflokkinn nálega alveg um fylgi, og »bændavinirnir« misreiknuðu herfilega fylgi sitt frá Framsókn. Þó að Framsókn gengi klofin til kosninga fyrir tU-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.