Dagur - 05.07.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 05.07.1934, Blaðsíða 2
206 DAGUR 75. tbl. stilli »bændavinanna« og til mik- illar gleði fyrir íhaldið, þá fóru svo leikar, að hin eiginlega Fram- sókn, sem íhaldið og »bændavin- irhir« kölluðu ýmist »Jónasarlið- ið«, »Tímasósíalista«, eða »hinn deyjandi fl.okk«, hlaut svo að segja jafnmarga kjördæmakosna þingmenn og íhaldið og 15 sinn- um fleiri en »einkafyrirtækið«. Á fundi einum hér á Akureyri fyrir nokkrum árum, lét einn fundarmanna þau orö falla, að sér virtist ól. Thors ekki spá- mannlegur útlits. ól. Thors spáöi því skömmu fyrir kosningarnar, að Framsóknarflokkurinn myndi hafa aðeins 6 þingmenn að þeim loknum. Þeir urðu 15. Honum skjátlaðist um 9.Bendir þetta rugl hans greinilega á, að hann sé að minnsta kosti einn af minnstu spámönnunum, ef hann þá nær því. En hvað sem um það er, þá er hitt engum vafa bundið, að »hinn deyjandi flokkur«, er ól. Skólamál. (Framh.). Barnaskólinn hlýtur ætíð að móta að meira eða minna leyti hugarfar barnsins, því að á þeim aldri er barnið næmast fyrir öll- um áhrifum. Það eru áhrif skól- ans, sem orka á allt líf þess, alla framtíð þess, og þá skiptir það ekki litlu máli, hvernig þau áhrif eru. Skólinn þarf að hafa þau á- hrif, að börnin verði bjartsýn á lífið, hugdjörf og kjarkmikil, hvernig sem blæs, og öðlist vit- und um það, að þau eru menn, sem þjóðfélagið væntir alls góðs af. Enn í dag er fjöldi kennara í sveitum íslands, sem ekki hefir numið uppeldisfræði. En uppeld- isfræðin er ein aðalnámsgrein kennaraskólanna. Að vísu efast ég ekki um, að margir þessara manna séu góðir kennarar. En þar sem vitanlegt 'er, að í hverj- um skóla eru börn með margvís-' legum og ólíkum lyndiseinkenn- um, er það afar mikils varðandi, að kennarinn hafi uppeldisfræði- lega þekkihgu. En af hverju stafar það þá, að sveitirnar hafa svo miklu færri kennara með kennaramenntun, en bæirnir? Þvi er fljótsvarað. Kjör farkennara eru að flestu leyti verri en kjör bæjakennara. Laun þeirra eru lægri. Starfið erfiðara og sýnir minni árangur sakir alltof skamms skólatíma. Þeim er ætlað að skila sveitabörn- unum jafnupplýstum og bæja- börnunum á þrisvar sinnum styttri tíma. Og þeir verða að skipta um heimili á tveggja til þriggja vikna fresti frá haust- nóttum til fyrstu sumardaga. Og þeir hafa langt um verri tæki til kennslunnar, langt um verri húsakynni og skólahúsgögn. Þeir verða að gerast samsekir um það að horfa á börnin sitja á bak- lausum trébekkjum, þar sem þau minnstu ná ekki með fætur til gólfs, en dingla þeijn í lausu lofti, Thors og hans fylgis- og banda- menn nefndu svo fyrir kosning- amar, er nú í augum þeirra orð- inn að. tröllauknum risa, sem í- haldið hræðist meira en nokkuð annað. Hefði það nú ekki verið fullt eins þægilegt eftir á, fyrir íhalds- menn og Bændaflokksmenn að raupa dálítið minna á undan kosningunum, svo að þeir þyrftu ekki að verða sér alveg eins mik- ið til minnkunar eins og nú er komið ? Það væri hollt fyrir þá að hug- leiða þetta með rólyndi, ekki sízt þá, sem standa að »einkafyrir- tækinu«. Hvar eru mörgu kjördæmin, sem þeir sögðust eiga vís? Hvað er orðið úr »hinum deyj- andi flokkk, sem þeir töluðu um? Vilja þeir nokkru svara, eða kjósa þeir heldur að þegja? Þeir um það. vitandi það, að slíkt getur verið heilsu barnanna skaðlegt, valdið hryggskekkju eða öðrum líkams- lýtum. Og það nálgast þaö að vera glæpsamlegt, að lögin skuli skylda börnin til setu á slíkum bekkjum á þeim árum, sem líkamsþroski þeirra er að taka mestum framförum. Þó að margt fleira mætti taka hér til samanburðar um kjör sveitakennara og bæjakennara, þá skal ég ekki þreyta áheyrend- ur með því. En að þessu athug- uðu hlýtur öllum að vera það ljóst, að sveitirnar verða að sætta sig við lélegustu kennarana. Góðu kennurunum er greið gatan að föstu skólunum, og þeim verður það á, að leita þangað. Þannig missa sveitirnar beztu kennslu- kraftana og mega þær þó sannar- lega ekki við því. Þetta hérað hefur a. m. k. orðið að sjá tveim ágætum kennurum á bak, sem heldur hafa kosið að setjast að í kaupstöðum við barnakennslu, en að vera áfram einangraðir far- kennarar. Og ég hygg, að burt- för þeirra hafi verið sveitinni ó- gæfa. Það er líka allt annað en heppilegt fyrir börnin, að skipt sé oft um kennara, að þau eigi e. t. v. á hverju hausti að fara á fund ókunnugs manns, er þau fara í skólann, og kynnast hon- um aldrei nema lítið eitt. Og ár- leg kennaraskipti er ekkert fátítt fyrirbrigði í sveitahéruðum á fs- landi. Allmörg sveitarfélög hér á landi hafa ekki getað sætt sig við þetta fyrirkomulag. Þau hafa því tekið upp fasta skóla í stað far- skólanna. Flest eru þessi sveitar- félög á Suður- og Vesturlandi. Hafa þau ýmist byggt fasta heim- angönguskóla, þar sem hægt hef- ur verið að láta öll eða flestöll börn sveitarinnar ganga í skól- ann, eða þá heimavistarskóla, þar sem lega sveitarinnar útilokaði skólagöngu allra barnanna á einn stað. — Norðlendingar virðast öllu tómlátari um þessi mál, en þó er þessi ár að vakna almennur áhugi þeirra fyrir föstum skólum í sveitum. Á s. 1. ári var byggður barnaskólyi við Dalvík fyrir svarfdæisk börn, og mun hann tekinn til starfa. í Hrísey mun skólabygging að líkindum standa yfir, því að mér var kunnugt um, að sl. haust var verið að flytja þangað byggingarefni í skólahús. Á Árskógsströnd er skólabygging fyrirhuguð og í Saurbæjarhreppi hef eg heyrt að áhugi sé að vakna fyrir föstum skóla. í Axarfirði var byggður heimavistarskóli barna og unglinga fyrir mörgum árum. Annars hef ég ekki í hönd- um skrá yfir skóla þessa, og nefni því aðeins fáa. Það sem knúð hefur sveitirnar til að koma upp þessum skólum, er fyrst og fremst það, að for- eldrar sveitabamanna geta ekki til lengdar sætt sig við það, að þeirra börn fái langtum minni fræðslu en börn bæjanna. Og sér- hver íslendingur, sem viðurkenn- ir kosti íslenzkrar sveitamenning- ar, getur ekki sætt sig við það, að henni hnigni á meðan önnur menning vex. Hinir nýju sveita- skólar eru ekki eingöngu notaðir tii barnafræðslu. Þeir eru heimili fyrir ungmennanámsskeið og æskulýðsfundi, — miðstöð sveita- lífsins. Æskulýður sveitanna hef- ur um’mörg undanfarin ár leitað til bæjanna, því að þeir hafa svo margt að bjóða umfram sveitim- ar. Sumt af því er að vísu fánýtt, en sumt mikils virði. En nýju sveitaskólarnir eiga að veita æskulýð sveitanna mestan hluta þeirra verðmæta, er þeir hafa nú um langt skeið orðið að leita ut- an átthaganna. Þeir eru því að nokkru leyti afl, sem vinnur á móti flótta æskulýðsins úr sveit- unum. Þar sem hægt er að koma heimagönguskólunum við, eru þeir að mörgu leyti ákjósanlegast- ir. Heimavistarskóarnir auka á erfiði skólastjórans, og reyna miklu meira á stjórn hans og aga. Aftur á móti er líklegra að heimavistarskólinn móti börnin meira, þar sem þau kynnast skólastjóranum miklu nánar, og er því eigi lítið undir því komið, að valinn maður skipi það sæti. En það er mjög komið undir legu sveitarinnar, hvorn þessara skóla skal velja. En lega sveit- anna hér í Eyjafirði er þannig, að ekki getur verið um nema ann- an þeirra að tala, heimavistar- skólann, nema því aðeins, að hægt væri að flytja börnin í bif- reiðum, og þó að svo væri, þarf skólinn að geta hýst börnin, sem lengst eru að komin, ef samgöng- ur teppast í bili sakir snjóa. -— Framlög ríkisins eru líka að hundraðstölu nokkru hærri til heimavistarskóla en heimagöngu- skóla. Og til þess að enginn þurfi að véfengja orð mín, tek ég hér orðréttan kafla úr 14. gr. laga um fræðslu barna frá 1926: »Til að reisa barnaskólahús utan kaupstaða greiðir ríkissjóð- ur, af því fé, er til þess er veitt í fjárlögum ár hvert, allt að þriðjungi kostnaðar, sé það heim- angönguskóli, en allt að helmingi kostnaðar, sé það aðallega heima- vistarskóli, með því skilyrði, að fræðslumálastjórnin samþykki uppdrátt og lýsingu af húsinu og legu þess, enda sé húsið með lóð þess eign hreppsins«. Algengast mun vera, að barna- skólahúsið sé um leið samkoniu- hús sveitarinnar. Sumir kynnu að telja það nokkurn galla, ef um heimavistarskóla er að ræða. En þá er því til að svara, að heima- vist barnanna er á annari hæð og einangruð fyrir samkomugestum, þegar ástæða þykir, og í öðru lagi eru flestar samkomur haldn- ar um helgar, en þá fara börnin heim til sín. En sé veðrið svo slæmt, að böijiin komist ekki heim, má óhætt gera ráð fyrir að samkomur fyrirfarist líka vegna illviðra. Heimavistaskólinn verður jafn- an heimangönguskóli fyrir þau börn, er eiga heimili svo nærri honum, að þau geta lagt á sig skólagöngu. Og hafi nú einhverj- ir foreldrar megna vantrú á heimavistinni, þrátt fyrir góða reynslu annara slíkra skóla, er þeim vitanleg-a heimilt að koma barni sínu fyrir á nærliggjandi bæjum. Um árangurinn af dvöl barn- anna í þessum skólum fer vitan- lega mjög eftir stjóm hans. Og skólanefndin verður að vera vönd í vali á skólastjóra og ráðskonu. Það er svo með allar stofnanir, að gagn þeirra eða ógagn skap- m* tWWW»WWWWW!WW Yfir 30 tegundir af fallegum sumarkjólum nýkomið. Verð frá kr. 11.90. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. aruuuáuuHuuuuuw

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.