Dagur - 10.07.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 10.07.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JONI Þ. ÞOB. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til -af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII »-•-•-•-•- . ár. 1 Sundmeistaramót Akureyri 10. júlí 1934. 76. tbl. Síðastliðinn sunnudag kl. 2 e. h. var 5. sundmeistaramót íslands sett við sundlaug bæjarins ' af forseta f. S. í. Benedikt G. Waage. Keppendur voru um 20 frá 6 félögum og voru þau þessi: Glímufél. Ármann, Rvík, sund- félagið »Ægir« Rvík, Knatt- spyrnufél. Rvíkur, íþróttafélagið Þór, Akureyri, Knattspyrnufélag Akureyrar og ungmennafél. »Efl- in«, Reykjadal. Eftir að Ben. G. Waage hafði sett mótið með ýtarlegri ræðu, fór fram 100 st. sund (frjáls að- ferð). Keppendur voru 9. Jonas Halldórsson úr félaginu Ægi, sundkóngur íslands, varð hlut- skarpastur og lauk sundinu á 1 mín. og 13 sek. Því næst fór fram 200 st. bringusund. Keppendur voru 9. Sund það vann 'Þórir Guðmunds- son úr Ægi, a 3 mín. og 18 sek. Að lokum fór fram 50 st. boð- sund. Kepptu þar 4 sveitir, úr Ægi, Ármanni, Þór og K. A. Vann sveit Ægis á 2 mín. og 14,8 sek. Eftir það sýndu nokkrir sund- garpar stökk af palli og dýfingar. Sundið fór hið bezta fram og fjöldi áhorfenda var viðstaddur. Ættu menn vel að nota sér það, sem eftir er sundmótsins, að horfa á þessa fögru og nytsömu íþrótt. Er það mikill sómi Akur- eyrarbæ, að geta boðið sundköpp- unum fullkomnasta sundstæðj landsins. fhaldsky r n a r. f byrjun aukaþingsins í vetur ritaði þáverandi formaður íhalds- flokksins, Jón Þorláksson, leiðara i Morgunblaðið, þar sem hann skýrði frá því fyrir hönd flokks síns,» að hann »óskaði ekki eftir i stjórnarskiptum að svo stöddu«, því með samvinnu milli Sjálf- stæðisflokksins og »gætnari hluta Framsóknarflokksins« fæst trygg- ing fyrir því að landinu verði stjórnað eftir stefnu Sjálfstæðis- flokksins«, sagði J. Þ. »En sú trygging fæst sem stendur naum- ast með öðru móti«, sagði J. Þ. ennfremur. Þessi samvinna átti að vara samkvæmt orðum J. Þ., »þangað til Sjálfstæðisflokkur- inn er kominn í algerðan meiri- hluta«. Þegar svo væri komið, þurfti íhaldið ekki lengur á »gætnu mönnunum« að halda, þeir áttu aðeins að vera verkfæri íhaldsins í biii. Vitanlegt var, að þessir »gætnu menn«, sem Jón Þorl. talaði um, voru sömu menn- irnir og skömmu síðar klufu sig- út úr Framsóknarflokknum og stofnuðu »einkafyrirtækið« í þeim tilgangi að skaða eða helzt eyði- leggja.með öllu Framsóknarflokk- inn. Vitanlegt var og, að Jón í Stóradal var höfuðsmaður hins nýja fyrirtækis og helzta sprauta íhaldsins. Um sömu mundir talaði íhalds- málgagnið Heimdallur um »fús- legt bónorð sósíalista« til Fram- sóknarflokksins um nýja stjórn- armyndun, sem blaðið spáir þó að endi með vonsvikum, og þá kvaðst Heimdallur ætla að syngja f agnandi: »Vesalings Hallur á Hamri hræðilegt naut ert þú, að þú skulir þjást svona mikið, og það fyrir eina kú«. Hér talar íhaldsblaðið í líking- um. »Vesalings Hallur« er að sjálfsögðu Alþýðuflokkurinn, sem þjáist mikið »fyrir eina kú«. Þessi kýr, sem Heimdallur minn- ist á, er látin tákna Jón í Stóra- dal, sem kom í veg fyrir að stjórnarmyndun tækist á samn- ingagrundvelli þeim, er lagður var milli sósíalista og Framsókn- armanna. Það er eins og Heimd. hafi vitað, hvað Jón ætlaði sér að gera, að kljúfa Framsóknarflokk- inn. Þess vegna líkir íhaldið hon- um við kú, sem það hyggst að nytja sér til búdrýginda, en sósí- alistum til angurs og skapraunar. Yfir þessari búbót eru íhalds- menn glaðir og fagnandi, en þó óx vitanlega gleði þeirra um all- an helming, þegar Hannes fylgdi með og síðan Tryggvi, Halldór og Þorsteinn Briem. Þá mun Heim- dellingum hafa þótt hinn nýi kúa- floti íhaldsins ærið tilkomumikill, og þá hefir orðið að breyta fagn- aðarsöngnum, þegar kýrnar, sem Heimd. nefndi svo, voru orðnar þetta margar. En mætti nú spyrja Heimdall: Hvar er mjólkin úr öllum þessum íhaldskúin? , loroi I. Sjá, jörðin skelfur! Kot og hallir hrynja , og hengiflugin bresta og hrapa í sæinn; en skriðan grefuír gamla dalabæinn í grjót og aur, en leggur tún og engi í auðn og flag og þaggar straumastrengi. II. Hví skelfur jörðin? Hvaða kraftur sendir þær kynngisveiflur, sem að björgin mola og heilum borgum hafs í djúpið skola? III. Á dögum sex er sagt að Drottinn skapti sólkerfin öll og léti blómin spretta; en myndaði síðast mann af leirnum þétta og hvíldist þá. — En þetta er ekki satt! Hann hvíldist aldrei. — Hann er enn að skapa: Sólkerfi, dýr og grös og menn og konur. Hann hefir aldrei hamarinn frá sér lagt. Hann hefir meitlað Herðubreið og Kverkfjöll. Hann lögfesti' aldrei iðjuleysi og verkföll. IV. Sjá, jörðin skelfur fyrir hamri hans, og hengiflugin niður í djúpið hrapa. Hann mótar klett sem mannshönd kaldan krapa; hann hvílist aldrei; hann er enn að skapa. F. H. Berg. Skólamál. (Niðurlag). Dvöl barnanna í skólanum verður foreldrum eða húsbændum þeirra nokkur kostnaður. Þó má gera hann hverfandi lítinn með skynsamlegu fyrirkomulagi. Börnin hafa matarfélag og gætu lagt á borð með sér þannig, að eitt eða tvö heimili legðu til mjólk, önnur kjöt, slátur, jarðepli gulrófur o. s. frv. Með því fyrir- komulagi yrði mismunur á kostn- aði við að fæða það í skólanum og fæða það heima — mjög lítill. Nú er það farið að tíðkast hér á landi að stofna fræðslusjóði í sveitum, sem eiga í framtíðinni að bera allan kostnað skólahalds- ins fyrir hönd foreldra barnanna og sveitarfélagsins. Ritar Björn Guðnason bóndi á Stóra-Sand- felli í Skriðdal um hugmynd þessa í tímaritið »Menntamál« 1928. Og í síðasta árgangi »Menntamála« er birt skipulags- skrá fyrir fræðslusjóð Nauteyrar- hrepps. Er þar sagt, að sjóðinn megi auka með gjöfum og áheit- um. Sjálfsagt er að stofna slíkan sjóð í sambandi við heimavistar- skólana. Mætti efla hann með gjöfum til minningar um dána vini og ættingja, og halda sam- komur, hlutaveltur eða þ. u. 1. til styrktar honum árlega. Skyldi þá hlutverk hans í fyrsta lagi vera það, að létta fátækustu börnum sveitarinnar skólavistina með f járstyrk. Þegar sjóður þessi fœr- ir út kvíarnar, tekur hann smátt og smátt meiri þátt í kostnaðin- um við skólahaldið. Sumir kvíða því, að börnunum muni leiðast í heimavistarskólun- um. Það getur vel verið, að ein- staka barni leiðist fyrstu dagana, meðan það er að kynnast. En það nær heldur ekki lengra. Flest börn, sem verið hafa í heimavist- arskólum, kv(ða því að fara það- an á vorin. Oft þarf að koma börnum fyrir & þeim ókunnu heimili yfir skólatímann. Sum þessara heimila éru barnlaus og hafa lítinn gleðskap um hönd að jafnaði. Samt virðast börnin una hag sínum vel þar. Því skyldu þau þá ekki una hag sínum í skól- anum, innan um marga jafnaldra í betri húsakynnum og þar sem fleira er til skemmtunar en á fá- mennu sveitaheimili? ókostir heimavistarskólanna, ef nokkrir eru, horfa við foreldrum barnanna og heimilum, en ekki börnunum sjálfum. Heimavistar- skólarnir eru byggðir fyrir börn- in — börnin og unglingana. Það verður hverjum að skiljast, að börnin eru menn framtíðarinnar, — mennirnir, sem eiga að taka við eignum okkar og skuldum, — mennirnir, sem eiga að erfa land- ið. Það bíður þeirra mikið starf. og margar skyldur. Og það eí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.