Dagur


Dagur - 12.07.1934, Qupperneq 1

Dagur - 12.07.1934, Qupperneq 1
D AGU R kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖK. Norðurgötu3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár . | Akureyri 12. júlí 1934. 78. tbl. var að þessu sinni settur mánu- daginn 2. júlí sl. á Laugarvatni. Er það í fyrsta skipti, sem fund- ur Sís er haldinn á þeim stað. Á fundinum voru mættir um 50 fulltrúar frá 32 sambandsfélög- um. Fyrsta fundardaginn fór fram athugun kjörbréfa og kosning reikninganefndar og ferðakostn- aðarnefndar. Forstjóri Sambands- ins, Sigurður Kristinsson og framkvæmdastjóri Jón Árnason gáfu skýrslur um afkomu og starf Sambandsins á síðasta starfsári. I fundarbyrjun var samþykkt inntaka tveggja félaga í Sam- bandið, voru það Kaupfélag Hell- issands og Kaupfélag Flateyjar. Samkvæmt skýrslu forstjóra voru í árslok 1933 39 félög í Sam- bandinu og meðlimatala þeirra um 8200. Forstjórinn gaf yfirlit um efnahag 34 félaganna í árslok 1933 og gerði ýtarlega grein fyrir afkomu Sambandsins á árinu. Hefir afkoma þess og félaganna að öllu samanlögðu verið mikið betri á þessu ári en næsta ári á undan. Framkvæmdastjóri útflutnings- deildar gaf í skýrslu sinni yfirlit um sölu ísl. vara árið 1933. Alls voru seldar innlendar vörur fyrir 6.778 þús. kr. og er það rúmum 2 miilj. kr. meira en árið þar á undan. Ennfremur skýrði hann frá starfrækslu verksmiðja og frystihúsa Sambandsins. Framleiðsla klæðaverksmiðj- unnar Gefjun hefir tvöfaldazt, síðan hún kom í eigu Sís. Keyptar hafa verið til hennar kamgarns- vélar og ullarþvottavélar og er verið að koma þeim fyrir í nýrri byggingu. Að lokum skýrði fram- kvæmdastjórinn frá söluhorfum á íslenzkum afurðum á yfirstand- andi ári. Annan fundardaginn gaf f ramkvæmdastj óri innf lutnings- deildar, Aðalsteinn Kristinsson, skýrslu um sölu innfluttra vara á árinu 1933. Hafði vöru-umsetning deildarinnar numið alls 4,8 millj. kr. á árinu og voru vörur þessar keyptar inn frá 12 löndum. Sýnir það, hversu víðtæk verzlunarsam- ibönd Sís hefir. Árið áður seldi Sambandið útlendar vörur fyrir 3,6 millj. kr. og hefir því sala þeirra aukizt úm 1,2 millj. kr. Þá skýrði framkvæmdastjórinn frá starfrækslu kaffibætisverk- smiðjunnar og sápuverksmiðjunn- ar á síðastl. ári. Hefir starfsemi beggja þessara fyrirtækja gengið vel og þó 'sérstaklega kaffibætis- verksmið j unnar. Um allar skýrslurnar urðu nokkrar umræður. í sambandi við skýrslu framkvæmdastj. innflutn- ingsdeildar voru samþykktar eft- irfarandi tillögur: »Um leið og fundurinn þakkar stjórn og framkvæmdarstjórn Sís fyrir áhuga sinn á að efla ýmis- konar iðnað innan samvinnufé- laganna, þá treystir hann því, að haldið verði áfram á þeirri braut og bætt við nýjum iðngreinum, eftir því sem kostur er, og vill f því sambandi óska þess, að tekið . sé til athugunar, hvort ekki væri tiltækilegt að setja á stofn vinnu- fatnaðargerð, annaðhvort í sam- bandi við Gefjun, eða sem sjálf- stætt fyrirtæki. Ennfremur hvort ekki sé rétt að Sís láti sauma föt úr Gefjun- arefni og hafi þau fyrirliggjandi til sölu handa almenningi«. Síðari hluta þessa fundardags fóru fram umræður um afurða- sölumálið. Hafði áður á fundinum verið kosin fimm manna nefnd til athugunar því máli. í nefndinni áttu sæti: Egill Thorarensen, Sig- urður Jónsson, Amarvatni, Sig- urður Þórðarson, Nautabúi, Vil- hjálmur Þór og Þorsteinn Jóns- son Reyðarfirði. Nefndin lagði til að samþykkt- ar yrðu tillögur aukafundarins í vetur um sölu á mjólk og kartöfl- um. Við tillögur fundarins um sláturfjárafurðasöluna gerði nefndin nokkra breytingu. Tillögur nefndarinnar voru sam- þykktar. Auk þess var samþykkt svohljóðandi fundaryfirlýsing: »Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga felur stjórn og fram- kvæmdastjórn Sís að beita sér fyrir, að samin séu og sett lög um slátrun búfjár og afurðasölu frá sláturhúsunum á þeim grund- velli, er síðasti fulltrúafundur Sís markaði með tillögum sínum. Lögin komi til framkvæmda .svo snemma, að afurðasalan á þessu sumri hlíti þeim«. Fundarstjóri var Sigurður S. Bjarklind kaupfélagsstjóri og fundarritarar Karl Kristjánsson, Eyvík og Skúli Guðmundsson kaupfélagsstjóri. Fundinum lauk 5. júlí. Næstkomandi föstudag kl. 20 (eftir þýzkum tíma) heldur Hit- ler útvarpsræðu. Um ástandið í Þýzkalandi berst annars lítið af fréttum. Helztar eru þær, að stál- hjálmafélögum hefir verið gefið orlof til 18. ágúst, og fylgir sú fyrirskipun, að eigi megi bera einkennisbúning. Verzlunarsamningar milli Breta og Frakka hafa verið und- irskrifaðir, þar sem innflutnings- höftin, sem Frakkar settu á brezkar vörur, eru afnumin gegn því, að Bretar hætti ráðstöfunum sínum um tollahækkun á frönsk- um vörum. Einnig hefir sam- komulag náðzt um yfirfærslur milli Breta og Þjóðverja, viðvíkj- 'andi skuldum Þjóðverja hvað snertir Young- og Dawes-lánin. Austanþingmenn, Ingv. Pálmas. Jónas Guðm., Har. Guðm., Páll Hermannss. og Gíslí Guðmundsson, komu hingað með Esju að austan í gærkveldi. Lögðu þeir af stað í bil héðan í morgun. Er Þingmönnum Framsóknarflokksins stefnt saman til fundar í Reykjavík, sem hefjast á næstu daga. Einar á Eyrarlandi er fyrir sunnan, en Bern- harð Stefánsson leggur ekki af stað suður fyrr en um helgi, vegna jarðar- farar móður sinnar, sem fer fram á Laugardaginn kemur. í annan stað halda þingmenn Al- þýðuflokksins fund í Reykjavík á sama tíma, og mun hlutverk fundanna vera að ræða um málefnasamband flokkanna og samvinnu um stjórnarmyndun. Héraðsmót verður haldið við sund- laugina í Svarfaðarda.l á sunnudaginn kemur, og' hefst kl.. 1 .e. h. Móti þessu hefir verið frestað þar til nú vegna jarðskjálftanna. Skemmt verður með ræðuhöldum, íþróttum og' hljómleikum. Ekki er ólíklegt að héraðsmenn víðs- vegar að fjölmenni á þetta mót, ef veður verður gott, þar sem þetta er fyrsta gleðisamkoman í Svarfaðardal eftir ógnir jarðskjálftanna í vor. Forseti t. S. í. hefir beðið »Dag« að flytja bæjarstjórn Akureyrar og öllum bæjarbúum alúðarkveðju sína og sund- mannanna frá Reykjavík, með beztu þökkum fyrir ágætar viðtökur og á- nægjulega dvöl. Zion. Samkoma annað kvöld kl. 8.30 og sunnud. kl. 8.30. Barnasamkoma á sunnud. kl. 10 f. h. Jóhann Hannesson talar á öllum samkomúnum. Síldarafli er mjög tregur enn sem komið er. Síldarverksmíðjurnar á Siglufirði eru búnar að bræða það sem inn hefir komið. Nýja-Bíó gQ Föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 9. 11 MED VOPNIN! lal- og hljómmynd í 12 pMfum. Áðalhlutverkin leika: Helen Hayes. Gary Cooper. Adolphe Menjou. Mynd þessi er tekin eftir hinni heimsfrægu sögu eftir HGmÍng- way. — Hún er stórkostleg á- deila á stríðið, hrífandi fögur ást- arsaga, listavel leikin og gerist að mestu í Tyrolsku ölpunum. Útlend blöð telja þessa mynd einhverja hina fegurstu og mest hrífandi friðarmynd, sem gerð hefir verið. Saga stórskáldsins sé snilldarlega sögð í myndnm og þrír frægir lista- menn geri höfuðpersónur hennar ógleymanlegar með leik sínum. Sunnudaginn kl. 5. Alpýðusýning. Niðursett verð. Útvarpskvöldið mikla. Það tilkynnist að jarðarför elsku litla drengsins okkar, Björns Guðlaugssonar, sem and- aðist miðvikudaginn 11. júlí, er ákveðin þriðjudaginn 17. júlí kl. 1 e. h. frá heimili okkar, Munkaþverárstræti 7 Akureyri. Elín Friðriksdóttir. Guðlaugur Björnsson. Arnþrúður Guðný Árnadóttir frá Hróarsstöðum andaðist að morgni 10. þ.m. Jarðarför henn- ar fer fram að Hálsi í Fnjóska- dal mánudaginn 16. þ. m. kl. 1 e. h. Kveðjuathöfn fer fram í Akureyrarkirkju sunnudaginn 15. sama mánaðar kl. 4 e. h. 11. júlí 1934. Aðstandendur. \

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.