Dagur - 12.07.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 12.07.1934, Blaðsíða 3
78. tbt. DAGUE 215 jörðu. Því færri starfsdagar, þeim mun lakari útkoma, skiljan- lega á sama hátt og atvinnuleysi einstaklinga gefur ekki tekjur. Nú er í hverri bifreið bundinn höfuðstóll, sem sé kaupverðið og hinar árlegu tekjur hennar verða að hrökkva fyrir vöxtum, við- haldi, afborgunum og sköttum, þannig að hún hafi borgað kaup- verð ,og greitt þau gjöld öll, sem á hana sjálfa hafa fallið, þegar hún eftir nokkur ár ekki er not- hæf lengur. Undir núverandi skil- yrðum ætti það að vera nokkurn- veginn víst af reynslunni, hve langur meðalaldur íslenzkra bif- reiða er. Eftir því, og hinum föstu ár- legu útgjöldum á kauptaxtinn að reiknast, en ekki að vera af handahófi, eða miðaður við að bifreiðin starfi aðeins helming ársins eða bara fáar vikur úr ár- inu. Séu á einum stað svo margar bifreiðar, að engin þeirra hafi meir en hálft starf, veldur það tapi, sem kemur niður á öllum. Vagninn fymist líka, þegar hann stendur ónotaður og almennur taxti verður hærri en vera þyrfti, því bifreiðaeigendur þurfa að komast sem næst því, að fá sinn hlut ár hvert. Hve margar bif- reiðar eru á hverjum stað, þar sem annars notkun þeirra verður komið við, er ekki gott fyrir einn né neinn að ákveða, og einstak- lingar eru þá vitanlega sjálfráðir um, hvað þeir vilja eiga á hætt- unni, eða hvort þeir vilja hafa bifreið aðeins til eigin afnota. Viðhald bifreiðanna er og verð- ur þungur baggi á þjóð vorri, af ýmsum ástæðum. Eiga vegirnir sinn stóra þátt í því, og mun heldur enginn á móti því mæla. Sá skattur, sem ríkissjóður fær af benzín- og bifreiðanotkun, er vel í þann vasa kominn, ef ör- læti ríkissjóðsins til bygginga og þó fyrst og fremst til stöðugs eft- irlits og viðhalds á vegum, er að sama skapi vaxandi. Aðstaða er víða mjög góð, þannig, að með litlum kostnaði má viðhalda veg- unum, aðeins ef það er gert í tíma. Á rennsléttum vegi getur myndast hola á einhverjum regn- degi sumarsins, og af völdum hennar getur hlotizt stórtjón og slys, sé hún látin vera ófyllt'um lengri tíma, eins og oftast hefir viðgengizt til þessa. Fjárskortur veldur því, að vegir eru ekki byggðir breiðari en raun er á nú, en þeim ber að halda við þannig, að hægt sé að aka um þá fyrir- stöðulaust með 80—40 km. hraða á flutningabifreiðum og 40—50 km. hraða á fólksflutningsvögn- um. Vegna þess, að benzínneyzla er tiltölulega minnst með þessum ökuhraða, er sanngjarnt að svo sé í haginn búið að þetta sé fært. Hinsvegar lít ég svo á, að þess- ar tölur séu ef til vill heldur háar fyrir okkur, af því að vegirnir eru svo mjóir, að frekar myndi hætt við slysum með þessum öku- hraða. Aftur á móti er það sann- að með allvíðtækum tilraunum í Englandi, að því hraðar sem bif- reiðarnar aka, því minna slitna vegirnir. Veit ég líka, að bifreið- arstjórarnir íslenzku þekkja, að þá springa vegarbrúnir helzt, ef hægt er ekið, og vafasöm tor- færa er helzt fær með miklum hraða. Já, því miður er akvegunum okkar mjög ábótavant, og því miður virðast þeir, sem lög semja og í þeirra hópi vegamálastjórinn sjálfur, — vera svo skammsýnn ennþá, að ekki eni fyrirskipaðar ráðstafanir við byggingu veganna nú, þannig að þá megi breikka að mun síðar, er þörfin kallar og fé verður fyrir hendi. Við eigum langt í land, þar til við eignumst steinsteypuvegi líka þeim, sem ítalir og Þjóðverjar byggja nú, og Norðurlandabúar eru í þann veginn að byrja á. En við höfum bifreiðar eins og þeir, og við þurfum innan skamms að bæta okkar vegi svo, að þeir þoli þunga stærri bif- reiða, en við nú notum. Á síðustu árum hafa bifreiðir haft fastar ferðir milli bæja og kauptúna, til fólksflutninga að mestu. Hver útkoma hefir orðið á slikum rekstri hjá bifreiðafélög- unum, er mér ekki kunnugt. Hitt veit ég, að fargjöldin þurfa að verða lægri — mun lægri — en nú er. En geta þau verið það, meðan öll skilyrði eru sem sakir standa? Þeirri spurningu geta þeir bezt svarað, sem málum eru kunnugastir. Hvað fyrra atriðið snertir, veit ég að ýmislegt þarf að gera til þess að fargjöld lækki að mun. Ég hefi hér að framan sagt, að vegina þurfi að bæta, svo bifreið- arnar endist betur. Vegirnir þurfa líka að breikka og fá góðan ofaníburð, _svo við getum eignazt þriggj a, fjögurra, helzt fimm smálesta vagna, sem notaðir verða til fólksflutninga milli landsfjórðunga, og milli sveita, í föstum áætlunarferðum. Mun það í framtíðinni, — jafn- vel í nánustu framtíð — verða mjög nauðsynlegt, í stað þess að senda tvo eða fleiri smávagna frá sama stað á sama tíma, eins og viðgengst. Lítum t. d. á Akureyri sem miðstöð Norðurlands. Daglegar fastar ferðir til Dalvíkur, með til- heyrandi flutningi fyrir Árskógs- hrepp og Hrísey, fastar ferðir til Húsavíkur með viðkomustöðum í þeim sveitum, sem vegurinn ligg- ur eftir, fastar ferðir til Skaga- fjarðar, og á milli Reykjavíkur og Akureyrar eins og nú, á þeim tíma sem fært er; allar þessar leiðir munu farartæki eins og ferðamannabifreiðarnar erlendis verða í daglegum förum áður mörg ár líða, og leýsa af hólmi smávagnana, sem líklega eru hentastir að svo komnu máli, og við þau skilyrði sem nú eru ríkj- andi. En að hinu verður að vinna og það sem fyrst. Eitt atriði hefir á liðnum árum verið íslendingum alltof dýrt, og mun enn verða, ef haldið verður í sama horfið í framtíðinni, en það er innflutn- ingur hinna ýmsu tegunda bif- reiða, sumra lítt reyndra, og ó- hæfra á okkar vegum. Við getum látið okkur nægja að flytja inn bifreiðar frá örfáum stærstu heimsverksmiðjunum, einmitt þeim, sem auðveldast er að fá varahluti frá. En varahluta er á okkar fjarlægu slóðum mjög nauösynlegt að hafa liggjandi í hverri þeirri verzlún, sem bifreið- arnar útvegar. Ég hefi þekkt þau dæmi, að bifreiðaeigendur hafa orðið að bíða eftir lítilfjörlegum hlut í fleiri vikur, æða láta smíða annars, en slíkt er hæpin ráðstöf- un, því ég veit ekki til að nokkur vélsmiður heima á íslandi noti mál, sem mælir 1/1000 hluta úr millimetra eins og biðreiða- verksmiðjurnar. Er það sama sagan og viðgengst með vélar í bátum og skipum að það er ein- staklingum og þjóðinni til stór- tjóns, hve margar tegundir notað- ar eru, og varahlutirnir liggjandi úti í löndum, hinumegin Atlants- hafsins. Þess væri fullkomin þörf, að með lögum — eða á annan hátt sem heppilegastur þætti, — • væri ákveðið, hve mörg verksmiðju- merki eru notuð, eða ef ekki þætti sú leið fær, þá að umboðsmenn heföu ætíð fyrirliggjandi alla þá varahluti, sem »bílfróðir« ráð- gjafar gerðu kröfur til. Bifreiðaframleiðsla er svo að segja ný iðjugrein, og þó nokkur reynsla sé fengin í ýmsum grein- um hennar, tekur hún ár frá ári stórstígum framförum, enda er á tilraunastofum verksmiðjanna ekkert sparað, þegar eitthvað nýtt kemur, og það er prófað. Hinum öru breytingum fylgir sá hængur, að í gamlar vélar og vagna er oft erfitt eða ómögulegt að fá varahluti, einkum frá hin- um minni verksmiðjum. Þó ýmis- legt af því, sem nýtt kemur á ári hverju, sé lítils virði, er þó hægt að fullyrða, að stöðugt miðar til bóta, og stefnt er að því mark- inu, að útbúnaðurinn sé hand- hægur, einfaldur, hagkvæmur og jafnframt varanlegur og ódýr í notkun. Það skal engan undra þó svo kunni að fara, að innan fárra ára sitji hreyfillinn aftast í vagn- inum, í stað þess að vera fremst, eins og nú er nær alltaf. Það líða varla mörg ár, þar til hinum mörgu gangskiptahjólum er útrýmt, og í þeirra stað kem- ur sjálfvirkur hraðastillir, sem vélin sjálf hagar eftir benzín- brennslunni. Verður það stór framför frá því sem nú er, að gangskiptistöng og skiptihjóla- kassi (gear) verða óþarfir; mun það margan bifreiðarstjórann gleðja. Á sjálfri gerð vagnanna eru ennfremur stórfelldar breytingar í vændum innan fárra ára. Fyrstu vagnarnir líktust mjög gömlum fólksflutningshestvögnum, voru sem næst kassalagaðir. Nú á allra síðustu árum eru byggðir hinir svokölluðu straumlínuvagnar, sem kljúfa loftið betur á hraðri ferð en gömlu tegundirnar. En það er ekki nóg að hafa straumlínu- byggðar bifreiðar, þær þurfa að vera, — og þær verða — rakettu- lagaðar, ekki ólikar neðansjávar- Jarðarför Guðrúnaj; ^Vigfús- dóttur frá Helíu, fér*1 ftam að Stærra-Árskógi miðvikudaginn 18. þ. m. og hefst með hús- kveðju að Minna-Árskógi kl. 12 á hádegi. Aðstandendur. bát eða Zeppelínflugvél, svo loftið veiti sem minnsta mótstöðu, er þær aka eftir vegunum. Ég efast um að mörgum sé kunnugt, að þegar hinar eldri tegundir, kassa- löguðu vagnarnir, aka í kyrru veðri eftir láréttum vegi af sömu gerð og gatan frá Iv. E. A. út að Ráðhústorgi á Akureyri, fara 80% — áttatíu prósent — af benzíneyðslunni til þess að yfir- vinna mótstöðu loftsins, en aðeins 20% nægja til þess að flytja vagninn með 50—60 km. hraða. Er því auðsætt hverja þýðingu lögun bifreiðanna hefir, og lítt skynsamlegt að byggja þær bara fyrir augað. En þessi atriði eru okkur óvið- komandi að því leyti/ að við höf- um ekki áhrif á gei’ð bifreiðanna sem við káupum, en það sem heima fyrir er hægt að gera og færa í betra horf en nú viðgengst, eru á meðal annars þau atriði, sem ég áður hefi drepið á, og sjálfsagt mörg önnur. íslendingur, sem ferðast í ná- grannalöndunum, veitir því strax eftirtekt, að allar bifreiðar virð- ast vera nýjar; aðeins lögun þeirra bendir á að svo er ekki, en útlitið er gott, þær eru gljá- brenndar og fágaðar. Að þær hafa ekið nær eða yfir 100 þús- und km. er ekki hægt að sjá utan á þeim, en við nánari skoðun vél- ar og ganghluta mundi slíkt koma í ljós. íslenzkir vagnar sjást þráfalt sem ryðgað járn tveggja til þriggja ára gamlir, að meira eða minna leyti skekktir og liðaðir, þó þeir hafi aðeins 20— 30 þúsund km,, — jafnvel stund- um hálfa þá vegalengd — að baki sér. Loftslagið, vegirnir, meðferð í aþstri, geymsla og hirðing eiga sinn þátt í að gera vagnana gamla á stuttum tíma, og er ó- hætt að fullyrða, að með bifreiða- notkuninni er margur eyrir spar- aður, en krónunni fleygt í stað- inn. Það þarf að vera kappsmál allra, að hin ágætu samgöngu- tæki, bifreiðarnar, verði þjóðinni í heild að sem hagfelldustum not- um, og það næst með endurbót- um í þeim atriðum, sem ég hefi minnzt á, og með fyrirhyggju og hagsýni þeirra manna, sem hafa opin augu fyrir því,* hvað okkur er hentast. Gísli B. Kristjánsson. ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 12. júlí: Kl. 19.20 Dagskrá næstu viku. Kl. 19.26 Erindi Oscar Olsson hát. Kl. 20.30 Erindi Árni Friðriksson. Fcistud. 13. júlí: Kl. 20.30 Upplestur Steir.n Steinar. Kl. 21 Grammófón-< tónleikar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.