Dagur - 14.07.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 14.07.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár. í Afgreiöslan er hjá JÓNI Þ. ÞOR. Norðurgötu3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- 'mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. Akureyri 14. júlí 1934. í 79. tbl. Mæðradagur. Erindi flutt í Samband.skirkju af Bcrgthor Emil Johnson. (Stytt). Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð en ekkert um þig, ó, móðir góð? Upp þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfugri móður? Eg hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir; en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. M. J. Ef til vill er móðurkveðja Matt- híasar fegursta kvæði sem ort hefir verið á því sviði, að minnsta kosti á íslenzkri tungu. öll mikil- m.enni á öllum tímum hafa ort eða ritað um æsku sína og uppeldi, og öll hafa þau gefið mæðrum sínum verðskuldaða viðurkenningu fyrir gæfu sinni og sigri í lífinu. »Allt sem ég er að vonast til að verða, á ég móður minni að þakka«, seg- ir Abraham Lincoln. »Hjarta móðurinnar er skóli barnsins«, segir Beecher, og »menn eru það, sem mæður þeirra gera þá«, segir Emerson. Hin fyrsta umönnun móðurinn- ar er að ganga að dyrunum á skuggadal dauðans, ef maður mætti svo að orði komast, og fórnfæra sínu eigin lífi ef þörf gerist, fyrir líf barnsins síns. Sú ást, sem hefir slíkan grundvöll að byggja á, hlýtur að vera frá- brugðin öllum öðrum tegundum af ást. Gegnum æskuárin er hún hlíf þess og skjöldur, og verndari. Við kné móðurinnar eru numin hin fyrstu fræði um lífið, þar mynd- ast hinir fyrstu barnsdraumar, þar er svarað öllum hinum óráð- anlegu gáfum er barnshugurinn getur ímyndað sér, þar mótast lífsstefna framtíðarinnar og þar er útbúið veganestið sem drýgst reynist um æfina. Þau sem fá að njóta handleiðslu móðurinnar á unglingsárunum kunna bezt að mata síðarmeir hvað gæfusöm þau voru. Lífið er fegurst á ung- lingsárunum. Heimurinn blasir við glæstur og ginnandi. Ekkert er ómögulegt. Gleðin og gæfan sitja í hásæti. Hugur og hjarta gtyrkist við hvern mótbyr og framtíðin felur í skauti sér aðeins yndi og unað. Hér er þörf á leið- sögn móðurinnar, og hún bregst heldur ekki því trausti, sem al- mættið hefir trúað henni fyrir. Hún leiðbeinir, hún varar við hættunum, hún laðar hina stór- huga þrá, en hvetur það göfuga í hinni ungu sál. Ást móðurinnar þreytist aldrei, breytist aldrei, deyr aldrei. Ef svo ber til að barn hennar hefir orðið fyrir hnútu- kasti veraldar, farið villur vegar á tálbrautum lífsins, og frændur og vinir, bræður og systur snúið baki við lánleysingjanum, þá er ávallt griðastaður hjá henni. — Hún man enn æskubrosið er fyllti hjarta hennar með gleði; hún man enn hinn vonglaða hlátur unglingsins, er myndaði í sál hennar fagra framtíðardrauma, og þrátt fyrir allt brennur ástin enn og vissan að eitthvað gott búi enn í sál barnsins, sem hún hafði gert sér svo dýrmætar vonir um. Slík ást hlýtur að hafa verið snortin af töfrasprota almættis- ins til að leiðbeina og vernda mannkynið. Hver sem notið hefir gæzlu móðurinnar til fullorðins ára, getur tekið undir erindin úr kvæði sem Sig. Júl. Jóhannesson hefir þýtt, og sagt: Hver kenndi bezt er barn var eg, að bæn til guðs er nauðsynleg? Hver benti á gæfu og vizku veg? Hún mamma. Þó önnum hlaðist hundrað falt, í hjarta mínu geymd þú skalt, því þú varst mér í öllu allt, ó, mamma. Það er erfitt að gera skýra grein fyrir hver köllun konu og móður sé nú á tímum. Þó vil ég hiklaust segja að hennar fyrsta og helgasta starfssvið er heimil- ið. En starfsvið hennar nær lengra; allt, sem snertir framtíð og velferð barnanna hennar hlýt- ur að innibindast í hennar verka- hring. En heimilið hefir verið, er og verður hið ema og sanna ríki móðurinnar. En heimilin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Ég vil í fáum dráttum draga tvær andstæðar myndir til að skýra betur hvað ég á við. Það er skrauthýsi í borg. öll þau þæg- indi, sem auðæfi fá veitt, eru þar við hendina. Þjónustustúlkur vinna þar öll hússtörf, því hönd móðurinnar má ekki í kalt vatn koma. Hún vaknar á morgnana til að reikna út hvemig hún geti eytt deginum á sem fyrirhafnar- minnstan og tilgangslausastan hátt. ökumaðurinn er til taks hvenær sem er til að flytja hana í heimsóknir og á skemmtistaði þegar huga hennar býður svo við. Börnin hennar hafa sérstaka gæzlu og kennslukonu. Ef þau veikjast eru læknar og hjúkrun- arkonur til staðar til að gera allt sem þarf, svo hún hafi engar á- hyggjur eða missi svefn. Hún sér börnin endrum og eins og er þeim meir eins og óviðkomandi mann- eskja. — Að vísu eru þau alin upp eftir kúnstarinnar reglum, en þau fara á mis við það dýr- asta hnoss, sem heimurinn á, móðurástina. Slík móðir verður stjórnari á heimilinu. Móðurtil- finningin er kæfð, heimilisylurinn verður að storknandi missmíði, er eyðileggur það fegursta I mannslífinu. Allt er miðað við lögboð tízku og tildurs, stolts og stærilætis og það sem sízt er til manngöfgis og sálarþroska. — Æskudraumar unglinganna, sem alast upp við slíkt, verða missýn- ingar, tilgangslaust skýjafar á hinum heiða himni þroskaáranna, áranna er móta lífsstefnu ung- lingsins. Hin myndin er bjálkakofi úti á landi. Við getum vel hugsað okk- ur hann í Nýja-íslandi á frum- býlingsárum Vestur-íslendinga. Það er norðanbylur um hávetur. ömurleg hljóð hviskra í skógin- um. Vindurinn feykir snjódrífun- um upp að kofanum, og norðan gaddurinn málar ferlegar myndir á litla gluggann, sem verða enn ferlegri við skammdegisdimmuna, er færist yfir lög og láð. Það týr- ir á lampa í kofanum. Þar eru lítil og léleg húsgögn. Vistir eru af skornum skammti og allt er fátæklegt og ömurlegt. í rúminu, ef rúm skyldi kalla, hvílir ung- lingspiltur, þungt haldinn. —- Faðirinn er úti á vatni að afla fiskjar. Á rúmstokknum situr móðirin, kvíðandi og Örvænting- arfull. Þetta er síðasta barnið af fjórum. Hvorki læknir eða hjúkr- unarkona er nálæg, og það ef ekkert nema að biða, bíða og vona. í augum hennar má lesa cinn örlagaþátt frumbýlingsár- anna. Það má lesa þar sálarang- ist og sviða, en það má líka lesa .óbilandi trú og traust að guð geti ekki verið svo harðbrjósta, að svifta hana aleigu hennar. Hún er öll þegjandi vottur um ó- bilandi kjark og íslenzkt þol og þrautseigju. Hún sigrar í barátt- Jarðarför fósturmóður minn- ar, Önnn Maríu Davíðsdóttur, sem andaðist ll.þ.m. er ákveð- in föstudaginn 20. þ. m. og hefst kl. 1 e. h. frá heimilinu, Oddagötu 1. Anna Sigurðardóttir. unni við dauðann. Með sjáfsaf- neitun og óbilandi elju og um- önnun hjúkrar hún sveininum til heilsu aftur. Hann þroskast og vex upp við mótlæti og erfiðleika en hann lærir að meta alla kosti manngöfgis og mannkærleika. Hann lærir að vega manngildið á réttan mælikvarða og hann lærir meðaumkvun og umburðarlyndi fyrir olbogabörnum heimsins. Og mörg eru þau, hin andlegu mikil- menni, sem eru fædd og uppalin og hafa fengið sínar fyrstu og varanlegustu lífslexíur í bjálka- kofum veraldarinnar. Einhversstaðar mitt á milli þessara tveggja andstæðu mynda, er hið sanna og rétta heimili, heimilið, sem á að vera grundvöll- ur alls þess bezta, sem býr í mannssálinni; leiðarvísir æskunn- ar, ljósberi unglingsáranna, mátt- arstoð fullorðinsáranna, og frið- ur og ró ellinnar. Slík heimili á móðir nútímans að byggja. Margt má finna að fyrirkomulagi mann- félagsins nú á tímum, þegar stjórnendur standa ráðþrota, ann- aðhvort af dugleysi eða vilja- skorti að ráða fram úr vanda- málum mannkynsins. Vald og máttur gullsins virðist hafa svo fjötrað menn og málefni, að þá brestur bókstaflega kjark til að brjóta af sér okið. Hin karakters eyðileggjandi græðgisþi’á, að græða á kostnað náungans, og gera ekkert nema með því augna- miði að græða á því, er orðin svo sterk, að allt verður að lúta í lægra haldi. Að sjálfsögðu er þetta afleiðing af því fyrirkomu- lagi er metur gullið fyrst og mannssálina á eftir. Hér er starfssvið móðurinnar, og meiri þörf á fylgi hennar nú, en nokk- urntíma að ljá lið sitt hverri þeirri stefnu og hverju því mál- efni sem hefir að markmiði að breyta svo mannfélagsskipulaginu að maðurinn og mannréttindin komi ávallt fyrst og annað á eftir. Ég trúi og treysti að hún geri það. Það er til gömul gyðingasögn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.