Dagur - 14.07.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 14.07.1934, Blaðsíða 2
218 DAGUR 79. tbl. »aö guð hafi ekki getað verið al- staðar og þess vegna hafi hann sent móðurina til jarðarinnar«. Ég veit ekki um neitt sem tákn- ar betur hina virkilegu trú held- ur en móðurástina. Hvergi geta klerkar og kennimenn fengið ó- hrekjanlegri sannanir fyrir lif- andi trú eða göfugri ímynd fyrir gildi hennar. í móðurástinni er falið manngöfgið, sjálfsfórnin, vonin og kærleikurinn, allt sem myndar hina hreinu, fölskvalausu trú. Móðurástin er eldur frá æðri heimum, til að annast og vernda. hinar mannlegu verur hér á jörð- unni. — Móðirin verður barn í annað sinn í ellinni. Þegar dagur- inn er að styttast, hárið grátt og höndin hrum og óstyrk, og lífs- stríðið nærri á enda, þá er það helzt innri eldur minninganna sem tendrar lampann er skín í þoku elliáranna. Þeim yngri hætt- ir svo oft við að gleyma þeirri fölskvalausu ást og umönnun sem þeim var látin í té í æsku, og að ellin á heimting á allri þeirri al- úð og tryggð, sem æskan fær veitt. — Móðurástin er hinn gullni þráður, sem tengir æskuna og ellina. (»Heimskringla«). tekur um þessar mundir stór- miklum umbótum. Kamgarnsvél- arnar nýju eru komnar á staðinn og er byrjað að setja þær niður. Vélar þessar taka mjög mikið rúm og komast því ekki fyrir í eldri húsum verksmiðjunnar. Hefir því verið reistur yfir þær sérstakur salur, sem fullnægir öllum kröfum, sem gerðar eru til verksmiðjusala, og er smíði hans næstum lokið. öðru megin í þeim sal verða ullarþvottavélar, sem á að taka í notkun að fáum vikum liðnum, og verða það fullkomn- ustu ullarþvottavélar, sem flutzt hafa hingað til lands. Hinumegin í salnum verða hinar nýju kembi- vélar eða kamgarnsvélar, sem búizt er við að komist í notkun næsta haust eða snemma í vetur. Kamgarnsvélar þessar eru ein mesta og merkasta nýjung í ís- lenzkum ullariðnaði. Þær kemba ullina mun betur og með öðrum hætti en venjulegar kembivélar, og þannig, að öll hár liggja sam~ h lifja í þræðinum. Auk þess skilja þær illhærurmar frá ullinni og lenda þær ekki í bandinu. Bandið verður því áferðarbetra og sterk- ara en ella, en af því leiðir að dúkurinn verður áferðarbetri og sterkari en þeir dúkar, sem hing- að til hafa verið gerðir úr ís- lenzkri ull. Þann 4. júlí héldu Bandaríkja- menn hátíðlegan, eins og venja er til, í minning þess, að Bandaríkin urðu sjálfstætt ríki, og kostuðu þau hátíðahöld aðeins 175 manns- líf, en það er minna, en orðið hef- ir síðustu fimm árin. Við þessi hátíðahöld dóu um 500 manns ár« ið 1931, . .. af mörgum stærðum og gerðum, komu með e. s. Brúarfoss. Járn- og Glervörudeildin. Emailleraðar vörur nýkomnar, í miklu úrvali. Verðið lægra en áður. Járn- og Glervörudeild. Skýrslur sýna, að ástandið í Canada fer heldur batnandi, at- vinnuleysið heldur minnkandi og uppskeruhorfur betri en útlit var fyrir framan af sumrinu. I Danmörku hafa gengið lang- varandi þurrkar, svo til vand- ræða horfir. í Kaupmannahöfn er útlit fyrir vatnsskort, og er brýnt fyrir mönnum að fara sparlega með og nota ekki vatn nema til neyzlu. Sifffús Halldórs frá Höfnumi fór til Danmerkur með Brúarfossi nú í vik- unni, til þess að leita sér bótar við heilsukvilla. Lausn frá embætti hafa fengið Hálf- dán Guðjónsson vígslubiskup og Sæ- mundur Bjarnhéðinsson yfirlæknir á holdsveikraspítalanum á Laugamesi. Maggi J. Magnús hefir verið gerður að yfirlækni í hans stað. Guðsþjónustur í Grundarþingapresta- kalli: 1 Saurbæ sunnudaginn 22. júlí n. k. kl. 12. á hádegi; Hólum kl. 3 e. h. (Hallgrímsmessa). Grund 29. júlí kl. 12 á hádegi. Föáumafn Eggerts heitins á Glerá var rangt í nokkrum hluta af upplagi síðasta blaðs. Hann var Stefánsson en ekki Kristjánsson. Fjarvcrandi að sinni eru þeir báðir aðalslökkviliðs- og varaslökkviliðsstjóri. Til bráðabirgða er Jón Norðfjörð skip- aður í stöðuna. Embxttisprófi í læknisfræöi hafa nú nýlega lokið við háskólann í Reykjavík þessir: Árni B. Árnason með II. eink. betri, 116(3 st., Bjarni Oddsson I. eink. 158J4 st., Jóhannes Björnsson I. eink. 185 st., Ólafur Jóhannsson I. eink. 199*4 st-. óli P. Hjaltested I. eink. 202 st., Óskar Þórðarson I. eink. 168 st., Theodor Mathiesen I. eink. 167% st„ og Yiktor Gestsson II. eink. betri, 139 Stig. BarnaleikvölurinnáOddevri opinn daglega fram til 10. sept. n. k., á virkum dögum kl. 9 — 12 f. h. og l*/2 — 7 e. h., á sunnudðgum k>. 2—7 siðdegis. Eftirlit barnaleikvallarins bafa þau systkinin Svafa Stefánsdóttir kennslukona og Marinó Stefánsson kennari. Akureyri, 12. júni 1934. Bæjarstfórinn. Kartöflumygían Hvernig á að verjast kartöflumyglunni ? 1. Með því að velja heppilegt garðstæði. 2. Með þvf að rækta garðana vel, ræsa þá vel, vinna þá vel og bæta þá með heppilegum á- burði, og með því að hirða þá vel. 3. Með því að nota útsæði af þeim tegundum, sem reynast hraustastar gegn myglunni. 4. Með því að kaupa og nota þau tæki og efni, sem geta orðið til þess að hindra eða draga úr skemmdum af völdum myglunnar. 5. Með því að geyma útsæðið vandlega frá hausti til vors. Vér urðum fyrstir til þess að flytja inn og útbreiða svo um munaði þær tegundir af útsæði, sem hraustastar eru gegn mygl- unni. Vér urðum einnig fyrstir til þess að hafa á boðstólum tæki og efni til þess að verjast árásum kartöflumyglunnar. Höfum ávalt til: Sprautur til að dreif'a vökva — Bordeauxvökva og Burgundervökva. Verð kr. 52.00—85.00. A. K. I. koparsodamjöl til að blanda Burgundervökva. Fýsibelgi til að dreifa dufti. Litlir kr. 4.50, stærri kr. 15.00 A. K. I. koparsodaduft. Atv. Tilraunastöð danska ríkisins mælir eindregið með A. K. I. koparsódadufti til varnar gegn kartöflumyglunni. Látið ekki skeika að sköpuðu með kartöfluræktina. Hafið tæki og efni við hendina, til þess að verjast myglunni. Bíðið ekki þangað til það er um seinan. Útboð. í ráði er að byggja nokkur íbúðarhús úr járni og timbri á jarðskjálftasvæðinu og er óskað eftir tilboðum í að byggja hús þessi á yfirstandandi sumri. Útboðslýsingu og uppdrátt geta lysthafendur fengið hjá bæjarstjóra Steini Steinsen, Akureyri, ásamt nánari upplýsingum um útboðið. Jarðskjálftanefndin. »DAGUR« er bezta Ritstj6ri: Ingimar Eydal- auglýsingablaðið. Prentsmiðja Odda Bjönutaonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.