Dagur - 17.07.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 17.07.1934, Blaðsíða 1
D Á O U R kemtir út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- ipn í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júií. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖB. Norðurgötu 3. Talslmi 112. öppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. ._«--•-«-»„•--»-«»-•-•-»--«-• ._»_ XVII. ár. ! I <* * ? 4» # «-¦» £> # # « • ¦<» fi» o * *¦ » *--- Akirteyri 17/ júlí 1934. 80. tbl. F é 111 r Merkuf gestur Swm&rbústað hefir símastöðv- arfólkiö á Akureyri reist í Vagla- skógi. Er það allstórt hús og talið, kosta um kr. 4000.00. Hallgvímshátíð — önnur í röð- inni — var haldin að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd s. 1. sunnudag. Voru þar saman komnir um 3000 manns. Skemmtiatriði voru mjög fjölbreytt. þeim þangað. Aðeins skal á það bent, að skjólgirðingu þyrfti að setja að minnsta kosti norðan við völlinn, því mjög er þar skjól- laust. Eftirlit leikvallarins hafa þau systkinin Svafa Stefánsdóttir kennslukona og Marínó L. Ste- fánsson, kennari. Leikvöllurinn er opinn alla virka daga kl. 9— 12 f. h. og l'/2— 7 e. h. og á 'sunnudögum kl. 2—7 síðdegis. Fjöldi erlendra síldveiðileiö- angra hafa komið til Siglufjarðar undanfarið, frá Finnlandi, Sví- þjóð, Estlandi og víðar. En enn- þá hefir síldveiðin gengið fremur tregt. Barnaleikvöllur. Nýlega hefir Akureyrarbær látið útbúa- barna- leikvöll á Oddeyrinni. Er hann rúmgóður og þar ýms áhöld handa börnunum t'il að skemmta sér við, s. s. rólur, sölt, gangslá og sandkassi. Einnig er þar skýli, sem börnin geta leitað inn í, þeg- ar misjafnt er veður. Það er gott til þess að vita, að forráðamenn bæjarfélagsins hafa skilið þörf- ina á þessu, og nú geta foreldrar barnanna verið örugg um börn sín þann tíma, sem leikvöllurinn er opínn, ef þau aðeins koma Yfir Lágheiði, frá ólafsfirði að Fljótum í Skagafirði var farið á bíl fyrir stuttu síðan. Vegalengd- in er 25 km. og var bíllinn 11 kl.- st. á leiðinni. Talið er að heiðina megi gera vel bílfæra með litlum 'tilkostnaði. Bílstjórinn var Sig- urður Ingimundarson, ólafsfirði. Svipuð aðferð, og þetta hefir víðar verið notuð, til þess að vekja áhuga fyrir akbrautarlagn- in'gú og vinna á móti þeirri tregðu, sem'margir eru haldnir af í sambandi við nýjar fi-am- kvæmdir. Fyrir nokkrum árum var brotist með bíl yfir Fjarðar- heiði', milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs í sama tilgangi. Nú er verfð að fullgera akbraut yfir þá héiði í sumar. Engu skal um það spáð, hvort þessi ferð yfir Lágheiði ber sama árangur. Erl. fréttir. Afiökurnar i Þýzkalandi. Undanfarið hafa menn víðsveg- ar beðið með eftirvæntingu eftir greiriargerð Hitlers fyrir aftök- unum í Þýzkalandi.' En eftir um- mælum erlendra blaða, var í ræðu hans í ríkisþinginu um daginn' mjög óljóst minnzt á það mál. Talið er að óánægja fari vaxandi í Þýzkalandi moti ríkisstjórninni. Engin skrá hefir enn verið birt yfir aftökurnar, en fyrst voru þær sagðítr í Þýzkalandi um 40. En hinn 8. þ. m. hefir »Berling- ske.Tidende« tekið það upp eftir enskum blöðum að teknir hafi wrið af lífi 250—300 manns. Samvinnumdl i Svíþ/'óð. Það er eftirtektavert að sam- vinnufélagsskapurinn hefir náð mestri útbreiðslu með þeim þjóð- um, sem lengst eru komnar í menningu. Germanskar þjóðir eru þar á undan. Síðan heimsstyrjöld- inni lauk hafa samtök neytend- anna . stöðugt vaxið í þessum löndum. Af Norðurlöndum hefir þó framgangur samvinnufélaga .verið einna Örastur í Svíþjóð. Fé- lagsmönnum hefir f jölgað þar frá 1919 úr 230.000 upp í 530.000 til síðustu áramóta. Umsetningin hefur aukist á sama tíma úr 216 milj. kr. upp í 352 milj. kr. Eru þessaí framfarir eftirtektarverð- ar fyrir íslenzka sariivinnumenn, hjá frændum vorum í Svíþjóð. Nútíðin, kristilegt sjómannafélag, hefir verið stofnað á Akureyri, og hef- ir það aðsetur sitt í Hafnarstræti 107 B. Hefir það opinn veitinga- og lestr- arsal og skrifstofu. Sigursteinn Magnússon framkvæmda- stjóri í Leith var' kosinn á aðalfundi Sís til að vera fulltrúi þess á þingi al- þjóðasambands samvinnumanna. sem halda á í London í haust. Með síðustu ferð »Brúarfoss« frá útlöndum til Rvíkur kom C. E. Tomlinson, framkvæmdastjóri fj'rir upplýsinga-' og fræðslustarf- semi brezku samvinnuheildsöl- unnar. Þessi maður er sendur hingað af stærsta samvinnufyrir- tæki heimsins, til þess að kynna sér hve langt samvinnumálunum er komið á íslandi. Hann fór með bíl frá Reykjavík til Akureyrar, og fór þaðan snögga ferð í Mý- vatnssveit. Áður en hann fór frá Englandi, var ákveðið að hann skyldi flytja sex fyrirlestra um fsland, þegar hann kæmi aftur. heim. En eftir að hafa séð landið' og kynnzt þjóðinni þann stutta tíma, er hann dvaldi hér, bjóst hann við að flytja miklu flei'ri fyrirlestra um landið og þá eink- um um samvinnumálin. Svo vel leizt honum á ísland og fslend- inga. C. E. Tomlinson fór aftur með Brúarfossi til útlanda, en ætlaði að heimsækja 611 kaupfélög á viðkomusfbðum skipsins. Sýnir þessi ferð hr. C. E. Tomlinson hve Englendingar leggja mikla á- herzlu á fræðslustarfsemi í sam- vinnumálum, og gæti orðið ís- lenzkum samvinnumönnum hvatn- ing, til að sinna þeirri hlið fé- lagsmálanna meira, en gert hefir verið. •. nm <!¦¦ iiiim 1 111—mriin imiiiiiwiiim Ritfregnir. Aöalsteinn Sigmundsson: A aö frseða börn og unglinga um kynferðileg efni? Rvík ' 1934. Félagsprentsmiðjan. Erindi þetta flutti Aðalsteinn Sigmundsson kennari, í Reykja- vik 10. febrúar sl. Erindið er vörn gegn ádeilum, er höf. sætti vegna þess að hann »framdi ódæðk það, að fræða nemendur st'na um byggingu og starf mannlegra kynfæra, sam- fara annari fræðslu um starf annara líffæra líkamans. Það gegnir furðu, að á þessari blessaðri skólaöld, sem við lifum á, skuli það talið til ódæðisverka að fræða unglinga um störf þeirra líffæra, sem eiga dýpri rætur í sálar- og líkamseðli manna, en nokkur önnur. Sýnir þetta glöggt að þó við ber- umst nokkuð á í skóla og fræðslu- málum, þá er þó enn það spor ó- stígið, sem knýjandi nauðsyn virðist vera á að' stígið verði skjótt og skarpt og helzt á þann hátt að veitt verði skynsamleg og heilbrigð fræðsla í öllum ung- lingaskólum um þessi efni. Höf. tilfærir orð ýmissa stór- merkra rithöfunda og uppeldis- fræðinga, máli sínu og skoðun til sönnunar, t. d. þá Bertrand Rus- sejl, John B. Watson, August Fo- rel og síðast, en ekki sízt Robert Baden-Powell eða Gillvell lávarð, eins og hann nú heitir. Eru þeir allir þeirrar skoðunar, að fræðsla um kynferðileg efni á siðferði- lega heilbrigðum grundvelli sé sjálfsögð og nauðsynleg. Dómsmál og réttarfar. Erindi eftir Hermann Jónasson. Flutt á flokksþingi Framsókn- armanna í marz 1934. Prentsm. Acta. Erindi Hermanns Jónassonar um »Dómsmál og réttarfar« .er athyglisvert og tímabært. Höf. getur nokkurra manna og mála, sem komið hafa fram á vettvangi dómsmála og réttarfars á síðustu árum «og hvernig við þeim hafi verið snúizt af hálfu réttvísinnar. Þar er sýnt, hve erfitt er að koma fram réttlátri hegningu á fjár- glæframenri og braskara, sem ár- um saman hafa leikið lausum hala og látið greipar sópa um eignir annara, vegna þess að á »æðri stöðum er ekki vilji, á því að lögin nái jafnt til allra«. — Höf. bendir ennfremur á, að á íslandi verði að gera sömu kröfu til réttvísinnar og dómsvaldsins og gerðar eru í öðrum iöndum. Erindi Hermanns Jónassonar þarf að verða lesið af sem flest- um, því þar er gripið á því kýl- inu, sem lengi hefir verið að þrútna og mest óheilbrigði stafar af nú um stundir, þegar segja má að allskonar fjárprettir séu liðn- ir og leyfðir átölulaust, og stiga- mannaeðlinu gefinn kostur á að daí'na undir handarjaðri svo- nefndrar réttvísi. / stjórn SÍS til næstu þriggja: ára voru endurkosnir á nýlega afstöðnum aðalfundi þess Sig. Bjarklind káupfé- lagsstjóri og Þorsteinn Jónsson, kaup-- félagsstjóri. Varaformaður endurkosinn Sigurðúr Jónsson, Arnarvatni. Endur- skoðandi kosinn Tryggvi Ólafsson og til vara Guðbrandur Magnússon for- Stjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.