Dagur - 17.07.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 17.07.1934, Blaðsíða 2
220 D A G U R 80. tbf. Frá aðalfundi $. I. S. Úr skyrslu framkvæwulastjóra innfhitningsdeildar. Sambandið hefir þrjár skrif- stofur. Aðalskrifstofan er í Reykjavík. Hinar í Leith og Kaupmannahöfn. Salan á vörum þeim, er skrif- stofurnar keyptu inn, skiptast þannig: Til samb. fél. 3.910 þús. kr. — annara samv. fél. 428 þús. kr. — annara viðskipta- manna 355 þús. kr. Til eigin þarfa 123 þús. kr. Samtals 4.811 þús. kr. Eins og áður hefir verið skýrt frá, var sala þessara vara miklu meiri en árið 1932. Kreppan var linari síðara árið og því ekki þurft að spara eins innkaup og næsta ár á undan. Auk þeirra iðnaðarfyrirtækja Sís, sem vinna úr innlendum hrá- efnum, hefir það rekið kaffibæt- isverksmiðjuna og sápuverksmiðj- una. Freyjukaffibætirinn hefir stöðugt unnið sér auknar vinsæld- ir og Sjafnarsápuverksmiðjan er að bæta við sig nýjum tækjum og auka húsrúm sitt, til þess að geta enn bætt framleiðslu sína á næst- unni. AIls framleiddu báðar þessar verksmiðjur á síðastl. ári fyrir 145 þús. kr. og varð sæmilegur hagnaður af. Hefir Sís selt inn- lendan iðnaðarvarning framleidd- an af fyrirtækjum samvinnufé- laganna fyrir 210 þös. kr. á ár- inu, og er þó framleiðsla Gefj- unar, gæruverksmiðjunnar og garnahreinsunarstöðvarinnar ekki talin þar með. , Við önnur innlend iðnaðarfyr- irtæki hefir Sís einnig haft við- skipti, og hefir innflutningsdeild- in alls selt innlendan iðnaðar- varning fyrir 334 þús. kr. Sala jarðyrkjuverkfæra hefir verið minni árið 1933 en 1932. Aftur hefir salan á heyvinnu- verkfærum aukizt og verið sem hér segir: 1932 1933 Sláttuvélar 41 87 Rakstrarvélar 21 61 Snúningsvélar 5 9 Geta má þess, að salan hefir mikið aukizt á öðrum vélum, , sem einkum eru notaðar til heimilis- þarfa. Skulu hér nefndar nokkr- ar tölur fyrir bæði árin: 1932 1933 Skilvindur 84 225 Strokkar 15 23 Saumayélar 38 157 Prjónavélar 41 86 Sala á vírneti og gaddavír hef- ir mikið aukizt á árinu. Á gras- fræi var salan nokkru minni árið 1933 en næsta ár á undan, en hinsvegar seldist töluvert meira af sáðkorni. Þá hefir kjarnfóður- salan verið drjúgur liður í starf- semi Sís á árinu. Sís hefir haft með höndum rekstur Áburðareinkasölunnar, slðan hftw tók til Síðastl, ár seldi hún 2364 tonn fyrir 482 þús. kr. Innkaupsverð áburðar- ins var í hundraðstölu 82.30% og sölukostnaður því alls 17.70%. Hefir hér aðeins verið drepið á örfá atriði úr skýrslu fram- kvæmdastjórans. Úr skýrslu framkvæmdastjóra út- flutningsdeildar. Sís seldi innlendar vörur árið 1933 fyrir 6,778 þús. kr. og hafði sú sala aukizt frá því árinu áður um nokkuð yfir 2 millj. kr. Var þó útflutningur alls á landinu nokkru minni árið 1933 en árið næst á undan.. Vörubirgðir útflutningsdeildar- innar voru um 300 þús. kr. meiri í árslok 1933 en 1932. (Framh.). Málefna§amningar milli Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokk'sins eru nú samþykktir og undirritaðir af formönnum flokkanna og riturum þeirra. Ás- geir Ásgeirsson hefir lýst sig samþykkan samningunum. Samn- ingar milli flokkanna um stjórn- armyndun og verkaskiptingu inn- an stjórnarinnar standa yfir. Látinn er Einar Þorgilsson kaupm. og útgerðarmaður í Hafnarfirði hátt á sjötugs aldri. Hann var fyrsti þing- maður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1920 —1923. Þess var nýlega getið hér í blaðinu, að hin veraldarfræga vís- indakona, Marie Curie, væri lát- in fyrir skömmu síðan. Marie Curie var af pólskum ættum, fædd í Warsaw 7. nóvem- ber, 1867. Faðir hennar, prófes- sor Sklodowska, var kennari við háskóla borgarinnar í stærðfræöi og eðlisfræði. Á uppvaxtarárum sínum tók Marie mikinn þátt í frelsisbaráttu Pólverja, og varð loks að flýja land sitt, og settist að í París. Þar kynntist hún ung- um efnafræðing, Pierre Curie, og giftist honum skömmu seinna. Kom þá fljótlega í ljós hvílíkum undursamlegum sérgáfum til efnarannsókna Md. Curie var gædd. Af hendingu urðu þau hjónin vör við einhverja óþekkta málmorku við rannsóknir sínar, og ár eftir ár unnu þau í sam- einingu, þrátt fyrir fátækt og fé- leysi að rannsóknum á þessari dularfullu orku. Erfiðleikarnir við þetta risaverk voru svo mikl- ir, að engin orð fá lýst. Má í því sambandi geta þess, að með nú- tíma tækni og þekkingu, fæst ekki nema Örlítil ögn af radíum úr hundrað tonnum af hinum radíumríkasta jarðvegi, sem þekkist. En þau Curie hjónin voru óþreytandi, og loks kom þar að, árið 1898, að frú Marie Curie uppgötvaði hinn nýja málm, ra- díum, veraldarinnar dýrasta og dularfyllsta efni- S j ó k I æ ð i Mikið úrval af ágætum Olíutreyjum, buxum, stökkum, hött- um, kjólum, pilsum, svuntum, ermum og dökkum siðkápum. Kaupfélag Eyfirðinga. Jám- og Glervörudelld. ALPA LAVAL A. B. Separator í Stokkhólmi er eitt af þeim fyrirtækjum Svfa, er mest og best hefir stutt að því að gera sænskan iðnað heimsfrægan. { meira en hálfa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN. Reynslan, sem fengist hefir við að smfða meira en 4.000.000 jAlfa Laval skilvindur, er notuð út i æsar til þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum á boðstólum: Alfa Laval Nr. 20 skilur 60 Iftra á klukkustund - 21 - 100 - - -»- —»- — 22 - 150 — - - 23 - 525 - - -»— Varist að kaupa lélegar skilvindur. — Biðjið um ALFA LAVAL. Samband ísl. samvinnufélaga. Hvað er svo radíum? Um áhrif hans og verkanir mætti taka nokkur dæmi. Hann er sjálflýs- andi eins- og rafmagn. Hann gef- ur frá sér geysilegt hitamagn. Reiknað hefir verið út, að eitt tonn af radíum geti haldið eitt þúsund tonnum vatns á suðu- punkti í eitt ár. Hann gefur frá sér banvæna geisla, sem smjúga gegnum frumefni, og beri maður radíumögn á stærð við títuprjóns- haus í vasa sér, brennir hann á mann sár í gegnum fötin, Hann litar skíra demanta og rafmagn- ar loftið í kringum sig. En þessi risakraftur virðist hafa ótæmandi möguleika til á- hrifa. Hann hefir þegar verið notaður mikið við íækningar með undursamlegum árangri, sérstak- lega við eyðingu krabbameina og ýmsra eksema. En þó mun vera óhætt að fullyrða að þessi undra ótemja sé ekki nema að litlu leyti beizluð ennþá, og hafi með sér fjölmarga dulda eiginleika, sem með aukinni þekkingu geti orðið mannkyninu til hinnar mestu blessunar. við farskóla Grýiubakka- skólahéraðs. Urasóknir séu komnar til skóla- nefndar fyrir 31. ágúst, Hvammi 10 júlí 1934. Stefán Ingjaldsson. og ábyggilegur drengur getur fengið starf við að selja Dag f lausasölu. — Gefi sig fram við undirritaðan. Árni Jóhannsson, KEA, Gifting. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Krist- björg Dúadóttir, lögregluþjóns, og Steindór Steindórsson menntaskóla- kennari. Silfurbrúðlcaup eiga 18. þ. m. frú Þórhalla Jónsdóttir og Konráð Vil- hjálmsson, kennari. Sama dag eiga og Austmarshjónin silfurbrúðkaup. , Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.