Dagur - 21.07.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 21.07.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhauns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. Júlí. Afgreiðsian er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII i ár. X Akureyri 21. júlí 1Q34. 82. tbl. Atvinna hefir verið með dauf- asta 'móti hér í bænum í vor. Fiskileysið á þar líklega nokkra sök, en hitt þó meira, að fólkinu hefir fjölgað örar, en atvinnu- greinarnar hafa stækkað undan- farin ár. En hvað á að gera? Það liggur í augum uppi, að það. er sjálfsagt að hlynna að nýjum iðn- aði og eins að því, að einstakling- ar geti fengið ræktanlega bletti af landi til gras- og garðræktar. En þetta er ekki einhlýtt. útgerð- in þarf að aukast, því hún verður að vera hér, eins og í öðrum ís- lenzkum kaupstöðum, aðalundir- staða undir afkomu almennings. En það lítur út fyrir að það skipulagsleysi, sem ríkt hefir í útvegsmálum hér á landi, sé nú að koma í ljós. Og aukning út- gerðar þurfi því að vera eitthvað skipulagsbundin. Einstaklings- framtakið, skipulags- og eftirlits- laust, muni ekki hefja nýja við- reisn í útvegsmálum. Fyrir nokkrum árum var mál- um komið í ísafirði svipað og hér nú. Þá hjálpaði Framsóknarflokk- urinn á Alþingi bænum um ríkis- ábyrgð til þess að hefja þar sam- vinnuútgerð. Og það er alkunn- ugt, að síðan samvinnuútgerð hófst á fsafirði hefir hún verið líftaug bæjarins. Akureyri er mesti samvinnu-. bær á íslandi. Hér hafa eyfirzkir bændur og verkamenn hæjarins rekið fyrirmyndar kaupfélag. — Hér hafa fyrstu iðngreinir risið upp, sem reknar eru með sam- vinnusniði hér á landi. Hvers- vegna ætti þá eki að nota yfir- burði samvinnuskipulagsins, einn- ig í útvegsmálum? Það er augljóst, að bæjar- stjórnin getur ekki látið þetta mál afskiftalaust í framtíðinni. Eitthvað verður að gera. Og ein leiðin, sem hægt er að fara, er sú, að bærinn leggi fram veiði- skipin og leigi sjómönnunum, sem geri þau svo út með samvinnu- sniði. Eða þá að félag sjómanna sjálft á þau, og gera þau svo út með hlutaskiptum. Á fsafirði á Samvinnufélagið sjálft skipin. Sjómennirnir, sem á þeim vinna eru í félaginu, einn- ig þeir, sem hafa að aðalatvinnu daglaunavinnu eða önnur störf I þjónustu félagsins. Inngangseyrir er 10 krónur, en áskilið stofn- sjóðBframlag frá hverjum félags- Danski knattspyrnuflokkurinn H. IK. kemur til Reykjavikur. Uppþot á Iþröttavellinum i Reykjavik i fyrrakvöld. Fimmtudaginn 12. júlí s. 1. kom með íslandinu til Reykjavíkur danski knattspyrnuflokkurinn frá »Hellerup Idrætsklub« (H. I. K.). Það er 15 manna úrvalssveit úr því félagi og auk þess 4 valdir menn úr öðrum félögum. H. I. K. er talinn að vera einn af beztu knattspyrnuflokkum í Danmörku, og vegna hinna fjögra úrvals- manna verður flokkurinn miklu sterkari. Á föstudagskvöldið keppti H..I. K. við úrvalslið Reykvíkinga og vann það með 2:1. Á sunnudagskvöld keppti H. I. K. við Val og vann hann með 4:2. Á þriðjudagskvöjdið keppti H. I. K. við Fram og sigraði með 2:1. K. R.-menn ganga úr leik ©g leikurinn leysist upp. Á fimtudagskvöld keppti H. I. K. við K. R. og endaði sá leikur mjög sögulega. Foringi danska manni 50 krónur og er það sér- eign hans. Með ' samvinnuskipulaginu eru útilokaðir framkvæmdastjórar, sem skammta sér launin sjálfir. Með því er varðveitt einstaklings- framtak og ábyrgðartilfinning, yfirburðir skipulagsins og eftir- lit hins opinbera. Og með því ættu að vera útilokaðar vinnudeil- ur. Það s'kipulag er til vegna hinna vinnandi manna, en ekki vegna »forstjóra« sem þurfa að byggja »villur«. Samvinnuskipu- lagið tryggir sannvirði vinnunn- ar, hver fær það sem honum ber, en hvorki meira né minna. Um það fyíirkomulag ættu því allir að geta orðið sammála, nema þeir einir, sem vilja endilega fá meira en þeim ber, og hafa af öðrum með óréttu. Það er ekki ósennilegt, að áð- ur eh langt líður verði samvinnu- útgerð reynd hér á Akureyri. Að- alatriðið er þa að byrja með gætni og fyrirhyggju. Samvinnu- skipulagið er réttlátt, ef því er ekki spillt af ranglátum mönnum. flokksins A. Marcusen var dóm- ari þetta kvöld, áhorfendur voru um 3000 og biðu með óþreyju úr- slitanna. En ó&ur en fyrri hálf- leikur var úti, eftir 38 mínútna leik, ganga K. R-menn úr leikn- %m, sökum áberandi hlutdrægni dómarans Dönum í vil, að þeirra áliti. Áhorfendur ruddust þá inn á völlinn, og gerðu einhvern að- súg að dómaranum, en lögreglan kom þegar á vettvang og vernd- aði hann. Leystist leikurinn þá upp og höfðu Danirnir þá 5:1. Þessi atburður hefir vakið feikna mikla athygli í Reykjavík, og mikið rætt um hann þar í gær. En erfitt er um það að dæma eft- ir óljósum fregnum, hvorir hafa rétt fyrir sér K. R.-menn eða dómarinn. Móttökunefnd H. I. K. hefir lýst leikinn ómerkan. En dómarinn kveður aðrar venjur gilda um aukaspark og rangstöðu hér, en í Danmörku. í kvöld er á- kveðið að úrslitakappleikur verði milli úrvalsliðsins og H. I.'K., og mun mörgum forvitni á að vita hvernig honum lýkur. Ef til vill verður fregnum frá honum út- varpað kl. 21.30 í kvöld. hin vinsæla söngkona okkar, held- ur söngskemmtun eftir næstu helgi. Syngur hún að þessu sinni eingöngu tónsmíðar eftir Franz Schubert, m. a. mörg af hinum skemmtilegu lögum úr Meyja- skemmunni. Eitt af þeim er þrí- söngur (terzet) og syngja hann með Jóhönnu tveir af nemendum hennar hér. Þessi söngskemmtun verður einstök í sinni röð, að því leyti, að Schubertshljómleikar hafa al- drei verið haldnir hér á Akur- eýri fyrr, og mun margur fagna því, að fá nú tækifæri til þess, að kynnast mörgum af hinum beztu lögum hins fjölhæfa og yndislega tónskálds. Páll ísólfsson tónskáld aðstoðar Jóhönnu og er því undirleikurinn í góðum höndum, Innilegt þakklæti vottum við öllum sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför elsku litla drengsins okkar, Björns Guðlaugssonar. Akureyri 21. júlí 1834. Elín Friðriksdóttir. GuðlaugurB/örnsson. Verkfalið í San Fransisco. Verkfallið á Vesturströndinni heldur áfram. Talsverðar óeirðir hafa orðið og 300 kommúnistar verið teknir fastir. Johnson hers- höfðingi hefir undanfarið verið á fundum með fulltrúum verka- manna og vinnuveitenda á víxl. Fregn gengur um það, að .verk- fallsmenn ætli að hlýta úrskurði gerðardóms, en hun er óstaðfest. Talsverðum matvælum hefirv tek- izt að koma til San Fransisco, svo ekki er talin hætta á matar- skorti þar fyrst um sinn. Nú hef- ir verkfallið þar staðið í 10 vikur og talið nú að haf a valdið um 100 millj. dollara skaða. Allsherjarverkfallinu lokið. Síðustu fréttir herma, að verk- fallsnefndin hafi ákveðið að hætta allsherjarverkfallinu. Var því tekið með miklum fögnuði af fjölda fólks í San Fransisco og öðrum borgum á vesturströnd- inni. Johnson hershöfðingi hefir sent Roosevelt forseta skeyti, þar sem hann segir, að næsta sólar- hring verði öll ágreiningsmál jöfnuð. Stórflóð í Japan. Sökum rigninga eru nú í Norð- ur-Japan þau mestu fióð, sem þar hafa þekkst í yfir 40 ár. Hús, svo hundruðum skiftir hafa eyði- lagzt, yfir 150 manns er talið að hafi farizt, og' fleiri þúsundir fólks húsvillt. Um 1500 hús standa í vatni. Gizkað er á, að skaðinn nemi um l1/? milljón sterlingspunda. Síðustu fregnir herma þó, að flóðin séu í rénun. • Hljómleika hafa þeir í huga að efna til hér í bæ, Páll Isólfsson og Árni Kristjánsson, um miðja næstu viku. Mun heyrandi til þessara tveggja sniH« inga í þessari grein. "

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.