Dagur - 21.07.1934, Side 2

Dagur - 21.07.1934, Side 2
226 DAGUR 82. fbl. Silunga- og Lax- VEIÐITÆKI Bigbr - Nit - Séii - Flngir - M - Hiil n ý k o m i ð. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og Glervörndeildin. Þurrkar í Englandi og Ameríku. Hvaðanæfa úx- Evrópu og Norður-Ameríku hafa fyrirfar- andi borizt fregnir um óskapa hita og þurrka. Sumstaðar hefir ekki rignt í Ameríku í 27 daga, og á einum stað hafa 600 naut- gripir verið skotnir niður til að forða þeim frá hitanum. En rnest kveður þó að þurrkunum í Eng- landi. Er það þeim mun tilfinnan- legra, þar sem heita má, að þar hafi gengið óeðlileg þurrkatíð í síðastliðin tvö ár, svo vatnsmagn jarðarinnar hefir þar smá minnk- að, enda hefir svo langt gengið nú fyrirfarandi, að farga hefir orðið búpengingi víða, vegna vatnsþrots, brunnar hafa gjör- þornað, svo fólk hefir orðið að hafa árvatn til neyzlu. óttast menn mjög, að hið slæma loft og óholla neyzluvatn leiði af sér landfarsóttir eða jafnvel drep- sóttir. Skógarbrunar hafa geysað víða um landið. Seinni fregnir herma þó, að rignt hafi tvo síð- ustu dagana, en enn sé stöðugt brýnt fyrir fólki að spara vatn sem allra mest. Maðuc drukknar. Nýlega drukknaði Lúðvík Þor- grímsson, kennari, í Jökulsá á Brú. Var hann að fara yfir ána á kláf milli Arnólfsstaða og Merkis á Jökuldal. En áin var í hroðaleg- um vexti og náði hún upp í kláf- inn og hvolfdi honum. Líkið hef- ir ekki fundizt. Lúðvík hefir verið kennari á Jökuldal í 18 ár. En síðastliðið haust flutti hann til Keflavíkur og tók við forstöðu sparisjóðs f Keflavík eftir föður sinn látinn. Hann var sonur Þorgríms heitins læknis í Keflavík. Nú var Lúðvík á ferð eystra að finna kunningja sína og kom frá Möðrudal, er slysið vildi til. Hann var ókvænt- ur, vel látinn af öllum og hinn bezti drengur. Héraðsmót Sva/rfdxla var háð síðast- liðinn sunnudag. Fjöldi fólks var þar samankominn. Mótið hófst með guðs- þjónustu og voru þar til skemmtunar ræðuhöld og íþróttir, einkum sund. — Forseti I. S. í. flutti ræðu í útvarpið í tilefni af mótinu. Sagt er að vatnið í sundlauginni í Svarfaðardal hqfi kólnað um 3 stig við jarðskjálftana, nú er það 29 stiga heitt. Lýsir það vel menningu og mann- dómi Svarfdælinga, að efna til gleði- samkomu eftir allar ógnir jarðskjálft- anna undanfarið. Gullbrúðkaup áttu á sunnudaginn Anna Sigurðardóttir og Guðlaugur Ás- mundsson í Fremstafelli í Köldukinn. Eru þau bæði hálfáttræð að aldri. Tvö ensk skemintiskip komu hingað í gær, »Atlantis« og »Arandora Star«. Komu þau hingað frá Keykjavík. Talið er að 300—400 farþegar séu með hvoru skipi. Farþegar hafa skemmt sér í landi með því að leigja hesta eða. bíla, til að sjá sig um hér í nágrenni bæj- arins. Bæði skipin fóru aftur siðari hlutann í ger. Sænskur fimleikaflokkur heimsækir Island. Hr. Jan Ottosson, fimleika- kennari við lýðháskólann í Tárna í Svíþjóð kom til Akureyrar með e. s. ísland 16. þ. m. Er hann á ferð um landið með flokk nem- enda sinna til að kynnast landi og þjóð og sýnir jafnframt fim- Ieika, þar sem því verður við komið. Þeir eru 19 saman og þar á meðal einn íslendingur, sem dvalið hefir á skólanum síðast liðinn vetur, Jónas Jónsson frá Brekknakoti í Suður-Þingeyjar- sýslu. Þriðjud. 17. þ. m. hafði flokk- urinn sýningu í Samkomuhúsinu hér á Akureyri við góða aðsókn. Fyrir og eftir sýninguna fór stjórnandinn nokkrum orðum um gildi fimleika og flutti íslending- um beztu þakkir fyrir ágætar við- tökur. Mælti hann á Sænsku, en Jónas Jónsson íslenzkaði. Fyrri hluti sýningarinnar — undirstöðuæfingar — sýndu aðal- lega þjálfunaraðferðir kennarans, virtist þar meira bera á styrkj- andi en mýkjandi æfingum, enda skorti flokkinn í heild sinni frem- ur mýkt en styrk. Stílfesta var naumast svo góð sem vænta mátti, þar sem um sænskan flokk var að ræða og nokkur algengustu stökkin tóku alls eigi fram því, sem við eigum að venjast. En þegar til hafæfinga kom, þá kom styrkur flokksins veru- lega í ljós. Þar sýndu þeir með afbrigðum vel vandasamar æf- ingar, sem hér hafa eigi áður ver- ið sýndar og sem eigi er unnt að sýna nema með flokk, sem orðið er létt um handgang og handstöð- ur. 1 Með þessum æfingum náði flokkurinn samstilltum tökum á áhorfendum og var þakkað að leikslokum með taktföstu, dynj- andi lófataki. • Svíar hafa, sem kunnugt er, verið taldir skipa öndvegið sem fimleikaþjóð frá því Johan Zing skipulagði það kerfi, sem hinir sænsku fimleikar hafa að mestu verið sniðnir eftir. Á síðustu ár- um hefir þó danska fimleikakex-f- ið, sem kennt er við Niels Bukh, náð óvenju mikilli hylli, telja margir það fullkomnasta kerfið, til alhliða þjálfunar. Skoðanir manna skiftast mjög um þessi kerfit en eins og oft vill verða með það, sem um er deilt, hafa bæði nokkuð til síns ágætis og mun óhætt að fullyrða, að i hæfra manna höndum reynist bæði ósvikin meðul til að skapa hrausta sál í hraustum líkama. Þökk sé Svíunum og öðrum þeim, er sanna ágæti íþróttanna til menningar og þroska. Á. D. Dr. theol. Rögnvaldur Pétursson frá Winnipeg og frú haris komu hingað til bæjarins í þessari viku. Góðivr afli er nú talinn á Austfjörð- um, en lítill á Norðurlandi, eins og vmdanfarið, ■"*- ÚTVARPIÐ. Laugard. 21. júlí: Kl. 20 Útvarpstríó- ið. Kl. 20.30 Erindi. Frú Guðrún Lárusdóttir. Kl. 21 Fréttir. Kl. 21.30 Síðari hluti knattleiksins milli H. I. K. og úrvalsliðs Reykjavíkur. Sunnud. 22. júlí: Kl. 14 Messa í þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði, séra Garðar Þorsteinsson. Kl. 1S Hljómleikar. Kl. 18.45 Færeysk skólabörn' syngja. Kl. 20.30 Erindi Andrés Andrésson. Kl. 21.30 Grammófóntónleikar. Mánud. 23. júlí: Kl. 20 Útvarpshljóm- sveitin. Kl. 20.30 Erindi. Vrlhj. Þ. Gíslason. Kl. 21.30 Pétur Jónsson syngur. Grammófóntónleikar. Jón Steingrimsson sýslumaður er meðal gesta í bænum. Fiskvrannsóknarskipið »Dana« hefir verið við fiskirannsóknir milli Bret- iandseyja og íslands í sumar. Hún tel- ur meiri sjávarhita í sumar í Atlants- hafinu, en venja er til. Esja liggur í Reykjavík vegna vél- bilunar, og getur ekki farið þessa ferð. innbundin á kr. 5.00. í faliegu bandi kr. 2.00. Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. Tnnílpt híllQ gleraugu í hulstri. 1 dpdul lldld Finnandi er vin- samlegast beðinn að skila þeim í Prentsm. Odds Björnssonar. í B Ú Ð ■ 2 stofur og eldhús óskast til leigu frá 15. sept. eða 1. okt. n. k. Upplýsingar í Skjaldborg. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiöja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.