Dagur - 24.07.1934, Síða 1

Dagur - 24.07.1934, Síða 1
kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞOK. Norðurgötuö. Talsími 112. Uppsögn, bundin við árar inót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. •••••• XVII. ár Akureyri 24. júlí 1934. 83. tbl. Stjðrnarmyndunin. Eins og áður hefir verið frá skýrt, hafa Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn sam- þykkt grundvallaratriði í mál- efnasamvinnu milli flokkanna í sambandi við væntanlega stjórn- armyndun. Samþykktir þær, er hér um ræðir, hafa verið skjal- festar og undirritaðar af báðum aðilum, og ennfremur hefir Ás- geir Ásgeirsson forsætisráðherra skriflega lýst yfir fylgi sínu við framkvæmd umræddra mála á Alþingi. Er nú málefnum þeim, er samvinnan byggist á og síðar verður frá skýrt, tryggður meiri hlu€i í báðum deildum þingsins. Endanlegur úrskurður land- kjörstjórnar fellur í dag. Á með- an sá úrskurður er ófallinn og uppbótarþingmenn hafa ekki fengið kjörbréf sín, er ekki hægt að mynda ráðuneyti. Vitað er nú þegar, að sú ein breyting verður á um uppbótar- þingsætin, frá því er áður hefir verið tekið fram, að Gunnar Thoroddsen verður fjórði uppbót- arþingmaður Sjálfstæðisflokksins, en ekki Torfi Hjartarson. En þetta skiptir engu máli um hlut- föll flokkanna í þinginu. En þó ekki sé enn búið að ganga frá stjórnarmynduninni á formlegan hátt af fyrrgreindum ástæðum, þá hafa flokkarnir að fullu komið sér saman um, hvern- ig stjórnin skuli skipuð og hvern- ig verkaskiptingu skuli hagað. Opinber tilkynning um þetta stendur því fyrir dyrum á hverri stundu úr þessu. óhætt er því að fullyrða, að gtjórnin verður skipuð á þessa leið og verkaskipting í aðalatrið- um eins og hér segir: Hermann Jónasson lögreglu- stjóri ver&ur forsætisráðherra og jafnframt dómsmálaráðherra. Eysteinn Jónsson skattstjóri verður fjármálaráðherra. Haraldu/r Guðmundsson banlca- stjóri verður atvinnnmálaráð- herra. Nánari grein fyrir verkaskipt- ingu í hinu nýja ráðuneyti verð- ur gerð síðar. Nýja ráðuneytið verður þann- ig skipað tveimur Framsóknar- flokksmönnum og einum Alþýðu- flokksmanni. Öll eru þessi ráðherraefni þjóð- kunnir hæfileika- og atgervis- menn. Allir eru þeir fremur ung- ir menn, fullir af starfsáhuga, vinnuþreki og umbótahug. Hermann Jónasson er fæddur að Syðri-Brekkum í Skagafirði 25. des. 1896 og er því 37 ára að aldri. Foreldrar hans voru búandi hjón á Syðri-Brekkum. Hern m stundaði nám við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri, lauk stúdents- prófi 1920 og embættisprófi í lögum við háskólann 1924. Síðan var hann fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavík nokkur ái. Fór tvisvar sinnum utan til þess að kynna sér meðferð lögreglu- og saka- mála. Hann hefir verið lögreglu- stjóri í Reykjavík siðan 1929 og í bæjarstjórn Reykjavíkur síðan 1930. Árið 1932 var hann skipað- ur formaður ríkisskattanefndar. Hann er varafoi*maður Fram- sóknarflokksins. H. J. náði kosningu í Stranda- sýslu í sumar méð glæsilegum meirihluta. Er hann án efa einn áhugasamasti og þróttmesti mað- ur Framsóknarflokksins. Eysteinn Jónsson skattstjóri er fæddur á Djúpavogi 13. nóv. 1906 og er því aðeins 27 ára. Er hann sonur Jóns prests Finnsson- ar á Djúpavogi. Eysteinn lauk prófi við Samvinnuskólann 1927. Var eftir það um hríð starfsmað- ur í stjórnarráðinu og hjá skatt- stjóranum í Rvík. Sumarið 1929 dvaldi hann erlendis og kynnti sér skattamál og ríkisbókhald á Norðurlöndum. Var kennari við úrslitakappleikurinn milli Dana og Islendinga á laugardagskvöld- ið er fyrsti kappleikur í knatt- spyrnu, sem verið hefir útvarpað hér á landi. Mun það hafa verið gert af því, að menn um land allt hafa haft áhuga á því, að fylgjast með leiknum, og fá fregnir strax um það, hyort íslendingum tækist að sigra Danina, eða þeir færu ósigraðir heim aftur. Forseti f. S. í., Benedikt Waage, skýrði gang leiksins fyrir hlustendum, og fórst það ágætlega. Samvinnuskólann 1928—1930. Skattstjóri í Reykjavík síðan 1930. E. J. var.kosinn á þing í Suður-Múlasýslu 1933 og endur- kosinn aftur í sumar með geysi- miklu meirihluta-fylgi. Hann á sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins og er ritari flokksins. Eysteinn Jónsson er skarpur og rökviss bæði í ^æðu og riti og hamhleypa til starfa. Haraldur Guðmundsson er fæddur 27. júlí 1892 r Gufudal í Barðastrandarsýslu og er því hartnær 42 ára gamall. Hapn er sonur Guðmundar Guðmundsson- ar fyrrum prests í Gufudal og konu hans Rebekku Jónsdóttur alþm. á Gautlöndum Sigurðsson- ar. útskrifaðist úr Gagnfræða- skólanum á Akureyri 1911. Stundaði síðan farkennslu á vetr- um, en vegavinnu, síldarmat o. fl. á sumrum 1912—19. Gerðist þá gjaldkeri í útibúi íslandsbanka á ísafirði til 1923; síðan blaða- maður og kaupfélagsstjóri í Rvík og síðast bankaútibússtjóri á Seyðisfirði. Árið 1927 var hann skipaður í ríkisgjaldanefndina og 1928 kosinn í milliþinganefnd um tolla- og skattalöggjöf. Hann varð fyrst þingmaður í ísafjarð- arkaupstað 1928 og síðar þing- maður Seyðisfjarðarkaupstaðar og er það enn. Haraldur Guðmundsson er gæddur glæsilegum gáfum og er þróttmikill ræðumaður. Má vænta þess, að hið nýja ráðuneyti megi láta margt gott af störfum sínum leiða, þar sem hvert rúm er þar skipað vöskum og vænlegtim drengjum. Veður var mjög gott, blæjalogn og ekki sólskin. Áhorfendur voru um 3000. Dómari var Guðjón Einarsson, og hefir hann verið dómári í öllum leikjunum, nema hinum sögulega K. R.-leik. Leik- urinn var bæði fjörugur og skemmtilegur. Eftir fyrstu 13. mín. fyrra hálfleiks gerðu Danir eitt mark. Þegar liðnar voru 23 mín. náðu íslendingar einu. Gerði Jón Sigurðsson það mark. Fyrra hálfleik lauk því með 1:1. Síðara hálfleiknum var útvarp- að. Hann hófst með sama hraða og fjöri, og var þó hinn prúð- mannlegasti. Lýsti forseti honum svo, að mjög vel væri leikið af báðum flokkum og skiptust á stuttar spyrnur og langar. Lítið var um víti eða ágreiningsatriði. Þó var meiri sókn af hálfu ís- lendinga og lá knötturinn mest á vallarhelmingi Dana. Bjargaði markvörður D’ana þá mörgum hættulegum árásum. En eftir ná- lega 30 mín. leik skoraði Hans Kragh annað mark íslendinga. Gullu þá við fagnaðaróp fr,á á- horfendum. Einn Dani meiddist lítilsháttar, og var hann studdur út af vellinum og leikurinn stöðv- aður um stund. En brátt jafnaði hann sig og hófst þá leikurinn á ný. Heyrðist þá lófatak frá áhorf- endum, yfir því að meiðslið hafði ekki verið meira. Fáum mínútum síðar gerði Agnar Breiðfjörð þriðja mark íslendinga. Sóttu þeir nú ákaft á Danina og leit út fyrir, að á þá væri kominn ber- serksgangur. Skipti nú engum togum unz ÞorsTeinn Einarsson skoraði fjórða markið. Þá liðu 3 —4 mín. og gerði Gísli Guð- mundsson þá fimmta markið. Tók nú að síga í Danina og hófst nú sókn af þeirra hálfu um stund, þó án þess að ná marki. En síðustu 10 mín. bar meira á aukaspyrnum, og lenti knötturinn oftar út fyrir hliðar- mörk. Lögðu nú báðir flokkar meira í vörn en sókn síðustu mín- úturnar. En ekki náðust fleiri mörk. Lauk leiknum því þannig, að íslendingar höfðu sigrað Dan- ina með 5 gegn 1. Kappleikurinn hafði verið all- snarpur á köflum en drengilegur. Mega báðir vel við una. Hinn hrausti flokkur Dana hefir unnið alla hina leikina. En í þessum leilc sýndu Islendingar greinilega, að þeir eiga líka harðsnúna og þjálfaða knattspýrnumenn, sem geta mætt úrvalsflokkum annara þjóða. Forseti í. S. I. lauk máli sínu með því, að óska eftir að fram- vegis yrði útvarpað kappleikjum frá íþróttavellinum, bæði hlaup- um, glímum o. fl. Eftir kappleikinn hélt móttöku- nefndin samsæti fyrir Danina í Oddfellow-höllinni, og skiptust flokkarnir þar á minningargjöf- um. Dönsku knattspyrnumennirnir fóru heim með íslandinu á sunnu- dagskvöldið. Knattspyrnukappleikurinn í Reykjavik á laugardagskv. Úrvalsliðið sigraði tí. 1. K. með 5 gegti 1.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.