Dagur - 24.07.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 24.07.1934, Blaðsíða 2
228 DAGUR 83. tbl. Merkir gestir. Hingað til Akureyrar komu i síðustu viku, landveg frá Reykja- vík, þau dr. Rögnvaldur Péturs- son frá Winnipeg og kona hans frú Hólmfríður Kristjánsdóttir, ásamt Mr. Árna Helgasyni, verk- fræðing frá Chicago. Höfðu þau komið beina leið frá New York til Reykjavíkur með þýzka skemmtiferðaskipinu Reliance, og verið aðeins 7 daga á leiðinni og fengið ágæta ferð. Voru þau á leiðinni austur í Þingeyjarsýslu á ættstöðvar Mrs. Pétursson, en hún er alin upp í Reykjadal og systir Svöfu húsfreyju á Syðra- Fjalli. Gera þau ráð fyrir að hverfa aftur eftir skamma dvöl eystra ög staðnæmast eitthvað í Skagafirðinum í átthögum dr. Rögnvaldar. En alls búast þau við að hafa að þessu sinni við- dvöl á íslandi a. m. k. til ágúst- mánaðarloka. Dr. Rögnvaldur Pétursson er þjóðkunnur maður bæði austan hafs og vestan. Var hann lengi þjónandi prestur Unitarasafnað- arins í Winnipeg, en síðan hann lét af prestskap hefir hann verið einn hinn fremsti forystumaður ' íslenzkra félagsmála vestanhafs og barizt ósleitilega fyrir viðhaldi þjóðernisins og að viðhalda sam- bandinu milli Vestur-fslendinga og heimaþjóðarinnar. í því skyni stofnaði hann, árið 1919, Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi,. sem unnið hefir að við- haldi íslenzkrar tungu og menn- ingar, og hefir leitazt við að glæða og efla ættrækni og samúð milli þjóðarbrotanna. Er hann einn af aðalútgefendum Heims- kringlu og ritstjóri Tímarits Þjóðræknisfélagsins og var ein- hver helzti forvígis- og hvatamað- ur að heimför Vestur-íslendinga árið 1930. Mr. Helgason er ættaður úr Hafnarfirði og fór vestur 1912, þá 22 ára að aldri. Er hann að- alverkfræðingur við »Ghicago Transformer Corporation«, sem er verksmiðja, er aðallega býr til rafmagnstæki. Hefir hann um 500 manns í þjónustu sinni. Um horfur vestra segir dr. Rögnvaldur að heldur væri að lifna yfir atvinnulífi í Canada og Bandaríkjunum á ný. Tala at- vinnuleysingjanna hefir á síðasta ári lækkað um 4 milljónir í Bandaríkjunum og verð á korni og. gripum hækkað allmikið frá því í fyrra. Sömuleiðis hefir orð- ið mikil framför í ýmsum iðnað- argreinum. útlit er fyrir ágæta uppskeru í Canada í sumar, en í Bandaríkjunum hefir uppskera eyðilagzt á stórum svæðum af stormum og foki í vor. Erl. fréttir. Frá Englandi berast þær frétt- ir, að frumvarp hafi komið fram í brezka þingjnu um að ríkið veitti skozkum fiskimönnum nokkurn f járstyrk til að reyna að koma í veg fyrir algert hrun út- gerðarmanna af völdum afla- og markaðsleysis. Frumvarpið gerir ráð fyrir .50 sterl.pd. styrk til hvers útgerðarmanns, en ,skozkir þingmenn telja þann styrk ekki nægilegan, heldur verði ríkið einnig að reyna að afla fiskfram- leiðendum aukins markaðs, og þá helzt í Sovét-Rússlandi, og sömu- leiðis gera allt sem hægt sé til að auka neyzlu síldar í Bretlandi. Áætlunum þeim, er komið hafa fram í Englandi, um aukning flota og lofthers, hefir verið tek- ið mjög illa af jafnaðarmönnum í Frakklandi. Áætlanir þessar hafa ekki enn komið fram í frumvarpsformi, en eru afsakað- ar með því, að samvinna sú, sem England hafi haft við afvopnun- arnefndina, hafi reynzt árangurs- laus, svo að þeim, þess vegna, beri brýnust skylda til að efla aðstöðu sína út á við sem bezt að hægt sé. f Póllandi sunnanverðu hafa geysað vatnavextir og flóð, meira SjóvátrygQingarfélag /*" I klands h. f. v* m I Al-íslenzktfélag ..••" SjóvÉiiip. »• Hvergi lægri iðgjöld. Umboð á Akureyrí: Kaupfólag Eyfirðinga. en sögur fara af, enda hefir verið þar óhemju úrkoma undanfarið. Fjöldi brúa hefir brotnað, og járnbrautir eyðilagzt á stórum svæðum. Talið er að yfir 100 mannshafifariztog 500 fjölskyld- ur séu husnæðisvilltar, og stórar landspildur séu einangraðar, svo að matvælum og annari hjálp verði ekki komið til fólksins. Síðustu fregnir af flóðunum miklu í Póllandi segja þau hafa náð til Warsaw (Varsjava). Allar þær ráðstafanir sem gerðar voru til að skemmdir yrðu sem minnst- ar, virðast ætla að duga lítið, því síðast þegar fréttist, var vatns- borðið 18 fetum hærra en venju- lega, og búizt var við að flóð- garðar mundu þá og þegar bresta undan þunga vatnsins. útlit er fyrir að vinátta sú, er menn hugðu vera milli Þýzka- lands og ítalíu, fari minnkandi, vegna yfirgangs Nazista í Aust- urríki. Mussolini telur Hitler hafa illa brugðizt þeim loforðum og yfirlýsingum, er hann gaf í Feneyjum, þegar þeir ræddust við þar á dögunum. í Bandaríkjunum hefir geysileg hitabylgja riðið yfir suðaustur- hluta landsins. Hefir þar ekki fallið dropi úr lofti í 27 daga og hitinn sumstaðar komizt upp í 117 Fahrenheitstig, en það jafn- gildir 47° Celsius. í fylkinu Texas er allur gróður gersamlega skrælnaður; er nautpeningur þar ýmist skotinn niður eða hrynur niður af fóðurskorti. Herma síð- ustu fréttir að hitabylgjan nálgist nú óðum New York, og séu borg- arbúar mjög skelfdir af útlitinu. Á Coney Island, sem er eyja skammt frá New York, gekk all- stór flóðbylgja sl. föstudag. Var fjöldinn allur af baðgestum, sem flúið höfðu hitann í New York, staddur á ströndinni, er þetta skeði og lentu margir í bylgjunni. Tókst þó að bjarga öllum, að ein- um undanteknum. Frá Oberammergau fréttist, að hinir nýafstöðnu helgisjónleikir hafi aðeins verið sóttir af um 120 þúsundum erlendra gesta, og er það margfalt færra en nokkru sinni áður. Þó að verkfallið í San Fran- sisco hafi nú loks verið aflýst, er verkfallsmálum í Bandaríkjunum ekki þar með lokið. í Minneapolis hafa vörubifreiðarstjórar gert verkfall. S. 1. laugardag urðu þar götubardagar, sem byrjuðu með þeim hætti að ávaxtasali, undir lögregluvernd, ók vagni sínum inn á »lokað svæðk. Lenti þá i bardaga milli lögreglunnar og varðmanna á svæðinu; særðust um 60 og einn dó* — óeirðir urðu einnig í Seattle, og var orsökin s'ú, að ófélagsbundnir menn voru hafðir við uppskipun á vörum. Fiskafli var á öllu landinu um miðj- an júlí 58,106 smálestir, en í fyrra um sama leyti var hann 64,433 smálestir, eða 6,327 stnál, meira en í ár, Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda hjálp og samúð viðand- lát og útför fósturmóður minn- ar Önnu Maríu Davíðsdóttur. Anna Sigurðardóttir. Frá Seyðisfirði fréttist, að beitusíld sé þar nægileg, og fiskafli sæmilegur, en togarar geri þar mikinn usla, og eyðileggi veiðarfæri fiskimanna svo að til vandræða horfi, og skora Austfirð- ingar á stjórnina að senda þegar varð- skip austur til verndar fiskimönnum. Landsskjálfti. Kl. 10,45 á fimmtu- daginn varð vart við landskjálftakipp í Reykjavík og kl. 10.23, 10.29 og 10.50 voru minni hræringar. Eigi er vitað um úr hvaða átt þeir komu, en upp- tök þeirra munu hafa verið um 100 km. frá Eeykjavík. Jóhanna Jóhannsdótlir syngur í Nýja Bíó í kvöld kl. 9, með aðstoð Páls ísólfssonar. Söngskráin er ýms af beztu lögum eftir Schubert. Má þar búast við ágætri, listrænni skemmtun. Hljómleikar Páls Isólfssonar og Árna Kristjánssonar fara fram á fimmtu- daginn kl. 9 eftir hád. í Nýja Bíó. Þeir spila tvö stórverk á tvö flygel og auk þess leikur Árni eujleik. ÚTVARPIB. Þriðjud. 24. júlí: Kl. 20 Cello-sóló, Þórh. Árnason. Kl. 20.30 Erindi, Böð og líkamsæfingar, Jan Ottoson. Kl. 21.30 Grammófóntónleikar. Miðvikud. 25. júlí: Kl. 20 Fiðlusóló, Þórarinn Guðmundsson. Kl. 20.30 Erindi, séra Sig. Einarsson. Kl. 21.30 Grammófóntónleikar. Vímiar slúlku nú þegar á Ljósmyndastofu Vigfúsar Sigurgeirss. ÍBÚÐ tvær stórar stofur, bað og eldhús, óska eg að fá leigt frá 1. okt. Gunnar PÁlsson. Til asolu 6 syl. Chevrolet- vörubifreið. Uppl. hjá Arna fóhannssyni Kea. Heyskapartiðin er fremur ervið hér norðanlands. Fyrir og um síðustu helgi gerði þurrk nokkurn, en hann var of stopull til þess að töður nýttust vel, enda sumt af þeim skemmt áður. Austan af Héraði er sögð ágætis- spretta og nýting jafnframt mjög sæmilég. Eitstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds BjörnssonaT,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.