Dagur - 26.07.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 26.07.1934, Blaðsíða 1
 DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir1 1. júli. ^Afgreíðslan er hjá JÖNI Þ. ÞOK. Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • •• • • • • ■ XVII. ár. £ Akureyri 26. júlí 1934. ! 84. tbl. Hvenær opið er. Opinberar stolnanir, bankar o. s. Irv< Borgarastyrjöld í Austurríki. Pósthúsið virka daga kl. 10—6, helgi- daga kl. 10—11. Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur- eyrar og Hafnarfjarðar opinn alla daga, allan sólarhringinn, einnig bæjarsímar þessara bæja. Skrifstofa bæjarfógeta ld. 10—12 og 1 —3 alla virka daga, nema laugar- daga kl. 10—12. Skrifstofa héraðslæknis Brekkugötu 11, kl. 1—2 alla virka daga. Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og 1%—5 alla virka daga. Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla virka daga nema á mánud. kl. 1—7. Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%—3, alla virka daga. Útvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1— 2%, alla virka daga. Búnaðarbankinn kl. 2—4 frá 'í/10—1/0, 1—3 frá ^/g—1/10 alla virka daga. Allir bankar loka kl. 1 á laugardag. Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga. Afgreiðsla »Eimskips« kl. 9—12 og 1— 5 alla virka daga. Afgreiðsla s>Sameinaða« kl. 9—12 og 1—7 alla virka daga. Afgreiðsla »Bergenske« kl. 9—12 og 1 —6 alla virka daga. Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og 1—6 alla virka daga. Heimsóknartími sjúkrahúsa. Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—4 alla virka daga og kl. 2—4 á helgidögum. Kristneshæli kl. 12%—2 virka daga, 3%—5 á helgidögum. Á þessum tím- um eru fastar bílferðir milli Akur- eyrar og Kristneshælis. Hjálp Rauða Krossins, Brekkugötu 11. Ókeypis. Fyrir mæður og börn: alla þriðjudaga kl. 2—3. Fyrir berkla- veika: alla föstudaga kl. 3—4. Viðtalstími lækna. Steingr. Matthíasson, héraðslæknir, ld. 1—2 alla virka daga í Brekkugötu 11. Á sunnudögum heima kl. 1—2. Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4— 6 virka daga og 10—12 helgidaga. Pétur Jónsson kl. 11—12 og 5—6 virka daga og kl. 1—2 helgidaga. Árni Guðmundsson, kl. 2—4 alla virka daga, l%-2% helgid. á 2. lofti K. E. A. Helgi Skúlason augnlæknir kl. 10—12 og 6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi- daga á 2. lofti K. E. A. Friðjón Jensson tannlæknir kl. 10—12 1-3 og 4-6 virka daga,kl. 10-12 helgid. Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kl. 10—11 og 6—6 virka daga á 2. lofti K. E. A. Nýja-Bíó föstudagskvöld kl. 9. Uppreistarher nazista tekur Vínarboro á vald sitt. Dolfuss kanslari lekiiin til fanga af nazisfum, og sennilega myrfur. Allan seinnipart gærdagsins bárust sífelldar útvarpsfréttir frá Þýzkalandi, Frakklandi, Oslo og Kalundborg um blóðugar inn- anlandsstyrjaldir í Austurríki. Bárust fréttirnar svo ört, og voru svo sundurleitar, að ekki er gott að átta sig á þeim til fullnustu sem stendur. Herma þær, að Naz- istar í Austurríki hafi hafið víð- tæka byltingu og að víðsvegar hafi verið háðir blóðugir bardag- ar milli stjórnarhersins og upp- reistarherdeildanna. Heimvehr- liðið hafi verið kallað undir vopn, en hikað sér við að leggja til úr- slitabardaga vegna þess, að Naz- istum hafi tekizt að handtaJca Dolfuss og haldi hann sem gísl, og hóti að talta hann af lífi, ef hervaldi verði beitt. Aðrar fréttir herma ýmist, að Dolfuss sé hættu- lega særður og hafi fengið prest til að þjónusta sig, eða að hann sé þegar dáinn, en hvort heldur af sárum eða að uppreistarmenn hafi líflátið hann, kveða fréttirn- ar ekki á um. öll Austurríska stjórnin er sögð handtekin af Nazistum, nema dómsmálaráðhei'rann, sem álitið er að hafi bjargað sér und- an á flótta. Vínarbo'rg er á valdi 11 gvreis tarmanrui; og stjórnar- skrifstofurnar umkringdar. Síð- asta fréttin er hingað barzt í gærkvöldi kom frá Kalundborg, og lítur helzt út fyrir að hún komi frá dómsmálaráðherranum. Hafði fréttzt að stjórnin hefði sagt af sér, en Kalundborgfréttin ber það til baka; kveður einnig Dolfuss á lífi, en hættulega særð- an, og að stjórnarherinn og Iíeimvehrliðið hafi að mestu yf- irbugað uppreistarherinn. Allra siðustu frétftir herma að Dolfuss sé ekki lengur á lifi. Nýja-Bíó Himalaya-leiðangurinn. Talið er nú alveg víst að þrír menn úr hinum þýzka Himalaya- leiðangri hafi farizt. Ofsaveður með fannkomu geysuðu um þær mundir, sem þeir skildu við fé- laga sína, og hefir hver leiðang- urinn á fætur öðrum verið gerð- ur út til að leita þeirra, en allir reynzt árangurslausir. — Einnig er Englendingurinn Wilson, sem ætlaði að klífa hæsta tind Mont Everest, sem er rúmlega 8800 m. hár, og talinn heimsins hæsti tindur, talinn af. Mr. Wilson sótti fyrir ári síðan um- leyfi til þess að reyna að komast upp á Mont Everest, með aðstoð flugvélar, en var neitað vegna þess að það var talið of áhættusamt, en snemma í vor hafði hann í kyrrþey gert undirbúning til fararinnar, og lét ekkert opið um fyrirætlanir sín- ar fyrr en töluvert eftir að hann lagði af stað. Otbreiðsla Nazismans. Enska blaðið Manchester Guar- dian flytur þær fregnir frá Skip koma og fara vikuna 27. júlí til 2. ágúst. KOMA: 29. Selfoss vestan af Húna- flóa. 30. Dr. Alexandrine frá Rvík.. 31. Nova að anstan frá Noregi. FARA: 27. Gullfoss til Rvíkur, hrað- ferð. 31. Drangey til Sauðárkróks. Nova austur um til útlanda. Dr. Alexandrine til Rvíkur. Bandaríkjunum, að komizt hafi upp um víðtæka, skipulagða Naz- istíska útbreiðslustarfsemi þar í landi. Hafa komið fram áskoran- ir til þingsins um að gera, með lagasetningum, ráðstafanir til að fyrirbyggja að Nazistahreyfingin nái fótfestu í landinu. Dillinger drepinn. Hinn nafntogaði, amei'íski glæpamaður, John Dillinger, sem almennt hefir gengið undir nafn- inu »fjandmaður Ameríku nr. 1«, er nú loksins ráðinn af dögum. Hefir lögreglan í Bandaríkjunum átt í óslitnum eltingaleik við hann mánuðum og jafnvel árum saVnan, en Dillingar hefir jafnan tekizt að smjúga úr greipum þeirra, þar til nú fyrir fáum dög- um síðan, að lögreglan í Chicago fékk vitneskju um að hann væri á kvikmyndahúsi einu þar í borg- inni. Umkringdi lögreglan sam- stundis leikhúsið, og beið þess að sýningunni lyki. En er Dillinger kom út, og varð lögreglunnar var, dró hann þegar upp skammbyss- ur sínar, og hugðist að ryðja sér braut gegnum lögregluna eins og hann hafði svo þráfaldlega áður gert, en í þetta skipti varð lög- reglan fyrri til, og skaut hann til baha, áður en hann fengi svig- rúm til að nota skammbyssur sín- ar. John Dillinger var sakaður um 17 morð, og að minnsta kosti 100 bankarán, auk ýmsra annara glsepa. Fðstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl.9. Þýsk talmynd í 9 þáttum. Myndin er frá Napoleonstimabil- inu og segir hún frá hraustustu riddurum þýzka hersins »Svörtu Húsurunum*. Myndin er afar spennandi ástarsaga, listavel leikin. Sunnudaginn kl. 5. fllpýðusýning. Hiðursett verð. Stúlkan frá Montparnasse. Guðsþjónustur í Grundarþingapresta- kalli: Sunnudaginn 5. ágúst, Kaupangi kL 12 á hd.; Munkaþverá kl. 3 e. h. sama dag. Sunnudaginn 12. ágúst, Möðruvöllum kl. 12 á hádegi. V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.