Dagur - 26.07.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 26.07.1934, Blaðsíða 2
230 DAGUR 84. tbl. Málefnasamningur rramsóknar- oy Aipýðuflokksins. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að móðir og tengdamóðir okkar, Guðný Kristjánsdóttir, fyrrum húsfrú að Möðrufelli, lézt að heimili sínu Ytra-Gili 23. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 31. þ. m., og hefst kl. 11 f. h. með húskveðju á heimilinu. Síðan verður lík hennar flutt að Grund. Börn og tengdabörn. 1. Að skipa nú þegar nefnd 'sérfróðra manna til að gera til- lögur og áætlanir um aukinn at- vinnurekstur, framkvæmdir og framleiðslu í landinu, svo og aukna sölu afurða utan- og inn- anlands. Sé lögð áherzla á að efla þann atvinnurekstur sem fyrir er og rekinn er á heilbrigð- um grundvelli, enda komið á op- inberu eftirliti með hverskonar stórrekstri til tryggingar því, að hann sé rekinn í samræmi við hagsmuni almennings. Opinberar ráðstafanir verði síðan gerðar til aukningar atvinnurekstri í land- inu eftir því, sem þarfir krefja og við getur átt. 2. Að afla ríkissjóði tekna þannig, að byrðarnar hvíli fyrst og fremst á háum tekjum og miklum eignum skattþegnanna, en að auki sé fjár aflað með arð- vænlegum verzlunarfyrirtækj um hins opinbera. Færðar séu niður ónauðsynleg- ar fjárgreiðslur ríkissjóðs, alls sparnaðar gætt í rekstri ríkisins og opinberra stofnana, en tekjun- um verði, eftir því sem unnt er, varið til aukinnar atvinnu og framkvæmda í landinu. Fjárlög séu samin á þessum grundvelli og gerð svo ýtarleg og nákvæm sem auðið er, enda sé tryggilega um það búið, að eftir þeim sé farið til hins ýtrasta. 3. Að fela sérstakri stjórnar- skrifstofu, á meðan núverandi viðskiptaörðugleikar haldast, að undirbúa alla verzlunarsamninga við erlend ríki, stjórna markaðs- leitum, ráðstafa inn- og útflutn- ingi og hafa að öllu leyti yfirum- sjón með sölu, er viðkemur utan- ríkisverzluninni. 4. Að skipuleggja nú þegar með bráðabirgðalögum sölu land- búnaðarafurða innanlands, er tryggi bændum viðunandi verð fyrir afurðir sínar. Sé lögð á- herzla á að draga úr milliliða- og dreifingarkostnaði, til sameigin- legra hagsbóta fyrir framleiðend- ur og neytendur. 5. Að viðurkenna Alþýðusam- band íslands sem samningsaðila um kaupgjald verkafólks í opin- berri vinnu. Sé nú þegar gengið til slíkra samninga með það fyrir augum að jafna og bæta kjör þeirra, sem þá vinnu stunda. Op- inberri vinnu verði hagað þannig, að hún verði einkum til atvinnu- aukningar í þeim héruðum, þar sem hún er unnin. 6. Að Iækka útflutningsgjald af síld, þannig, að það verði eigi hærra en af öðrum útfluttum fiski. Jafnframt sé fellt niður út- flutningsgjald af landbúnaðaraf- urðum. Á þessu ári verði mis- munurinn á síldartollinum af þessa árs framleiðslu og venju- legu útflutningsgjaldi endur- greiddur, og gangi öll endur- greiðsla til hlutauppbótar handa sjómönnum. 7. Að stöðva nú þegar greiðslur úr ríkissjóði, sem nú fara fram til að halda uppi varalögreglu. 8. Að Ijúka nú þegar undirbún- ingi löggjafar um almennar al- þýðutryggingar, svo og undirbún- ingi endurbóta á framfærslulög- gjöfinni, er hvorttveggja komi til framkvæmda eigi síðar en í árs- byrjun 1936. 9. Að ljúka nú þegar undirbún- ingi löggjafar um samvinnu- byggðir í sveitum (nýbýli og ný- býlahverfi) er komi til fram- kvæmda vorið 1935. 10. Að afnema þegar á næsta þingi lÖg um þjóð- og kirkju- jarðasölu og setja jafnframt lög- gjöf um erfðafestuábúð á jarð- eignum ríkisins. Jafnhliða sé undirbúin löggjöf um jarðakaup ríkisins, er komi til framkvæmda eigi síðar en í ársbyrjun 1936. 11. Að undirbúa nú þegar end- urbætur á löggjöf um veðlán til landbúnaðarins, er feli i sér leng- ing lánstíma og lækkun vaxta og komi til framkvæmda hið allra fyrsta. 12. Að stuðla að því að hrund- ið verði sem allra fyrst í fram- kvæmd virkjun Sogsins. 13. Að undirbúa nú.þegar end- urbætur á réttarfars- og refsilög- gjöfinni eftir fullkomnustu er- lendum fyrirmyndum, er komi til framkvæmda eigi síðar en í árs- byrjun 1936. 14. Að hraða að öðru leyti framkvæmd þeirra mála til hags- bóta fyrir hinar vinnandi stéttir í landinu, sem báðir flokkar hafa lýst sig fylgjandi. Reykjavík, 14. júlí 1934. Fyrir hönd Alþýðuflokksins: Jón Baldvinsson. Stefán Jóh. Stefánson. Fyrir hönd Framsóknarflokksins: Jónas Jónsson. Eysteinn Jónsson. Unairritaður er samþykkur því að ganga til samstarfs við Al- þýðuflokkinn og Framsóknar- flokkinn samkvæmt framanrit- uðu. Ásg. Ásgeirsson. »Nú kusu hann (þ. e. Komm- únistaflokkinn) aðeins þeir, sem vaxnir eru upp úr þeirri villu, að Alþýðuflokkurinn sé »skárra af tvennu illu« samanborið við Sjálfstæðisflokkinn«. Það er eitt af málgögnum Kommúnistaflokks íslands, sem farast þannig orð eftir síöustu Alþingiskosningar. Með þessum orðum staðfesta Almennur bæj arstj órnarfundur var haldinn í bæjarstjórn Akur- eyrar þriðjudaginn 24. júlí kl. 4 eftir hádegi. Fyrir fundinum lágu fundar- gerðir ýmsra nefnda og voru alls 9 mál á dagskrá. Skal hér aðeins drepið á nokkur atriði. Samþykkt var að ráða tvo lög- regluþjóna yfir mánuðina ágúst og september, til viðbótar við þá, sem fyrir eru. Samþykkt var að hafna for- kaupsrétti á húsi Jóns Sveinsson- ar fyrrverandi bæjarstjóra. Lagt var fram erindi frá Verkamanna- félagi Akureyrar og verkakvenna- félaginu »Bining«, frá 1. júlí s.l. þess efnis, að bærinn stofni þeg- ar til atvinnubótavinnu fyrir ekki færri en 50 manns daglega, það sem eftir er af sumrinu, og að atvinnuleysingjum sé veittur at- kommúnistar enn einu sinni, að Alþýðuflokkurinn sé sízt betri en íhaldið, að þeirra áliti. Þetta er auðvitað engin ný kenning meöal kommúnista. Þeir hafa lýst yfir því margsinnis áður, að Alþýðu- flokksmenn fremdu verstu blekk- ingar gagnvart verkalýðnum, að þeir væru svikarar og verstu féndur hinna vinnandi stétta. En svo kynlega bregður nú við, að kommúnistar gera þessum verstu féndum verkalýðsins sam- fylkingartilboð. I sömu andránni og kommúnistar telja það háska- lega villu að líta svo á, að Al- þýðuflokkurinn sé eitthvað skárri en ihaldið, bjóða þeir honum bandalag og sættir. Hér er ekki nema um tvennt að gera. Annaðhvort hafa komm- únistar ekkert meint með öllum lu'akyrðum sínum og svikabrigzl- um um foringja Alþýðuflokksins, eða þeir eru ekki sérlega vandir að vinum. úr því að kommúnistar líta svo á, að Alþýðuflokkurinn sé ekkert skárri en íhaldið, eða jafnvel enn verri, þá liggur í augum uppi, að þeir hefðu alveg eins getað gert Sjálfstæðisflokknum sam- fylkingartilboð. Fari því svo, að Alþýðuflokk- urinn vilji ekki sinna tilboði kommúnista, þá er ekki ólíklegt, að þeir leiti bandalags hjá íhald- inu og geri »sjálfstæðismönnum« samfylkingartilboð. Hver veit nema þá tækist betur til? Víst er um það, að íhaldsmenn hafa dreg- ið kommúnista í sinn dilk eftir kosningarnar, ásamt »bændavin- unum«, og gert úr eina breiðfylk- ingu gegn umbótaflokkunum. vinnuleysisstyrkur, sem nemi minnst 5 kr. á dag fyrir hjón, 1 kr. íyrir hvert barn og 3 kr. fyr- ir einhleypa. Atvinnubótanefnd lagði til að erindinu yrði synjað, þar sem búið væri að vinna fyrir nær allt það fé, sem áætlað væri til atvinnubóta á þessu ári. Bæj- arstjórn samþykkti tillögur nefndarinnar. En í sambandi við þetta mál var samþykkt tillaga frá Snorra Sigfússyni, skólastj., þess efnis, að á aukafundi bráð- lega skyldi bæjarstjórn kjósa 7 manna nefnd til að gera tillögur um aukna atvinnu hér í bænum á heilbrigðum grundvelli. Skyldi sú nefnd skila tillögum sínum fyrir haustið. Bæjarstjóri skýrði frá að ný- lega hefði hann athugað ýms fall- vötn hér í kring, til þess að kom- ast að raun um, hvar mundi bezt Nýkomið. Afar ódýrt: Klukkur margar gerðir, hitamælar nýjar gerðir, loftvogir fallegri en áður hafa þekkst hér. Það borgar sig að líta inn í Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og Glervörudeild. mmmmmmumm Bæjarstjórnarfundur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.