Dagur - 26.07.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 26.07.1934, Blaðsíða 3
84. tbl. DAGUR 231 að reisa nýja rafmagnsstöð fyrir Akureyri. Samkvæmt áliti Hösk- ulds Baldvinsonar, rafmagnsfræð- ings, má virkja um 1800 hestöfl við Hraunsvatn, ef hægt er að hækka yfirborð vatnsins allt að 5 metrum. Minnsta afl Fnjóskár og Djúpadalsár álítur hann vera um 1200 hestöfl. Samþykkt var að láta gera nauðsynlegar undir- búningsmælingar, til þess að geta gert áætlun um, hvað mundí kosta að virkja afrennslið úr Hraunsvatni. Benti bæjarstjóri á, að fyrir framtíðina væri ný raf- magnsstöð sennilega beztu at- vinnubæturnar, því þá sköpuðust möguleikar fyrir margskonar nýjum iðnaði. Samþykktar voru nokkrar til- lögur rafmagnsnefndar, og lögð fram skýrsla í rafmagnsmálinu frá Nielsen endurskoðanda, sem að því hefir unnið. Frá niðurstöð- um þeirrar skýrslu er sagt á öðr- um stað hér í blaðinu. Rafveitumálið. Fyrir nokkru kom það í ljós, að allmikil óreiða ætti sér stað viðvíkjandi innheimtu og reikn- ingshaldi rafveitunnar hér í bæn- um. Leiddi þetta til þess, að feng- inn var löggiltur endurskoðandi frá Reykjavík til þess að reyna að fá botn í þetta mál, og hefir hann undanfarnar vikur unnið að rannsókn málsins og ýmsir aðrir honum til aðstoðar. Hinn 24. þ. m. lét hinn löggilti endurskoðandi stjórn rafveitunn- ar í té þær niðurstöður, er hann hafði komizt að, og er aðalefni niðurstöðunnar á þessa leið: Rannsóknin nær yfir tímabilið 1981 til 22. júní þ. á. Tekjur rafveitunnar fyrir raf- orku og mælaleigu samkv. reikn- ingsafritum í aflestrarbókum nema: Fyrir árið 1981 kr. 116.396,94 Fyrir árið 1932 — 114.443,77 Fyrir árið 1933 — 119,469,01 Fyrir árið 1934 1. jan. til 30. apr. — 49,150,74 Samtals kr. 399,460,46 Eru hér ekki meðtaldar tekjur rafveitunnar af götu- og hafnar- ljósum og ekki heldur tekjur af eyðslu Kristneshælis, þar eð þær hafa verið alveg sérskildar. Samkvæmt kvittunarbók inn- heimtumannsins hefir hann greitt gjaldkera bæjarins innheimtar tekjur fyrir þessi ár samtals Eftirst. eru því Fyrirliggjandi árin 1931—1934 Fyrir árið 1931 Fyrir árið 1932 Fyrir árið 1933 Fyrir árið 1934 kr. 325,718,73 — 73,741,73 reikningar fyrir nema: kr. 1664,12 — 4924,57 — 16032,73 — 19974,61 Samtals kr. 42,596,03 En samkv. upplýsingum mn- heimtumannsins hafa auk þessa verið óinnheimtir reikningar fyr- ir hendi: Fyrir árið 1931 Fyrir árið 1932 Fyrir árið 1933 Fyrir árið 1934 kr. 6938.11 — 4973,49 — 2084,49 — 876,12 Samtals kr. 14,872,21 Reikningar þessir, að upphæð kr. 14,872,21, eru nú horfnir. Tvær síðasttaldar niðurstöðu- tölur nema þá til samans kr. 57,468,24. En þar sem óinnheimt- ar tekjur fyrir hér umrætt tíma- bil, samkv. því er áöur • segir, nema kr. 73,741,73 virðist vanta — 16,273,49 sem innþeimtar hafa verið, en ó- greiddar eru til gjaldkera bæjar- ins. Skýrslu sína endar endurskoð- andinn á þessa leið: »Ennfremur leyfi ég mér að geta þess, að til þess að komast að raun um, hvort hinir vantandi reikningar hafa allir verið ó- greiddir, verður að snúa sér til viðkomandi viðskiptamanna«. Þessi er þá niðurstaðan, sem hinn löggilti endurskoðandi hefir komizt að eftir rannsókn sína. Full 16 þús. kr. virðist vanta af fé því, er innheimt hefir verið. Þó skal þess getið, að í þessari upphæð eru innifalin eins árs laun innheimtumannsins, að upp- hæð 5 þús. kr. Eftir eru þá full 11 þús. kr. Hvort hér er um sjóð- þurrð að ræða, eða þessi upphæð er geymd í sjóði hjá innheimtu- manni, verður ekki um sagt að svo stöddu. Ennfremur skal þess getið, að niðurstaða endurskoðandans er ekki viðurkennd rétt af inn- heimtumanninum. Hvarf reikninganna, sem áður er getið, og annað er að því lýt- ur, er undir lögreglurannsókn, sem ekki mun lokið. Orð oo eínilir. íhaldsmenn segjást vera á móti fjölgun embætta. .En þar sem þeir eru einráðir, kemur nokkuð annað í ljós. íhaldsmenn eru í meirihluta í bæjarstjórn Reykjavíkur og geta því ráðið, hvað þar gerist. Þar hafa þeir stofnað embætti, er, nefnist borgarritaraembætti. Skiptar munu skoðanir um, hversu mikil þörf var á þessu nýja embætti. Þessi ráðstöfun í- haldsmanna sýnir Ijóslega, að orð og efndir þeirra fara ekki saman. Þeir eru ekki eftirbátar annara að búa til stöður fyrir sína menn. Þá hæla íhaldsmenn sér mjög fyrir sparnað á opinberu fé, þó að kunnir séu þeir margir hverj- ir fyrir óhóflega persónulega eyðslu. f því sambandi skal enn vikið að borgarritarastöðunni. Samkvæmt yfirlýsingum sjálfra þeirra um spamaðaranda flokks- ins, hefðu þeir átt að sníða laun borgarritarans við hæfi. Þegar ákveða skyldi laun þessa starfsmanns, kom fram tillaga á bæjarstjórnarfundi um að þau skyldu vera 6 þús. kr. á ári. í- haldinu þótti þetta of lágt, felldi tillöguha, en samþykkti í þess stað að árslaunin skyldu vera 9 þús. kr. Er þetta eitt d/emi meðal margra annara um sparnað í- haldsins a launagreiðslum, þar sem íhaldsmenn mega sjálfir ráða. Orð íhaldsmanna og efndir fara sjaldan saman. Styrktarsfóður Magnúsar Sigurðssonar, Grund og konu hans, Guðrúnar P. Jónsdóttur. Sjóður þessi var stofnaður með fimm þúsund króna gjöf Magn- úsar á Grund, hinn 8. júlí 1917, í tilefni af sjötugs afmæli gefand- ans þann dag, og heimsókn nokk- urra Eyfirðinga, til þess að færa afmælisbarninu árnaðaróskir. Er sjóðurinn eign þriggja hreppanna innan Akureyrar, öngulsstaða,- Saurbæjar- og Hrafnagilshrepps. Skipulagsskrá sjóðsins er birt í B-deild Stjórnartíðinda íslands árið 1918. Samkvæmt henni er tilgangur sjóðsins sá að örfa menn til framtakssemi og dugnaðar í land- búnaði, með því að veita verð- laun fyrir ýmiskonar búnaðar- framkvæmdir, húsabætur og skógrækt, innan þessara þriggja hreppa. Verðlaun má þá fyrst veita þegar sjóðurinn hefir aukizt um 5 þúsund krónur. Skal þá annað- hvort ár veita þrenn verðlaun þeim, er um þau sækja og mak- legir teljast að dómi sjóðstjórnar- innar: fyrstu verðlaun kr. 100.00, önnur kr. 75.00 og þriðju kr. 50.00. Beiðni um að umsækjandi komi til greina við úthlutun verð- launa sé komin í hendur sjóð- stjórnarinnar fyrir 1. janúar það ár, er verðlaun á að veita. Þegar sjóðurinn hefir enn aukizt um 5 þúsund kr., skal tvöfalda verð- launaupphæðina. Þá skal og styrkja, af vöxtum sjóðsins, fá- tæka berklasjúklinga, sem ekki þiggja af sveit. Nú hefir sjóður þessi náð því að verða kr. 10.000.00, og hafa því á þessu ári, í fyrsta sinni, verið veitt verðlaun úr honum. Samkvæmt tillögum sjóðstjórn- arinnar, og staðfesting sýslu- manns Eyjafjarðarsýslu, hafa þessi hlotið verðlaunin: n 1. verðlaun: Júlíus Gunnlaugs- son, bóndi í Hvassafelli. 2. verðlaun: Björn Jóhannsson, bóndi, Syðra-Laugalandi. 8. verðlaun: Aldís Einarsdótt- ir, Stokkahlöðum. Næst verða veitt verðlaun úr sjóðnum árið 1936. Jón Jónatansson járnsmiður hér í bæ er sextugur í dag. Merkileg nýjung. Ýmislegt hefir gerzt nú á sið- ustu árum, sem til skamms tíma einungis átti heima í ævintýrum og draumórum. Hvert ævintýrið af öðru hefir orðið að veruleika. Þar til má nefna það, er Hljóð- færahús Reykjavíkur nú fyrir skömmu hóf hljóðritun og gefur mönnum kost á að taka rödd þeirra á plötur, annaðhvort söng eða upplestur, gegn ekki meira gjaldi en það, að flestum er mjög vel kleift. Til skamms tíma hefir þetta ekki verið hægt hér á landi, en fengnir voru menn og áhöld erlendis frá og þar að auki svo dýrt, að fáum var fært. Mjög nýlega hefir verið fund- in upp önnur gerð á plötum, en áður þekktist og ný aðferð við að hljóðrita, og í stað þess að við hér á íslandi höfum vanalega mátt bíða nýjunganna nokkuð lengi, hefir nú frú Friðriksson flutt þetta hingað til landsins. Getur nú hver sem vill gegn mjög litlu gjaldi fengið að leika á hljóðfæri, syngja, kveða eða tala í plötu og fengið hana heim með sér. Myndi það verða mörgum kærkomin gjöf, að fá rödd ást- vina sinna eða kunningja, sem fjarri búa, tekna á grammófón- plötu og geta heyrt hana með eig- in eyrum. Þessar nýju plötur eru taldar mjög endingargóðar og hafa þann mikla kost að vera ekki brothættar. Eru þær mjög skýr- ar, hvort sem á þeim er tal eða söngur. Hljóðritunin fer fram í litlu herbergi, sem til þess er út- búið. Er áhöldunum komið fyrir í hljóðheldum skáp í horni stof- unnar, en sungið er eða talað fyr- ir framan hljóðnema (mikrofon), sem er í sambandi við áhöldin í skápnum. Er platan tilbúin um leið og söngnum eða upplestrinum er lokið. Verður mörgum undar- lega við að heyra sína eigin rödd. Þess má geta að Hljóðfærahús- ið heldur engu eintaki eftir af plötunum, og eru þær algerlega eign þess, sem hljóðrita lætur. Mun marga, sem til Reykjavík- ur koma, fýsa að kynnast þessari nýjung. »Fiskurinn á eikinni«. Það er til gömul gamansaga um karl, sem taldi kerlingu sinni trú um það, að fiskarnir væru farn- ir að hafast við í trjánum, en hérarnir í vötnunum. Þó þetta þyki auðvitað hin mesta fjar- stæða, og’ tæplega segjandi nema vitlausum kerlingum, þegar með þarf, þá hefir þó nýlega komið fyrir atvik suður í Ástralíu, sem minnir á þessa sögu. Þar fundust nefnilega ' fiskar upp um trjá- greinar, þó ekki væri þeim það sjálfrátt. En sagan um þetta er þannig: Nýlega rigndi í Geelong í Ástra- líu. Við það er nú ekki neitt sér- staklega sögulegt, en það rigndi fiskum og það þótti mönnum ein- kennilegt. Yfir tún og íbúðarhús bónda nokkurs rigndi vatnakörf-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.