Dagur - 28.07.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 28.07.1934, Blaðsíða 2
234 DAGUR 85. tbl. Pökkum öllum samúð og hluttekningu við andlát og jarðar- för Matthildar Jóhannsdóttur frá Teigi. Aðstandendur. 0 Stór útsalfl hefst í dag og stendur yfir næstu viku. Mikið af góðum varningi selst fyrir A lágt verð. V Brauns Verzlun. 0 Páll Slgurgeirsson. (] ^>o<z><cxzxi>o II I Postulínsvörur. Höíum nýlega fengið: wmmmammw mrnrnmmm II II I! J! 12 manna matarstell 63 stk., sem við seljum aðeins á kr. 55,00. Jafnframt höfum við alla hluti sér- staka tilheyrandi þessum »stellum«. Allt með mjög lágu verði. T. d. Smádiskar frá kr. 0.35 24 cm. diskar dj. og grunnir » 0.80 Sósuskálar á fati » 1.50 Smáföt » 0.80 Ragu-föt » 1.40 Kartöflu-föt » 1.40 Hér er tækifæri til að kaupa fallegt og gott postulín fyrir jafn lágt verð og venjulegt leirtau. Kaupfélag. Eyfirðinga Járn- og Glervörudeild. II II II II ! j Skölasýningin í Reykjavík. Á þessu vori gerðist sá atburð- ur í skólasögu okkar, að haldin var ein allsherjar sýning á skóla- vinnu víðsvegar að af landinu, ásamt nokkru sýnishorni af skóla- vinnu, kennslubókum og áhöldum frá Norðurlöndum. Blöðin hér hafa verið undar- lega fáorð um þessa fyrstu og reyndar mjög myndarlegu skóla- sýningu okkar, en um svo merkan atburð má ekki þegja. Og lesend- um er hollara að sleppt sé einni pólitískri skammargrein, þar sem »öllu er snúið öfugt þó«, en í staðinn rétt og satt skýrt frá því, sem framkvæmt er í menningar- málum okkar. Samband íslenzkra barnakenn- ara gekkst fyrir sýningunni og sá um hana að öllu leyti. Stjórn sambandsins hefir unn- ið þar mikið og þakkarvert starf. Fjöldi annara kennara lagði líka á sig þegnskylduvinnu við það að búa sýningai’munina að heiman og koma þeim smekklega fyrir í stofum Austurbæjarskólans í Reykjavík. Þessi innlenda sýning fyllti næstum því 20 stofur. Mest sýndu barnaskólarnir, en auk þess gagnfræðaskólarnir, Kvennaskólinn í Rvík, 2 héraðs- skólarnir og Kennaraskólinn lítið eitt. Sænska sýningin var sett upp í allstórri stofu, og sú danska hafði annan fimleikasal skólans. í stærri leikfimissalnum voru sýnd allskonar kennsluáhöld og bækur frá Danmörk, Svíþjóð og Noregi. Sýningin stóð almenningi opin frá 23. júní til 8. júlí, eða 16 daga. Ég bið nú Iesandann að fylgja mér í anda um sýningarstofurn- ar og líta á það markverðasta. Ef til vill er réttast að skoða fyrst vinnu yngstu nemendanna. Þá er bezt að koma í stofu sem merkt er: Einkaskóli ísaks Jóns- sonar. Hér má sjá alveg fyrstu drög til lesturs, skriftar og teikn- ingar, sem allt rennur saman í eitt fyrst í stað. ísak er ekki að- eins duglegur smábarnakennari, hann er líka »pödagogiskur« og »systematiskur«. Hann festir upp fyrstu starfsblöð nemandans I dagaröð; má þannig fylgja fram- för og breytingum. Stofan er full af allskonar bréfvinnu, leirmun- um, teikningum, prentblöðum, skriftarbókum o. þ. h. eftir 5—7 ára snáða. Mann furðar á, hve mikið þau geta svona ung. Þarna er frjálst starf með lif- andi áhuga, sem ýmist er notað sem hjálparmeðal við lestrar- og skriftarkennslu eða til þess að æfa hönd og auga. Austurbæjarskóli Rvíkur sýnir í nokkrum stofum í röð. Yngstu börnin þar eru á líku reki og þau elztu hjá ísak, og vinna þeirra er í svipuöum stíl, aðeins lengra komið. Líkt má segja um alla smábarnavinnu, sem sást á sýn- iugunni. Kemur hér í ljós alveg skýrt. að kennslnaðferðin víð smábörn er gjörbreytt víða, og annarstað- ar er hún á leiðinni frá þreytandi stöfunaraðferð til meira starf- andi og lifandi kennslu. Nú skulum við athuga hvað eldri börnin sýna. Stúlkurnar sýna prjón, hekl, útsaum og einfaldar flíkur, drengirnir allskonar hluti úr tré: stóla, skápa, kassa, hyllur, sleða, leikföng o. f 1., körfur, kústa og bursta úr hári og basti. Auk þess er mikið sýnt af teikningum stúlkna og drengja. Eru mynd- irnar sumar ótrúlega vandaðar, en vantar aftur frumleik og »fantasi« hjá eldri börnum, og sýnir það, að teiknikennslan hef- ir verið of ströng og fagleg. Þá eru myndir skornar í linoleum o. m. fl. En eitt af því, sem mest vekur eftirtekt eru vinnubækurn- ar (starfsbækurnar). Allmargir skólar sýna þær, en mest ber á þeim í stofum Austurbæjarskól- ans í Rvík og Akureyrarskóla. 1 starfsbókunum er í stuttu máli skriflega gert grein fyrir aðal- atriðum þess, sem verið er að nema. Margar þeirra eru mjög vandlega skrifaðar og prýddar myndum, línuritum o. fl. efninu til skýringar. Þarna bólar á nýrri námsað- ferð, — sem er þó löngu orðin reynd víða erlendis, —- nefnilega sjálfsnámi í stað lexíunáms með yfirheyrslu. Er hér ótvírætt siglt í rétta átt, því að þegar barnið hefir náð tökum á sjálfsstarfinu, er áhugi þess vakinn, og þá er náminu borgið sem bezt má verða. ( Við nánari athugun sýningar- innar sjáum við fleiri vinnu- brögð: Veski, buddur, allskonar hulstur o. þ. h. gert úr sútuðu sauðskinni, er sýnt frá Austur- bæ j arskólanum. (Kennaraskólinn og gagnfræðaskólinn á ísafirði sýna líka leðurvinnu, sem að sjálfsögðu er fullkomnari). Nemendur Aðalsteins Sigmunds- sonar sýna spjaldskrá, sem þeir hafa sjálfir safnað efni til og samið. Hún á að notast í bekkn- um framvegis sem nokkurskonar alfræðiorðabók. Einnig sýna þeir myndir frá Færeyjaför sinni í fyrra og rit um ferðina, samið af þeim sjálfum. Þá sýna bæði þeir og ýmsir aðrir nemendablöðin sín, allt fjölrituð smáblöð með sogum, myndum, gátum og skrítlum. Á Akureyrarsýningunni voru upp- hleypt landakort og myndskurður í gibs, sem hvorugt fannst telj- andi annarstaðar á sýningunni. Sama er að segja um sumt af pappírsvinnunni þar. Þó ekki þyki ef til vill viðkunn- anlegt, vil ég geta þess, af því' það er satt, að sýningin héðan frá Akureyrarskóla vakti mjög athygli og þótti einna glæsilegust af sýningum barnaskólanna inn- lendu. Hún fyllti eina stofu og var skreytt litlum flöggum. Þorpsskólar og sveitaskólar eru allir sameinaðir í einni stórri stofu, sem merkt er: Ýmsir skól- ar. Hefir hver skóli þar sitt litla rúm. Við sjáum þarna mörg lag- leg úrvalsstykki. En sýningin gef- ur ekki neina sanna mynd af vinnubrögðum þessara skóla, til þess eru sýnishornin of fá. (Frh.). Blýsökkur allar stærðir, komnar aftur. Járn- og glervörudeild. ÚTVARPIÐ. Laugard. 28. júlí: Kl. 20 Útvarpslríóið. Kl. 20.25 Pétur Magnússon Cand. theol. Erindi Kl. 21.30 Grammó- fóntónleikar. Sunnud. 29. júlí: Kl. II Messa í Dómk. Séra Bjarni Jónsson. Kl. 18.45 Barnafími Kl. 20 Grammó- fóntónleikar. Kl. 20.30 Upplestur Halldór Kiljan Laxness. Kl. 21.30 Grammófóntónleikar. Mánud. 30. júlí: Kl. 20 Erindi Jón Leifs. KL 20.30 Erindi Séra Sig- urður Einarsson. Kl. 21.30 Útvarps- hljómsveitin Einsöngur Einar Sig- urðsson' Tvö herbergi ásamt eldhúsi óskast til leigu frá 15. okt næstk. Upplýsingar » í síma 207. flllfllýSÍÖÍJEIil Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.