Dagur


Dagur - 31.07.1934, Qupperneq 1

Dagur - 31.07.1934, Qupperneq 1
kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII . ár. | Afgreiðslan •r hjá JÖNI Þ. ÞOR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. , J-TV Akureyri 31. júlí 1934. 86. tbl. Uppbótaþingsætin. Lar.dskjörstjórn lagði síðustu hond á starf sitt 24. þ. m. Atkvæðamagn flokkanna við kosningarnar reyndist þannig: Alþýðuflokkurinn Bændaflokkurinn Framsóknarfl. Kommúnistafl. Sjálfstæðisfl. Þjóðernisflokkuriun Utan flokka 112691/2 atkv. 3348 113771/2 — 3098 — 21974 363 — 499 — Samtals gild 51929 atkv. Tveir þessara flokka, Komm- únistar og Þjóðernissinnar, telj- ast ekki þingflokkar, þar sem þeir fengu engan mann kosinn í kjördæmi og komu því ekki til greina við úthlutun uppbótarþing- sæta. Hlutfallstala kosninganna varð hjá 'Framsóknarflokknum 75814 atkv., sem er atkvæði flokksins að meðaltali á hvern kosinn þing- mann, og hlaut hann því ekkert uppbótarsæti. Þau skiptust milli Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisfl. og Bændaflokksins, þannig: Alþýðuflokkurinn hlaut 1., 3., 4., 6. og 9. uppbótarsætið. Bændaflokkurinn hlaut 2. og 10. uppbótarsætið. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 5„ 7., 8. og 11. uppbótarsætið. Landskjörnir þingmenn eru því þessir: 1. landskjörinn: Stefán Jóh. Stefánsson (A.) 4156 atkv. 2. Landskjörinn: Magnús Torfason (B.) með 422 atkv. 3. Landskjörinn: Páll Þor- björnsson (A.) með 24,2% gildra atkv. í Vestmannaeyjum. 4. Landskjörinn: Jón Baldvins- son (A.), fyrstur á röðuðum landslista Alþýðuflokksins. 5. Landskjörinn: Guðrún Lár- usdóttir (S.), með 4941 atkv. 6. Landskjörinn: Jónas Guð- mundsson (A.), með 532 atkv. 7. Landskjörinn: Jón Sigurðs- son (S.), með 45,9% gildra atkv. í Skagafirði. 8. Landskjörinn: Garðar Þor- steinson (S.), með 880 atkv. 9. Landskjörinn: Sigurður Ein- arsson (A.), með 22,1% gildra atkv. í Barðastrandarsýslu. 10. Lapdskjörinn: ’Þorsteinn Briem (B.), með 32,9% gildra atkv. í Dalasýslu. 11. Landskjörinn: • Gunnar Thoroddsen (S.), með 40% gildra atkv. í Mýrasýslu. Landskjörnir varaþingmenn eru þessir: Frá Alþýðuflokknum: 1. Pétur Jónsson, 2. á röðuðum landsþsta Alþýðuflokksins. 2. Barði Guðmundsson, 341 at- kvæði. 3. Gunnar M. Magnússon, 16,4% gildra atkv. í V.-isafjarðarsýslu. 4. Sigfús Sigurhjartarson, 264 atkv. 5. Guðjón B. Baldvinsson, 15,5% gildra atkv. í Borgarfjarðarsýslu. Frá Bændaflokknum: 1. Stefán Stefánsson, 345 atkv. 2. Jón Jónsson, 31,2% gildi-a atkv. í A.-Húnavatnssýslu. Frá Sjálfstæðisflokknum: 1. Eiríkur Einarsson, 835 atkv. 2. Torfi Hjartarson, 39,8% gildra atkv. á ísafirði. 3. ÞorleifiTr Jónsson, 719 atkv. 4. Lárus Jóhannesson, 39,4% gildra atkv. á Seyðisfirði. Ivjörbréf landskjörinna þing- manna og varaþingmanna voru undirrituð af landskjörstjórn að kveldi þess 24. þ. m. á landskjálftasvæðinu. Dalvík. Engir landskjálftakippir hafa nú fundizt um alllangan tíma, og vona menn því að þeim muni vera lokið fyrir fullt og allt. Fólkinu finnst landskjálftarnir vera liðnir hjá eins og illur draumur. Flestir eru kátir 0g frískir og viðbúnir til að hefja viðreisnarstarfið eftir skemmd- irnar. Þó er eitthvað af fólki, sem veikbyggt hefir verið fyrir, lam- að eftir skelfingarnar, og mun vart ná sér til fulls aftur. Byrjað er nú að byggja upp á Dalvík, og vinna að því um 20 menn. Sum húsin eru byggð að nýju, en utan um önnur er steypt. Eitt hús er þar í byggingu, sem búið er að mola gamla steininn frá, og svo verður steypt aö nýju utan um grindina og öll innrétt- ing hússins látin halda sér. Mikið af járni verður notað í steypuna við hin nýju hús, samkvæmt fyr- irsögn Steins Steinsens verkfræð- ings. Margt fólk á Dalvík býr enn í fiski'húsum og bráöabirgðaskýl- um, sem ekki eru hæf til vetrar- búgtaðar. Er því full þörf á því að hraða byggingunum, svo þeim verði sem flestum lokið fyrir haustið. Allmörg hin skemmdu hús hafa verið spengd í bráðina. Eru skrúfaðir járnboltar úr steypunni inn í grind hússins. Vafasamt er hvernig það endist, er til lengd- ar lætur. Blaðinu er ekki kunnugt nm hvað líður uppbyggingu í Svarf- aðardal. En eins og monnum er kunnugt, þá eru þar miklar skemmdir nálega á öllum bæjum í útdalnum. Hrísey. í Hrísey eru 4—5 hús ónýt, þó mörg fleiri séu mikið skemmd eftir landskjálftann. Ekki er byrjað þar á neinni uppbyggingu enn þá. Mjög er það bagalegt fyrir Hriseyíiiga, að víða í húsum hvarf vatn í landskjálftunum. Fæst nú vatn eins og stendur aðeins á tveimur stöðum í þorp- inu. En eins og kunnugt er, þá eru oft vandræði með neyzluvatn í Hrísey. Síldarsöltun er að byrja í Hrís- ey. Auk hinna tveggja síldarsölt- unarstöðva, sem hafa saltað þar undanfarin ár, salta ýmsir út- gerðarmenn þar sjálfir. Leggur K. E. A. þeim til tunnur og saltog selur fyrir þá síldina. Er það í fyrsta skipti, sem K. E. A. hefir tekiö síld í Hrísey. n'oic-ovðnv áhugi er fyrir rækt- um,rm.iium í Hrísey, en mjög er það bagalegt, hvað þar eru slæm- ir kúahagar, og gera kýr þar ekki gott gagn að sumri til, fyrr en þær geta gengið á ræktuðu landi. Þá er það frásagnarvert að fært er frá í Yztabæ í Hrísey. Eru fráfærur nú orönar sjald- gæfar. En sauðfjárhagar eru góð- ir á eynni. ÚTVARPIÐ. Þriðjud. 31. júlí: Kl. 20 Tónleikar með skýringum. Jón Leifs. Kl. 21.30 Grammófóntónleikar. Miðvikud. 1. ágúst: Kl. 20 Tónleikar með skýringum. Jón Leifs. Kl. 21.30 Grammófóntónleikar. Byltinoiní Austurríki. Fregnir, er bárust um helgina af byltingartilrauninni í Austur- ríki, segja hana nú í upplausn, þótt sumstaöar séu enn smáróst- ur. ókvrrð er að visu enn í land- inu, en ekki búizt við neinum al- várlegum óeirðum. ítölsku hér- sveitirnar eru enn undir vopnum á landamærum italíu og Austur- ríkis, og er það ætlun Mussolini að hafa þær þar til taks, ef á þyrfti að halda, þangað til al- gerður friður er kominn á í land- inu. Jarðarför Dolfuss kanslara. fór fram á laugardaginn með mikilli viðhöfn. Var hún afar fjölmenn og þar viðstaddir margir fulltrú- ar erlendra ríkja. Þó var von Papen ekki meðal þeirra, og ástæöan fyrir því talin sú, að ekki er vitað hvernig stjórnmála- samband þessara ríkja verður, og einnig vegna þeirrar óvissu sem enn er í sambandi við. sendiherra- embættið þýzka í Vín. Full vissa er nú fengin fyrir því hver skaut Dolfuss kanslara. Var það ungur hermaöur, er rekinn hafði verið úr stjórnarhernum fyrir starf- semi sína í Nasiztaflokknum. Iiefir honum, ásamt 30 af þeim 144 er réðust á ráðherrabústað- inn, verið stefnt fyrir herréút. í heimsblöðunum er mikið rætt um atburði þá, er gerðust í Aust- urríki sl. viku. Telja mörg þeirra ekki ólíklegt að þeir geti dregið til enn alvarlegri atburða í' Ev- rópu. Tortryggni í garð Þýzka- lands er mikil, og óvíst hvaða af- stöðu austurríska stjórnin tekur gagnvart Þýzkalandi. Jarðgöngin undir Merseyfljótið. í vikunni sem leið voru hin miklu jarðgöng undir Mersey- fljótið opnuð af Englandskon- ungi. Er það feikna mikið mann- virki, um 3 enskar mílur á lengd, og talið að þau hafi kostað um 7 millj. Sterlingspund. Verkföllin í Bandaríkj- unum. Fréttir berast alltaf öðru hvoru frá Bandaríkjunum um óeirðir i sambandi við verkföll þar. Hafa sumstaðar blóðugir bardagar átt sér stað, og margir særzt. Á nokkrum stöðum hefir herlið ver- ið kvatt lögreglunni til hjálpar,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.