Dagur - 02.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 02.08.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIL •-•-# „ • *> Afgreiðslan •t hjá JÖNI Þ. ÞöR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til a£- greiðslumanns fyrir l.des. Akureyri 2. ágúst 1934. lfppreistin geysar enn í Austurríkí Allan þriðjudaginn s.l. stóð blóðugur bardagi milli sambandshers Austurríkis og Nazista á landamærum Jugo Slavíu, og er þetta talin snarp- asta viðureignin í allri uppreistartilrauninni. Mannfall varð mikið. Uppreisn hefir enn á ný verið hafiní sumum héruðunum, en fregnir, sem um þetta hafa borizt, eru enn óljósar. Göring eða Hiiler? Einn af þeim mönnum, er þýzka stjórnin lét taka af lífi í bylting- artilrauninni í júní s. 1., var Gre- gor Strasser, er um eitt skeið var einn hinna áhrifamestu foringja National-Sósíalista, og almennt var talinn faðir að stjórnmála- stefnu þýzkra þjóðernisjafnaðar- manna. Hann var um eitt skeið nefndur sem væntanlegur vísi- kanslari Þýzkalands, en lentí seinna í andstöðu við Hitler, vegna þess, að honum þótti Hit- ler framkvæma slælega hin social- istisku verkefni nazista, og hefir síðan ekkert borið á Gregor Stras- ser í þýzkum stjórnmálum. Nú skýrir eitt af stórblöðunum frá því, að bróðir Gregor Strassers, Otto Strasser, hafi fengið bréf frá Gregor, skrifað rétt áður en byltingartilraunin var gerð. Seg- ist Gregor nýskeð hafa átt tal við Hitler, og hafi þeir sætzt heilum sáttum og hafi Hitler að endingu lofað sér starfi Görings. »Þessa hefir Göring orðið var«, segir Otto Strasser, »og hann hefir líka skilið, að ef Hitler tækist að sam- eina hægri og vinstri fylkingar nazista, þá myndi hann stórum styrkja aðstöðu sína, en til þess að koma í veg fyrir aukin völd Hitlers, hefir nú Göring gripið til þess, að myrða Gregor, og eyði- leggja þar með vinstri væng þjóð- ernisjafnaðarmanna. Er nú Hit- ler raunverulega fangi stóriðnað- armanna, kapitalista — og Gör- ings«. Morðingjar Dolfuss. Fregn frá Þýzkalandi þann 31. f. m. hermir, að morðingjar Dol- fuss kanzlara, (en þeir voru tveif er sagt var, að skotið hefðu á hann) hafi verið dæmdir af her- hétti og hengdir þrem klukkutím- um seinna. Er þó tekið fram, að verjandi þeirrá hafi talið þetta ó- réttmætt, þar sem þeim hafi bein- línis verið lofað af stjórnarhluta þeim, er stóð að töku ráðherra- bústaðarins, að þeim skyldi sleppt yfir landamæri Þýzkalands, ef þeir létu lausa ráðherra þá, er uppreistarmenn héldu í gislingu. Varpaði verjandi þeirra fyrir- spurn til Fey, fyrrverandi vara- kanslara, hvernig á þessu stæði, en Fey varð svarafátt. Eignir allra uppreistarmanna hafa verið gerðar upptækar. Á landamærum Jugo-Slavíu og Austurríkis hafði lengi vel varizt 300 manna sveit af uppreistar- mönnum, og þorði stjórnarher- inn ekki að skjóta á þá, vegna hræðslu við að hitta landamæra- verði Júgo^Slavíu. Sótt var um leyfi til stjórnar Júgo-Slavíu til þess að gera árás, en i millitíðinni hörfuðu uppreistarmennirnir inn yfir landamærin og voru fangað- ir af Jugoslavíu-mönnum og framseldir til Austurríkis. John Grierson flugmaður, er kom til landsins þ. 23. f. m., er enn í Reykjavík. Var ætlun hans að halda þegar af stað áleiðis til Grænlands, en hef- ir beðið þess að veður yrði hag- stætt bæði hér og við Grænland. Á sunnudagsmorguninn vildi það slys til, að flugvél hans rakst á bát, og brotnaði annar vængur- inn. En við þetta er ekki hægt að gera hér, og verður þess vegna að fá hina nauðsynlegu parta frá Englandi. Menn muna ef til vill, að einnig í fyrra, þá er Grierson var hér á ferð, vildi honum það óhapp til að vél hans bilaði, en þá svo illa, að hann mátti hætta víð ferð sína og snúa heim aftur, HINDENBURG lalimi. Frá Þýzkalandi hafa komið . hina síðustu daga fregnir um það, að Hindenburg lægi hættulega veikur, og þó að hann hafi í gær- dag haft fulla rænu, er þá og þeg- ar búizt við að honum geti versn- að. Síðustu fregnir herma, að Hin- denburg hafi látizt í morgun kl., 9, eftir þýzkum tíma. Slanley Baldwin hélt mjög eftirtektarverða ræðu í brezka þinginu í gær. Var það sérstaklega ein setning í ræðu hans, er vakið hefir veraldar at- hyggli. Segir hann þar, »að gömlu landamærin séu horfin, og nú hugsum við ekki lengur um Erm- arsund í því sambandi, heldur um Rín«. Þessi orð Stanley Baldwin hafa vakið feikna umtal. Frönsku blöðin telja.að slík umsögn mundi áður hafa verið full ástæða til styrjaldar. nre—¦»w«ri"ii«ii—i muaai imtmnisamam ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 2. ágúst: Kl. 19.25 Dagskrá næstu viku. 19.30 Útvarpshljómsveitin. Kl. 20 , Beethoven-tónleikar með skýr- ingum. Jón Leifs. Kl. 21.30 Grammó- fóntónleikar. Föstud. 3. ágúst: Kl. 20 Beethoven- tónleikar með skýringum. Jón Leifs. Kl. 21 Grammófóntónleikar. Skip lcoma og fara vikuna 3.—10. ágúst. KOMA: 3. Drangey frá Sauðárkróki. Dettifoss frá Rvík,'hraðferð. Súðin (í staðin fyrir Esju) að austan. 8. Brú- arfoss frá Rvík, hraðferð. Drangey frá Raufarhöfn. 9. Nova fra Reykjavík. FARA: 3. Súðin til Siglufjarðar og austur um. 5. Dettifoss til Rvíkur, hraðferð. Drangey til Grímseyjar og Itaufarhafnar. 9. Nova austur um til Noregs. Skagafjarðarför F. V. S. A. Félagar og aðrir verzlunarmenn og gestir þeirra eru beðnir að minnast þess, að áskriftarlistar liggja enn frammi i K. E A. — matvörudeild —, Bræðrabúð- inni og Schiöthsverzlun á Oddeyri. Þátt- takendur ættu að skrifa sig í dag, því áskriftum verður hsett um hádegi á föstudag. 87. tbl. Fridagur verzlunar- manna og prenlara er í dag, en verzlunarmenn hér á Akureyri munu hafa skipti á honum og öðrum degi á næstunni, vegna skemmtiferðalags, er þeir eru að undirbúa. f þessu sambandi mætti geta þess, að Vestur-íslendingar hafa, víösvegar um íslendingabyggðir, haft þennan sama dag fyrir þjóð- hátíðardag sinn. Er nú í dag haldin allsherjar þjóðminningar- hátíð í fylkinu Wisconsin í Bandaríkjunum til minningar um fyrstu þjóðhátíð, er haldin var þar á þessum degi fyrir 60 árum síðan, árið 1874. Á þeirri hátíð prédikaði í fyrsta sinn íslenzkur prestur, á íslenzku máli. Var það séra Jón Bjarnason, er upp frá því varð starfandi prestur meðal Vesíur-íslendinga alla sína æfi. Verður hátíðin í ár haldin á sama stað í fylkinu Wisoonsin og hin fyrsta hátíð Vestur-fslendinga fór fram. Barnastúkurnar »Sakleysið« og »Sam- úð« hafa ákveðið að fara skemmtiferð í Vagnaskóg n. k. sunnudag (5. ág.), ef veður leyfir. Verður farið frá barnaskólanum kl. 10 árdegis stundvís- lega. Þeir barnastúkufélagar, sem ætla að taka þátt í förinni, verða að sækja farmiða sína, er kosta .kr. 1.75 til Hannesar J. Magnúsonar eða Marínós L. Stefánssonar í síðasta lagi á föstu- dagskvöld. Þann 31. f. m. undirskrifaði konung- ur bráðabirgðalög um útflutning létt- verkaðrar síldar, en það er síld, sem söltuð er með 22 kg. af salti í 120 1. tunnur. Bráðabirgðalögin eru á þessa leið: 1. gr. Öllum er bannað að flytja út slíka síld, nema leyfi ráðuneytisins komi til. 2. gr. Ríkisstjórninni er heim- ilað að skipa nefnd manna, er hafi umsjón með léttverkaðri síld. 3. gr. Brot á bráðabirgðalögum þessum nema allt að kr. 25 á tunnu hverja, er flutt . er út í óleyfi. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Síldarafli var á öllu landinu, þann 28. f. m., sem hér segir: Söltuð síld 4582 tunnur, en í fyrra um sama leyti 38883 tunnur; matjessíld 2850 tunnur, en í fyrra 30806 tunnur; kryddsíld 917 tunnur, en í fyrra 2111 tunnur; sér- verkaðar 807 tunnur, en í fyrra 3052 tunnur; sykursaltað, ekkert, enn sem komið er, en í fyrra 189 tunnur. 1 bræðslu 318 þús. hektol., en í fyrra 314 þús. hektol. Af ofangreindu má því sjá, að allskonar söltuð síld er n^ aáeins 1/8 af því, sem var í fyrra, j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.