Dagur - 04.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 04.08.1934, Blaðsíða 1
. DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhauns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júií. '^Afgreiðsían . er hj& JÖNI Þ. ÞOB. Norðurgötu 3. Talsími 11S. Úppsögn, bundin við fira- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. . ár. 2 Akureyri 4. ágúst 1934. Knut Hamsun hálf-áttræður. Bandaríkin. í dag er norska stórskáldiö Knut Hamsun 75 ára. Því miður er ekki rúm í blaðinu til að minn- ast þessa frægasta núlifandi skálds Norðurlandatil nokkurrar hlítar. Hann er fæddur í Lom í Guðbrandsdalnum, og var faðir hans farandsali, Pedersen að nafni. Á unga aldri fluttist hann með foreldrum sínum til Hamar- eyjar í Norðurfirði, og settust þau að á bændabýlinu Hamsund, en þaðan dregur Hamsun nafn sitt. Á uppvaxtarárum sínum naut hann engrar skólamenntun- ar fram yfir algenga barna- fræðslu, en fór snemma að heim- an og lagði fyrir sig hin sundur- leitustu störf. ' Hann var búðar- maður, farandsali, skósmiður, lénsmannsritari, barnakennari, vegagerðamaður og grjóthöggs- maður, en jafnframt þessu byrj- aði hann þegar á æskuárum að leggja fyrir sig skáldskap. Árið 1882 fór hann, með tilstyrk vina og vandamanna til Vesturheims og dvaldi þar í tvö ár. Lagði hann þar gjörfa hönd á ýmislegt. Meðal annars var hann vinnu- maður á sveitabæ, fyrirlesari, búðarmaður, kennari í sunnu- dagaskóla í Minneapolis, og jafn- vel aðstoðarprestur hjá norska skáld-prestinum Kristoffer Jan- son. Árið 1884 missti hann heils- una og hvarf aftur til Noregs. Settist hann þá að í Oslo og tók fyrir alvöru til við rithöfunda- störf, en varð lítið ágengt. Frá þeim tíma stafar bók hans »Sult«, er fyrst gerði hann frægan á Norðurlöndum. Tveim árum seinna fór hann til Ameríku aft- ur, var um skeið sporvagnsstjóri , í Chicago, en festi hvergi rætur og hvarf til baka 1888. Settist hann þá að í Kaupmannahöfn, kom »Sult« á framfæri, og var þar með örðugleikum hans að mestu lokið, og skáldfrægð hans tryggð. Hefir síðan hver bókin rekið aðra, og frægð hans sífellt aukizt. Er enginn efi á því, að hið eirðarlausa flökkumannslíf Ham- suns á yngri árum hans hefir kom- ið. honum að góðu haldi og gert hann nákunnugan öllum stéttum og »typum« manna, enda bera bækur hans þess glögglega vott. Stíll hans er afar persónulegur og töfrandi, og víða svo ljóðrænn að hann verkar á mann eins og órímuð kvæði, sérstaklega í ástar- og náttúrulýsingum hans. Hátindi frægðar sinnar náði hann með bók sinni »Markens Gröde«, er hann fékk Nóbelsverðlaunin fyr- ir. Er það talinn hinn fegursti »óður einyrkjans« er nokkurn- tíma hefir verið skrifaður; segir enská skáldið H. G. Wells, að sú bók eigi að vera höfð við hlið biblíunnar. Rit Hamsuns hafa verið lesin mjög mikið af íslendingum, og tvær af fyrri bókum hans, ástar- sögurnar »Viktoría« og »Pan« hafa verið þýddar á íslenzku af Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðar- nesi. Allan síðari hluta æfi sinnar hefir Hamsun rekið búskap á stórjörðinni Nörholm. Hann er enn í fullu fjöri, og er síðasta bók hans, »Men Livet Lever«, fyrir skömmu komin út. Hitler bæoi forseti og kanslari Pýzkalands Á ráðherrafundi í Þýzkalandi á fimmtudaginn voru samþykkt bráðabirgðalög um að sameina kanslara- og forsetaembættin, og fela þau bæði Hitler. En jafn- framt var ákveðið að þjóðarat- kvæðagreiðsla skyldi fara fram 19. þ. m. til staðfestingar á þess- um lögum. Skal sú atkvæða- greiðsla fara fram eftir sömu reglum og þjððaratkvæðagreiðsl- an 12. nóv. í fyrra. Þýzka þingið hefir ákveðið að jarðarför Hin- denburgs forseta skuli fara fram n. k. þriðjudag á ríkiskostnað. Hefir innanríkisráðherra verið falinn undirbúningurjarðarfarar- innar. Von Blomberg hervarnar- ráðherrahefirfyrirskipað að allur herinn beri sorgarmerki í hálfan mánuð og sömu fyrirskipun hafa allir ríkisstarfsmenn fengið. Þó skulu allir af prússneskum upp- runa bera sorgarbúning í einn mánuð. Pánar blakta í hálfa stöng um allt Þýzkaland þangað til jarðarförin er um garð geng- in. Á sjálfan jarðarfarardaginn eru allar samkomur og skemmt- anir bannaðar, og skal þýzka út- varpið allan þann dag helgað minningu Hihdenburgs forseta. Verkfall það, er flutningsbif- reiðastjórar í borginni Minnea- polis hófu, og minnzt var á hér í blaðinu fyrir skömmu síðan, stendur enn yfir. Hefir það farið tiltölulega friðsamlega fram að þessu, en nýskeð hafa þar örðið töluverðar óeirðir milli verkfalls- manna og verkfallsbrjóta. Hefir- þetta gengið ^vo langt, að borgin hefir nú verið lýst í hernaðar- ástandi og ríkisvarnarliðið kvatt • til hjálpar. # * * Roosevelt forseti hefir verið í sumarfríi undanfarandi. En næstu daga er hans von til borg- arinnar Portland í Oregon, en þar hafa verið óslitnar róstur um tíma, út af verkföllum, sem enn eru ekki á enda kljáð. Ætlar nfl forsetinn að gera tilraun til' sam- komulags og hefir verið hafður mikill undirbúningur undir komu hans, sérstök lögreglusveit til að taka á móti honum og gæta hans á meðan hann dvelur í borginni og einnig aðrar öryggisráðstaf- anir gerðar. * * * í fylkinu Michigan geysaði í fyrradag ógurlegt stórviðri. Varð það 10 mönnum að bana og f jöldi manns meíddist. Talið er að skemmdir nemi yfir milljón doll- ara. j Háflug i Banda- rikjunum. Vísindamenn og aðrir hafa beð- ið þess með "oþreyju, að hafin yrði háloftsför sú, upp í strato- sferuna, er flugstjórn Bandaríkj- anna og The National Geográphic Society hefir haft í undirbúningi í sumar. Hafði verið gert ráð fyr- ir því, að komast 15 mílur í loft upp, en það er töluvert hærra en heimsmet það, er Rússar settu í vetur. Undirbúningur þessa flugs var gerður af hinni mestu vísinda- legri nákvæmni, og til þess vand- að í alla staði, svo sem frekast var unnt. Voru þrír menn kjörnir til fararinnar, allir þaulvanir flugmenn. Höfðu þeir með sér hreyfimyndavél, radíoáhöld og ýms sjálfvirk athugunartæki. Var nú svo hin fyrirhugaða tilraun gerð fyrr skömmu síðan. Hafa þær fréttir komið af tilraun þess- ari, að þegar loftskipið hafði náð 11 mílna hæð, rifnaðl belgurinn, svo eigi var ura áframhaW hæðar- 88. tbl. flugsins að ræða. En er loftskip- ið var komið niður i 8000 metra hæð, sprakk gasbelgurinn alveg. Var þá gerð tilraun með að nota fallhlíf (parachute) skipsins, en hún var í ólagi, svo það mis- heppnaðist. Var þá gripið til fail- hlífa, er hver einstakur flug- mannanna var útbúinn með, og björguðust þeir allir þrír. Um af- drif loftskipsins og vísindalegan árangur ferðarinnar hafa enn engar nákvæmar fréttir komið. 'IHatiessiidarsaiDlag. Þann 26. og 27. f. m. var á Siglufirði stofnað Samlag ís- lenzkra matj éssíldarframleiðenda. i stjórn samlagsins voru kosnir: Ásgeir Pétursson, Finnur Jóns- son, Hafsteinn Bergþórsson, Ing- var Guðjónsson og Steindór Hjaltalín. Sótti samlagið um það til landsstjórnarinnar að fá einkaleyfi til sölu og útflutnings á léttverkaðri síld þeirri, sem framleidd verður hér á landi, eða veidd innan íslenzkrar landhelgi. Hefir atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið veitt samlaginu þetta leyfi, og ber því öllum framleið- endum þessarar síldar að snúa sér til þess um úthlutun leyfa til sölu og útflutnings. ÍBÚÐ vantar mig 1. oktöber. Steinn Sfeinsen. HÚSEIÖN til sölu á Hjalteyrh Viggó Ólafsson Brekkugötu 6, Ak. ÍBÚÐIR, 2—3 herbergi, óskast til leigu frá 1. okti Böðvar Bjarkan. íil sölu. Böðvar Bfarkan. Dagverðwreyrarverksmiðjan er nú fullger, og þegar tekin til starfa. Lögregluþjónwr hafa verið ráðnir yf- ir tvo næstu mánuði þeir Jón Bene» diktsson og Helgi Schiöth.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.