Dagur - 04.08.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 04.08.1934, Blaðsíða 2
242 D AGTJR 88. tbl. Tveir konsertar. Ég hefi verið að vonast eftir að einhverjir músíkvinir bæjar- ins minntust í »Degi« á konserta þá, er ungfrú Jóhanna Jóhanns- dóttir, Páll ísólfsson og Árni Kristjánsson héldu hér fyrir rúmri viku síðan, en svo hefir ekki orðið enn. Ræðst ég því í, þó seint sé orðið, að drepa á þessa hljómleika með nokkrum orðum, bæði af því, að í hlut eiga tvö óskabörn okkar Akureyringa, og eins af hinu, að öllu listafólki hlýtur að vera það öllu geðþekk- a)-a, að sýnt sé, að það hafi ekki leikið fyrir daufdumba, — þó hitt og annað kunni að bresta á um réttmæti umgetninganna. Tvö fyrstu verkefnin á tónleik- um þeirra Arna Kristjánssonar og Páls ísólfssonar var samspil á tvö flygel, og þriðji og síðasti lið- urinn sónata eftir Joh. Brahms, spiluð af Árna einum. Voru sam- spilsverkefnin Andante eftir R. Schumann og Variationir eftir Chr. Sinding. Það liggur í augum uppi, að slíkur samleikur, sem þessi, er bæði erfiður og áhættu- mikill, enda ekki mikið um hönd hafður. Engu má muna, svo að samvinnan raskist, og hljóðfærin afar næm ef nokkuð út af ber. Gætti þessara ókosta nokkuð í fyrra liðnum, en í Variationum Sindings, sem er miklu »robust- ari« kom það ekki að sök, enda hjálpar það til, að flygelin skipt- ast þar víða á um framsögn og obligato-hlutverk. Var það hin hressilegasta músík. Um Pál ís- ólfsson þarf ekki að fjölyrða hér. Hann þekkja orðið allir lands- menn og hafa á honum hinar mestu mætur. Karlmannlegri, heilbrigðari og hressilegri lista- mann eigum við ekki til. Þó hann væri ekki hér að þessu sinni í sínu rétta »EIementi«, er hann þó hinn duglegasti píanóleikari, og tekst furðanlega vel að sýna listamannseinkenni sín á það hljóðfæri líka. Árni Kristjánsson, okkar blessaða bæjarbarn, sem við bindum hinar glæstustu vonir við, er ennþá nokkuð í áttina við það, sem Englendingar kalla »an unknown horse«. Kennarar hans og músíkfróðir kunningjar hafa lokið á hann afdráttarlausu lofs- orði, en hann hefir farið dult með sjálfan sig, og lítið látið sig I ljósi út á við. Og ekki verður það sagt að meðferð hans á sónötu Brahms, — sem er líka sjálí' nokkuð sundurleit og laus í bönd- unum — hafi aukið kunnings- skapinn til muna. Fólk bað ákaft um meira, en Árni gaf þess eng- an kost. Það væri mjög æskilegt að Árni gæfi okkur kost á að hlusta á sig oftar, ekki sízt ef það er rétt, sem nokkur ástæða er til að halda, að töluvert skorti á að hann sé enn farinn að una sér vel með áheyrendum sínum, hvað þa kominn í vináttusamband við þá. Gæti þá einn eða tveir kon- sertar í viðbót orðið til ágóða fyrir báða aðila, og mætti þá vel yið una, þótt það ekki gæfi af sér digra fjársjóðu. Og víst er, að hvergi fær Árni þakklátari áheyr- endur en hér, þar sem allir finna, að hans hróður er einnig þeirra. (Meira). □ RÚn 5934877 - 1 flrsl. Frumherjar samvinnuhreyfing- arinnar á landi hér lögðu fram bæði eldmóð og starfsorku til við- gangs hreyfingunni. Fyrir þeim var samvinnuhugsjónin heilagt mál. Enda finnst vart göfugra verkefni en það mannbótamál, er jafnt grípur inn í ytra og innra líf manna. Því þótt samvinnu- hreyfingin berjist hið ytra fyrir fjárhaglegri hagsæld almennings, nær hún dýpra. Samstarfið í samvinnufélögunum lyftir al- menningi á hærra stig bæði menningar- og siðferðilega. Sam- vinnufélög víða um heim' hafa sinnt fræðslustarfsemi þar að lút- andi meira, en hægt hefir verið hér á landi. En ýmsir af frumherjunum ótt- uöust það, að þegar fram í sækti yrðu félögin aðeins kaldræn fjár- hagsleg hagsmunasamtök, sem færi á mis við þann yl, sem felst í því að starfa fyrir andlega hug- sjón. Sá ótti hefir sennilega Við nokkur rök að styðjast. En það er undir þessari kynslóð komið, hvort svo verður. Margt bendir til þess, að talsverður skilningur sé vakandi í þessu efni. Má í því sambandi nefna stofnun »Menn- ingarsjóðs K. E. A.« Þegar verðfall afurðanna skall yfir um 1920, þá reyndi á þroska og samheldni samvinnumanna. Félagsmenn K. E. A. stóðust vel þá raun. Þeir bognuðu ekki undir erfiðleikunum, né töpuðu trúnni á málstað samvinnunnar. Þeir fylktu sér saman og tóku upp nýtt skipulag, þar sem hver deild ber ábyrgð á viðskiftum sinna manna gagnvart félaginu. Síðan hefir þetta skipulag ver- ið tekið upp í flestum öðrum kaupfélögum. Þetta dæmi hjá Kaupfélagi Ey- firðinga getur verið öðrum sam- vinnufélögum til eftirbreytni. — Þegar stórkostlegir erfiðleikar steðja að samvinnufélögunum, geta tvö sjónarmið komið til greina. Annað er það, að hver hugsi einungis um sjálfan sig og reyni að sleppa sem bezt út úr ó- göngunum, hvað sem samtökun- um líður. Þetta sjónarmið hinnar skammsýnu eigingirni má aldrei ráða í samvinnufélögunum. Hitt er það, að hugsa fyrst og fremst um framtíðina. Ráða fram úr erf- iðleikunum með hag félagsheild- arinnar fyrir augum. Breyta skipulaginu ef með þarf. En um- fram allt, sýna þá félagshyggju og það víðsýni að meta meira framtíðarhagsmuni félagsheildar- innar, heldur en augnablikshags- muni einstaklingsins. Andstæðingar samvinnumanna gerðu sér talsvert góðar vonir fyrir kosningarnar um það, að Tilkynnin^ um Júgursmyrsl. Vér biðjum sérhvern íslenzkan bónda, sem reka vill mjólkurbú sitt á nútíma grundvelli, að kynna sér eftirfarandi upplýsingar : JÚGURSMYRSL gera mjólkina tiltölulega gerilhreina, því að flestir gerlar komast í mjólkina af óhreinindum á júgrinu, þegar mjólkað er. JÚGUR- SMYRSLIN taka í sig öll slík gerlaflytjandi óhreinindi. JÚGURSMYRSL gera spenana mjúka, svo að óþarft er að mjólka með votum höndum, sem er óheilnæmt. JÚGURSMYRSL varna því, þá mjólkað er eftir nýja laginu, að spenarnir verði harðir eða springi. JUGURSMYRSL varna því, þá mjólkað er eftir gamla laginu, að spenarnir verði harðir eða springi. JÚGURSMYRSL græða júgur- og spenasæri á mjög stuttum tíma, vegna hinnar sérstöku samansetningar þeirra og græðandi efna og lina einnig sársauka hjá júgurveikum skepnum, þegar þær eru mjólkaðar. JÚGURSMYRSL eru mjög ódýr í daglegri nótkun, því að þau verja júgur- sjúkdómum, sem hafa í för með sér minnkaða mjólkurframleiðslu og efnalegt tap. JÚGURSMYRSL eru gerð úr hinum hreinustu og beztu efnum og blönduð þeim lyfjum, sem reynslan hefir sýnt að bezt eru. JÚGURSMYRSL halda sér jafnt sumar og vetur og eru því mjög þægileg og drjúg í notkum JÚGURSMYRSL halda gæðum sínum takmarkalaust, mótsett við önnur lélegri smyrsl, tólg eða annan heimatilbúinn júguráburð, og verða því aldrei slæm eða þrá, sökum sinna sérkennilegu efna. JÚGURSMYRSL eru algerlega bragð- og Iitarlaus og hafa ekki í sér nein skaðleg litarefni. JÚGURSMYRSL hafa því ekki í sér nein efni, er skaðieg séu mjólkinni eða júgrinu. JÚGURSMYRSL eru íslensk framleiðsla. JÚGURSMYRSL eru framleidd af Efnaflerðinni »SJÖFH«, Akureyri. - Biðjið kaupfélag yðar um »JÚGURSMYRSL<, eða pantið það beint frá [|na- oerðinni »SJÖFN«, Akureyri. — Dósin, (700 grömm) nægir með daglegri notkun fyrir 5 kýr í 2 mánuði. — KflStaf kr. 3.85 Fœst einnig hjá ■ w II Akureyrarbær. Tilkynning Skráning atvinnulausra fer fram í bæjarstjórnarsalnum 6., 7. og 8. þ. m., kl. 1—7 e. h. Akureyri, 2. ágúst 1934. Bœiarstjórinn. ná meirihlutavaldi á Alþingi. Það hefði getað orðið félögunum hættulegt. Þeir hefðu getað af- numið þau réttindi, sem félögin hafa hlotið í samvinnulögunum. En bændur landsins sáu þessa hættu. Þeir fylktu sér betur um samvinnumennina en nokkru sinni áður. Og nú er búið að mynda nýja stjórn af fulltrúum bænda og verkamanna á Alþingi. Sú stjórn mvm Wynna að almenn- hefir tapast, svartur að lit gulbotnóttur með lítinn af- langan, hvítan blett á bringu, nokkuð gráhærður á neðra skolti, snögghærður, með Iítil lafandi eyru. sem geta þó risið, og hringaða rófu. Nafn Spori. Hundur þessi er ættaður úr Skagafirði og vaninn sem fjár- og skothundur. Sá, er verða kynni hans var, er vinsamlega beðinn að gera mér aðvart gegn ómakslaunum. Hermann Sfefánsson Grund, Eyjafirði. um, heilbrigðum samtökum í verzlunar- og atvinnumálum. — Vonandi tekst henni að ráða jafn giftusamlega fram úr vandamál- um hinna vinnandi stétta. Af henni má því vænta velvildar og skilnings gagnvart samvinnufé- lögum bænda. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.