Dagur - 09.08.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 09.08.1934, Blaðsíða 2
246 DAGUR 90, tbl. Hvað er komið í Ijós? Mbl. segir, að það sé nú komið í ljós, að »bændavinirnir« hafi haft rétt fyrir sér, þegar þeir héldu því fram, að fulltrúi Al- þýðuflokksins í ráðuneyti því, er til stóð að myndað yrði síðastl. vetur, hefði átt að ráða yfir vega- málunum. Stóð þessi fullyrðing »bændavinanna« í sambandi við það að viðurkenna átti Alþýðu- sambandið sem samningsaðila um kaup í opinberri vinnu. Sögðu »bændavinirnir«, að ráðherra Al- þýðuflokksins hefði á þenna hátt átt að semja sama sem við sjálf- an sig um kaupið, og hefði því átt að fá algert einræði um að ákveða kaup í ríkissjóðsvinnu. Var reynt að gera úr þessu mikinn úlfaþyt. Þessari staðhæfingu »einkafyr- irtækisins« var harðlega mótmælt af Framsóknarmönnum, meðal annars með yfirlýsingu frá Sig- urði Kristinssyni, sem falið var að mynda hið væntanlega ráðu- neyti og gerzt mátti því um þetta vita: Kvað - hann samningana milli flokkanna um stjórnar- myndun áreiðanlega hafa strand- Einu íhaldsblaðinu (Heimdalli) farast þannig orð 31. júlí s. 1.: »Það er nú bezt að segja þaö eins og það er, að þeir Sjálfstæð- ismenn, sem bezta aðstöðu höfðu til að sjá fyrir úrslit kosning- anna, létu sér ekki til hugar koma, að flokkurinn ynni hrcin- an sigur við þessar kosningar. En þeir væntu þess, að flokkurinn fengi eins mikið fylgi einn, eins og rauðu flokkarnir til samans, og að Bændaflokkurinn hefði það þá í valdi sínu að kosningum loknum, hvorir tækju við stjórn iandsins«. Fyrir kosningarnar reyndu í- haldsmenn og »bændavinirnir« að hreinsa sig hvorir af öðrum. Þeir létu svo sém á milli þessai-a flokka væri engin taug. Fram- sóknarmenn héldu því aftur á móti fram, að á milli þeirra væri leyniþráður. Af framangreindum ummælum íhaldsblaðsins má sjá að þetta var rétt. Blaðinu finnst óhætt að segja það nú, eftir kosn- ingarnar, að framsýnustu íhalds- menn hafi vitað það fyrirfram, að þeir ynnu ekki hreinan sigur. En þeir bjuggust þó við að vinna óhreinan sigur á þann veg, að »einkafyrirtækið« gæti hjálpað þeim til þess að smeygja svörtu hnappheldunni á þjóðina. Þetta heppnaðist ekki. Svartliðar fengu ekki eins mikið fylgi eins og um- bótaflokkarnir til samans, og »einkafyrirtækið« fékk ekki úr- skurðarvald um skipun lands- stjórnarinnár. Svarta hættan er því liðin hjá. Ennfremur segir sama íhalds- málgagn: »Sú skoðun þeirra sjálfstæðis- manna, er bezt sáu, að flokkurinn mundi ekki vinna hreinan meiri- að á því, ef Alþýðuflokkurinn hefði heimtað þetta vald í sínar hendur. Engu að síður hélt »einkafyrirtækið« fast við sinn keip og hamraði í sífellu á ósann- indunum með tilstyrk íhaldsins, þar til loks að Halldór Stefánsson tók ósannindin aftur á fundi á Fossvöllum í maí síðastl. Mibl. reynir enn að hlúa að ó- sannindum »einkafyrirtækisins« og segir, að starfssvið Haralds Guðmundssonar í ráðuneytinu sanni það, að »bændavinirnir« hafi haft rétt fyrir sér, en Sig- urður Kristinsson skýrt rangt frá. Með þessu er blaðið að reyna að rótfesta þau ósannindi í vit- und lesenda, að Haraldur Guð- mundsson ráði yfir vegamálunum, þó að búið sé að margtaka það fram, að hann fer ekki með vega- málin, heldur heyra þau undir forsætisráðherra. Það er þvf komið í ljós, að Sigurður Krist- insson skýrði rétt frá, »einkafyr- irtækið« skrökvaði og Mbl. fer með vísvitandi lýgi. hluta við kosningarnar, var byggð á þeirri staðreynd, að flokkurinn hafði afsalað sér þeim mikla aðstöðustyrk að vera áfram til kosninga í stjórnarandstöðu. Þetta hafði hann gjört án þess að fá í staðinn færi á því að gera nokkurn skapaðan hlut til þess að auka á sér traust þjóðarinnar«. Þetta er lofsverð hreinskilni. f- haldsblaðið viðurkennir réttilega, að flokkur sá, er það styður, hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut til þess að auka á sér traust þjóð- arinnar. Vegna þessa traustleys- is biðu íhaldsmenn ósigur í kosn- ingunum. Trúin á svörtu stefn- una er óðum að dvína meðal þjóð- arinnar. Og enn segir sama íhaldsblað: »Bundnir þannig á höndum og fótum gengu þeir (þ. e. íhalds- menn) til kosninganna«. Kjarninn í þessum sannindum, sem íhaldsblaðið ber á borð fyrir lesendur sína, er í fáum orðum sem hér segir: íhaldsflokkurinn ætlaði að ná völdum með tilstyrk Bænda- flokksins. En þetta mistókst, af því að svartliðar gengu til kosn- inganna bundnir á höndum og fótum og skorti auk þess traust þjóðarinnar, þar sem þeim hafði ekki, með Magnús Guðmundsson í ráðherrastóli, gefist færi á að gera nokkurn skapaðan hlut til þess að auka traustið. Þetta er hinzta kveðja íhalds- ins við ráðherraútför Magnúsar Guðmundssonar. Aualýsiðí JEGI K r e p p u- I á n i n. Mönnum er, sem von er, forvitni á að vita hvað kreppulánunum líður, og af því að ég hefi verið í Reykjavík nýlega og kynnzt þar starfi Kreppulánasjóðs, þá vil ég biðja »Dag« fyrir ofurlitlar upp- lýsingar um þetta. Margir skuldaskilasamningar fyrir lánbeiðendur héðan úr Eyjafjarðarsýslu hafa nú verið fullgerðir og undirskrifaðir, en skuldabréfin hafa ekki verið und- irskrifuð og lánin því ekki út- borguð ennþá, og er það aðallega vegna þess ágreinings, sem orðið hefir um lánskjörin. Vextir af kreppulánunum eru ákveðnir í lögunum 4% og lánstími allt að 40 árum. Þetta skildu flestir svo, að vextir og afborganir greiddust með föstuni árgjölclum eins og í Byggingar- og landnámssjóði eða Veðdeild; af 40 ára láni hefði þá árgjaldið orðið rúmlega 5% af allri lánsupphæðinni. En stjórn Kreppulánasjóðs hefir ákveðið jafnar afborganir af lánunum, auk vaxta; 2 /2%. af 40 ára lán- um, 0. s. frv. Af slíku láni yrði því fyrsta greiðsla 6 /2 % af allri lánsupphæðinni, en færi svo lækk- andi, eftir því sem skuldin minnkaði og vextir yrðu minni. Þessum lánskjörum hefir nú verið mótmælt af ýmsum, eins og menn hafa séð í blöðum, og þess krafizt að jöfn árgjöld (5%) kæmu í staðinn eins og upphaf- lega var búizt við af flestum. — Mun hin nýja stjórn og hafa gert einhvern undirbúning til að koma þessu til leiðar, með reglugerðar- breytingu og fl. Er nú beðið með fullnaðarafgreiðslu lánanna, þó skuldaskilasamningur sé gerður, eftir því, hvort breyting verður á kjörunum. En þeir sem hafa fengið samning og vilja ganga að þeim kjörum, sem stjórn Kreppu- lánasjóðs hefir ákveðið: 4% vöxt- um og jöfnum afborgunum, geta fengið lánin nú þegar. Er þá rétt- ast fyrir þá, aðgera umboðsmanni sínum í Reykjavík aðvart og fela honum að undirskrifa skuldabréf- iö, verður þá lánið afgreitt. Þó menn kjósi hitt frekar, að bíða eftir hugsanlegri nýrri á- kvörðun um lánskjörin, þá má vonast eftir, að þaö þurfi ekki að verða mjög lengi úr þessu. Bemh. Stefánsson. ihaldið reynir að skemmta sér. í sorg sinni út af kosningaó- sigri sínum eru blöð íhaldsins að reyna að finna eitthvað upp til að stytta sér stundir við. Nú síð- ast eru þau að skemmta sér^við það, að Jónas Jónsson sé ekki í nýja ráðuneytinu. Kalla þau það vantraust á hann frá flokki hans og eru með yfirlýsingar eins og fyrri um það, að J. J. sé orðinn alveg áhrifalaus í stjórnmálalíf- inu og pólitískt dauður. Áður en stjórnin var mynduð, sögðu íhaldsblöðin, að hvort sem J, J. yrði í stjórninni eða ekki, skyldi honum verða kennt um allt það í stjórnarfarinu, er íhaldinu mislíkaði; hann réði öllu, ekki aðeins í Framsóknarflokknum, heldur og í Alþýðuflokknum. Ennfremur sögðu íhaldsblöðin eftir kosningarnar, að kosninga- sigur Framsóknarflokksins væri unninn undir merkjum Jónasar, og að sigur flokksins væri verk J. J. fremur en nokkurs manns annars. Svo mikil áherzla var lögð á þessi ummæli um áhrifa- vald og sigur J. J., að íhaldið feít- letraði þau. Nú er J. J. eftir frásögn íhalds- blaðanna allt í einu orðinn á- hrifalaus stjórnmálamaður, póli- tískt dauður og »smáður foringk. Og' allt hefir þetta skeð fyrir það eitt, að J. J. lenti ekki í lands- stjórninni. I hverju er þá vantraust það og smán fólgin, sem J. J. hefir orðið fyrir af flokki sínum? Allur þingflokkur Framsóknar- manna og miðstjórn Framsóknar- flokksins bað J. J. einum rómi að verða forsætisráðherra í nýja ráðuneytinu, en hann hafnaði því boði. Það er þetta, sem íhalds- blöðin kalla vantraust og smán frá hendi Framsóknarflokksins í garð Jónasar Jónssonar. Gummistigvél karla, kvenna og barna af öllum stærðum mikið úrval. Kaupfélag Eyfirðinga. 1É& Skódeildin. SVARTA HÆTTAI.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.