Dagur - 14.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 14.08.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjahldagi fyrir 1. Júlf. r. •-•-•-•-< XVII . ár. í Afgreiðslart •r hjá JöNI Þ. ÞOS. Norðurgö'tu 3. Talsfmi 11». Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l. dea. Akureyri 14. ágúst 1934. • •»• • ••-< Hraðfryst íslenzk matvæli. Ingólfur G. S. Espholin hefir fyrirfarandi verið í markaðsleit- arferð víðsvegar í Evrópu. Hefir hann notið 3000 króna styrks frá ríkinu til þessa ferðalags. Aðallega hefir hann verið að rannsaka markaðsmöguleika á ís- lenzkum afurðum svo sem kjöti, fiski og skyri, hraðfrystum eftir hinni nýju uppfyndingu sinni. Hann hefir nú gefið skýrslu um árangur ferðar sinnar, og álítur hann að yfirleitt séu mjög miklir möguleikar á sölu afurða okkar með þessari aðferð, sérstaklega í Sviss. Þó leggur Espholin áherzlu á það, að nýir markaðsvinningar muni hafa í för með sér bæði mikið starf og kostnað. Bendir hann á að heppilegasta leiðin muni vera sú, að kenna hinu »fínna« fólki að eta og meta þessar vörur, og muni þá fólk al- mennt taka upp neyzlu þeirra. Einnig bendir hann á að ákaf- iega mikilsvert sé að umbúðir séu sem hagkvæmastar og útlits- beztar- Á ferðalögum sínum hafði hann hvarvetna með sér hraðfryst sýn- ishorn og sendi þau, auk þessa, til fjölmargra annara fjarlægra landa og jafnvel til Afríku. Reyndust sýnishornin allstaðar ó- skemmd, og má þar með heita að sönnun sé fengin fyrir gildi hrað- frystingaraðferðar Espholins. Er þetta mjög mikilsvert mál og þess vert að allt sé gert til þess að reyna að- hagnýta sér hina merkilegu uppfyndingu Esp- holins sem bezt. Fjársvik í Sovét-Rússlandi. Víðsvegar um Sovét-Rússland hefir komizt upp um gifurlega spillingu meðal embættismanna stjórnarinnar. Hafa þeir ýmist stolið af mátvælabirgðum er verkamönnum voru ætlaðar, eða útbýtt skemmdum fæðutegundum. Undir eins og Sovétstjórnin komst að þessari spillingu, gaf hún lögreglunni fyrirskipanir um að rannsaka málið eins ýtarlega og hægt væri, og þyrma engum, er sannur yrði að svikum. Einna mest hefir kveðið að þessu í U- kraine. Þar voru nýlega 10 em- bættismenn dæmdir til dauða, og þremur tímum eftir dauðadóminn voru þeir skotnir, án þess að þeir fengju nokkuð tækifæri til á- frýjunar eða náðunar. f Lenin- grad hefir lögreglan ljóstað upp um geysilegar svívirðingar við miðstöð matvælaútbýtingarinnar og hafa 42 háttsettir embættis- menn verið teknir fastir. Eitt hryllilegt dæmi um spill- inguna hefir komið í ljós við ó- vænta rannsókn á verkamanna- bústöðunum í Putilofverksmiðj- unni í Leningrad. Þessi verk- smiðja hefir 10 þúsund manns i þjónustu sinni. Rannsóknin leiddi í ljós, að vikum saman hafði öllu nauta- og kálfakjöti verið haldið til baka, og selt fyrir ránverð, en verkamönnum útbýtt kjöti af sjálfdauðum húðarbikkjum. Stjórnin gerir allt sem í hennar valdi stendur, til þess að komast fyrir rætur á spillingu þessari, og hefir lýst því yfir, að enginn þurfi að vænta sér miskunnar, og öllum verði hegnt með hlífðar- lausri hörku. Eru þessir glæpir álitnir þeim mun alvarlegri og ó- fyrirgefanlegri, þar sem þeir vekja andúð alþýðu gagnvart stjórninni. Skilur alþýða manna ekki í, hvers vegna stjórnin ekki hafi haldið loforð sín um að út- býta nægilegri og góðri fæðu, og kastar allri sökinni á hana. Sér- stakur dómstóll hefir verið stofn- aður til þess að rannsaka og dæma í málum afbrotamannanna, og er fyrirfram hægt að ganga út frá því, að flestir þeirra verði dæmdir til dauða. Mari Dressler, hin heimsfræga leikkona, er flest- ir kvikmyndagestir hér munu kannast við, er nýlega dáin. TJTVARPIÐ. Þriðjud. 14. ágúst: Kl. 20 Piano-sóló. Emil Thoroddsen. Kl. 20.30 Ei'i/ldi. Tennisknattleikur. Kl. 21.30 Grammó- fóntónleikar. íslenzk lög. Danslög. Miðvikud. 15. ágúst: Kl. 20 Útvarps- tríóið. Kl. 20.30 Efindi um síldveiði og síldarsölu. Jón Bergsveinssor:. Kl, 21,30 Grammófóntónleikar, t Þorbjörg á Pverá. Fallvalt er lífið ferðamanns á jörðu. Dauðinn um eilífð á alheims völd. Sá, er í morgun svall af gleðifjöri, liggur máske lík í kvöld. Heyrir þú, lýður, hlj ómabylgj ur stíga ? Kveðurvið skjálfandi klettaþröng. Vakna þú, lýður! vikna þú í hjarta- Heyr þú dauðans huldusöng! Horfin er heimi, Heljar undir voðum, fornjurt úr skrúðgarði fljóðavals, sú er með sönnu segja má að væri ein ítrust kona öxnadals. 92. tbl. Þorbjörg á Þverá, þessi látna kona með ágætum vaxtaði ævi-pund. Húsfreyja heilsteypt hún var og móðir fram að sinni síðstu stund. Frægum hún líktist f ornaldarkonum: Hreinlegásvipinn og hrein í gerð, falslaus og fastlynd, fögur kona sýnum; aumum hlíf og hárbeitt sverð. Víðsýn og vitur valdi beina götu, eins þó að hinzt gjörðust augun Síunga sálin blind. sjónum skörpum renndi upp á heimsins hæsta tind. Magnþrungnar minjar mikilkonu tendra Ijósbjarma hulinn í hugarsal. — Þorbjörg ei gleymist, Þó að tímar líði. Lofstír hennar lifa skal. —¦ /. ö. J. Bækur. »Helzt er stunda-stytting af stef um hrund að smíða: Láta bundinn stuðla-staf steypa' úr lundu kvíða«. (J. Frimann). Svo hefir gáfaður maður eitt sinn sagt, að þroskuð sál leitaði listar, en óþroskuð sál trúar. — Hvað sem í þessu er hæft, þá er það víst, að ekki er menntun svo almenn enn, að almenningur njóti listar svo sem æskilegt væri. — Einkum á »orðsins list« örðugra uppdráttar hér á landi, en fyrr, síðan menn kynntust öðrum teg- undum lista, svo sem: málaralist, tónlist, leiklist o. s. frv. Leikur það ekki á tveim tungum, að ís- lendingar eru ekki eins ljóðelsk þjóð, eins og á meðan ljóðlistin sat hér í öndvegi. Er þetta áð sumU leyti eðlilegt, en gerir hins- vegar ljóðskáldum vorum erfið- ara að ná hylli almennings, en áð- ur, er menn lærðu ljóðabækur þeirra spjaldanna á milli. í vor kom út ný ljóðabók hér á Akureyri: »Nökkvar og ný skij) , eftir Jóhann Frimann. Þetta er önnur bók hans. Mörg ,góð kvæði eru í bókinni og sýna að skáldið hefir fullt vald bæði á efni og formi. Af stærri kvæðum bókar- innar má nefna »Gróttasöng hinn nýja og »Moliére , sem eru hvort tveggja ágæt kvæði, kjarnyrt og markviss. Af ljóðrænum kvæðum má nefna »Konimgur nætwinn- ar«, sem er mjög laglegt, og kvæðið »Á Rin«. Hér eru tvö erindi úr »Konung- ur næturinnar«: »Nú r-fí,tu tindar litast ekki lengur af ljóma aftanroðans bjarta nátt. A túngaró einum situr sveitadrengur og syngur, dreymir, hlustar — eins og gengur — á ungra drauma djarfan vængjaslátt. í vatninu er sef með silungsklaki, og svanir fljúga yfir dökkum straum, en drengsins ríki er hóll að húsabaki, og hásætið er prýtt með grænu laki, þar felur hann sinn fyrsta ástadraum*. Og um þennan ástadraum vöku- drengsins má lesa framhaldið í bókinni. Þá ber mikið á öðrum flokki kvæða. Það eru söguleg kvæði. Og þegar allt kemur til alls, býst ég við, að þau séu veigamestu kvæði bókarinnar. Kvæðin »Kveldúlfiu/r«, »Bergþóra« og »Út vil ek« eru hvert um sig prýði- lega ort. Er það vel, að eitthvað af skáldum vorum yrkir slik kvæði, en ekki eintómar ljóðræn- ar »stemningar«. Söguljóðin eru alltaf vinsæl, og þau skilja marg- ir bezt. Ég vil Ijúka þessum línum með því að taka hér upp tvö erindi úr kvæði sem skáldið hefir ort tU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.