Dagur - 16.08.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 16.08.1934, Blaðsíða 2
254 DAGTJR 93. tb!. Til hægri eða vinstri Eins og tilhögun til Alþingis- kosninga er nú háttað, var það fyrirsjáanlegt áður en síðustu kosningaúrslit urðu kunn, að eng- inn stjórnmálaflokkur næði hrein- um meirihluta í þirjginu. Af því hlaut að leiða að enginn einn flokkur yrði þess megnugur, að mynda þingræðisstjórn, og þess vegna var samvinna milli tveggja flokka óumflýjanleg. Á aukaþinginu síðastl. vetur klofnaði Framsóknarflokkurinn. Hin raunverulega ástæða til klofningsins var ágreiningur um það, hvort flokkurinn, eins og þá var komið, ætti að hafa samvinnu til hægri eða vinstri handar, hvoi*t flokkurinn ætti að beina samstarfi til íhaldsins eða AI- þýðuflokksins. Samstarfið við íhaldið hafði þá nokkuð verið reynt og gefizt af- ar illa. Eftir stórsigur Framsókn- arflokksins í kosningunum 1931, fór að bera á tilhneigingu nokk- urra manna í þingflokknum, er gekk í þá átt að þóknast íhalds- klíkunni í Reykjavík, taka tillit til hennar og miða framkomu sína og afstöðu til ýmsra mála við vilja hennar. Þegar íhalds- menn fundu þessa linku og undir- lægjuhátt innan Framsóknar- flokksins, gengu þeir á það lagið og hótuðu meðal annars að hindra það, að fjárlög fengjust afgreidd, ef ekki yrði gert að vilja þeirra í öðru alveg óskyldu máli. Þeir heimtuðu, að sveitirnar yrðu rændar pólitískum áhrifum og sá ránsfengur yrði fluttur til kaup- staðanna, þar sem aðalfylgi í- haldsins var niður komið. Þetta var hið alkunna »réttlætismál«, er íhaldsmenn nefndu svo, þó að síðar hafi vitnazt að grundvöllur- inn undir þessari kröfu þeirra var ekkert annað en pólitísk eig- ingirni. Upp úr þessu öngþveiti mynd- aðist síðan samsteypustjómiii 1932, þar sem íhaldið lagði Magnús Guðmundsson til í ráðu- neytið. Áhrif íhaldsins í landstjórninni urðu á þá leið, að ekki þótti leng- ur viðunandi, þegar aukaþingið kom saman í vetur. Þess vegna var þá gerð tilraun til nýrrar stjómarmyndunar af umbóta- flokkunum tveimur, Framsóknar- og Alþýðuflokknum. Sú tilraun strandaði eins og kunnugt er á neitun þeirra Jóns í Stóradal og Hannesar Jónssonar. Þeir neituðu með öllu stjórnai-myndun og sam- starfi með Alþýðuflokknum, en vildu halda samstarfinu áfram til hægri handar, vildu að Framsókn yrði nokkurskonar hjáleiga frá höfuðbóli íhaldsins. Auðvitað var íhaldsflokkurinn þeim Jóni og Hannesi algerlega sammála í þessu efni. Úr þeim vígstöðvum hafði komið yfirlýs- ing um það, að íhaldsmenn vildu gjarnan fá lánaða menn úr Fram- sókn, til þess að halda uppi í- haldsstefnunni, þar til hún yrði pægilega föst í sessi. Að því búnu ætluðu þeir að skila láninu aftur! Það lítur út fyrir að þeim Jóni og Hannesi hafi þótt þetta girni- legt tilboð frá hendi íhaldsmanna. Upp úr þessum jarðvegi spratt »Bændaflokkurinn«. Annarsvegar voru Framsókn- armenn, sem vildu samvinnu til vinstri, við Alþýðuflokkinn. Hins- vegar fyrri samherjar þeirra, »bændavinirnir«, sem vildu sam- vinnu til hægri, við íhaldið. öll þeirra framboð og allt þeirra starf við kosningarnar í sumar var stuðningur við ihaldið, en um leið gert til að spilla fyrir Fram- sóknarflokknum og skaða hann sem mest. Það væri of linlega að orðið kveðið að segja, að »bænda- vinirnir« hefðu borið sig manna- lega yfir fylgi sínu fyrir kosning- arnar. Þeir réðu sér ekki fyrir stærilæti og monti; margsinnis lýstu þeir yfir því, bæði í ræðu og riti, að troðningur kjósenda að jötu þeirra væri svo harðsóttur, að hirðarnir hefðu ekki við að taka á móti allri þeirri hjörð. Þeir sögðust eiga mörg kjördæmi viss og þó von á enn fleiri. Nú skyldi Framsókn setja ofan. f- haldið tók að nokkru undir þetta broslega grobb »bændavinanna«. íhaldsmenn sögðu, að Framsókn- arflokkurinn fengi 6—8 þingsæti. Þannig reiknaðist þessum sam- lokum, íhaldinu og einkafyrirtæki Jóns í Stóradal, svo til, að Fram- sóknar- og Alþýðuflokkurinn hefðu til samans 16—18 þing- menn, en íhaldið og »einkafyrir- tækið« nálægt 30. Þá væri svo sem auðséð hvað þjóðin vildi. Hún hyllti íhaldsstefnuna, en for- dæmdi allt samstarf Framsóknar- og Alþýðuflokksins. ,Svo komu kosningarnar og skáru úr. íhaldið og »einkafyrir- tækið« höfðu vonazt eftir, að bændur sneru sér til hægri. Báð- ir reiknuöu skakkt. Bændaflokk- urinn fleytti með örfárra atkvæða mun einum kjördæmakosnum þingmanni að, með tilstyrk í- haldsmanna. Og með samanskrapi í ýmsum kjördæmum tókst Hann- esi á Hvammstanga að komast inn í þingið á flothylki íhaldsins, með þá Magnús Torfason og Þor- stein Briem sinn á hvorri öxl. Framsóknarflokkurinn fékk 15 þingsæti, Alþýðuflokkurinn 10. Þar með höfðu þessir flokkar fengið meirihluta í þinginu og að- stöðu til stjórnarmyndunar. í- haldið hafði tapað í leiknum. óneitanlega snerust síðustu kosningar frá bænda hálfu aðal- lega um það, hvort þeir vildu heldur að Framsóknarflokkurinn stofnaði til samstarfs og stjórn- armyndunar með Alþýðuflokkn- um eða íhaldsflokknum. Nú hafa kosningarnar skorið úr um þetta. í bændakjördæmum hafa verið kosnir 15 Framsóknarmenn, sem falið hefir verið að hefja sam- starf til vinstri handar, við Al- þýðuflokkinn, og jafnframt hefir í bændakjördæmunum komið í ljós andstyggð á samstarfinu við íhaldið. Framsóknarþingmenn gerðu því það, sem þeir áttu að gera og þeim var falið að gera af umbjóðendum sínum, bændun- um, þeir gerðu málefnasamning við Alþýðuflokkinn og mynduðu síðan stjórn á þeim grundvelli. Ef Framsóknarþingmenn hefðu látið þetta undir höfuð leggjast, hefði það verið svik við bændur. Síðan þetta skeði hefir aðal- iðja íhaldsblaðanna verið í því fólgin að rægja verkamenn við bændur og bændur við verka- menn. Mennirnir, sem fyrir kosn- ingar sögðust hafa að einkunnar- orði »stétt með stétt«, beita nú allri orku sinni til þess að bera róg á milli hinna vinnandi stétta. Þetta er allt mjög skiljanlegt. í- haldsbroddarnir ráða sér ekki Fufltrúar bænda í íhaldsmenn þykjast setja það fyrir sig, að of lítið bændabragð sé að fulltrúum Framsóknar- flokksins í landsstjórninni. Það situr dálaglega á Morgunblaðinu að látast vera móðgað út af þessu fyrir bændanna ' hönd, blaðinu sem sí og æ hefir lítilsvirt bænd- ur og sýnt það á margan hátt að því þykir skömm til þeirra koma. Það er líka með öllu víst, að þótt Framsóknarflokkurinn hefði val- ið tvo búandi menn í ráðherra- stöðurnar, þá hefði Morgunblaðið ausið yfir þá hrakyrðum og smánarorðum engu síður en yfir þá Hermann Jónasson og Eystein Jónsson. Umhyggja íhaldsins fyr- ir bændum er ekkert annað en andstyggileg hræsni. Kenning íhaldsins um það, að Framsóknarflokkurinn á þingi hafi svikið bændur með því að velja þá Hermann og Eystein í stjórnina, er tóm endileysa. Her- mann Jónasson er kosinn í er að lesa málgagn »einkafyrir- tækisins«, Framsókn, eftir að menn hafa lesið Morgunblaðið. »Framsókn« er með öðrum orð- um ekkert annað en bergmál af Morgunblaðinu, fyrir reiði út af kosningaúrslit- unum, þeim svíður það að full- trúar hinna vinnandi stétta skuli hafa borið sigur úr býtum og komið sér saman um samstarf til umbóta og hagsældar fyrir hinn iðjusama og og vinnandi lýð. f- haldsbroddarnir þykjast nú bera mikla umhyggju fyrir velferö bænda og vilja vernda þá fyrir skaðlegum áhrifum frá jafnaðar- mönnum. Þeir sýnast ekki vegna ofsa síns hafa áttað sig á því enn, að kosningarnar leiddu það í ljós, að bændur ætluðust til þess, að Framsóknarflokkurinn á þingi leitaði samstarfs til vinstri, en ekki til hægri. Þess vegna er öll rógsiðja íhaldsins máttlaus og ó- fyrirsynju. iandsstjórn. bændakjördæmi með meira en 100 atkvæða meiri hluta fram yf- ir þann mann, sem framundir þessa tíma hefir Verið talinn að- alfulltrúi bænda á þingi og í landsstjorn. Eysteinn Jónsson er kosinn með glæsilegum meiri hluta í bændakjördæmi. Báðir þessir menn eru því fulltrúar bænda á þingi og um leið í lands- stjórninni. Hvort þeir eru búandi menn eða ekki, skiptir litlu máli. Aðalatriðið er, að bændur hafa sýnt það í kosningunum, að þeir trúa þeim vel fyrir málum sínum. Því trausti munu þeir heldur ekki bregðast. Allt skvaldur íhaldsmanna og samherja þeirra »bændavinanna« um það, að lítill bændabragur sé á landsstjórninni, er því alveg út í loftið. Það eru fulltrúar bænda, sem gegna ráðherrastörfunum. Þeir vinna þau störf í umboði bænda. Sigurður Kristinsson forstjóri hefir verið hér fyrir norðan með fjölslcyldu sína undanfarna daga. Hélt hann á stað vestur um og heimleiðis í gær. Jólianna Jóhannsdóttir söngkona syngur í Möðruvallakirkju í Hörgár- dal næstkomandi sunnudag um kl. 3 e, h. að messu aflokinni, B SfffSfiflffiSSfffifffSf Það borgar sig að kaupa Borsalino hatta. Mikið úrval nýkomið. — Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildini wmimmmmmmm Óþarfi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.